Færsluflokkur: Pólitík

Raunverulegt vandamál

Þeir sem eru orðnir vissir í sinni sök um að ástæður hlýnunar jarðar séu af mannavöldum verða oft hissa á viðbrögðum þeirra sem eru í afneitun eða efast um málið.

Umræðan gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er nefnilega á því stigi að allir, jafnvel fólk með lítinn vísindalegan bakgrunn, ættu að geta orðið sammála um að hlýnun jarðar af mannavöldum er raunveruleg (sönnunargögnin eru yfirgnæfandi). 

Niðurstaðan er ljós:


Ritskoðun

Þeir sem afneita eða efast um hlýnun jarðar af mannavöldum eru oft háværir um að verið sé að ritskoða þá, þeir fái ekki birtar greinar um loftslagsmál í virtum tímaritum og að fjölmiðlar fjalli ekki nóg um þeirra hlið málanna. Síðasta vika hefur verið áhugaverð hvað þetta varðar.

Fyrir stuttu rataði grein efasemdamanna inn í virt tímarit (sjá færsluna Hlýnun. - seinni hluti færslunnar). En menn eru búnir að hakka þessa grein í sig undanfarið (sjá t.d. Global warming and the El Niño Southern Oscillation). Ef þetta er ein af þeim greinum sem menn kvarta yfir að séu ritskoðaðar, þá skil ég vel að þær greinar sleppi ekki í gegn - þessi grein er ekki höfundum sínum til sóma. Ef greinin var ekki nógu slæm, þá voru yfirlýsingar höfunda í fjölmiðlum yfirgengilega vitlausar (sjá ágætar umfjallanir um þetta í erlendum bloggum: How not to analyze climate data, Mother nature’s sons, Old News og Is our whole dissembly appeared?).

En þetta er ekki ástæðan fyrir því að þessi færsla er skrifuð, heldur var ástæðan sú að benda efasemdamönnum á það að nú eru að koma í ljós aftur og aftur ritskoðun þeirra sem hafa barist hvað mest gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum. Fyrst ætla ég að endurbirta bút úr eldri færslu minni:

Einnig vil ég benda á áhugaverða bloggfærslu sem ég las áðan um falsanir og mistúlkanir olíuiðnararins á gögnum sinna eigin vísindamanna - sjá hér og greinin sem hann vísar í er úr The New York Times og má sjá hér.

Þetta er það sem olíuiðnaðurinn tjáði umheiminum:

"The role of greenhouse gases in climate change is not well understood... scientists differ" on the issue.

Þ.e. "Áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslagsbreytingar eru lítið þekktar... vísindamönnum ber ekki saman um málefnið."

Það sem vísindamenn höfðu tjáð sínum yfirmönnum var aftur á móti þetta:

The scientific basis for the Greenhouse Effect and the potential impact of human emissions of greenhouse gases such as CO2 on climate is well established and cannot be denied.

 Þ.e.  "Vísindalegur bakgrunnur gróðurhúsaáhrifanna og hugsanleg áhrif útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 á loftslag er vel ígrundað og er ekki hægt að draga í efa."

Það er því ljóst að olíuiðnaðurinn ritskoðaði sína vísindamenn.

Nú hefur komið í ljós að Bush-stjórnin vísvitandi leyndi gríðarlega nákvæmum gervihnattagögnum sem hefðu getað sýnt mönnum fyrr fram á þá gríðarlegu breytingu sem er að verða á norðurskautinu. Sjá frétt um málið Hér.

---

Það sem var síðan einna helst kveikjan að þessari færslu er það að nú hefur einn "virtasti" efasemdamaður bloggheimsins um hlýnun jarðar veðurfræðingurinn Anthony Watts fengið það fram að myndbandi var eytt af síðu YouTube. Ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki verið búinn að benda ykkur á þetta myndband, en það kemur ekki að sök, því hægt er að nálgast það á ný (í bili allavega).

Myndbandið setti hinn frábæri Greenman (Peter Sinclair) inn á Youtube, en það er sá sami og hefur gert Climate Denial Crock myndböndin sem ég birti hér annað slagið.

Menn eru í raun frekar hissa á þessu, því það er ekki eins og verið sé að brjóta á höfundarétti Watts, heldur eru viðhafðar efasemdir um gagnsemi rannsókna hans á veðurstöðvakerfi Bandaríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að það sé ekki að hlýna, heldur séu gögn frá veðurstöðvum að sýna einhverskonar gervihlýnun vegna þess hve illa sé staðið að uppsetningu þeirra. Greenman fer í saumana á þessum rannsóknum Watts og reyndar tekst honum að afgreiða það þannig að í raun sé ekkert að marka þessar rannsóknir Watts. 

Það sem gerir þetta enn furðulegra er að Watts birtir endalaust á heimasíðu sinni efni sem eignað er öðrum, ágrip greina, myndir og fleira - og hann getur ekki heimilda í öllum tilfellum. Einnig að ekki megi efast um rannsóknir þess manns sem efast hvað mest um verk annarra - hlægilegt eiginlega.

En allavega, annar notandi af YouTube er búinn að stelast til að setja myndbandið inn aftur og ég myndi drífa mig að skoða það, áður en Watts lætur loka þessu myndbandi líka.

Aðrir bloggarar hafa skrifað um þetta mál, sjá t.d. Climate Crock of the Week: What's Up with Anthony Watts [take 2], The video that Anthony Watts does not want you to see: The Climate Denial “Crock of the Week” og Roger Pielke Sr speaks on Climate Crock: Laugh or cry?


Smáaurar

Þetta eru smáaurar miðað við það sem þeir ættu að borga jarðarbúum fyrir þann skaða sem þeir hafa gert umræðunni um hlýnun jarðar af mannavöldum, sjá Denial Machine.
mbl.is Greiði tugi milljarða í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulegt = nauðsynlegt.

Best að benda á að nánari umfjöllun um málið má sjá á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og hægt er að nálgast skýrsluna sjálfa hér (pdf-skjal 5,3 Mb - rúmlega 200 blaðsíður).

Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna, en vil benda á að allar þjóðir heims verða að taka höndum saman um að minnka losun CO2, þar á meðal Íslendingar - og reyndar bendir margt til þess að losun CO2 verði að vera orðin nánast hverfandi árið 2050 til að það takist að halda hlýnuninni fyrir neðan tveggja gráðu markið sem þjóðir heims stefna nú að. Sjá t.d. færsluna Hitastig og CO2 og Tveggja gráðu markið.

Það leiðir hugan að því hvort það sé ekki siðferðisleg skylda okkar, þrátt fyrir smæð þjóðarinnar að við stöndum okkur í stykkinu - því þrátt fyrir smæð þá losum við hlutfallslega mikið, miðað við hina frægu höfðatölu. Ef við, ásamt öðrum minni löndum sýnum að okkur sé virkilega alvara í því að láta þessar loftslagsbreytingar ekki ná einhverjum öfgum, þá er aldrei að vita nema að það náist heimssátt í samdrætti CO2-losunar og að stóru þjóðirnar fari að taka sig almennilega á.

Þegar menn horfa til framtíðar og sjá ekkert nema stórlosanir CO2 til bjargar Íslandi, t.d. álver, olíuhreinsunarstöðvar og jafnvel að reyna sjálfir að nálgast olíu eins og á Drekasvæðinu - þá verður fólk að átta sig á því að þannig áform stefna framtíð Íslands í óefni.

Álver - Ég sé enga framtíð í því, álverð mun hríðfalla næstu áratugina, ekki spurning miðað við þá heimsmynd sem við eigum eftir að upplifa ef ekki verður dregið almennilega úr losun CO2 - fyrir utan að við þurfum á orkunni að halda við önnur verkefni framtíðar. Við erum reyndar í hálfgerðum bobba varðandi álverin, þökk sé stefnu fyrri ríkisstjórna.

Olíuhreinsunarstöðvar og olíuframleiðsla - á næstu áratugum munu þjóðir heims neyðast til að hætta smám saman að nota olíu til brennslu - því er líklegt að það verði offramboð af olíu - olíuverð mun þá væntanlega hríðfalla til framleiðanda (þó það haldist örugglega hátt til neytenda í formi skatta). Það er þó alltaf möguleiki á að eftirspurn verði einhver vegna annarra nota á olíunni, en það kemur í sama stað niður, offramboð.

Áður en maður blaðrar meira um þessa skýrslu þá er líklega rétt að lesa hana, ætli maður prenti hana ekki og taki með sér í sumarfríið - svona ef það skyldi verða rigningatíð Cool


mbl.is Samdráttur um 52% mögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagspólitík

Ég var á því í gærkvöldi að hætta þessu bloggi, en vegna hvatningar frá bloggvinum og út af tölvupósti sem ég fékk, þá hef ég ákveðið að halda áfram. Þessi færsla og síðasta eru líklega undantekningafærslur, því ég fjalla lítið um pólitík hér, en meira um fræðin á bak við kenningarnar á bak við hlýnun jarðar af mannavöldum, svona eins og ég skil þau - þá fjalla ég stundum um mótrökin og hyggst gera það áfram.

---

Mig langar að benda á tvær greinar sem birtust í erlendum veftímaritum í dag og eru nokkuð "pólitískar" og þótt þær hafi birst í dag, þá eru þær nokkuð samhljóma þeirri ályktun minni í gær að hætta mögulega að eyða tíma í að rökræða þessi mál hér. Önnur greinin birtist í Huffington Post og heitir: Quit Arguing With Douchebags that Everyone Hates (dálítið harðorð grein og vil ég ekki meina að allir sem aðhyllast ekki kenninguna um hlýnun jarðar séu sturtusáputöskur ;o) og hin birtist í The Guardian og heitir: The truth about climate change.

Ég ætla mér ekki að þýða þessar greinar, en þær sýna vel andrúmsloftið sem er í gangi út í hinum stóra heimi, þ.e. að það sé tímasóun að halda uppi rökræðum um hlýnun jarðar af mannavöldum og að nú sé tími til að hætta því og huga að lausnum vegna þess aðsteðjandi vanda sem liggur fyrir.

----

Einnig vil ég benda á áhugaverða bloggfærslu sem ég las áðan um falsanir og mistúlkanir olíuiðnararins á gögnum sinna eigin vísindamanna - sjá hér og greinin sem hann vísar í er úr The New York Times og má sjá hér.

Þetta er það sem olíuiðnaðurinn tjáði umheiminum:

"The role of greenhouse gases in climate change is not well understood... scientists differ" on the issue.

Þ.e. "Áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslagsbreytingar eru lítið þekktar... vísindamönnum ber ekki saman um málefnið."

Það sem vísindamenn höfðu tjáð sínum yfirmönnum var aftur á móti þetta:

The scientific basis for the Greenhouse Effect and the potential impact of human emissions of greenhouse gases such as CO2 on climate is well established and cannot be denied.

 Þ.e.  "Vísindalegur bakgrunnur gróðurhúsaáhrifanna og hugsanleg áhrif útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 á loftslag er vel ígrundað og er ekki hægt að draga í efa."

En nóg um pólitík og afneitunariðnaðinn. Hann sér um sig sjálfur.


Hví að blogga um loftslagsmál?

Ég tók það upp hjá sjálfum mér að blogga um loftslagsmál fyrir nokkrum vikum síðan, því mér fannst sem sumir bloggarar og lesendur þeirra væru í mörgum tilfellum að fara með rangt mál, en margir hverjir hafa ansi skrítnar upplýsingar í höndunum um það hvað er að gerast á þessari jörð - sumir halda að ekki sé að hlýna, aðrir segja að ekki sé að hlýna af mannavöldum og sumir halda því jafnvel fram að það sé bara gott ef það er að hlýna. Áður hafði ég skautað í gegnum hitt og þetta og komist að þeirri niðurstöðu að líklega væri jörðin að hlýna og að allt benti til þess að það væri af mannavöldum, en ég var alls ekki viss en hafði gaman af því að rökræða þessi mál og finna upplýsingar með og á móti. Skemmtilegt áhugamál jafnvel.

Fyrst eftir að ég byrjaði að blogga um þetta, þá tók ég það því upp á mitt einsdæmi að skoða þær upplýsingar sem eru til á netinu, en netið er endalaus uppspretta upplýsinga um hin ýmsustu álitamál.  Ég hef eytt ótal kvöldstundum síðustu vikur við að skoða hitt og þetta um þessi mál, en á netinu má finna hafsjó af upplýsingum um hlýnun jarðar af mannavöldum og einnig fullt af síðum um menn sem fullyrða að kenningin sé röng.

Ég las bókina Gróðurhúsaáhrif og Loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson, auk þess sem ég hef blaðað í gegnum skýrslu sem gefin var út í fyrra um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). Þessi rit eru á vel skiljanlegu máli og enginn heimsendastíll í þeim, en rauði þráðurinn er þó sá að hlýnun jarðar af mannavöldum er raunveruleg og áhrifa þeirra gætir nú þegar og að allt bendir til þess að þetta eigi eftir að versna.

Þetta var í ákveðinni mótsögn við margt af því sem maður hefur verið að lesa á erlendum netsíðum, en þar eru ákveðnar síður sem endurspegla þær skoðanir sem margir netverjar íslenskir halda fram um hlýnun jarðar, að búið sé að afsanna kenningar um hlýnun jarðar af mannavöldum, talað um samsæri vísindamanna og annað í svipuðum stíl.

Svo rak á fjörur mínar Ritið: 1/2007 og Ritið 2/2008 (takk Guðni). Það síðarnefnda verð að segja að ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um loftslagsbreytingar - þá á ég að sjálfsögðu við greinarnar sem fjalla um hlýnun jarðar (en fjölbreyttar greinar um önnur mál eru í þessu tímariti).

Ég ætla að fjalla lítillega um Ritið 2/2008, en mæli einnig með grein Guðna í Ritinu 1/2007 sem fjallar um gróðurhúsaáhrifin og íslenska umræðuhefð.

1012690    1015085

Þar er grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem heitir Viðhorf og vistkreppa, sem er eiginlega sögulegt yfirlit um hugmyndir að vistkreppu, auðlindaþurrð og hlýnun jarðar. Einn punktur vakti helst athygli mína en það er að spár um framtíðina (t.d. hlýnun jarðar), eru ekki í raun forsagnir um það sem koma skal, heldur aðvaranir um það sem getur gerst ef ekki verður brugðist við, því falla þessar spár um sjálft sig ef brugðist er við vandanum (eins og gert var með ósonlagið). Þetta eru því ekki í raun heimsendaspámenn, heldur eru þetta aðvaranaorð frá mönnum sem hafa vit í sínu fagi. Lokaorðin voru líka viðeigandi:

Að lokum er rétt að tilfæra hér frægt spakmæli frá Kenía sem lýsir kjarna málsins. Í rauninni ættu allar ritsmíðar um umhverfismál að enda á því:

Við höfum ekki fengið jörðina til eignar frá foreldrum okkur; við höfum hana að láni frá börnunum okkar.

Grein Halldórs Björnssonar og Tómasar Jóhannessonar er skyldulesning, þar er fjallað um á einföldu máli hvað er lagt til grundvallar kenningunni um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar og afleiðingar þeirra. Einnig er farið yfir nokkur rök efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum og þau hrakin.

Þarna var einnig grein eftir Snorra Baldursson um áhrif hlýnunar á lífríki jarðar og Íslands, svolítið yfirborðskennt enda um víðfeðmt efni að ræða og erfitt að kafa djúpt í slíkt í lítilli grein í tímariti - þetta efni á erindi í bók og mæli ég með að einhver kýli á að skrifa þá bók. Fínt yfirlit samt.

Þá er merkileg grein eftir Guðna Elísson um efahyggju og afneitun. Fjallar hann um pólitíkina í kringum þetta viðfangsefni og umfjöllun manna hér á landi um hlýnun jarðar. Mjög uppljóstrandi og lýsir hann ótta frjálshyggjumanna við þessar kenningar og hvernig þær geti grafið undan þeirra hugmyndum um frelsi (þetta er mín túlkun). Hann vitnar í Hannes Hólmstein hér:

"Hvers vegna ættum við að afsala okkar þægilegu lífi venjulegs Vesturlandamanns fyrir orð þeirra ein? Kapitalisminn hefur fært okkur stórkostleg lífsgæði. Ég ætla ekki í björgunarbátana, fyrr en ég er viss um, að skipið sé að sökkva," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarsson í einni af mörgum greinum sínum um umhverfismál um þá sem varað hafa við hættunni af alvarlegum loftslagsbreytingum. Skipið sem Hannes vísar til er jörðin sjálf, en Hannes fer ekki nánar út í hvert hann ætlar að fara.

Það sem vakti þó einna helst athygli mína var þýdd grein í Ritinu og er eftir George Monbiot, en sú grein fjallar um afneitunariðnaðinn. Eftir lestur þeirrar greinar áttar maður sig á þeim sterku öflum sem hvíla þungt á baki margra af þeim röddum sem eru hvað háværastar um það að hlýnun jarðar af mannavöldum sé bull. Búið er að sá efasemdafræjum víða (og hér á landi virðast þau vaxa vel).

Margir geta vottað það að ég hef verið duglegur síðustu vikur að blogga um þetta málefni og jafnvel svarað færslum annarra um þessi mál og reynt að rökstyðja mál þeirra sem halda því fram að hlýnun jarðar af mannavöldum sé veruleiki. En alltaf koma upp aftur og aftur sömu rökin, sem hafa verið hrakin og því fer þetta að verða leiðingjarnt til lengdar. Því er ég mikið að íhuga að hætta þessu bara, leyfa efasemdaröddunum að eiga sig, enda virðist pólitíska landslagið loks vera að lagast út í hinum stóra heim (Obama virðist ætla að gera góða hluti og loks er kominn forseti sem er ekki í eigu afnetunarsinnanna). Þá er sá flokkur hér á landi sem er hvað harðastur á því að hlýnun jarðar af mannavöldum sé ekki staðreynd, kominn í stjórnarandstöðu og vonandi tekur við ríkisstjórn sem tekur á þessum málum af festu.

Því er það eingöngu vandræðalegt að hér á landi skuli vera svona sterkar raddir á móti kenningunni um hlýnun jarðar, en ég held að það muni ekki hafa nein úrslitaáhrif á þróunina hnattrænt séð - þótt vissulega séu Íslendingar hálfgerðir umhverfissóðar hvað varðar útblástur CO2  - og þótt eingöngu væri fyrir stolt okkar sem upplýsta þjóð, þá ættum við að standa okkur betur.


Gott mál... ef...

 Þetta gæti mögulega orðið "gott" mál fyrir okkur Íslendinga... ef allt fer á versta veg fyrir meirihluta jarðarbúa. Þá er það bara spurning hvort það er siðleysi að ætla að græða á eymd annarra þjóða - en við höfum svo sem gert það áður.

Samhliða íslausum pól er útlit fyrir að það verði þurrkar víða um heim, flóð og sjávarflóð, ólíft í marga mánuði á hverju ári vegna hita í sumum löndum og landsvæðum. Allt þetta þýðir uppskerubrestur, hungursneyðir og búferlaflutningar í mörgum af þeim löndum sem fjölmennust eru - stríð og almenn eymd fylgja yfirleitt í kjölfarið á slíku.

Við skulum þó vona að þetta verði ekki og að hægt verði að snúa hlýnun jarðar til baka og mér finnst að við ættum frekar að einbeita okkur í því að gera okkar besta til að snúa hlýnuninni við, frekar en að ætla að græða á henni. 

Ef það gengur eftir að það verði íslaust á Norðurskautinu (í lok sumars, áfram verður lagnaðarís að vetri), sem allt bendir til (sjá færslu hér)... þá gæti nefnilega svo margt annað verið búið að fara úrskeiðis í heiminum að ég efast um að það verði eitthvað til að flytja, jú kannski hjálpargögn frá þeim fáu stöðum sem verða aflögufærir til neyðaraðstoðar til staða sem verr fara út úr þessu.

Íslendingar ættu því að gera sitt besta til að þetta verði ekki að veruleika, t.d. með því að segja nei við CO2-útblástursríka stóriðju og nýta orkuna frekar til einhvers annars, t.d. til ræktunar (fyrirsjáanlegur matarskortur í heiminum myndi leiða til þess að það yrði örugglega hagstætt einhvern tíman) eða til að framleiða rafmagn á bíla - sem myndi enn fremur hjálpa í baráttunni gegn hlýnun. Við eigum ekki að þurfa undanþágu frá alþjóðasamningum til að losa meira CO2 en aðrir.

Ég skil vel fólk sem hugsar mest um sinn eiginn hag, auðvitað vil ég að minn hagur og hagur minna barna verði sem bestur, en helst ekki á kostnað annarra.

Auðvitað ef við gerum okkar besta til að snúa hlýnuninni við og samt sem áður verður hlýnun, þá getum við með betri samvisku nýtt okkur það okkur til hagsbóta, án þess að samviskubitið verði alltof mikið.


mbl.is Góð skilyrði fyrir umskipunarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar standa sig vel - eða hvað?

Íslendingar notast að mestu við "endurnýjanlegar orkuauðlindir" til upphitunar og rafmagnsframleiðslu.

Samt er Ísland í 53. sæti allra þjóða jarðar, yfir CO2 útblástur á hvern mann.*

Samt heimtum við undanþágu vegna sérstöðu Íslands. 

Það er eitthvað öfugsnúið við þetta.

*gögn frá 2004


mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Vísir, 18. mar. 2009 07:33

Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu

mynd
Mengun. Búist er við fjöldamótmælum þegar Sameinuðu þjóðirnar ræða loftslagsmálin í desember. MYND/AP

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. Æfingar eru þegar hafnar því um það bil 200 mótmælendur frá 22 löndum komu saman um síðustu helgi á Nørrebro til að samhæfa aðgerðir fyrir ráðstefnuna. Þegar er vitað að mótmælin verða áköfust undir lok ráðstefnunnar en þá verða allir háttsettustu fulltrúarnir mættir til að missa ekki af lokaathöfninni, segja mótmælendur.þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember.

Sá þessa frétt á visir.is  - merkileg frétt, ég er ekki alveg að fatta hverju á að mótmæla.


Pólitík í loftslagsmálum

Pólitík þeirra sem hafna hlýnun jarðar af mannavöldum 

Davíð Gíslason skrifaði áhugaverðan pistil um Afneitunarvélina. Mæli með þeim pistli og ekki síst fréttaskýringunni sem hann vísar í (Denial Machine). Ég kann ekki að setja inn myndbönd enn sem komið er, en hér er skjáskot (screenshot) af myndbandinu sem er fréttaskýring CBCNews frá 2007.

Denial Machine

Smellið hér til að skoða myndbandið.

Þetta myndband segir meðal annars að það séu sterk öfl sem standa á bak við afneitun um hlýnun jarðar af mannavöldum, öfl með það að markmiði að stjórna sjónarmiðum almennings (olía og Bush kemur oft fyrir). Þessi fréttaskýring er sannfærandi, en dæmið það sjálf (sirka hálftíma þáttur).

Það setur einmitt ráðstefnu þeirra sem afneita hlýnuninni í ákveðið samhengi, en hún var í boði Heartlands, hér er heimasíða ráðstefnunarinnar.

Það skal ekki rugla þessa ráðstefnu saman við ráðstefnuna í Kaupmannahöfn sem var í fréttum hér, en eftir því sem ég best veit þá voru ekki nein hulin öfl sem stóðu að þeirri ráðstefnu).

Pólitík þeirra sem aðhyllast kenningum um hlýnun jarðar af mannavöldum 

Svo sá ég í athugasemd á blogginu hans Ágústar svar sem Finnur Hrafn Jónsson sendi frá sér, en þar segir hann að Hadley rannsóknamiðstöðin sé sambærilegur þrýstihópur (með hlýnun) og Heartland (sem er á móti). Hann nefndi að Hadley miðstöðin hafi verið sett á laggirnar af járnfrúnni sjálfri (Margaret Thatcher) á níunda áratug síðustu aldar og að hún hafi haft það fyrst og fremst að markmiði að sanna gróðurhúsaáhrifin (til að koma höggi á kolanámumenn). Einn af grunnunum í niðurstöðum IPPC sé síðan fengin frá Hadley miðstöðinni og geri þær niðurstöður tortryggilegar. Það er reyndar ámælisvert að auki það sem Finnur sagði; að ekki fengist leyfi til að skoða hrágögn þau sem samstarfsmaður Hadley notar (P.D.Jones), né yfirfara úrvinnsluaðferðir þeirra. 

Hvað er þá rétt að gera?

Það er greinilegt að það er pólitík í gangi varðandi umræðu um hlýnun jarðar, þó meiri en ég hafði gert mér grein fyrir (áður en ég fór að skoða þetta af einhverju ráði).

Hitt er þó annað að ef ég ætti að veðja á hvor væri líklegri að hafa "illt" í huga, þá væru það olíufyrirtækin sem styrkja Heartland stofnunina, enda hafa þeir gríðarlegra hagsmuna að gæta (peningalega séð)... mér finnst ólíklegra að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi sé enn að reyna að koma höggi á kolanámumenn sína, en hvað veit maður.

En ég hugsa að þegar allt kemur til alls, þá séu yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna óháður pólitík, hvað varðar niðurstöður þeirra rannsókna. Yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna virðast aðhyllast kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Það er þó rétt að hafa eyrun áfram opin, þó allt virðist áfram benda til þess að við sem núna lifum séum að fara að verða vitni að okkar eigið sjálfskapaða helvíti, ef svo má að orði taka Devil


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband