Færsluflokkur: Blogg

Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna

Skýrsla gerð undir forystu Sir Muir Russell um hið svokallaðaClimategate mál kom út miðvikudaginn 7. júlí 2010. Þetta er þriðja og síðasta skýrslan á vegum vísindanefndar breska þingsins varðandi þetta mál. Lesa má um fyrstu tvær skýrslurnar á loftslag.is, Sakir bornar af Phil Jones og Loftslagsvísindin traust. Hér undir má lesa nokkur atriði úr skýrslunni, sem lesa má í heild sinni hér (PDF 160 bls.).

Í kafla 1.3 í samantektarkaflanum, koma fram helstu niðurstöður vísindanefndarinnar. Í byrjun þess kafla segir:

On the specific allegations made against the behaviour of CRU scientists, we find that their rigour and honesty as scientists are not in doubt.

Varðandi ákveðnar áskanir varðandi hegðun vísindamanna CRU, þá er niðurstaðan að ekki er efi um nákvæmni þeirra og heiðarleika sem vísindamenn.

Aðrar helstu niðurstöður skýrslunnar má lesa um á loftslag.is; Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hafísútbreiðsla í júní 2010

Útbreiðsla hafíss í júní mánuði var sú minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Hitastigið á Norðurskautinu var yfir meðallagi og hafísinn hörfaði frekar hratt í mánuðinum. Í júní byrjaði ástand sem nefnist tvípóla frávik (dipole anomaly), sem er loftþrýstingskerfi í lofthjúpnum sem m.a. var að hluta til meðvirkandi árið 2007, þegar hafísútbreiðslan var sú minnsta samkvæmt mælingum við lok sumarsins.

- - - 

Sjá má nokkrar skýringarmyndir og gröf í fréttinni á loftslag.is, sjá - Hafís | Júní 2010

Tengt efni á loftslag.is:

 


Fræðslumyndband um súrnun sjávar

Eins og kemur fram í fræðslumyndbandi um súrnun sjávar, frá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), þá er súrnun sjávar hnattræn breyting á efnafræði sjávar – sem er að gerast nú, sem bein afleiðing af auknum styrk CO2 í andrúmsloftinu. Áhrif þess á lífríki sjávar eru fyrst nú að verða kunn. Til að læra meir um Súrnun sjávar þá mælum við með myndbandinu sem sjá má í færslunni; Fræðsla um súrnun sjávar.

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Tvö alvarleg mál

Sjávarstöðubreytingar eru með verri afleiðingum loftslagsbreytinga og þó að óvissan sé nokkur um hvaða afleiðingar verða af þeim – hvar og hversu miklar, þá þykir nokkuð ljóst að þær munu hafa áhrif víða. Talið er að þær muni hafa hvað verstar afleiðingar á þéttbýlustu svæðum heims og þar sem nú þegar eru vandamál af völdum landsigs vegna landnotkunar og þar sem grunnvatn er víða að eyðileggjast vegna saltsblöndunar frá sjó. Einnig verða ýmis strandsvæði í aukinni hættu af völdum sjávarstöðubreytinga vegna sterkari fellibylja framtíðar.  

Sjá nánar í færslunni; Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Súrunun sjávar verður þegar CO2 leysist upp í úthöfunum, sem veldur það falli í pH gildi sjávar. Þessi breyting á efnafræði sjávar hefur áhrif á lífverur sjávar og vistkerfi á ýmsan hátt, sérstaklega á lífverur eins og kórallar og skeldýr, en skeljar þeirra eru úr kalsíum karbónati. Nú þegar hefur sýrustig yfirborðssjávar lækkað um 0,1 pH frá því sem það var fyrir iðnbyltinguna og nú þegar eru áhrif þessara breytinga farið að gæta í dýpri lögum sjávar.

Sjá nánar í færslunni;  Súrnun sjávar – hinn illi tvíburi

Tengt efni á loftslag.is: 


mbl.is Yfirborð hafsins hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum


thumb_michael_mannEinn vísindamannanna sem lentu hvað harðast í hinu svokallaða Climategatefjaðrafoki, Michael Mann, var nýlega sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum. Nefnd á vegum Penn State háskólans fjallaði um mál hans og komst að þessari niðurstöðu. Þetta er því enn einsýknun vísindamanns í kjölfar þessa máls. Í Climategate-málinu var tölvupóstum loftslagsvísindamanna stolið og efni þeirra tekið úr samhengi og það notað til að sverta mannorð vísindamannanna og þannig var reynt að draga athygli frá sjálfum vísindunum og rannsóknum þeim sem vísindin byggja á. Á heimsíðu Penn State má lesa um þetta og sjá alla skýrsluna, þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Prófessor Michael Mann hjá Penn State hefur verið hreinsaður af misgjörðum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt var í dag (1. júlí). Rannsóknin á Mann fór fram eftir að fram komu staðhæfingar um óviðeigandi rannsóknarniðurstöður. Málið kom upp á yfirborðið eftir að þúsundum tölvupósta var stolið og þeir birtir á internetinu. Tölvupóstunum var náð úr tölvukerfi CRU við háskólann í East Anglia á Englandi, sem er einn helsti geymslustaður gagna varðandi loftslagsbreytingar.

Nefnd fræðimanna frá fjölmörgum rannsóknarsviðum, allir fastráðnir við Penn State, byrjuðu þann 4. mars vinnuna við rannsókn á því hvort að Mann hefði “tekið þátt í, beint eða óbeint, einhverjum athöfnum sem brugðu alvarlega út af viðurkenndum aðferðum innan vísindasamfélagsins…”. Mann er einn af leiðandi vísindamönnum varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum.

Einnig má lesa fréttatilkynningu um skýrsluna hér. Í myndbandi á loftslag.is má sjá stutt viðtal sem tekið var við prófessor Michael Mann eftir að niðurstaða nefndarinnar var birt. Hann kemur m.a. inná hvaða áhrif þetta mál hefur haft á vinnu hans og annara vísindamanna. Sjá má myndbandið í færslunni á loftslag.is: - Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum

Tengt efni á loftslag.is:

 


Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla

Í myndbandi frá Ted.com, sem sjá má á loftslag.is, sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að  hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.

Til að sjá myndbandið og stutt myndskeið frá Sólheimajökli, sjá nánar á loftslag.is: 

 

 


mbl.is Hvítmálaðir tindar bera við himin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýtusíðan fær andlitslyftingu

Í tilefni af uppfærslu á einni af föstu síðunum, þá birtum við hana hér til upplýsinga. Hægt er að nálgast hana uppfærða hér til hægri undir tenglinum Mýtur á loftslag.is, en reglulega bætast við nýjar í sarpinn. Þá má  benda á að nú þegar er búið að skrifa mýtur þær sem eru skástrikaðar, en þær bíða þess að færast yfir á mýtusíðuna. Einnig er fjöldinn allur af mýtum sem ekki er búið að skrifa um.

prometeusÝmsar mýtur eru í gangi varðandi ástæður loftslagsbreytinga og hvort loftslagsbreytingar eru yfirhöfuð raunverulegar. Auðvitað er holt að efast, en það getur verið leiðigjarnt til lengdar að vera sífellt að hrekja sömu mýturnar, mýtur sem fátt bendir til að standist vísindalega skoðun. Við á loftslag.is höfum því tekið saman ýmsar mýtur sem eru í gangi í loftslagsumræðunni og er það ósk okkar að með því sé hægt að útiloka smám saman misvísandi upplýsingar sem eru í gangi í loftslagsumræðunni.

Loftslag.is er í samstarfi við Skeptical Science og höfum við þýtt og  munum halda áfram að þýða valdar mýtur fyrir þá síðu yfir á íslensku. Þær þýðingar munu einnig birtast hér og eru þær síður merktar með skept_small.

Hér fyrir neðan má sjá tengla yfir á margar mýtur og svör við þeim. Hér er reynt að flokka þær niður í rökrétt samhengi – eftir því hvort mýtan feli í sér þá hugmynd að það séu engar loftslagsbreytingar í gangi (ekki að hlýna), að loftslagsbreytingar (eða aukning CO2) séu ekki af mannavöldumeða að loftslagsbreytingar (eða aukningin á CO2) séu ekki slæmar.

Aðrar óflokkaðar mýtur

Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
10 mýtur varðandi orkumál

japanese_climate_skeptics


Kolefnisfótspor HM 2010

Í dag hefjast 8 liða úrslit á HM í fótbolta og væntanlega eru margir sem fylgjast spenntir með, sá sem þetta skrifar er engin undantekning þar á. Það er af því tilefni, ekki úr vegi að líta aðeins á kolefnisfótspor HM 2010.

Kolefnisfótspor HM 2010: 2,8 milljón tonn CO2e

Til að setja þessa tölu í samhengi, 2,8 milljón tonn svarar til u.þ.b. 6.000 geimskota eða um 20 ostborgara á hvern og einn af íbúum Bretlands.

Myndin hér undir (sem ber að taka með ákveðnum fyrirvara), er úr rannsókn (PDF) sem gerð var á síðasta ári af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Suður-Afríku ásamt sendiráði Noregs þar í landi. Athugunin náði til leikmannanna og ferða þeirra ásamt fylgdarliði, framkvæmdum í sambandi við keppnina, orkunotkun á leikvöngunum ásamt gistingum og ferðalögum áhangenda. Á myndinni má sjá hvernig skiptingin kemur út hlutfallslega:

Áætlað kolefnisfótspor fyrir HM 2010

Gert er ráð fyrir að um 1,2 milljónir áhorfenda muni sjá leikina á leikvöngunum og losun hvers er áætluð um 2,3 tonn, sem samsvarar u.þ.b. 4 mánaða orkunotkun (olía og rafmagn) á venjulegu heimili í Bretlandi. Sem betur fer fyrir kolefnisfótsporið, horfa flestir á leikina í beinni útsendingu sjónvarps og er giskað á að um 93 milljónir horfi á hvern leik að meðaltali. Miðað við 2 klukkutíma á hvern leik, með hléi, framlengingum, vítaspyrnukeppnum og hlutanum þar sem leikmenn skiptast á treyjum í lokin, þá er þetta uppsafnað um 12 milljarðar klukkustundir af afþreyingarefni.

Ef við gerum ráð fyrir því að þessar tölur séu nokkurn vegin réttar,  má áætla að kolefnisfótsporið við að sjá einn klukkutíma af HM sé um 230 g CO2e. Þetta samsvarar því að hver leikur sé eins og að kaupa sér 2 cappuccino eða að fá sér hálfan lítra af innfluttum bjór. Þarna er ekki reiknað með orkunotkun sjónvarpsins eða bjórþambiáhorfenda heima í stofu, svo dæmi sé tekið. Til samanburðar þá er kolefnisfótspor hvers leiks í ensku úrvalsdeildinni um 820 tonn, sem samsvarar um 45 g CO2e fyrir hverja áhorfsklukkustund.

Gagnrýni

Til að koma til móts við kolefnisfótsporið vegna HM 2010, þá hafa m.a. verið gróðursett 200.000 tré í Jóhannesarborg og tugir þúsunda að auki í Cape Town, Rustenberg, Tshwane/Pretoria og Durban.

FIFA ásamt yfirvöldum í Suður-Afríku hafa samt sem áður verið gagnrýnd fyrir vöntun á áætlun um hvernig eigi að mæta umhverfisáhrifunum vegna HM 2010. Suður-afrísk yfirvöld kölluðu eftir hugmyndum til að mæta kolefnislosun vegna keppninnar í nóvember síðastliðnum, en talið er að það hafi verið orðið of seint að setja allar þær hugmyndir í framkvæmd, þar sem gera þarf ráð fyrir um 2 ára undirbúningsvinnu fyrir marga þættina.

Hið svokallaða “Green Goal Programme” FIFA inniheldur lista metnaðarfullra markmiða fyrir umhverfisvænt HM og hafa yfirvöld í Suður-Afríku brugðist við mörgum þeirra. En FIFA hefur ekki áætlun um hvernig beri að ná þessum markmiðuð eða hvernig eigi að áætla hvort að þeim hafi verið náð. T.d. segir að stefna eigi að því að samgöngur á leikdegi, til og frá leikvöngum eigi að vera í minnsta lagi 50% á reiðhjólum, á göngu eða með öðrum aðferðum sem ekki losa koldíoxíð. Með því að ná þessu marki væri hægt að ná töluverðum áfanga við að draga úr kolefnisfótsporinu á staðnum. Það er þó óvíst hvort þetta markmið er annað en háleitar vonir settar á blað. Á sama hátt má nefna heimasíðu stjórnvalda í Suður-Afríku “Greening 2010,” sem hefur svipaða veikleika, en þar eru nefnd göfug áform, en þar virðist einnig vanta eftirfylgni við markmiðin.

Göfug og háleit markmið eru þó ágætis byrjun og vonandi verða betri áætlanir og eftirfylgni við næstu keppni sem haldin verður í Brasilíu 2014. Fyrir okkur sem fylgjumst spennt með keppninni í ár, þá má hafa það í huga að það virðist vera nokkuð í land varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og önnur umhverfisáhrif vegna HM 2010. Við getum því stefnt að því að setja markið hærra í framtíðinni.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Holland sló út Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafís og siglingaleiðir

Hafís í Norður-Íshafi hefur farið minnkandi á undanförnum árum og áratugum og talið er að hækkandi hitastig Jarðar sé meðal þess sem er drifkraftur þeirrar þróunar. Við höfum skrifað nokkuð um þróun hafíss á loftslag.is og langar okkur að benda á nokkrar færslur um efnið:

Fyrst má nefna til sögunnar glænýjan gestapistil eftir Emil Hannes Valgeirsson, sem nefnist Íshafsbráðnun og siglingaleiðir. Þetta er fróðlegur pistill þar sem Emil veltir m.a. vöngum um hugsanlega opnun siglingaleiða, bæði um Norðvesturleiðina sem og Norðausturleiðina:  

...horfa ýmsir vonaraugum til Norðvesturleiðarinnar í sambandi við skipaferðir. Sjálfsagt er þó langt í að slíkar siglingar verði almennar nema í mjög takmarkaðan tíma á ári. Norðausturleiðin sem liggur norður fyrir Síberíu er hinsvegar mun oftar aðgengileg stórskipum, ísinn er samt óútreiknanlegur og sem dæmi um það þá opnaðist Norðausturleiðin ekki árið 2007 þrátt fyrir metbráðnun.

 

Önnur færsla sem okkur langar að nefna sérstaklega er færslan Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár. Þarna eru vangaveltur um spár um útbreiðslu hafíss við sumarlágmarkið í september næstkomandi, þar segir m.a.:

 

Flestir virðist spá því að útbreiðslan verði mitt á milli þess sem hún var árið 2008 (um 4,7 milljónir ferkílómetra*) og 2009 (5,4 milljónir ferkílómetra), en fyrir þá sem ekki vita þá var lægsta útbreiðsla sem mælst hefur árið 2007 (um 4,3 milljónir ferkílómetra).

 

Annað tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Lítill áhugi á Norðvesturleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirvofandi ísöld og vísindaleg umræða

 

Síðustu vikuna höfum við birt 2 myndbönd á loftslag.is sem okkur langar til að nefna hér á blogginu:

Í fyrra myndbandinu eru skoðaðar sögusagnir um yfirvofandi ísöld vegna stöðvunar Golfstraumsins. Hvernig komu þessar sögusagnir til og hverju spáðu vísindamenn...sjá Fregnir af yfirvofandi ísöld hraktar.

Hitt myndbandið er endurbirting myndbands um þær grunn ályktanir sem vísindamenn hafa um, að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum valdi loftslagsbreytingum og hvernig vísindaleg umræða hefur verið um málið, m.a. þeirra sem eru efins um þá kenningu...sjá Vísindaleg umræða.

Tengt efni á loftslag.is:

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband