Hafís og siglingaleiðir

Hafís í Norður-Íshafi hefur farið minnkandi á undanförnum árum og áratugum og talið er að hækkandi hitastig Jarðar sé meðal þess sem er drifkraftur þeirrar þróunar. Við höfum skrifað nokkuð um þróun hafíss á loftslag.is og langar okkur að benda á nokkrar færslur um efnið:

Fyrst má nefna til sögunnar glænýjan gestapistil eftir Emil Hannes Valgeirsson, sem nefnist Íshafsbráðnun og siglingaleiðir. Þetta er fróðlegur pistill þar sem Emil veltir m.a. vöngum um hugsanlega opnun siglingaleiða, bæði um Norðvesturleiðina sem og Norðausturleiðina:  

...horfa ýmsir vonaraugum til Norðvesturleiðarinnar í sambandi við skipaferðir. Sjálfsagt er þó langt í að slíkar siglingar verði almennar nema í mjög takmarkaðan tíma á ári. Norðausturleiðin sem liggur norður fyrir Síberíu er hinsvegar mun oftar aðgengileg stórskipum, ísinn er samt óútreiknanlegur og sem dæmi um það þá opnaðist Norðausturleiðin ekki árið 2007 þrátt fyrir metbráðnun.

 

Önnur færsla sem okkur langar að nefna sérstaklega er færslan Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár. Þarna eru vangaveltur um spár um útbreiðslu hafíss við sumarlágmarkið í september næstkomandi, þar segir m.a.:

 

Flestir virðist spá því að útbreiðslan verði mitt á milli þess sem hún var árið 2008 (um 4,7 milljónir ferkílómetra*) og 2009 (5,4 milljónir ferkílómetra), en fyrir þá sem ekki vita þá var lægsta útbreiðsla sem mælst hefur árið 2007 (um 4,3 milljónir ferkílómetra).

 

Annað tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Lítill áhugi á Norðvesturleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband