26.5.2010 | 08:37
Hitabylgjur í Evrópu
Ný rannsókn bendir til þess að hitabylgjur í Evrópu muni reynast sérstaklega erfiðar þeim sem búa á láglendum dölum og í strandborgum við Miðjarðarhafið.
Fischer og Schär (2010) notuðu bæði hnattrænt og svæðisbundið loftslagslíkan til að spá fyrir um breytingar á tíðni og lengd hitabylgja í Evrópu á þessari öld. Þeir notuðu einskonar miðspágildi bæði hvað varðar þróun á loftslagi og efnahagsvexti á þessari öld. Mismunandi keyrslur líkanana gáfu mikinn breytileika í alvarleika hitabylgja, en jafnframt frekar stöðugar niðurstöður um það hvar helst mátti eiga von á verstu afleiðingunum.
Hiti ásamt miklum raka getur valdið krampa, örmögnun, hitaslagi og í verstu tilfellum dauða. Aldnir og smábörn eru viðkvæmust. Hitabylgjan sem reið yfir Evrópu árið 2003 olli beint og óbeint dauða um 70 þúsund manns og tjóni í landbúnaði og skógrækt sem nam um 13,1 milljarða evra.
Lesa má meira á loftslag.is: Hitabylgjur í Evrópu
Tengt efni á loftslag.is:- Óvenjulegir þurrkar í Ástralíu
- Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
- Árstíðarsveiflur í náttúrunni að breytast
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.