Myndbandið sem vísað er í

Út er komið glænýtt myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610, en í þessu myndbandi sýnir hann hvernig beinar mælingar og athugandir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þetta er myndband sem mikið er vísað í og ef þú vilt eitt myndband sem sýnir svart á hvítu að gróðurhúsaáhrifin eru ekki mýta - heldur eitthvað sem að virkilega hefur verið staðfest með beinum mælingum - þá er þetta myndbandið.

Á loftslag.is er myndbandið birt ásamt lýsingu á því - og heimildum þeim sem að liggja á bak við gerð þess.

  • Hvað er vitað um loftslagsbreytingar? Myndband með góðkunningja okkar Greenman3610 – hér sýnir hann hvernig beinar mælingar og athuganir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum.

Íshellur Suðurskautsins að minnka

Ant_iceshelves

Íshellur Suðurskautsins

Íshellur eru landfastur ís, sem getur bæði verið af jökuluppruna (skriðjökull – jökulstraumur), en einnig getur hann verið landfastur hafís sem hefur þykknað vegna snjóaalaga (oft í fjörðum). Þá geta íshellur verið hvoru tveggja (jökulís og landfastur ís). Íshellur eru því mjög stöðug form (hafa myndast á áratugum eða árhundruðum) og því þykir það nokkuð merkilegt þegar þær brotna upp.  

Hér má sjá Larsen íshelluna sem var í fréttum fyrir nokkrum árum og hvernig hún hrundi saman.

Athugið að ekki er verið að tala um venjulegan hafís, en útbreiðsla hans sveiflast árstíðabundið eins og hafís Norðurskautsins. Hafís Suðurskautsins hefur í raun aukið útbreiðslu sína í heild undanfarna áratugi, nema í kringum Suðurskautsskagann (Antarctic Peninsula) – en þar er hlýnunin mest og íshellur að brotna upp. Hlýnun Skagans er um 2,5°C síðan 1950, sem er töluvert á jafn stuttum tíma (reyndar sá hluti jarðar sem er að hlýna hvað hraðast).  

Nánar má fræðast um íshellur á heimasíðu loftslag.is: Íshellur Suðurskautsins brotna upp


Borgarísjaki losnar frá Suðurskautinu

94 kílómetra langur og 39 kílómetra breiður borgarísjaki  á Austur-Suðurskautinu, B-09B borgarísjakin sem er á stærð við Rhode Island, rakst á jökultungu Mertzjökulsins nú í febrúar. Talið er að áreksturinn hafi átt sér stað 12. eða 13. febrúar og brotið jökultunguna frá jöklinum í kjölfarið. Jökultungan er nú orðin að borgarísjaka sem er næstum jafn stór og B-09B borgarísjakinn. Myndirnar hér undir eru allar frá MODIS og sýna stöðu borgarísjakans og fyrrum jökultungunnar fyrir og eftir áreksturinn.

Efsta myndin er frá 7. febrúar, 2010. Einhvern tíma á tímabilinu 12. - 13. febrúar klessti B-09B á jökultunguna. Skýjað var á því tímabili og þ.a.l. náðust ekki myndir af því þegar það gerðist. En síðdegis þann 13. febrúar varð létt skýjað og kom þá í ljós að jökultungan hafði brotnað frá jöklinum. Mið myndin er frá 20. febrúar og sýnir báða borgarísjakana. Næstu vikuna á eftir færðist hinn nýi borgarísjaki fjær jöklinum neðsta myndin.

Borgarísjakinn sem varð til út frá Mertzjökulinum er 78 kílómetrar á lengd og 39 kílómetrar á breidd og massi hans er um 700-800 milljarðar tonna. Hugsanlega mun þetta brot jökulsins hafa áhrif á líf mörgæsa á svæðinu, þar sem jökultungan var einskonar var fyrir þær áður en hún brotnaði frá.

B9 borgarísjakinn brotnaði frá Ross íshellunni árið 1987. Það tók hinn risavaxna borgarísjaka meira en 2 áratugi að reka út frá Ross hafinu, að Mertzjöklinum á Austur-Suðurskautinu. Á leiðinni brotnaði hann í hluta, m.a. B-09B borgarísjakan sem klessti á jökultungu Mertzjökulsins.

Hér undir má sjá myndir af atburðinum.

Ítarefni og heimildir:

Þetta er færsla af Loftslag.is, nánar um Suðurskautið í tengli hérundir:


mbl.is Gæti raskað sjávarstraumum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NASA - Hitastigspúslið sett saman

Í færslu á Loftslag.is er myndband frá NASAexplorer þar sem farið er í nokkur atriði sem hafa áhrif á hitastig jarðar ásamt notkun gervihnatta við rannsóknir og mælingar. Eftirfarandi er lýsing NASAexplorer á efni myndbandsins:

Áratugurinn frá 2000 til 2009 var sá heitasti síðan núverandi mælingar hófust. “Hitastigspúslið sett saman” sýnir hvernig gervihnettir NASA gera okkur kleift að rannsaka mögulegar orsakir loftslagsbreytinga. Myndbandið útskýrir hvaða áhrif sólarsveiflur, breytingar á snjóþekju og skýjahulu ásamt aukins styrks gróðurhúsalofttegunda, geta haft á loftslagið.

Myndbandið má sjá á Loftslag.is, "NASA – Hitastigspúslið sett saman"

 


Hlýir sjávarstraumar hraða bráðnun Grænlandsjökuls

Nýjar rannsóknir á bráðnun Grænlandsjökuls benda til þess að fjarðarbráðnun gegni lykilhlutverki í minnkun Grænlandsjökuls. Tvær greinar um málið birtust fyrir stuttu í Nature Geoscience. Mælingar á hitastigi sjávar í nokkrum fjörðum Grænlands, sýna...

Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?

Ris í sjávarstöðu er mælt á margskonar hátt og sýna þær mælingar töluvert samræmi – setkjarnar, sjávarfallamælingar, gervihnattamælingar. Það sem þær mælingar sýna er að ris sjávarstöðu er stöðugt og hefur farið vaxandi á síðustu öld. Algeng villa...

Svipað vanmat og hjá IPCC

Þetta er endurtekning á síðustu bloggfærlu okkar, en hér er tengt við aðra samhljóðandi frétt af mbl.is Þessi grein frá Siddall o.fl var nokkuð á skjön við það sem aðrir vísindamenn hafa spáð (en sambærileg við niðurstöðu IPCC). Spá Siddall gerði ráð...

Kemur ekki á óvart

Þessi grein frá Siddall o.fl var nokkuð á skjön við það sem aðrir vísindamenn hafa spáð. Spá Siddall gerði ráð fyrir mun minni sjávarstöðubreytingum en aðrar nýlegar rannsóknir. Um þessa grein segir á Loftslag.is (sjá Sjávarstöðubreytingar ): Með því að...

Viðauki - Hefur Jörðin kólnað?

Ekki leið nema örstutt stund frá síðasta myndbandi Potholer54 , þar til honum fannst hann knúinn til þess að koma með viðauka við það. Síðasta myndband hans fjallaði um það hvort Jörðin hafi kólnað “ Hefur Jörðin kólnað? ” og þar velti hann...

Athyglisverð rannsókn og bráðnun jökla

Þetta er athyglisverð rannsókn hjá Prospero. Það er margt sem hefur áhrif á loftslag og sem dæmi má nefna þá staðreynd að meiriáttar eldgos í heiminum hafa kælandi áhrif í heiminum, yfirleitt til skemmri tíma, svona 1-3 ár. Þetta samspil rykagna sem að...

Súrnun sjávar

Við höfum í nokkrum færslum að undanförnu fjallað um súrnun sjávar. Súrnun sjávar (e. ocean acidification ) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað ”hitt CO2-vandamálið”. Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir...

Hitastig janúar 2010 á heimsvísu

Það hefur mikið verið ritað um það að undanförnu hversu kalt er í Evrópu og hluta Bandaríkjanna. En hvernig var hitastigið á heimsvísu. Við skoðum það í færslunni Hitastig janúar 2010 á heimsvísu . Helstu atriðið varðandi hitastig janúarmánaðar á...

Gestapistlar á Loftslag.is

Okkur langar að minna á gestapistla á Loftslag.is . Alla gestapistla af Loftslag.is má skoða hér . Nýjustu gestapistlarnir, þ.e. þeir sem birsta hafa eftir áramót eru taldir upp hér undir. Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts - Gestapistill Þorsteins...

Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Okkur er það ánægja að kynna gestapistil sem birtist í dag (16. feb.) á Loftslag.is . Höfundur er Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér undir má lesa inngang pistilsins, allan pistilinn má lesa á Himalayajöklar og hlýnun...

Árstíðarsveiflur í náttúrunni breytast

Vor og sumar á Bretlandseyjum byrja fyrr en áður, samkvæmt nýrri rannsókn. Ef miðað er við miðjan áttunda áratuginn, þá endar vetur að meðaltali 11 dögum fyrr nú en þá. Rannsóknin er fyrsta kerfisbundna tilraunin til vöktunar langtímabreytinga í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband