Rökleysur loftslagsumræðunnar

Hér fyrir neðan er inngangur ítarlegrar útgáfa á grein sem undirritaður skrifaði og birtist í Morgunblaðinu fyrr í dag (laugardag 8. maí). Lesa má greinina eins og hún birtist í Morgunblaðinu hér á loftslag.is.

Hér verður fjallað um ýmsar rökleysur í loftslagsumræðunni. Á undanförnum mánuðum hefur umræðan varðandi loftslagsmál í kjölfar hins svokallaða Climategate-máls farið á undarlegt stig. Í því máli var tölvupóstum loftslagsvísindamanna stolið og í kjölfarið byrjuðu samsæriskenningar og rangtúlkanir út frá fullyrðingum um hvað það væri sem tölvupóstarnir voru taldir innihalda. Þetta hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og margskonar rökleysur orðið til í kjölfarið. Fjölmiðlafólk, bæði erlendis og hérlendis virðist hafa fallið í þá gryfju að draga umræðuna á plan afneitunar, sem helst virðist eiga uppruna sinn hjá ýmsum þrýstihópum með aðra hagsmuni en að hafa vísindin að leiðarljósi. En hvers vegna dregst umræða alvöru blaðamanna á þetta stig? Ég ætla að reyna að svara því í þessari grein, en mig langar fyrst að skoða hvernig hérlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa afvegaleitt umræðuna á köflum.

...

Þar sem okkur langar að fá athugasemdir við þessa grein á loftslag.is þá höfum við lokað fyrir athugasemdir hér og beinum þeim þangað. Sjá nánar:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband