Um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn

loftslagVið höfum leitast við að svara ýmsu um ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Kaupmannahöfn á síðunni Loftslag.is. Þar komum við inn á ýmislegt m.a. um fjölda þátttakenda, staðsetningu ásamt vangaveltum um mögulegar útkomur ráðstefnunnar.

Til dæmis má lesa eftirfarandi:

Hvað er á dagsskránni?

Samkomulag þjóðanna um loftslagsmál, á tímabilinu frá 2012 og áfram; sérstaklega á að reyna að ná samkomulagi sem sameinar virðingu fyrir umhverfinu (minnkuð losun gróðurhúsalofttegunda, af völdum manna, sem hafa neikvæð áhrif á loftslagið), lífsgæði og langtíma öryggi í orkumálum á bestan mögulegan hátt. Raunhæfar tillögur um hvernig best sé að standa að því verða lagðar fram af alþjóða samfélaginu.

Hver eru lykil umræðuefnin?

  • Hvaða viðmiðunarár á að miða við sem útgangspunkt fyrir losunartakmörk, hversu lengi á næsta tímabil að vera, þ.e. frá 2012 til hvaða árs?
  • Hvaða tillögur á að koma með fyrir losunartakmörkin sjálf, bæði fyrir næsta tímabil og þar á eftir.
  • Ásamt fleiru...
Hægt er að lesa alla færsluna og taka þátt í umræðum með því að smella á þennan tengil.
mbl.is Forsetar stefna að árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttayfirlit vikunnar - Loftslag.is

Hér er stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is. Einnig er yfirlit yfir fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun vikunnar, en gerðum ekki sérstakar færslur um. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint.

Yfirlit – fréttir og pistlar vikunnar:

Nokkrar bloggfærslur litu dagsins ljós í þessari viku og voru spurningar fyrirferðarmiklar. Færsla um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn (COP15) birtist og var þar í stuttu máli farið yfir helstu atriði ráðstefnunnar sem er á tímabilinu 7. - 18. desember. Þrjár færslur, sem fjalla um 3 mikilvægar spurningar er varða loftslagsmál birtust í vikunni. Spurningarnar eru;

Þessum spurningum er velt upp og komið er með svör við þeim, sem m.a. er sótt í heim vísinda og mælinga. Gestapistill vikunnar var að þessu sinni eftir Stefán Gíslason framkvæmdastjóra umhverfisráðgjafarfyrirtækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi, pistill hans nefnist "Er almenningi sama um loftslagsmál?" og kunnum við honum þakkir fyrir góðan pistil.

Tvær myndbandafærslur birtust í vikunni, efnið í báðum var sótt til NASA. Á YouTube er rás á snærum NASA, sem nefnist NASAexplorer og þangað sóttum við efni vikunnar. Fyrst ber að nefna myndband um bráðnandi ís og hækkandi sjávarstöðu, sem er stutt myndband, þar sem m.a. eru tekin viðtöl við vísindamenn NASA. Seinni myndbandafærslan er röð myndbanda sem birtust sem hluti Jarðvísindaviku NASA. Þetta eru 6 myndbönd sem að mestu fjalla um mikilvægi hafsins varðandi loftslagsbreytingar.

Stuttar fréttir

Nýjar rannsóknir á magni CO2 í andrúmsloftinu síðastliðin 20 milljón ár, bendir til þess að núverandi takmörk varðandi losun CO2 séu of skammsýn. Vísindamennirnir notuðu sjávarsetlög til að endurskapa CO2 magn síðustu 20 milljón ár. Það kom í ljós að þegar magn CO2 var svipað og talið er að sé ásættanlegt í dag til að tækla loftslagsbreytingar, þá var sjávarstaða um 25-40 m hærri en er í dag. Greinin, sem mun birtast í Science, eykur vitneskju um tengsl milli CO2 og loftslag. Síðustu 800 þúsund ár eru nokkuð vel þekkt út frá ískjörnum, en hingað til hefur verið erfiðara að nálgast nákvæm gögn fyrir síðustu 20 milljónir ára. Sjá umfjöllun á heimasíðu BBC.

Nýjar rannsóknir á setlögum í stöðuvatni í Svissnesku Ölpunum bendir til þess að mengun fortíðar sé að læðast aftan að okkur. Mengunarefni sem hafa verið föst í ís jöklanna í yfir 30 ár eru að koma í ljós núna vegna bráðnunar af völdum hlýnunar jarðar. Efni eins og PCB, Díoxín og mörg klórín efnasambönd með DDT hafa aukist frá tíunda áratugnum eftir að hafa minnkað á þeim níunda vegna banns og stjórnunar á notkun þeirra. Vísindamennirnir hafa áhyggjur af því sem muni gerast ef jöklar Grænlands og Suðurskautsins fara að bráðna í einhverju magni. Sjá umfjöllun á heimasíðu Discovery.

Hlýnun sjávar undanfarna áratugi hefur valdið því að risastórir flákar af slímkenndu efni hafa myndast oftar og hafa enst lengur, í Miðjarðarhafinu. Þessir slímkenndu flákar, sem eru allt að 200 kílómetra langir myndast á náttúrulegan hátt, venjulega á sumrin. Undanfarin ár hafa þeir þó einnig myndast á veturna. Vísindamenn hafa fundið út að þeir eru ekki eingöngu óþægilegir fyrir baðgesti Miðjarðarhafsins og veiðimenn, heldur mynda þeir einnig góðar aðstæður fyrir bakteríur og veirur, þar á meðal E.coli veiruna. Sjá umfjöllun á heimasíðu National Geographic.

Jöklarnir í Kashmír Indlands eru að bráðna hratt vegna hækkandi hitastigs og talið er að það geti haft slæmar afleiðingar fyrir milljónir manna á Himalaya svæðinu. Jarð- og jarðeðlisfræðingar við Háskólann í Kashmír segja að bráðnunin muni hafa áhrif á tvo þriðju íbúa svæðisins, vegna breytinga sem verði í landbúnaði, garðyrkju, hirðingjalífi og skógum. Stærsti jökullinn Indlandsmegin í Kashmír, sem heitir Kolahoi, hefur minnkað úr 13 ferkílómetrum niður í 11,5 ferkílómetra síðustu 40 ár eða um 18%. Aðrir jöklar á svæðinu hafa minnkað svipað eða um 16%. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Discovery.

Hitastig yfirborðsjávar við miðbaug Kyrrahafs í september heldur áfram að viðhalda El Nino aðstæðum sem sköpuðust í sumar. Þriggja mánaða frávik hitastigs var enn yfir 0,5°C sem er viðmiðið sem notað er við að skilgreina El Nino, þriðja mánuðinn í röð. Samt sem áður þá eru önnur fyrirbæri sem eru einkennandi í tengslum við El Nino ekki í takt við það sem vanalegt er. Kyrrahafssveifluvísirinn (Southern Oscillation Index - SOI) er tvíræður miðað við hvað menn eru vanir í tenslum við El NIno. Allt í allt þá bendir margt til þess að El Nino í vetur verði veikur eða miðlungs. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu NOAA.


Metnaðarfullt markmið

Finnar sýna hér metnað og eiga hrós skilið, en þetta er svipað og vísindamenn hafa mælt með (þ.e. það sem vísindamenn telja að sé raunhæft markmið). 

Tveggja gráðu markið er það markmið Evrópusambandsríkja að reyna að miða við að það hlýni ekki meir en um 2°C, ef miðað er við árið 1990.

Til þess að þetta sé hægt, þarf að draga töluvert úr losun á CO2 eða um sirka 80% fyrir árið 2050:

2gradur-large

Efri myndin sýnir útblástur CO2 með takmörkunum á útblæstri (blátt) og án takmarkana (rautt). Þar neðan við er líkan sem sýnir hvaða áhrif þessar tvær sviðsmyndir myndu mögulega hafa á hitastig jarðar .

. 

En af hverju eru þjóðir heims að reyna að draga úr losun CO2?

Það hefur verið sýnt fram á að jörðin sé að hlýna vegna losunar CO2 út í andrúmsloftið af völdum manna, sjá á loftslag.is:

Er jörðin að hlýna? 
Veldur CO2 hlýnuninni?
Er aukning á CO2 af völdum manna?

Sjá einnig: Grunnatriði kenningarinnar 

Um ráðstefnuna í Kaupmannahöfn má einnig lesa á loftslag.is:

COP15 – Kaupmannahöfn í stuttu máli


mbl.is Finnar dragi úr losun um 80% fram til ársins 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarbráðnun hafíss á Norðurskautinu

loftslagMeiri ís varð eftir við lok sumarbráðnunar en síðustu tvö ár á undan, þrátt fyrir það hefur hafísinn ekki jafnað sig – en þetta ár var lágmarksútbreiðsla sú þriðja minnsta frá því mælingar hófust árið 1979. Síðustu fimm ár eru þau ár sem hafa minnstu útbreiðslu.

Meðalútbreiðsla fyrir septembermánuð var 5,36 miljón ferkílómetrar, sem er 1,06 milljón ferkílómetrum meira en metárið 2007 og 690.000 ferkílómetrum meira en árið 2008. Samt sem áður var útbreiðslan 1,68 milljón ferkílómetrum minni en meðaltal áranna 1979-2000 í september...   

Þetta er hluti fréttar sem tekin er af Loftslag.is, en hægt er að lesa hana nánar með því að smella þennan tengil


mbl.is Norðurskautsísinn verður horfinn eftir áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er jörðin að hlýna?

Það eru þrjár góðar spurningar sem gott er að hafa í huga þegar rætt er um loftslagsbreytingar og þá hnattrænu hlýnun jarðar sem vísindamenn telja að séu af mannavöldum: Er jörðin að hlýna? Er CO2 valdur að hlýnuninni? Er aukning á CO2 af völdum manna?...

Fréttayfirlit síðustu viku - Loftslag.is

Hér er stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is. Einnig er yfirlit yfir fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun vikunnar, en gerðum ekki sérstakar færslur um. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á...

Lausnin er að minnka losun

Því fyrr sem við tökum ákvörðun um að minnka losun, því stærri möguleika höfum við á að koma í veg fyrir óafturkræfar loftslagsbreytingar af mannavöldum. Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að...

Fréttir liðinnar viku - Loftslag.is

Hér er yfirlit yfir ýmsar fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun vikunnar. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint. Einnig er hér stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is....

Loftslag.is - Nýtt efni síðustu daga

Hér kemur stutt kynning á því efni sem birst hefur á Loftslag.is síðustu daga. Í athyglisverðu myndbandi Carl Sagan eru hugleiðingar um stærð Jarðar í alheiminum gerð skil á fróðlegan hátt. Hversu stór er eiginlega hinn blái punktur sem við búum á. Það...

Frétt - Loftslag.is

Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning á Grænlandi er byrjuð á Norður-Grænlandi og hefur dreifst um allt Suðurskautið. Þynningin er að aukast inn á land á báðum jökulbreiðunum (e. Ice Sheet ), samkvæmt nýrri...

Sjávarstöðubreytingar og jökulísinn á Grænlandi og Suðurskautinu

Í dag hafa birst 2 nýjar færslur á Loftslag.is sem fjalla um, annars vegar sjávarstöðubreytingar og hins vegar um jökulísinn á Grænlandi og Suðurskautinu. Fyrst er um að ræða myndband, þar sem m.a. er tekið fyrir hækkun sjávarstöðu og spárnar um það....

Fréttir liðinnar viku - Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is hefur tekið þá ákvörðun að útbúa vikuyfirlit yfir fréttir liðinnar viku . Þetta eru m.a. fréttir sem við rekumst á við fréttaöflun vikunnar. Þetta verða stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern...

Loftslag.is - upplýsingasíða um loftslagsmál

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar upplýsingar um loftslagsmál, þá er upplýsingasíðan Loftslag.is full af fróðleik um málefnið. M.a. er hægt að lesa um kenningarnar , fyrri loftslagsbreytingar , hugsanlegar afleiðingar , ýmsar mýtur um...

Fyrstu dagar Loftslag.is

Fyrstu dagar heimasíðunnar Loftslag.is hafa gengið ljómandi. Frá því vefurinn fór í loftið hafa komið yfir 1.000 gestir og yfir 2.000 heimsóknir. Það verður að teljast nokkuð gott fyrir svona framtak. Eyjan.is setti tengil á síðuna að morgni þess 19....

Loftslag.is opin

Núna opnar heimasíðan loftslag.is formlega, en þar kennir ýmissa grasa. Þar munu t.d. birtast í dag fréttir um sjávarhita í ágúst, myndun íshellunnar á suðurskautinu og nýjar rannsóknir sem segja að niðursveifla í sólinni hægi á hlýnun jarðar af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband