Um loftslagslíkön

loftslagÍ nýbirtri færslu á loftslag.is er fjallað um loftslagslíkön, en í umræðunni um loftslagsmál og framtíðarhorfur um hlýnun jarðar af mannavöldum heyrist oft að loftslagslíkön séu óáreiðanleg og að loftslagskerfi séu of flókin til að takandi sé mark á loftslagslíkönum.

Í raun er þetta byggt á misskilningi á uppbyggingu loftslagslíkana og hvað þau eiga að sýna. Enginn loftslagsvísindamaður heldur því fram að þau séu fullkomin, en þau hafa náð að líkja allvel eftir fortíðinni og hafa sýnt að þau geta líkt töluvert eftir því sem síðar hefur komið fram og verið staðfest með mælingum.

Farið er lítillega yfir það hvernig fortíðin er notuð til að stilla loftslagslíkönin, hvernig spár hafa staðist hingað til og hvaða óvissa er. Einnig er velt upp spurningunni hvort við vitum nóg til að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar af mannavöldum.

Sjá á loftslag.is: Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband