Færsluflokkur: Pólitík

Hvaða samningsforsendur hafa þjóðirnar með til Kaupmannahafnar

COP15Það eru mjög ólíkar væntingar og kröfur sem einstakar þjóðir og samtök þjóða hafa til þeirra samninga sem reynt er að ná saman um í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi hugsanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í yfirliti af Loftslag.is.

Einnig viljum við minna á yfirlitssíðu, með öllum færslum varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á heimasíðunni Loftslag.is


mbl.is Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög, miljarðar og mótmæli

COP15Í dag birtum við færslu á Loftslag.is, þar sem farið var í gegnum helstu væntingar og kröfur ýmissa þjóða til loftslagssamninganna í Kaupmannahöfn. Þar má sjá að það eru mörg ólík sjónarmið sem þarf að hafa í huga áður en hugsanlegum samningum er náð. Það er misjöfn nálgun á hversu bindandi samningurinn eigi að vera. Sum lönd, eins og t.d. Japan, styðja þá hugmynd að hvert land setji sér eigin takmörk um losun. Annað atriði sem mun verða hindrun er að finna flöt á því hvaða viðmiðunarár á að miða losunina við, sum lönd miða við 1990 og önnur lönd við 2005. Nokkur ríki styðja lægri markmið varðandi hitastigshækkun, þ.e. 1,5 gráðu markið í stað 2 gráður. Þar er fyrst og fremst verið að tala um eyríki og önnur lönd sem eru viðkvæm fyrir sjávarstöðubreytingum. Sjá nánar “Kröfur og væntingar þjóða

Einnig er kominn ný færsla þar sem farið er yfir helstu atriði dagsins frá 5. degi ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og má nálgast hana á Loftslag.is - Dagur 5 - Drög, miljarðar og mótmæli

Eldir yfirlit má nálgast hér:

 Ásamt öllum færslum af Loftslag.is er varða COP15.


mbl.is Vonlítill um samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur og væntingar þjóða til samninga

COP15Það er mikill munur á væntingum og kröfum einstakra þjóða og samtaka þjóða til þeirra samninga sem reynt er að ná um loftslagsmál í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi væntanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í yfirliti, sem lesa má á Loftslag.is, [Kröfur og væntingar þjóða].

Hér er dæmi um hvað er í húfi fyrir Japan, úr færslunni af Loftslag.is:

Japan

Hvað er í húfi

  • Vilja minnka losun CO2 um 25% fyrir árið 2020 miðað við 1990, ef önnur ríki fylgja þeim að
  • Það hefur það í för með sér að losun þarf að minnka um 30% á 10 árum og það er mótstaða við það í iðngeira landsins
  • Med hinu svokallaða “Hatoyama frumkvæði” hefur Japan sett fram áætlun um að auka fjárhags- og tækni aðstoð til þróunarlandanna
  • Styður hugmyndir um að hvert land setji sín takmörk um minnkun á losun CO2

Staðreyndir

  • Númer 7 í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu (3,3% af losuninni)
  • Númer 15 á heimsvísu þegar losun er mæld á hvern íbúa
  • Þjóðarframleiðsla = 4,9 triljónir dollara
  • Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja miljón af þjóðarframleiðslu = 301 tonn
  • Kyoto bókunin: Skrifað undir, skuldbundið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% undir 1990 losuninni, fyrir meðaltal áranna 2008-2012
Sjá nánar, [Kröfur og væntingar þjóða]
mbl.is Miðað verði við 1,5-2 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða

COP15Í yfirliti dagsins á loftslag.is er meðal annars fjallað um það verkefni að reyna að ná samstöðu um losun gróðurhúsalofttegunda innan aðildarríkja ESB, en leiðtogafundur verður um málið í kvöld.

Einnig er fjallað um kröfur eyríkja um að stefnt skuli að hámarki 1,5°C hækkun hitastigs og varagjaldeyrisforða sem þarf að nota til að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Einnig er bent á skýrslu sem birtist í dag um súrnun sjávar. 

Nánar er hægt að lesa um þetta og fleira í færslunni "Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða" um helstu atriði dagsins á COP15.

Einnig er hægt að nálgast eldri færslur varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á Loftslag.is.


mbl.is ESB heitir milljörðum evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppnám, þrýstingur og titringur

COP15Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fjallaði að miklu leiti um danska skjalið, sem lekið var til breska blaðsins The Guardian. Í skjalinu voru drög að loftslagssamningi á heimsvísu. Þar sem m.a. annars er lagt til að þróunarþjóðirnar skuli vera með í bindandi samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sem er breyting frá Kyoto bókuninni.

Nánar á Loftslag.is [Uppnám, þrýstingur og titringur]

Smá ítarefni varðandi efni fréttarinnar um hitastig sjávar:


mbl.is Í fyrsta sinn yfir Atlantshafið neðansjávar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leki, framlög, bið og barátta ásamt tölvupóstum

COP15Á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í dag komu fram skjöl sem lekið var úr innsta hring þátttakenda og eru talin varða samning sem átti að reyna að ná samkomulagi um í næstu viku. Fulltrúar þróunarlandanna voru ekki sáttir við innihald þessara skjala og þar af leiðandi varð uppi fótur og fit á ráðstefnunni í dag.

Nánar er hægt að lesa um þetta og fleira í færslunni "Leki, framlög, bið og barátta" um helstu atriði dagsins á COP15.

Einnig er hægt að nálgast fleiri færslur varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á Loftslag.is.

Við höfum skoðað þetta mál með stolnu tölvupóstana, og tökum undir orð Ban Ki-moon um að ekkert í því máli sé þesslegt að það rýri þann vísindalega grunn sem loftslagsrannsóknir byggja á. Sjá nokkrar færslur um Climategate á Loftslag.is.


mbl.is „Loftlagsbreytingar af mannavöldum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætur, áskoranir og grátur

loftslagFyrsti dagur loftslagsráðstefnunnar er að kvöldi kominn. Yfirlit yfir nokkra af helstu viðburðum dagsins er komið á Loftslag.is. Á Loftslag.is munum við fylgjast með framvindunni á meðan á ráðstefnunni stendur. Færsla dagsins ber titilinn "Bætur, áskoranir og grátur". Einnig er hægt að nálgast fleiri færslur varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á Loftslag.is.
mbl.is Bandaríkin taka á loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

COP15 - hvað mun gerast í Kaupmannahöfn

Það er ekki gott að vita hvað kemur út úr loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Á Loftslag.is er hægt að lesa sitthvað um ráðstefnuna sem byrjar á morgun, eins og t.d. eftirfarandi:

Ritstjórn Loftslag.is ætlar að fylgjast með framvindu ráðstefnunnar á meðan á henni stendur. Þetta verður bæði í stuttum pistlum og hugsanlega einhverjum nánari fréttaskýringum ef okkur þykir það eiga við. Hér mun verða hægt að nálgast allar færslurnar um COP15 af Loftslag.is, það bætast fleiri færslur á síðuna þegar á líður.
mbl.is Kveðst bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslag.is - upplýsingasíða um loftslagsmál

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar upplýsingar um loftslagsmál, þá er upplýsingasíðan Loftslag.is full af fróðleik um málefnið.

M.a. er hægt að lesa um kenningarnar, fyrri loftslagsbreytingar, hugsanlegar afleiðingar, ýmsar mýtur um loftslagsmál ásamt ýmsu fleiru. 

 


mbl.is Blásið til sóknar í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestur Dr. Pachauri, formanns IPCC, laugardaginn 19. september

Dr. Rajendra K. Pachauri formaður Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) mun halda fyrirlestur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands laugardaginn 19. september klukkan 11:30. Fyrirlesturinn ber heitið "Can Science determine the Politics of Climate Change". Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni.

Dr. Pachauri tók við Nóbelsverðlaunum fyrir hönd IPCC árið 2007,  þegar Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna voru einnig veitt Nóbelsverðlaunin. Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi en hún fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Í leiðinni er rétt að minnast á það að á loftslag.is munum við halda utan um spennandi viðburði sem tengjast loftslagsbreytingum. Viðburðaskráin mun sjást á stikunni sem er hægra megin neðarlega, endilega kíkja, því það er margt spennandi í gangi á næstu vikum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband