Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Metan og metanstrókar

Það er engin tilviljun að vísindamenn hafa orðið áhyggjur af losun metangass, enda er hún ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin. CH4 (e. methane) er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíðs -CO2 (nýlegar rannsóknir benda reyndar til þess að hún sé jafnvel enn öflugri- sjá Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund). En þótt metangas sé öflugra en CO2, þá er metan í mun minna magni en CO2 í andrúmsloftinu og því eru heildargróðurhúsaáhrif eða breyting í geislunarálagi metans (CH4) mun minna en frá CO2.

[...] 

Nánar á loftslag.is, Metan og metanstrókar - þar sem er farið nánar í áhrif metangass, forðabúr þess, metanstróka við Svalbarða og leka metans á Síberíulandgrunninum, svo eitthvað sé nefnt og svo er stutt myndband um efnið í lokin.

Tengt efni af loftslag.is


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða

Bræðsluvatn sem flæðir um glufur og sprungur jökulbreiða, hraðar hlýnun þeirra meir en líkön höfðu bent til, samkvæmt nýrri rannsókn.

[...] 

Nánar um þetta á loftslag.is, Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða

Tengt efni á loftslag.is:


Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010

NOAA hefur gefið út mánaðaryfirlit hitastigs í heiminum fyrir október 2010. Mánuðurinn var 8. heitasti október á heimsvísu síðan mælingar hófust árið 1880. Fyrir tímabilið janúar til október er hitafrávikið það hæsta og jafnt sama tímabili fyrir árið 1998 miðað við hitafrávik fyrir bæði haf og land. Ef aðeins er tekið hitastigið yfir landi, þá er hitafrávikið fyrir tímabilið, janúar til október, það næst heitasta, á eftir 2007, en hitafrávik fyrir sjó er það næst hæsta (jafnt 2003) á eftir 1998.

Eins og vænta má, þá hefur La Nina (sem er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur, öfugt við El Nino, almennt áhrif til kólnunar) sett mark sitt til kólnunar hér að undanförnu. Samkvæmt loftslags spá miðstöð NOAA, þá er gert ráð fyrir að La Nina eigi enn eftir að auka styrk sinn og verða viðloðandi allavega fram á vormánuði 2011. Áhrifin á hitastigið á heimsvísu eru talin verða til kólnunar það sem eftir er árs, svipað og gerðist árið 1998.

[...] 

Nánari upplýsingar með gröfum og útskýringarmyndum á loftslag.is, Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010

Heimildir og annað efni af loftslag.is:


Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?

Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

.. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.

En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.

Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.

[...]

Enn nánara yfirlit á loftslag.is, Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð 

 

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hitastig veðrahvolfsins eykst

Veðrahvolfið, lægsti hluti lofthjúpsins sem er næstur yfirborði Jarðar, er að hlýna og sú hlýnun er í góðu samræmi við kenningar og niðurstöður loftslagslíkana, samkvæmt yfirlitsrannsókn á stöðu þekkingar á hitabreytingum í veðrahvolfinu. Breskir og bandarískir vísindamenn tóku saman þau gögn og þær greinar sem safnast hafa saman síðustu fjóra áratugi, um hitastig veðrahvolfsins og leitni þess, auk þess sem þeir skrifa yfirlit yfir sögu þeirra deilna (sjá Thorne o.fl. 2010).

[...]

Nánar á loftslag.is, Hitastig veðrahvolfsins eykst

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Hafísútbreiðslan enn lítil þrátt fyrir kröftugan vöxt í október

Eftir að hafísinn náði lágmarki þann 19. september jókst útbreiðsla hafísinn á Norðurskautinu hratt fyrri hluta októbermánaðar áður en það hægði á vaxtarhraða hafísins seinni hluta mánaðarins. En þrátt fyrir hraða aukningu hafíss, er hafísútbreiðslan í október það þriðja lægsta fyrir mánuðinn frá því gervihnattamælingar hófust. Hitastig á Norðuskautinu var hærra en í meðalári.

Nánari upplýsingar, myndir og gröf, Hafísútbreiðslan enn lítil þrátt fyrir kröftugan vöxt í október

Tengt efni á loftslag.is:


Skjól fjallgarða

Fjölbreytileiki fjallgarða Jarðar, gæti veitt skjól fyrir ýmsar tegundir dýra sem annars væru í hættu vegna loftslagsbreytinga, samkvæmt nýrri rannsókn.

[...] 

Nánar um þetta á loftslag.is, Skjól fjallgarða

Tengt efni á loftslag.is

 


Styrkur í stormum framtíðar

Veðrakerfi á Suðurhveli og Norðurhveli Jarðar eru talin muna bregðast mismunandi við hinni hnattrænu hlýnun, samkvæmt nýrri rannsókn. Þar kemur fram að hlýnun Jarðar muni hafa áhrif á tiltæka orku sem knýr áfram lægðagang og veðrakerfi á tempruðu beltum Jarðar og að breytingin verði mismunandi eftir hvort um Suðurhvel eða Norðurhvel Jarðar verður um að ræða, sem og verður breytileiki eftir árstíma.

[...] 

Nánar á loftslag.is, Styrkur í stormum framtíðar 

Tengt efni á loftslag.is


Biblíuleg vísindi?

Hér undir má sjá skopteikningu eftir Marc Roberts, sem hann gerði eftir að stjórnmálamaðurinn John Shimkus, sem er bandarískur þingmaður, kom með ummæli í þessa veru.

Hér undir eru 3 tenglar þar sem fjallað er nánar um þessi ummæli þingmannsins. Maður veit varla hvort að maður á að hlæja eða gráta þegar umræða um loftslagsmál fer á þetta stig…og svo frá þingmanni sem er að reyna að komast í þingnefnd sem hefur m.a. það verksvið að ræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

Meðal þess sem kom fram í máli hans var eftirfarandi:

I believe that is the infallible word of God, and that’s the way it is going to be for his creation. [...] The earth will end only when God declares its time to be over.

Ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is:


Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni

Í myndbandi á loftslag.is fer Greenman3610 (Peter Sinclair) yfir gamla upptöku með vísindamanninum Gilbert Plass frá 1956 þar sem farið er yfir áhrif þess að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu. Loftslagsvísindin eru ekki nein ný uppgötvun eins og sagan sýnir okkur, þó einhverjir telji svo vera. En skoðum nú lýsingu Greenman3610 á myndbandinu:

Sumir þeirra sem afneita loftslagsvísindunum virðast telja að hnattræn hlýnun sé eitthvað sem Al Gore fann upp árið 2006.

Eins og þessi upptaka frá 1956, og var nýlega afhjúpuð, sýnir fram á, þá hafa loftslagsvísindin í aðalatriðum verið á hreinu í marga áratugi.

Myndbandið sjálft má nálgast á loftslag.is, Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni

Ítarefni

Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610.

Tengt efni á loftslag.is:

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband