Hafíslaust á Norðurskautinu fyrir 3,3-3 milljónum ára

seaice_04

Í frétt á loftslag.is er fjallað um nýlegar rannsóknir á vegum Jarðfræðafélags Bandaríkjanna (US Geological Survey – USGS) en þar koma fram nýjar vísbendingar um að Norður Íshafið og Norður Atlantshafið hafi verið það heitt að hafís hafi horfið yfir sumartíman á mið Plíósen (fyrir um 3,3- 3 milljónum ára). 

Það tímabil einkenndist af svipuðu hitastigi og búist er við að verði í lok þessarar aldar og er mikið notað til samanburðar og skilnings á mögulegum skilyrðum framtíðarloftslags.

Bráðnun hafíss er talin hafa margbreytileg og viðamiklar afleiðingar, líkt og að stuðla að áframhaldandi hlýnun, meira strandrof vegna aukins öldugangs, áhrifa á vistkerfið og veðrakerfið.

Nánar má lesa um fréttina á loftslag.is: Frétt: Hafíslaust yfir sumartímann fyrir 3,3-3 milljón árum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband