Hafís Norðurskautsins - staðan við sumarlágmark

Þann 12 september er talið að hafíslágmarkinu hafi verið náð, en ólíklegt er að bráðnun nái sér aftur á strik í haust. Lágmarkið í hafísútbreiðslu í ár var það þriðja lægsta frá upphafi mælinga (um 5,1 milljónir ferkílómetra), en þó um 23% hærra en árið 2007 sem var óvenjulegt ár. Þrátt fyrir það þá er hafíslágmarkið í ár 24% minna en meðaltalið 1979-2000:

20090917_Figure2

Línuritið sýnir stöðuna á hafísútbreiðslu fyrir 15. september 2009. Bláa línan sýnir útbreiðslu frá júní-september 2009, dökkbláa línan 2008 og græna brotalínan 2007. Til samanburðar er sýnd fjórða lægsta útbreiðslan sem varð árið 2005 (ljósgræna línan) og meðaltalið 1979-2000 sem grá lína. Gráa svæðið utan um meðaltalið sýnir staðalfrávik meðaltalsins (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Vísindamenn líta á það sem svo að ísinn sé ekki að sækja í sig veðrið. Hann er enn töluvert fyrir neðan meðaltal og einnig fyrir neðan þá línu sem sýnir langtímaþróun hafíss frá 1979. Hafísinn er enn þunnur og viðkvæmur fyrir bráðnun og því telja þeir að langtímaniðursveifla hafíss haldi áfram næstu ár.

Sjá meira á loftslag.is en þar er einnig fjallað um lágmarkið árið 2008 og sú síða verður uppfærð í október þegar endanlegar tölur eru komnar.


mbl.is Dregur úr bráðnun hafíssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestur Dr. Pachauri, formanns IPCC, laugardaginn 19. september

Dr. Rajendra K. Pachauri formaður Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) mun halda fyrirlestur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands laugardaginn 19. september klukkan 11:30. Fyrirlesturinn ber heitið "Can Science determine the Politics of Climate Change". Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni.

Dr. Pachauri tók við Nóbelsverðlaunum fyrir hönd IPCC árið 2007,  þegar Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna voru einnig veitt Nóbelsverðlaunin. Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi en hún fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Í leiðinni er rétt að minnast á það að á loftslag.is munum við halda utan um spennandi viðburði sem tengjast loftslagsbreytingum. Viðburðaskráin mun sjást á stikunni sem er hægra megin neðarlega, endilega kíkja, því það er margt spennandi í gangi á næstu vikum.


Loftslag.is - Hvað er það?

loftslagSíðan Loftslag.is fer formlega í loftið laugardaginn 19. september klukkan 18. En hvað er þetta Loftslag.is eiginlega og hverju viljum við ná fram með þessari síðu?

Það má kannski segja að aðal markmiðið sé að koma ýmsum upplýsingum á framfæri, ýmsum upplýsingum eins og t.d. óvissa varðandi loftslagbreytingarnar og hvaða ár eru þau heitustu í heiminum frá því mælingar hófust ásamt t.d. ýtarlegri upplýsingum um t.d. um loftslagbreytingar fyrri tíma.

Þá mun ritstjórnin leitast við það að fá gestapistla, þar sem gestir skrifa um mál sem tengjast loftslagsvísindunum og eru þeim hugleikinn. Ritstjórn hefur nú þegar fengið vilyrði tveggja gestahöfunda sem við hlökkum til að kynna til sögunnar á Loftslag.is. Blogg ritstjórnar verður fastur liður, ásamt reglulegum fréttum úr heimi loftslagsvísindanna. Heitur reitur þar sem ýmis málefni, tenglar og myndbönd fá sitt pláss, verður einnig einn af föstu liðunum á Loftslag.is.

Vefurinn verður lifandi, þ.e. hægt verður að gera athugasemdir við m.a. blogg og fréttir, sem gerir það að verkum að lesendur geta tekið þátt í umræðunni strax frá upphafi.

Við viljum einnig minna á Facebook síðu Loftslag.is fyrir Facebook notendur.


Súrnun sjávar - Loftslag.is

Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað "hitt CO2-vandamálið" (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

---

Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.

Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.

loftslag


55.000 dagar og opnun vefsíðunnar Loftslag.is

Eftir viku eða þann 19. september mun vefsíðan Loftslag.is opna með formlegum hætti. Hún er ætluð sem upplýsingaveita um loftslagsbreytingar, orsakir og afleiðingar þeirra, ásamt hugsanlegum lausnum. Hér verða fréttir úr vísindaheiminum er varða...

Lausnir og aðlögun - Loftslag.is

Lausnir Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda, svo er það...

Mýta - síða af Loftslag.is

Mýta: Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að maðurinn hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera, að hlýnunin nú sé af völdum náttúrulegra ferla og þess vegna sé það sólin sem hafi langmestu...

Eru vísindamenn ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum?

Hér er ein síða sem búin var til fyrir loftslag.is - hún fjallar um eina af klassísku mýtunum sem notaðar eru í loftslagsumræðunni. Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum. Þessi mýta virðist miða að því að fyrst vísindamenn...

Ný heimasíða - Loftslag.is

Þeir sem skoða þessa bloggsíðu hafa mögulega tekið eftir breytingum á fjölda færsla og innihaldi. Ástæðan er sú að höfundur síðunnar hefur verið upptekinn við að setja upp heimasíðu um loftslagsbreytingar, ásamt Sveini Atla . Stefnt er á opnun síðunnar...

Vendipunktar í loftslagi

Vendipunktar í loftslagi (e climate tipping point ) er þegar sú staða kemur upp að loftslagið fer skyndilega úr einu stöðugu ástandi og yfir í annað stöðugt ástand (oft við magnandi svörun ). Eftir að farið er yfir vendipunktinn þá er mögulegt að ekki...

Nýr hokkístafur

Ég bara verð að fjalla smá um þessa frétt þótt Kjartan bloggvinur minn sé búinn að því. Út er komin ný grein í Science sem mér sýnist að eigi eftir að setja allt á annan endan í loftslagsmálum. Nú þegar eru flestar fréttasíður á netinu og bloggsíður sem...

Spegillinn í gær

Þeir sem misstu af viðtalinu við Halldór Björnsson í Speglinum í gær, geta hlustað á það með því að smella <Hér> Halldór Björnsson skrifaði bókina Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar

Climate Wars - heimildamynd frá BBC

Ég rakst á skemmtilega heimildamynd á youtube. Ég er nú þegar búinn að skoða fyrstu 5 bútana (af 18). Fræðandi og heldur manni föstum. Ein athugasemd þó: Í upphafi myndbandsins talar hann mikið um að vísindamenn áttunda áratugarins hafi verið sammála um...

Loftslagsbreytingar fyrri tíma

Það er staðreynd að það hafa komið hlýrri og kaldari skeið í sögu jarðar en nú er. En hvað hefur orsakað þessar breytingar í loftslagi áður fyrr? Um leið opnast fyrir spurninguna: Er þetta hlýskeið sem við upplifum núna náttúrulegt? Undirliggjandi...

Ráðstefna um bindingu koltvíoxíðs í bergi

Alþjóðleg ráðstefna um bindingu koltvíoxíðs í bergi Hefst: 07/09/2009 - 08:00 Lýkur: 08/09/2009 - 18:00 Nánari staðsetning: Hellisheiðarvirkjun Dagana 7.-8. september nk. verður haldin ráðstefna í Hellisheiðarvirkjun um um bindingu koltvíoxíðs í bergi....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband