Færsluflokkur: Blogg
17.1.2010 | 14:07
Hitastig ársins 2009
Nú er komið árlegt yfirlit NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) yfir helstu veðurfarsleg gögn ársins 2009 og hvernig þau eru í samanburði við önnur ár. Hér er það helsta sem kemur fram í greiningu NOAA varðandi hitastig, auk þess sem birt er áhugavert kort sem sýnir veðurfrávik ársins. Við munum væntanlega fjalla eitthvað um önnur gögn, t.d. frá NASA, í bloggfærslum eða fréttum á næstunni.
Helstu atriði varðandi hitastig 2009 á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir 2009 var jafnt árinu 2006 í fimmta sæti samkvæmt skráningu NOAA, 0,56°C yfir meðaltali 20. aldarinnar.
- Áratugurinn 2000-2009 er sá heitasti síðan mælingar hófust, með meðalhitastig á heimsvísu upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Þar með er met 10. áratugs síðustu aldar slegið nokkuð örugglega, en það var 0,36°C.
- Hitastig hafsins á heimsvísu var það fjórða heitasta síðan mælingar hófust (jafnt 2002 og 2004) með hitastig upp á 0,48°C yfir meðaltal 20. aldarinnar
- Hitastig yfir landi á árinu varð jafnt 2003, sem 7. heitasta árið síðan mælingar hófust, með gildið 0,77°C yfir meðaltal 20. aldarinnar.

Blogg | Breytt 18.1.2010 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 10:27
Lausnir og mótvægisaðgerðir
Lausnir
Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda, svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina.
Minni losun
Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af grunnatriðum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin gerir ráð fyrir því að gróðurhúsalofttegundir valdi hækkandi hitastigi. Þar af leiðandi eru t.d. lausnir þar sem gert er ráð fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda mikilvægar í mótvægisaðgerðunum vegna hlýnunar jarðar. Betri nýting orkunar er t.d. einn af þeim þáttum sem nefndir eru, þar sem það myndi leiða til minni losunar. Önnur tækni við raforkuframleiðslu er mikilvægur hluti þessarar lausnar. Stór hluti orkuframleiðslu í heiminum í dag verður til í orkuverum sem losa mikið magn koldíoxíðs. Þar af leiðandi eru miklir möguleikar til að minnka losun þar, með því m.a. að auka skilvirkni raforkuveranna. Til lengri tíma er mikilvægt að nýta enn betur aðra orkugjafa, t.d. vind-, vatns- og sólarorku. Kjarnorkan hefur einnig verið nefnd sem hugsanleg lausn, þar sem losun koldíoxíðs með notkun kjarnorku er hverfandi. Aukin og betri skilvirkni samgangna er einnig hluti þessara mótvægisaðgerða. Það má því segja að aukin skilvirkni í öllum geirum og breytingar á orkugjöfum þeim sem notaðir verða, séu lykilatriði til minnkandi losunar í framtíðinni.
Kolefnisbinding
Í öðru lagi eru mótvægisaðgerðir sem felast í að koma gróðurhúsalofttegundum úr andrúmsloftinu aftur, t.d. með kolefnisbindingu.
-----------------------------------------
Þessi færsla er hluti af ýtarlegri grein af Loftslag.is, og lesa má með því að smella á eftirfarandi krækju:
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 08:52
Saga loftslagsvísindanna
Upphafið
Saga hugmynda og kenninga um loftslagsbreytingar er nokkuð löng. Þegar vísindamenn uppgötvuðu ísaldir fortíðar varð mönnum ljóst að miklar loftslagsbreytingar hefðu átt sér stað í fyrndinni. Menn tengdu það breytingum í hita sólar, eldgos, fellingahreyfingar fjalla sem breyttu vindáttum og sjávarstraumum. Einnig komu fram hugmyndir um að breytingar hefðu átt sér stað í andrúmsloftinu.
Árið 1896 rannsakaði sænskur vísindamaður að nafni Svante Arrhenius þá hugmynd að með brennslu jarðefnaeldsneytis, sem yki CO2 í andrúmsloftinu, myndi meðalhitastig jarðar aukast. Þetta þótti ekki líklegt á þeim tíma, þar sem eðlis- og efnafræðin á bakvið kenninguna var ekki nægilega þekkt.
Á fjórða áratug síðustu aldar, tóku menn eftir því að Bandaríkin og svæði umhverfis Norður-Atlantshafið hafði hlýnað töluvert síðastliðna hálfa öld. Vísindamenn töldu að þetta væri bara tímabundið skeið náttúrulegra breytinga af óvissum ástæðum. Reyndar hélt maður að nafni G.S Callandar á lofti kenningu um einhvers konar gróðurhúsaáhrif. En hver sem ástæðan fyrir hlýnuninni var, þá fögnuðu menn henni.
Á sjötta áratugnum fóru nokkrir vísindamenn að kanna gróðurhúsakenningu Callandars með betri tækni og útreikningum. Þessar rannsóknir sýndu fram á að CO2 gæti vissulega safnast upp í lofthjúpnum og myndi valda hlýnun. Mælingar sýndu fram á það árið 1961 að magn CO2 væri í raun að vaxa í lofthjúpnum.
Framfarir
Á næstu áratugum fleygði vísindunum fram, þegar fram komu einföld stærðfræðilíkön sem höfðu getu til að reikna út loftslagsbreytingar. Rannsóknir á fornloftslagi út frá frjókornum og steingervingum skelja tóku einnig kipp og smám saman áttuðu menn sig á því að meiriháttar loftslagsbreytingar væru mögulegar og höfðu gerst. Árið 1967 sýndu útreikningar að meðalhiti jarðar gæti hækkað um nokkrar gráðu innan 100 ára af völdum útblásturs CO2. Ekki þótti ástæða til að hafa áhyggjur af þessu en sýnt hafði verið fram á að það þyrfti að rannsaka þetta betur.
---------------------------
Þetta er sýnishorn af fróðleik um loftslagsvísindin, af heimasíðunni Loftslag.is. Á næstunni munum við birta meira efni af heimasíðunni hér á blogginu.
[Restina af færslunni er hægt að lesa með því að smella á þennan tengil]
Annar pistill sem einnig kemur inn á sögu loftslagsvísindanna er fróðlegur gestapistill Halldórs Björnssonar sérfræðings af veðurstofunni. Pistill hans nefnist Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 08:05
Um loftslagslíkön
Í nýbirtri færslu á loftslag.is er fjallað um loftslagslíkön, en í umræðunni um loftslagsmál og framtíðarhorfur um hlýnun jarðar af mannavöldum heyrist oft að loftslagslíkön séu óáreiðanleg og að loftslagskerfi séu of flókin til að takandi sé mark á loftslagslíkönum.
Í raun er þetta byggt á misskilningi á uppbyggingu loftslagslíkana og hvað þau eiga að sýna. Enginn loftslagsvísindamaður heldur því fram að þau séu fullkomin, en þau hafa náð að líkja allvel eftir fortíðinni og hafa sýnt að þau geta líkt töluvert eftir því sem síðar hefur komið fram og verið staðfest með mælingum.
Farið er lítillega yfir það hvernig fortíðin er notuð til að stilla loftslagslíkönin, hvernig spár hafa staðist hingað til og hvaða óvissa er. Einnig er velt upp spurningunni hvort við vitum nóg til að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar af mannavöldum.
Sjá á loftslag.is: Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?
Blogg | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 15:32
Myndband um 32.000 "sérfræðinga"

Það má sjá fleiri myndbönd frá Greenman3610 hér á síðunum, einnig má geta myndbanda eftir Potholer54 fyrir lesendur.
[Nýtt: Myndband: 32.000 sérfræðingar]
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 21:34
Annáll - Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn
Við vonum að allir hafi átt ánægjulegar stundir um hátíðarnar.
Á loftslag.is vorum við að birta yfirlit yfir nokkur helstu atriðin í heimi loftslagsvísindanna fyrir árið 2009. Komið er víða við, þó ekki sé t.d. talað mikið um COP15, sem við dekkuðum hér á Loftslag.is þegar ráðstefnan stóð yfir.
Þar má t.d. finna umfjöllun um rannsóknir sem benda til þess að Suðurskautið sé einnig að hlýna, misskilning sem kom upp á árinu um að yfirvofandi væri kólnun jarðar, spáð í rannsóknir á sjávarstöðubreytingum, loftslagsverkfræði, Climategate og fleiri atriði sem fóru hátt í loftslagsfræðum og umræðunni um þau.
Sjá nánar á loftslag.is - Annáll Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 12:54
Kemur okkur öllum við
Á Loftslag.is höfum við orðið varir við að lesendur hafa áhuga á að vita meira um loftslagsbreytingar og hvað vísindin hafa um málið að segja. Þetta er málefni sem að okkar mati kemur okkur öllum við, hvar sem við búum, af hvoru kyninu sem við erum og hvar sem við stöndum pólitískt séð.
Á Facebook síðu Loftslag.is er u.þ.b. 60% meðlima konur, þannig að það rímar við það sem fram kemur í könnun Gallup. Það verður að teljast ánægjulegt að Íslendingar virðast huga meira að loftslagsmálum en áður og vonandi sjáum við frekari sveiflu í þessa áttina á næstu árum.
Til frekari upplýsinga viljum við benda á nokkrar síður af Loftslag.is til frekari fróðleiks:
- Grunnkenningin
- Gróðurhúsaáhrif
- Aðal gróðurhúsalofttegundin
- Sameiginlegt álit vísindamanna
- Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
- Heitasti áratugur frá því mælingar hófust
- Ásamt fleiru, eins og t.d. mýtur og fréttir
![]() |
Margir hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 09:01
Jólakveðja
Við óskum lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Það verður rólegt á Loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Loftslag.is nánar, þá viljum við benda á ýmsa tengla á síðunum, þar sem t.d. má lesa um Vísindin á bak við fræðin, ásamt eldri færslum, m.a. Gestapistla, Blogg ritstjórnar og COP15.
Með jólakveðju,
Ritstjórn Loftslag.is
Blogg | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2009 | 13:19
Kaupmannahafnaryfirlýsingin
Talað var um þrjá möguleika varðandi útkomu loftslagsráðstefnunnar, eins og kom fram í pistli gærdagsins, sem eru; 1) lögformlegur og skuldbindandi samningur, 2) pólitískt samkomulag og 3) lokayfirlýsing (sem yrði túlkuð sem misheppnuð útkoma).
Helstu atriði Kaupmannahafnaryfirlýsingarinnar, sem er viljayfirlýsing þjóða eftir loftslagsráðstefnunna í Kaupmannahöfn eru eftirfarandi, lesa má nánar um þetta á Loftslag.is, Kaupmannahafnaryfirlýsingin.
Aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni
Hérundir eru aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni af loftslagsráðstefnunni, sem 26 lönd þar með talin ESB urðu sammála um á föstudag:
Markmið til lengri tíma:
Samkvæmt yfirlýsingunni á að skera niður í losun CO2 eins og þarf, með skírskotun í það sem vísindin leggja til. Markmiðið er að stöðva hnattræna hlýnun, svo hitastigshækkunin verði ekki meiri en 2°C á þessari öld.
Fjármögnun til fátækari landa:
Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.
Minnkun losunar CO2:
Í textanum eru engin raunveruleg markmið, hvorki til meðallangs tíma (2020) eða til langstíma (2050) um losun CO2. En þar eru loforð ríkja um minnkun losunar reiknuð saman. Á ákveðnu skema getur hvert land fyrir sig, fyrir 1. febrúar 2010, gefið upp hvað þau ætla að gera í þeim efnum.
Staðfesting:
Eitt deiluefnanna í yfirlýsingunni, aðallega fyrir Kína, sem ekki vill alþjóðlegt eftirlit: Er orðað á þann veg, að stóru þróunarríkin eigi að gera upp CO2 losun sína og skýra SÞ frá útkomunni annað hvert ár. Þannig er gert ráð fyrir vísi að alþjóðlegu eftirliti til að uppfylla óskir Vestrænna þjóða um gagnsæi, og að auki að tryggja að sjálfstjórn þjóða verði virt.
Verndun skóga:
Í yfirlýsingunni er viðurkennd mikilvægi vegna losun CO2 sem kemur frá fellingu trjáa og eyðileggingu skóga. Það er orðað á þann veg að það skulli vera hvatning til að styðja skref í rétta átt með peningum frá iðnríkjunum.
Viðskipti með CO2 heimildir:
Þetta var nefnt, en engin smáatriði gefin upp. Það er orðað svo, að það skulli nýta fleiri möguleika, þar með talið möguleikann á að nota markaðskerfi til að draga úr losun CO2.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Dagur 11 Möguleg leið, spil og ferli
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
![]() |
Rasmussen stoltur af framlagi Dana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 10:07
Mögulegar leiðir?
Síðasti dagur viðræðnanna í Kaupmannahöfn er í dag. Nú er rætt um þrjár mögulegar leiðir varðandi loftslagssamning, hérundir skoðum við muninn á þessum 3 leiðum:
- Lögformlegur og skuldbindandi samningur: Svipar til og er bindandi eins og Kyoto samningurinn frá 1997 en þó með nákvæmari markmið varðandi takmarkanir losunar á heimsvísu og loforð um fjárhagslegan stuðning til þróunarríkjanna. Svona samning þurfa einstök lönd að samþykkja og hann þyrfti að innihalda viðurlög ef þjóðirnar standa ekki við losunarmarkmið sín.
- Pólitískt samkomulag: Rammasamningur, sem inniheldur pólitísk markmið, en engar fastar skuldbindingar. Svoleiðis samkomulag þyrfti svo að ræða nánar á næstu mánuðum til að ganga frá smáatriðum þess. Samkomulagið myndi svo enda sem lögfræðilega bindandi alþjóðlegur samningur sem löndin þyrftu svo að staðfesta.
- Lokayfirlýsing: Óskuldbindandi yfirlýsing um áætlanir þjóða og yfirlýst loforð. Öll óleyst mál yrðu geymd þar til á næstu loftslagsráðstefnum, þ.e. í Bonn og Mexíkó, sem verða í haldnir í byrjun júní og í nóvember 2010. Svona yfirlýsing myndi verða túlkuð sem misheppnuð útkoma.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
![]() |
Ísland minnki losun um 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)