Færsluflokkur: Fréttir

Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Það virðast rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna – heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar.

Þessi viðvörun er merkileg í ljósi þess að þeir sem vara við afleiðingum hlýnunar jarðar af mannavöldum, eru oft á tíðum kallaðir “Alarmistar” – í samhengi við það að margir efasemdamenn vara við yfirvofandi kólnun og meðfylgjandi erfiðu tíðarfari. En við skulum líta aðeins á hvað er til í því að kuldatímabil eða kuldaskeið sé í vændum.

Litla Ísöldin og núverandi hlýnun

Það er ekki langt síðan jörðin gekk í gegnum kuldatímabil sem kallað er Litla Ísöldin (sveiflur eru miklar frá mismunandi stöðum á jörðinni, en almennt er talið að hún hafi staðið frá sautjándu öld og fram til miðja nítjándu öld – sumir vilja meina að hún hafi byrjað mun fyrr jafnvel á þrettándu-fjórtándu öld). Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þá hafi verið töluverð hnattræn kólnun eða lítilsháttar og að einhverju leiti staðbundin kólnun – um það eru menn ekki sammála.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Tengdar efni af loftslag.is:

 


Vísindi í gapastokk

Endurbirting myndbands (á loftslag.is).

Í myndbandinu (sem sjá má á loftslag.is) ræðir Greenman3610 (Peter Sinclair), m.a. um hin marg umtöluðu tilfelli rangtúlkana sem fóru í gang varðandi orð Phil Jones, í viðtali við BBC á síðasta ári, um að hlýnunin síðan 1995 til 2009 væri ekki marktæk innan 95% örryggisstigsins (tölfræðileg skilgreining). Það var túlkað af einhverjum sem svo að ekki hefði hlýnað síðan 1995, sem er nett rangtúlkun.

Ný gögn þar sem árið 2010 er með í talnasafninu, og lengja því tímabilið um einungis eitt ár, sýna nú fram á að hlýnunin síðan 1995 er marktæk innan 95% öryggisstigsins, sjá nánari umfjöllun um það í eftirfarandi tengli, Global warming since 1995 ‘now significant’. Spurningin sem maður spyr sig nú, er hvort þeir sem héldu þessum rangtúlkunum á lofti muni nú sjá að sér og fjalla jafn mikið um þetta og hinar fyrri rangtúlkanir – ég myndi ekki veðja á það sjálfur… En hvort sem hlýnunin var innan 95% öryggisstigsins eða 90% öryggistigsins (sem var tilfellið) fyrir tímabilið 1995 – 2009, þá er nú langt frá því að hægt sé að túlka það sem að það hafi alls ekki verið hlýnun á tímabilinu. En það getur einmitt verið þörf á að skoða lengri tímabil til að fá fram niðurstöður sem eru marktækar á 95% öryggisstiginu, í þessu tilfelli vantaði aðeins eitt ár upp á þá niðurstöðu. En eftir þennan langa formála, skulum við nú snúa okkur að endurbirtingunni:

Í myndbandinu skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem reyndist ekki sannleikanum samkvæmt, en það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu setja vísindin á gapastokk, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:

Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjark þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.

Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?

Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.

Tengt efni á loftslag.is:

 


Tengsl milli loftslagsbreytinga og öfgaveðurs?

Á loftslag.is má nú sjá áhugavert og ögrandi myndband þar sem myndskreyttur er og lesinn texti eftir Bill McKibben, höfund og stofnanda 350.org.

Tengt efni á loftslag.is


Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Frá Alþjóðaorkustofnuninni (IEA) kom nýlega fram mat á hnattrænni losun á CO2 fyrir árið 2010 og eru þær tölur slæmar fréttir. Milli áranna 2003 og 2008 þá jókst losun CO2 hraðar en verstu spár IPCC höfðu gert ráð fyrir. Í kjölfar efnahagskreppunnar þá hægði umtalsvert á aukningunni og í raun var minni losun árið 2009 (29 gígatonn) heldur en á árinu 2008 (um 29,4 gígatonn).

Því er það ekki gott, að þrátt fyrir hægan bata í efnahagi þjóða þá var aukningin í losun CO2 frá jarðefnaeldsneeyhti árið 2010 sú mesta frá upphafi mælinga. Vöxturinn milli áranna 2009 og 2010 er um 1,6 gígatonn og var losunin því um 30,6 gígatonn árið 2010. Mesti vöxtur þar á undan var milli áranna 2003 og 2004 en þá jókst losunin um 1,2 gígatonn.

[...]

Nánar má lesa um þetta, ásamt því að skoða gröf og myndir varðandi losun og væntanlega hækkun hitastigs, á loftslag.is, Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Tengt efni á loftslag.is


Hefur Jörðin kólnað - með viðauka

Það hefur verið rólegt hjá okkur að undanförnu, en við höfum þó m.a. endurbirt tvær færslur með myndböndum, sem væri ráð að nefna hér. Myndböndin eru úr smiðju Potholer54. Hann fjallar um þá mýtu sem stundum kemur fram í umræðunni, að Jörðin hafi kólnað síðan 1998, ásamt því hvort aðrar plánetur hafi hlýnað eða ekki. Mikilvægi heimilda er honum einnig ofarlega í huga nú sem áður. Viðaukinn kom fram í kjölfar fyrra myndbandsins, þar sem upplagt dæmi um mýtuna, sem hann fjallar um, kom upp á nánast sama tíma og fyrra myndbandið birtist fyrst.

Myndböndin má nálgast á eftirfarandi tenglum, fróðleg nálgun hjá Potholer að venju:

Tengt efni á loftslag.is:


Meðalhiti aprílmánaðar á heimsvísu

Meðalhiti s.l. aprílmánaðar á heimsvísu er skoðaður í nýrri færslu á loftslag.is, sjá Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011. Þar eru sýnd gröf og myndir og einnig kemur fram að aprílmánuður í ár er sá 7. hlýjasti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust.

Nánar, Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011.

Tengt efni á loftslag.is


Eldgos og loftslagsbreytingar

Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í fyrra þá skrifuðum við færslu á loftslag.is, en þar voru vangaveltur um áhrif eldgosins á loftslag, en ekki hafði það teljandi áhrif. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram um það hvað gerir það að verkum að eldvirkni hafi áhrif á loftslag. Það er kannski ráð að rifja þessa færslu upp, þó það sé skrifað fyrir um ári síðan.

Oft er það þrennt sem nefnt er sem ráðandi um áhrif eldvirkni á loftslag:

  • Eðli eldgossins. Því öflugra eldgos og því meiri sprengivirkni sem er því meiri kólnun. Það er þá sérstaklega ef það er ísúr eða súr gosefni sem hafa mest áhrif - en þá getur sprengivirknin valdið því að hin fínu gosefni nái hærra upp í lofthjúpinn og þá frekar upp í heiðhvolfið, en þar hafa þau langmest áhrif.
  • Framleiðsla brennisteinsdíoxíðs: Magn þess skiptir miklu máli til kólnunar, en áhrif til kólnunar er mest vegna endurkasts sólarljóss af völdum þess.
  • Staðsetning: Eldgos á hærri breiddargráðum dreifa öskunni og brennisteinsdíoxíðinu ekki eins vel og eldgos staðsett á lægri breiddargráðum. Því þarf gosið að verða því meira til að það hafi áhrif. Við miðbauginn þá dreifast þessi gosefni um um mun stærra svæði vegna háloftavinda til suðurs og norðurs og því meiri endurgeislun sólarljóss.

[...]

Nánar á loftslag.is, Eldgos og loftslagsbreytingar

Tengt efni á loftslag.is

 


Stöðuvötn hitna

Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA.

Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn hafa vötnin verið að hitna um 0,45°C að meðaltali á áratug, en sum vötnin hafa verið að hitna um allt að 1,0°C á áratug. Hitaleitnin er hnattræn og mest er hækkunin á mið og hærri breiddargráðum norðurhvels Jarðar.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Stöðuvötn hitna

engt efni á loftslag.is

 


Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum

Föstudaginn 8. apríl síðastliðinn flutti Héðinn Valdimarsson haffræðingur erindi sem nefndist Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum.

[...]

Erindið má nálgast á loftslag.is, Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum

Tengt efni á loftslag.is


Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

Tengt efni á loftslag.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband