Færsluflokkur: Fréttir

Loftslagsrapp vísindamanna

Svona í tilefni tónlistarhelgar í nafni Júróvísíon, þá er kannski upplagt að slá á léttar nótur og hlusta á rapplag þar sem m.a. loftslagsvísindamenn frá Ástralíu koma fram. Ég þekki nú ekki alveg hvernig þetta lag kom til, en það má sjálfsagt prófa að nota þennan miðil ásamt öðrum til að koma skilaboðum áleiðis, væntanlega eru einhverjir því ósammála… En hvað um það sjón er sögu ríkari, en í byrjun kemur þessi texti á skjáinn:

In the media landscape there are climate change deniers and believers, but rarely are those speaking about climate change actual climate scientists…

Sem má útleggja eitthvað á þann veginn:

Í landslagi fjölmiðla eru þeir sem afneita loftslagsbreytingum og þeir sem trúa á þær, en sjaldnast eru þeir sem ræða um loftslagsbreytingar raunverulegir vísindamenn…

Fyrir þá sem eru viðkvæmir, þá má vara við því að þarna heyrast orð sem ekki allir bekenna sem verandi sómasamleg…

[...]

Myndbandið er tiltölulega stutt og má sjá á loftslag.is, ásamt textanum líka, Loftslagsrapp vísindamanna

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

Eitt af því sem menn velta fyrir sér þegar rætt er um loftslagsbreytingar er, hvaða áhrif  þær muni hafa á samfélög manna? Nýlega birtist grein þar sem þessari spurningu var velt upp og reynt að áætla hvaða svæði jarðar eru viðkvæmust fyrir komandi loftslagsbreytingum (Samson o.fl. 2011).

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

Tengt efni á loftslag.is

 


Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

Sjóher Bandaríkjanna mun þurfa að takast á við breytta heimsmynd vegna hnattrænnar hlýnunar, samkvæmt nýlegri skýrslu.

[...]

Nánar má lesa um skýrsluna á loftslag.is, Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

Tengt efni á loftslag.is


Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við “efasemdir”, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum. Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna “náttúrulegra sveiflna”, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. á loftslag.is.

[...]

Nánar er hægt að lesa um mótsagnir og rökleysur "efasemdamanna" á loftslag.is, Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

Tengt efni á loftslag.is:


Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is,  Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.

 

Tengt efni á loftslag.is


“Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

Dr_Muller_hide_the_declineEnn eitt myndbandið frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Núna tekur hann fyrir setninguna “Hide the decline” sem hefur verið rangtúlkuð, rangt höfð eftir og mistúlkuð af fjölda fólks síðan málið með stolnu tölvupóstana kom upp. Þessar mistúlkanir hafa m.a. komið upp hjá prófessor Dr. Richard Muller frá Berkeley háskóla – sem einnig er tekin fyrir í þessu myndbandi…en sjón er sögu ríkari:

Myndbandið má sjá á loftslag.is, “Hide the decline” útskýrt að hætti Greenman3610

Tengt efni á loftslag.is:


Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science

Ritstjórn loftslag.is er það mikill heiður að segja frá því að Höskuldur Búi, annar ritstjóra loftslag.is, hefur nú skrifað sína fyrstu færslu á SkepticalScience.com (SkS). SkS hefur verið mikil driffjöður þess að taka saman mýtur í umræðunni um loftslagsvísindinn á yfirvegaðan hátt og vel skjalfest, enda eru heimildir mikilvægur þáttur í þessari umræðu. John Cook sem er aðal stjórnandi síðunnar er orðin einskonar fyrirmynd meðal þeirra sem sem fylgjast með loftslagsumræðunni. Það sem John Cook hefur m.a. gert á SkS er að taka saman það sem vísindin hafa um loftslagsumræðuna að segja og bera það saman við allskyns fullyrðingar og á stundum hreinar rangtúlkanir sem oft heyrast í umræðunni um loftslagsmál. Við höfum frá upphafi fylgst með SkS og höfum m.a. þýtt nokkrar mýtur á íslensku fyrir SkS sem hafa svo einnig ratað í mýtusafnið hér á loftslag.is.

Færslan á SkS sem Höskuldur hefur skrifað er þýðing á færslu sem birtist hér á loftslag.is í maí 2010 Miðaldaverkefnið. Í umræðum á lokuðu umræðuborði á SkS þá benti Höski á færsluna, sem leiddi til þess að hann fékk þá áskorun að þýða færsluna, sem hann svo gerði með góðri hjálp nokkurra þeirra sem taka reglulega þátt í umræðunni á SkS. Höski notaði á sínum tíma töluverðan tíma í rannsóknir á síðunni CO2 Science og þeim túlkunum sem fara þar fram á ýmsum rannsóknum varðandi miðaldahlýnunina. Það má segja að margt af því sem þar er haldið fram séu beinar rangtúlkanir sem ekki hafa neitt með vísindi að gera og kom Höski því vel til skila í pistlinum á loftslag.is, sem hefur nú verið þýddur fyrir stærri markað á SkS. Umræðan í athugasemdum um færsluna á SkS er tiltölulega jákvæð varðandi efni færslunar, enda hefur Höski unnið heimavinnuna vel. Færsluna á SkS, má sjá hér, Medieval project gone wrong. Þessi heiður sem Höska hefur hlotnast hjá John Cook á SkS, sýnir okkur enn frekar að við erum á réttri braut í okkar málflutningi og hvetur okkur til frekari dáða.

Þess má einnig geta að John Cook hefur nýlega komið að útgáfu bókar um afneitun loftslasgsvísindanna sem við mælum með, Climate Change Denial – Head in the Sand eftir Haydn Washington og John Cook.

Tengt efni á loftslag.is:


Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum

Sú könguló sem hvað flestir óttast í Norður Ameríku gæti aukið útbreiðslu sína við komandi loftslagsbreytingar samkvæmt nýrri rannsókn.

[..]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum

Tengt efni á loftslag.is


Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum á eftir að aukast

Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum (þá mest rafvespum og rafmótorhjólum) á eftir að aukast gríðarlega á næstu árum, ef marka má nýja skýrslu um málið. Í henni er talið líklegt að fjöldi slíkra farartækja eigi eftir að fjölga úr 17 milljónum á þessu ári og upp í 138 milljónir fyrir árið 2017.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is - Eftirspurn eftir tvíhjóla rafknúnum farartækjum á eftir að aukast

Tengt efni á loftslag.is


Þróun loftslagslíkana

Til gamans þá horfum við á hvernig upplausn loftslagslíkana hefur breyst undanfarin ár. Reynið að stelast ekki til að sjá hvernig þetta lítur út neðst og giskið á hvaða landsvæði verið er að líkja eftir í efstu myndinni – smám saman skýrist myndin eftir því sem upplausnin eykst:

Mynd 1.4 í IPPC skýrslu vinnuhóps 1 AR4 frá árinu 2007. Landfræðileg upplausn mismunandi kynslóða loftslagslíkana sem notuð voru árið 1990 (FAR), 1996 (SAR), 2001 (TAR) og svo 2007 (AR4).

Skemmtilegt að sjá hvernig útlínur landa Norður Evrópu verða smám saman greinilegar.

Heimildir og ítarefni:

Rakst á þetta hjá David Appel: Progress in Climate Models

Úr skýrslu IPCC: AR4 WG 1 kafli 1 sjá mynd 1.4 á blaðsíðu 113.

Tengt efni á loftslag.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband