Hver er jafnvægissvörun loftslags?

Í nýrri færslu á Loftslag.is gerum við grein fyrir helstu rannsóknum varðandi jafnvægissvörun loftslags. Sumir tala um næmni loftslagsins þegar það fjallað er um þetta. Jafnvægissvörun er sýnd sem hnattræn breyting á hitastigi fyrir gefið geislunarálag (þ.e. °C breytingu fyrir ákveðið geislunarálag upp á W á fermetra). Almennt er þetta gefið upp sem sú hitastigshækkun sem tvöföldun styrks CO2 hefur í för með sér (það er frá 280 ppm til 560 ppm).

Þetta er mýta sem oft heyrist í umræðunni, þ.e. að jafnvægissvörun CO2 sé lág og þ.a.l. þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því. Þessa mýtu þýddum við frá og í samvinnu við Sceptical Science.

Röksemdir efasemdamanna...

Í nýlegri rannsókn Stephen Schwartz frá Brookhaven National Lab kemur fram að jafnvægissvörun loftslags jarðar við koldíoxíði sé einungis u.þ.b. einn-þriðji af því sem IPCC gerir ráð fyrir. Samkvæmt niðurstöðu Schwartz, þá hefur tvöföldun á styrk CO2 í andrúmsloftinu þau áhrif að hitastig hækkar að meðaltali um 1,1°C (Planet Gore)

Það sem vísindin segja...

Jafnvægissvörun loftslags hefur verið reiknað út frá beinum mælingum, með því að bera saman fyrri hitastigsbreytingar við náttúrulegt geislunarálag loftslags þess tíma. Mörg tímabil í jarðsögunni hafa verið rannsökuð á þennan hátt og það er almenn sátt um að jafnvægissvörun loftslags sé um 3°C

Í færslunni er komið inn á hvað vísindin segja okkur um jafnvægissvörun loftslagsins ásamt því að koma inn á rannsókn Stephen Schwartz. Nánar á Loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband