Hjólað í vinnuna

thumb_hjoladÁtakið Hjólað í vinnuna fer í gang miðvikudaginn 5. maí og stendur yfir til 25. maí. Hjólað í vinnuna er orðið að árlegum viðburði, þar sem starfsmenn fyrirtækja landsins eru hvattir til að hjóla, ganga, fara á línuskautum eða á annan hátt nota eigin orku til að komast í og úr vinnu. Undirritaður hefur verið með undanfarin ár og verður með að því marki sem mögulegt er í ár. Hér undir ætla ég að skoða ávinningin af átakinu út frá nokkrum sjónarmiðum. Í útreikningunum tek ég sem dæmi einstakling sem vegur 80 kg og sem þarf að fara 6 km til vinnu, þ.e. 12 km til og frá vinnu. Hann er eigandi ósköp venjulegs skutbíls, með 1600 cl vél, en þó sjálfskipts. Helstu útreikningar eru gerðir með hjálp reiknivélanna á orkusetur.is.

Kolefnissjónarmið

Með því að hjóla 12 km á dag í stað þess að keyra, þá minnkar losun CO2 um 2,3 kg á dag, sem gerir í allt á þessum 13 dögum 29,9  kg minni losun CO2 út í andrúmsloftið en ella af einstaklingnum. Þetta á við um einstakling, en í fyrra voru farnir 493.202 km í allt sem þýðir út frá sömu forsendum að losun CO2 minnkaði um u.þ.b. 94,5 tonn í átakinu.

Hitaeiningasjónarmið

Ef hjólaðir eru 12 km á dag þá er kaloríubrennslan um 406 kal á dag, sem eru um 200 kal hvora leið fyrir sig. Á myndinn neðst í færslunni (af heimsíðunni orkusetur.is) má sjá hvað 200 kal eru í formi hinna ýmsu matvæla. Heildar kaloríubrennslan alla 13 daganna væri því samkvæmt þessu 5.278 kal. Þess má geta að brennslan er meiri ef gengið er.

Sparnaðarsjónarmið

Við að spara bílinn þessa 156 km sem ætla má að bíllinn sitji heima með því að taka þátt dag hvern, má spara í beinhörðum peningum u.þ.b. 2.500 krónur bara í bensín kostnað. Sem eru um 8 milljónir í heildina miðað við tölurnar 2009.

Vellíðunarsjónarmið

Það má kannski segja að mikilvægast fyrir flesta sé sú vellíðun sem fæst út úr því að hreyfa sig á degi hverjum, það er ekki vanþörf á fyrir venjulegar skrifstofublækur eins og t.d. þann sem þetta skrifar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég tek heils hugar undir  allt, sérlega þetta með vellíðunarsjónarmið.

Úrsúla Jünemann, 5.5.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband