22.2.2010 | 12:35
Svipað vanmat og hjá IPCC
Þetta er endurtekning á síðustu bloggfærlu okkar, en hér er tengt við aðra samhljóðandi frétt af mbl.is
Þessi grein frá Siddall o.fl var nokkuð á skjön við það sem aðrir vísindamenn hafa spáð (en sambærileg við niðurstöðu IPCC). Spá Siddall gerði ráð fyrir mun minni sjávarstöðubreytingum en aðrar nýlegar rannsóknir. Um þessa grein segir á Loftslag.is (sjá Sjávarstöðubreytingar):
Með því að bera saman hvernig sjávarstöðubreytingar urðu miðað við hitabreytingar við lok síðasta jökulskeiðs (fyrir um 10 þús árum), þá fundu þeir út að IPCC hefði verið nokkuð nærri lagi í sínum útreikningum. Samkvæmt þeirra niðurstöðum þá þýðir 1,1-6,4°C hækkun í hitastigi um 7-82 sm hækkun sjávarstöðu árið 2100, sem er mun minna en spár undanfarin misseri hafa bent til og líkt tölum IPCC sem hljóðar upp á 18-76 sm.
Það skal á það bent að aðferðafræðin sem ofangreind rannsókn byggir á, hefur verið dregin í efa. Auk þess er á það bent að nánast útilokað sé að sjávarstöðubreyting upp á 7 sm geti staðist, því miðað við núverandi hraða sjávarstöðubreytinga þá er ljóst að hækkunin verður allavega 34 sm um næstu aldamót.
Á það skal einnig bent að hinar hógværari spár IPCC um sjávarstöðuhækkanir, hafa sýnt sig að vera of hógværar hingað til og hafa sjávarstöðuhækkanir verið við efri mörk þess sem þeir hafa spáð.
Sjávarstöðubreytingar síðastliðin 40 ár. Rauða línan sýnir mælingar sjávarfalla og útreikninga á sjávarstöðubreytingum frá þeim og bláa línan er fengin út frá gervihnöttum. Gráa svæðið sýnir að spár IPCC hafa vanmetið sjávarstöðubreytingarnar.
Margar spár um sjávarstöðubreytingar gera ráð fyrir að sjávarstaða geti orðið 1-2 m hærri en hún er í dag um næstu aldamót. Það er þó talið að tæplega hálfs metra hækkun sjávarstöðu sé nóg til að hafa víðtæk áhrif:
Einungis 40 sm hækkun í sjávarstöðu við Bengalflóa, mun færa 11 prósent af strandsvæðum viðkomandi landa í kaf og hrekja 7-10 milljón manns á flótta undan loftslagsbreytingum.
Samkvæmt frétt Guardian, sem Mbl.is vitnar til í frétt sinni, þá kemur fram að vísindamenn hafi rætt mögulegt vanmat IPCC:
Many scientists criticised the IPCC approach as too conservative, and several papers since have suggested that sea level could rise more.
Ítarefni:
Loftslagsskýrsla afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Brjálað að gera hjá ykkur að afsaka "vísindin"
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 12:52
Það er nóg að gera hjá okkur Gunnar. Ef þú lest færsluna hér að ofan, þá kemstu að því að við erum ekkert að afsaka greinina sem um ræðir, þvert á móti.
En ég hélt að við værum búnir að ræða það Gunnar, að betra sé að koma með efnislegar athugasemdir en svona skot sem engum eru til gagns.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 13:26
Ég verð að setja spurningamerki við fyrirsögnina:
"Loftslagsskýrsla afturkölluð": Hér hefur mbl.is ruglað saman ósköp venjulegri miðlungs grein um sjávarstöðubreytingar við einhverja loftslagsskýrslu.
Það sem er merkilegast við þessa grein er að efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum hafa bent á hana sem eitthvað sem staðfesti að alvarleiki hlýnunar og þá sjávarstöðuhækkana væri ýktur - greinin benti til þess að mun minni sjávarstöðubreyting yrði en það sem aðrir hafa bent á. Nú þegar búið er að draga þessa grein til baka - þá sýnist mér að efasemdamenn ætli að nota það sem sönnun þess að hlýnunin og sjávarstöðuhækkanir séu ýktar - sem er fjarri lagi.
Það að þessi grein var dregin til baka bendir mun frekar til þess að aðrar áætlanir um sjávarstöðuhækkanir á komandi öld séu réttari - þ.e. að við við getum búist við allt að 1-2 m hærri sjávarstöðu í lok aldarinnar. Sumir telja þó að það sé einnig of lítið - en það er önnur saga.
Höskuldur Búi Jónsson, 23.2.2010 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.