8.11.2009 | 14:20
Grænir skógar Sahara
Vísindamenn segjast hafa fundið leið til að rækta skóga í Sahara sem mótvægisaðgerð gegn hlýnun jarðar.
Í yfir öld hafa vísindamenn einstaka sinnum fengið þá draumóra að breyta Sahara úr eyðimörk og í grænar lendur gróðurs og ræktaðs lands. Nú segjast vísindamenn vera búnir að finna leið til að láta þessa drauma rætast og hægja á hlýnun jarðar í leiðinni. Hugmyndin er hugarfóstur Leonards Ornstein, sem er frumulíffræðingur að mennt, ásamt David Rind sem sérhæfir sig í loftslagslíkönum og Igor Aleinov sem vinnur hjá geimvísindarannsóknastöð NASA.
Þeir sjá fyrir sér að vinna salt úr sjó og hreinsa það úr vatninu sem yrði síðan dælt inn á land. Sérstakt vökvunarkerfi (e. drip irrigation) sem myndi vökva rætur trjánna myndi sjá til þess að vatnið myndi ekki gufa upp eða seytla niður í jarðveginn.
Loftslagshermir sem vísindamenn keyrðu bendir til að Sahara myndi með þessu móti kólna um allt að 8°C á sumum svæðum. Margar trjátegundir eru hitaþolnar svo lengi sem þær fá nægilegt vatn að rótunum. Aukin trjágróður myndi auk þess auka úrkomu um 700-1200 mm á ári, auk skýjamyndana. Auðnir Ástralíu er annað svæði sem gæti notast við sömu aðferðafræði.
Ef hraðvaxta tré yrðu gróðursett í Sahara og Ástralíu t.d. Eucalyptus grandis (sjá mynd), þá myndi kolefnisbinding aukast um allt að 8 milljarða tonna á ári næstum jafn mikið og losun manna við brennslu jarðefnaeldsneytis og skóga er í dag. Sú árlega kolefnisbinding myndi síðan halda áfram í nokkra áratugi.
Þetta verkefni yrði þó ekki ódýrt, en vísindamennirnir telja að samtals myndi það kosta 2000 milljarða dollara (og reiknið nú). Eftir nokkra áratugi yrðu skógarnir nægilega stórir til að hægt væri að nýta þá til orkuvinnslu þannig að þeir myndu binda jafn mikið CO2 og myndi losna við orkuvinnsluna.
Þess konar skógrækt hefur einhverjar hliðarverkanir. Aukinn raki getur aukið líkur á engisprettufaröldum í Afríku, líkt og einstaka votviðrisár gera nú. Einnig getur raki vætt núverandi jarðveg það mikið að járnríkt ryk hætti að berast frá Sahara og yfir í Atlantshafið, þar sem það eykur næringargildi sjávar, fyrir t.d. þörunga.
Heimildir:
Sjá umfjöllun í ScienceNow: Forest a Desert, Cool the World, en greinin sjálf mun birtast í Climatic Change í næsta mánuði.
[Grein frá 29. september af Loftslag.is]
6.11.2009 | 18:48
Fiskistofnar fylgja sínu kjörhitastigi
Nýleg grein sem birtist í Marine Ecology Progress Series sýnir áhugaverðar breytingar sem eru að verða á landgrunninu við Norðausturströnd Bandaríkjanna. Síðastliðna fjóra áratugi hefur helmingur fiskistofna þeirra sem rannsóknin náði yfir, færst norður á bóginn. Þessi færsla er talin tengjast breytingum í sjávarhita.

Kort sem sýnir áætlaða færslu nokkurra fiskistofna við Norðausturströnd Bandaríkjanna við hlýnun sjávar.
[Hluti fréttar af Loftslag.is, vinsamlega klikkið hér til að lesa fréttina nánar]
Vísindi og fræði | Breytt 7.11.2009 kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009 | 14:42
Loftslagsbreytingar – vísindin
Þetta er hluti undirsíðu af Loftslag.is.
Hvað eru loftslagsbreytingar og hver er hinn vísindalegi grunnur á bakvið þær kenningar sem nú eru uppi um hlýnandi jörð?
Á þessum síðum verða skoðaðar kenningar um loftslagsbreytingar, þá sérstaklega þær sem eru í gangi núna oft nefndar hlýnun jarðar af mannavöldum (e. Anthropogenic global warming AGW). Leitast verður við að svara því hvaða afleiðingar geta orðið vegna hækkandi hitastigs í heiminum og hvaða lausnir er verið að skoða til mótvægis hlýnun jarðar og aðlögun að henni. Á spurt og svarað verða sett fram ýmis hugtök og staðreyndir á aðgengilegan hátt. Síðast en ekki síst verður kíkt á nokkrar mýtur sem oft heyrast þegar rætt er um loftslagsmál. Þetta eru mýtur eins og hitastigið fer ekki hækkandi, þetta bara er sólin og margt fleira í þeim dúr.
Kenningin
Afleiðingar
Lausnir
Spurningar og svör
Mýtur
4.11.2009 | 20:32
Mýtur
Þetta er hluti undirsíðu af Loftslag.is.
Ýmsar mýtur eru í gangi varðandi ástæður loftslagsbreytinga og hvort loftslagsbreytingar eru yfir höfuð raunverulegar. Auðvitað er hollt að efast, en það getur verið leiðigjarnt til lengdar að hrekja sömu mýturnar, mýtur sem litlar sem engar vísindalegar staðreyndir eru fyrir. Því ákváðum við að taka saman lífseigustu mýturnar og skrifa um þær.
Fyrst nokkrar sívinsælar mýtur í umræðunni hér á Íslandi
Mýtur sem notaðar eru hér á Íslandi eru að vísu svipaðar og í öðrum löndum, en þessar heyrast mikið.
Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar
Það er að kólna en ekki hlýna
Aðrar gróðurhúsalofttegundir, t.d. vatnsgufa eru mun áhrifameiri til hlýnunar
Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum
Vísindamenn spáðu ísöld á áttunda áratugnum því hafa þeir rangt fyrir sér nú
Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (eldvirkni eða sjórinn)
Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
Það var hlýrra á miðöldum
Hokkíkylfan er röng
Vísindi og fræði | Breytt 5.11.2009 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.11.2009 | 09:13
Mest lesið
2.11.2009 | 22:44
Er jörðin að kólna? - Í tilefni fréttar á Stöð 2 og Visir.is
31.10.2009 | 20:19
Geimgeislar Svensmarks og hlýnun jarðar
Vísindi og fræði | Breytt 1.11.2009 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.10.2009 | 00:00
Áhrif loftslagsbreytinga í Afríku
30.10.2009 | 09:22
Mögulegar niðurstöður af loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.
29.10.2009 | 12:10
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn
28.10.2009 | 22:32
Ákvarðanafælni - nokkrar mögulegar ástæður
27.10.2009 | 18:03
Frétta- og pistlayfirlit
26.10.2009 | 23:16
Loftslagslíkön duga skammt
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.10.2009 | 22:22
Minni losun - jákvætt skref
23.10.2009 | 20:58