Færsluflokkur: Vísindi og fræði
21.4.2010 | 20:37
Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu
Tímabil lítillar virkni Sólarinnar, leiðir af sér breytingar í lofthjúp jarðar sem verða til þess að það verður óvenjulega kalt í Norður Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Environmental Research Letters fyrir stuttu.
Vísindamenn greindu 350 ára gögn frá mið Englandi sem ná aftur til ársins 1659 og báru saman við sólblettagögn á sama tímabili. Með því að sía í burtu hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda, þá kom í ljós að vetur í Evrópu voru um 0,5°C kaldari, þegar lítil virkni var í sólinni.
Svo sterk er fylgnin að þrátt fyrir að hnattrænn hiti Jarðar árið 2009 hafi verið sá fimmti hæsti frá upphafi mælinga, þá var veturinn á Englandi sá 18. kaldasti síðastliðin 350 ár.
Þessi tölfræðilega greining þykir nokkuð góð og mun betri en aðrar greiningar af sama meiði en ástæður þessarar fylgni er þó enn frekar óljós.
...
Afganginn af þessar færslu má lesa á Loftslag.is:
Tengt efni á Loftslag.is:
- Hinn týndi hiti
- Við minni virkni sólar
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Hitahorfur fyrir árið 2010
21.4.2010 | 08:42
Vetrarhámark hafíssins
Hafísinn náði hámarksútbreiðslu í mars, sem er seinna en oft áður. Það er hætt við að þessi hafís sé tiltölulega þunnur, sem gæti haft áhrif á hafíslágmarkið í september. Hér undir má sjá mynd um útbreiðslu hafíss í marsmánuði af heimasíðu NSIDC sem og úrdrátt úr ágætum gestapistli eftir Emil Hannes Valgeirsson:
Sumarhorfur
Til að meta sumarhorfurnar þarf fyrst og fremst að velta fyrir sér kjarnasvæðinu sjálfu þ.e. Norður-íshafinu, enda mun ísinn á jaðarsvæðunum bráðna hvort sem er. Á norður-Íshafinu skiptir aldur og þykkt íssins máli og þar hefur langtímaþróunin verið sú að ísinn hefur verið að þynnast og yngjast. Sérstaklaga var það áberandi eftir metbráðnunina 2007. Nýliðinn vetur er sagður hafa verið frekar hagstæður fyrir ísinn, ekki þá vegna kulda heldur frekar vegna hagstæðra veðurskilyrða sem tengjast óvenju neikvæðri heimskautalofthringrás (Arctic Oscillation) sem þýtt hefur hærri loftþrýstings og minni lægðargang. Það er sagt hafa valdið því að minni ís hafi borist út frá heimskautasvæðinu en annars, en aðalútgönguleið undankomuleið hafíssins liggur um Fram-sund milli Grænlands og Svalbarða. Þetta gæti þýtt traustari ís sem minnkar líkur á metbráðnum sem slær út sumarið 2007. Við sjáum þó til með það.
Hægt er að lesa gestapistil Emils á Loftslag.is:
Tengt efni af Loftslag.is:
![]() |
Hafísinn hefur breiðst út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 20:18
Saga loftslagsvísindanna
Saga hugmynda og kenninga um loftslagsbreytingar er nokkuð löng. Þegar vísindamenn uppgötvuðu ísaldir fortíðar varð mönnum ljóst að miklar loftslagsbreytingar hefðu átt sér stað í fyrndinni. Menn tengdu það breytingum í hita sólar, eldgos, fellingahreyfingar fjalla sem breyttu vindáttum og sjávarstraumum. Einnig komu fram hugmyndir um að breytingar hefðu átt sér stað í andrúmsloftinu.
Árið 1896 rannsakaði sænskur vísindamaður að nafni Svante Arrhenius þá hugmynd að með brennslu jarðefnaeldsneytis, sem yki CO2 í andrúmsloftinu, myndi meðalhitastig jarðar aukast. Þetta þótti ekki líklegt á þeim tíma, þar sem eðlis- og efnafræðin á bakvið kenninguna var ekki nægilega þekkt.
Á fjórða áratug síðustu aldar, tóku menn eftir því að Bandaríkin og svæði umhverfis Norður-Atlantshafið hafði hlýnað töluvert síðastliðna hálfa öld. Vísindamenn töldu að þetta væri bara tímabundið skeið náttúrulegra breytinga af óvissum ástæðum. Reyndar hélt maður að nafni G.S Callandar á lofti kenningu um einhvers konar gróðurhúsaáhrif. En hver sem ástæðan fyrir hlýnuninni var, þá fögnuðu menn henni.
Á sjötta áratugnum fóru nokkrir vísindamenn að kanna gróðurhúsakenningu Callandars með betri tækni og útreikningum. Þessar rannsóknir sýndu fram á að CO2 gæti vissulega safnast upp í lofthjúpnum og myndi valda hlýnun. Mælingar sýndu fram á það árið 1961 að magn CO2 væri í raun að vaxa í lofthjúpnum.
...
Nánar má lesa um sögu loftslagsvísindanna á Loftslag.is:
Tengt efni á Loftslag.is:
20.4.2010 | 09:06
Súrnun sjávar
Þetta er mjög áhugaverð rannsókn sem vitnað er til. Þarna er verið að skoða grunn fæðukeðju sjávar. 1/6 af fæðu mannkyns er fengin úr sjónum og því eru miklir hagsmunir í húfi að þekkja þennan þátt vel. Einn þáttur sem hugsanlega getur haft áhrif á fæðukeðjuna í framtíðinni, er hin svokallaða súrnun sjávar.
Súrnun sjávar
Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað hitt CO2-vandamálið (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.
Þetta er hluti færslu af Loftslag.is:
Tengt efni af Loftslag.is:
- Súrnun sjávar áhrif á lífverur
- Meiri súrnun minna járn
- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Súrnun sjávar eykst í Norður Kyrrahafi
- Súrnun sjávar hinn illi tvíburi
![]() |
Huliðsheimur afhjúpaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2010 | 09:01
Inngeislun sólar síðustu áratugi
Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.
Þessi færsla er hluti af færslunni Helstu sönnunargögn af Loftslag.is
Tengt efni af loftslag.is:
- NASAexplorer Hitastigið 2009 og Sólin
- Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?
- Sólvirkni og hitastig
- Geimgeislar Svensmark og hlýnun jarðar
18.4.2010 | 20:40
Áhrif loftslags á eldvirkni
Við á loftslag.is rákumst á áhugaverð viðtöl í Scientific American (upprunalega frá Reuters), þar sem meðal annars er rætt við Freystein Sigmundsson.
Þar er verið að pæla í aukinni eldvirkni í kjölfar bráðnunar jökla af völdum hlýnunar Jarðar. Þótt tilefnið sé eldgosið í Eyjafjallajökli, þá vilja menn ekki meina að það eldgos geti verið tengt hörfun jökla af völdun hlýnunar Jarðar - til þess sé jökulhettan of þunn
"Our work suggests that eventually there will be either somewhat larger eruptions or more frequent eruptions in Iceland in coming decades," said Freysteinn Sigmundsson, a vulcanologist at the University of Iceland.
"Global warming melts ice and this can influence magmatic systems," he told Reuters. The end of the Ice Age 10,000 years ago coincided with a surge in volcanic activity in Iceland, apparently because huge ice caps thinned and the land rose.
"We believe the reduction of ice has not been important in triggering this latest eruption," he said of Eyjafjallajokull. "The eruption is happening under a relatively small ice cap."
Í umfjölluninni er bent á grein eftir Pagli og Freystein um áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni, sem er áhugaverð lesning, sjá grein í Geophysical Research Letters:
Við höfum, á loftslag.is, aðeins minnst á áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni, en einnig um áhrif eldvirkni á loftslagsbreytingar, sjá:
- Eldvirkni og loftslag - um áhrif loftslagsbreytinga á eldvirkni
- Eldgos og loftslagsbreytingar - um áhrif eldvirkni á loftslagsbreytingar
![]() |
Fylgist með úr fjarska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 14:00
Heitasti marsmánuður frá því mælingar hófust
Helstu atriðið varðandi hitastig marsmánaðar á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir mars 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,77°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. marsmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltal 20. aldarinnar.
- Hitastig á landi á heimsvísu var 1,36°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var sá 4. heitasti samkvæmt skráningum.
- Hitastig hafsins á heimsvísu í mars 2010, var það heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,56°C yfir 20. aldar meðaltalið.
- Fyrir tímabilið janúar mars var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,66°C yfir meðaltalið, 4. heitasta fyrir það tímabil.
Mars 2010
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum.
Fleiri gröf og töflur má sjá í sjálfri færslunni á Loftslag.is:
Heimildir og annað efni:
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig árið 2009
- NOAA mars 2010
- Tag Hitastig
16.4.2010 | 22:36
Annar nokkuð fróðlegur vinkill
Á myndinni hér undir má sjá fróðlegan samanburð á losun CO2 frá flugi í Evrópu og Eyjafjallajökli.
[Leiðrétting á myndinni hér að ofan, þar sem upplýsingarnar sem koma fram á myndinni eru rangar - hafa skal það sem sannara reynist - Sjá nýja mynd hér undir]
Tengt efni af Loftslag.is:
Heimild:
![]() |
Tapa 25 milljörðum á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.4.2010 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
16.4.2010 | 10:14
Eldgos og loftslagsbreytingar
Við höfum áður fjallað um áhrif eldgosa á loftslagbreytingar til forna, en þar segir meðal annars:
Stór eldgos geta valdið snöggum breytingum í stuttan tíma og þá til kólnunar (ár eða nokkur ár), t.d. eldgosið í Mount Pinatubo árið 1991 sem lækkaði hitastig jarðar tímabundið um sirka 0,4°C . Þau tímabil í jarðsögunni þar sem eldvirkni hefur verið mun meiri en nú, hafa þó getað valdið töluverðri kólnun þann tíma. Þess lags eldvirkni verður þó einungis nokkrum sinnum á hverjum hundrað milljón árum og veldur gríðarlegum loftslagsbreytingum í milljónir ára með tilheyrandi útdauða lífvera. Eldfjöll gefa frá sér CO2 í nokkuð miklu magni en það er þó einungis 1/130 af því sem menn losa á ári eins og staðan er í dag.
...
Hægt er að lesa afganginn af pistlinum á Loftslag.is:
![]() |
Askan fýkur til Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2010 | 08:58
10 mýtur varðandi orkumál
Þessar mýtur um orkumál tilheyra ekki allar umræðunni á Íslandi. Þessar mýtur eru til vitnis um hvernig umræðan erlendis er á mörgum sviðum er varða orkumál.
Mýta 1 Sólarorka er of dýr til að vera nothæf í stórum stílSólarpanelar sem helst eru í notkun í dag eru stórir og á tíðum klunnalegir og ná aðeins að nýta um 10% af sólarorkunni. En hröð þróun og nýbreytni, m.a. í Bandaríkjunum, hefur í för með sér að næsta kynslóð sólarpanela verður mun þynnri og mun nýta sólarorkuna betur og með minni kostnaði. First Solar, sem er stærsti framleiðandi af þunnum sólarpanelum, heldur því fram að vörur þeirra geti fyrir 2012 framleitt orku á sama verði og stór orkuver. Mörg önnur fyrirtæki eru að vinna við þróun á nýjum aðferðum við að beysla sólarorkuna.
Mýta 2 Vindorka er ekki áreiðanlegÁrið 2008 voru tímabil þar sem vindorka framleiddi um 40% af raforku Spánar. Hluti Norður-Þýskalands framleiðir meiri raforku heldur en þörf er á þar. Í Norður-Skotlandi væri auðveldlega hægt að framleiða um 10-15% af allri raforkuþörf Breta á svipuðu verði og í orkuverum sem brenna kolefni.
.
Mýta 3 Nýting orku sjávar er komin í blindgötur
Að byggja og hanna mannvirki og vélar sem þola þá miklu strauma sem eru í hafinu, hefur reynst mikil áskorun. Það hafa á síðustu áratugum orðið mikil vonbrigði með misheppnaðar tilraunir í þessa veru. Árið 2008 var firsta árangursríka tenging sjávarfallsvera við breska raforkukerfið. Einnig er verið að setja upp stórt ölduorkuver 5 km út af ströndum Portúgals.
Mýta 4 Kjarnorkuver eru ódýrari en önnur raforkuver sem losa lítið af kolefniNýr hluti kjarnorkuvers sem er byggingu á eyjunni Olkiluoto í vesturhluta Finnlands er gott dæmi um hversu hár og óútreiknanlegur kostanður við byggingu kjarnorkuvera getur verið. Kostnaður við verið hefur líklega u.þ.b. tvöfaldast frá upprunalegu áætluninni. Nýtt kjarnorkuver í Normandy virðist eiga við svipuð vandamál að stríða. Sjá nánar á Wikipedia.
Mýta 5 Rafmagnsbílar eru hægfara og ljótir
Þróun rafmagnsbíla er komin langt í dag. Stutt er í að afköst þeirra verði viðlíka venjulegum bílum. Sportrafmagnsbíllinn Tesla, sem er rafmagnsbíll, seldur í Bandaríkjunum, hefur komið fólki á óvart vegna góðrar hröðunar og hönnunar. Bíllinn er enn tiltölulega dýr, en sýnt hefur verið fram á að hægt er að gera bæði spennandi og eftirsóknarverðan rafmagnsbíl.
Mýta 6 Bíóeldsneyti er alltaf skaðlegt umhverfinu
Framleiðsla bíóeldsneytis hefur í sumum tilfellum verið nánast hörmung. Framleiðslan hefur í sumum tilfellum valdið hungri og meiri skógareyðingu, þar sem bændur hafa sótt í meira land til að rækta uppskeruna. Þrátt fyrir þessi mistök í fyrstu kynslóð bíóeldsneytis, þá er ekki hægt að útiloka notkun bíóeldsneytis um alla framtíð. Innan fárra ára verður væntanlega hægt að breyta úrgangi frá m.a. landbúnaði í eldsneyti, með því að breyta sellulósa í einföld efnasambönd vetnis og kolefnis.
Mýta 7 Loftslagsbreytingar hafa í för með sér að við verðum að framleiða meiri lífrænan landbúnað
Flestar rannsóknir sýna fram á að uppskeran af lífrænt ræktuðum afurðum er minni en hægt er að ná með hefðbundnum aðferðum. Ef ekki verður hægt að auka uppskeruna þá er vísbendingin sú, að við getum ekki framleitt mat fyrir alla og staðið undir framleiðslu af sellulósa til eldsneytisframleiðslu, nema með hefðbundnum aðferðum.
Mýta 8 Heimili sem eru framleidd og byggð með það fyrir augum að losa ekki kolefni í andrúmsloftið er besta leiðin til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingum
Byggingar standa á bakvið hlutfallslega mikið af losun heimsins af gróðurhúsalofttegundum. Heimili eru þ.a.l. mikilvæg einstök uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda. Sú aðferð að gera byggingar algerlega lausar við losun kolefnis er mjög dýr og það að einblína aðeins á það eina prósent af heildarmagni húsa sem eru í nýbyggingu, hefur engin áhrif á hin 99 prósentin. Í Þýskalandi hefur blönduð aðferð, þar sem ódýr lán og hvatning hefur gefið góðan árangur, til að fá fólk til að gera upp eldri hús með að fyrir augum að laga losun frá heimilum og það á skynsömu verði.
Mýta 9 Skilvirkustu raforkuverin eru stór
Ný tegund af litlum samsettum hita- og raforkuverum hafa með góðri skilvirkni náð miklum árangri í að nýta betur orkuna sem notuð er við rafmagnsframleiðslu og hafa möguleika á að ná nánast sömu skilvirkni og stór rafmagnsver. Þessi tækni er nú að verða nógu smá til að hægt sé að koma henni við, á almennum heimilum. Þar sem rafmagn er framleitt og hitinn sem myndast er notaður til upphitunar.
Mýta 10 Allar áformaðar lausnir til að takast á við loftslagsbreytingar þurfa að vera hátæknilegar
Hagkerfi í framförum eru gagntekin af því að finna hátæknilegar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Margar þessara lausna eru dýrar og geta valdið öðrum vandamálum en þeim sem þau leysa. Kjarnorka er gott dæmi. Það getur jafnvel verið ódýrara og árangursríkara að leita eftir einföldum lausnum sem draga úr losun eða jafnvel aðferðum sem losa fyrirliggjandi kolefni úr andrúmsloftinu.
Tengdar færslur af Loftslag.is: