Er CO2 mengun?

Færsla síðan í janúar af loftslag.is - Er CO2 mengun?

---

Í umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög skynsamleg rök og satt best að segja þá finnst manni við fyrstu sýn að þetta sé gott og gilt.

Skilgreining

Hér er skilgreining á mengun:

mengun -ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið 

Skoðum þessa skilgreiningu aðeins betur – lið fyrir lið:

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd 
fengin af earthtrends.wri.org.

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

Í júlí árið 2008 kom út skýrsla fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og þar er eftirfarandi texti:

Margir ólíkir þættir geta valdið breytingum á náttúrulegum kerfum. Sumir eru af mannavöldum en þó ekki loftslagstengdir. Sem dæmi um slíka þætti má nefna hnignun landgæða, skógareyðingu, mengun og vöxt þéttbýlis. Áhrif slíkra þátta þarf að greina frá áhrifum loftslagsbreytinga. Þegar jörðin er skoðuð í heild sinni er líklegt að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi þegar haft merkjanleg áhrif á umhverfi og mörg vistkerfi

Höldum áfram:

  • Vegna umsvifa mannsins: Einnig er vitað að aukningin á CO2 er af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og landnotkunar, þ.e. af mannavöldum
Útblástur CO2 vegna bruna jarðefnaeldsneytis frá 1800 og fram til 
ársins 2004.

Útblástur CO2 vegna bruna jarðefnaeldsneytis frá 1800 og fram til ársins 2004.

 Höldum áfram:

  • Hafa áhrif á heilsufar manna og lífríki: Vísindamenn sýna daglega fram á það með nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingar eða súrnun sjávar hafa áhrif á heilsufar manna og lífríkið

Hér eru nýlegar fréttir um áhrif á lífríki:

Í fyrrnefndri skýrslu umhverfisráðuneytisins segir ennfremur um tengsl við heilsufar:

Einnig má merkja áhrif loftslagsbreytinga á þætti tengda heilsufari, svo sem á dauðsföll vegna sumarhita í Evrópu, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og smitleiðir farsótta á sumum svæðum

Niðurstaða

Það skiptir ekki máli, þegar verið er að skilgreina eitthvað efni sem mengandi, hvort það er til í náttúrunni eða ekki. Það að magn CO2 hefur aukist það mikið af völdum manna að það er farið að skaða umhverfið – vistkerfin – og þar með farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Í núverandi magni er CO2 nú þegar talið vera orðið mengandi efni og farið að hafa töluverð áhrif á samfélag manna og lífríkis.

Að lokum má benda á að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (Environmental Protection Agengy – EPA) skilgreindi CO2 sem mengun í fyrsta skipti í fyrra. 

Ítarefni:

Umhverfisstofnun Íslands: Hnattræn mengun
Skýrslan sem gefun var út fyrir Umhverfisráðuneytið: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Vísindavefurinn: Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA), um mengandi gróðurhúsalofttegundir: Endangerment and Cause or Contribute Findings for Greenhouse Gases under the Clean Air Act


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því má bæta við að þessi voðalega „aukning“ er úr 0.028% gufuhvolfsins yfir í hvorki meira né minna en 0.038% gufuhvolfsins. Þetta jafngidlir því að magn koldíoxíðs í gufuhvolfinu hafi aukist (ef um aukningu er í raun að ræða) um hvorki meira né minna en einn part af hverjum tíu þúsund. Það er ekki lítið!

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.5.2010 kl. 18:58

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur: Það er rétt, það er ekki lítið - um 36% aukning. Aukning á lofttegund - sem ásamt öðrum gróðurhúsalofttegundum veldur því að hiti á Jörðinni er um 33°C hærri en ef engar væru gróðurhúsalofttegundir. Án gróðurhúsaáhrifanna væri -18°C hiti á yfirborði Jarðar. 

Því er 36% aukning vissulega ekki lítið.

Höskuldur Búi Jónsson, 24.5.2010 kl. 19:19

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Já, ég veit það. Einn partur af hverjum tíu þúsund er alveg óskaplega mikil aukning. Jurtirnar fá þá agnarlítið meira koldíoxíð til að vaxa og dafna, sérstaklega ef það væri rétt að þessi „aukning“ valdi hlýnun. Allri græða, menn og dýr jurtir, fuglar fiskar og allt annað sem þrífst á jörðinni. Það sem á að óttast er kuldinn, ekki hlýjan.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.5.2010 kl. 19:26

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi bloggsíða virkar svolítið "desperat" í viðleitni sinni til þess að koma þeim skilaboðum áleiðis til almennings, að heimsendir sé í nánd ef ekki verði komið böndum yfir helsta drifkraft kapitalsimans, sem er orkan til framleiðslu neysluvaranna.

Það er "forsjárþráhyggjan" sem er alveg að fara með ykkur.

Sumir segja að þetta sé dauðaspriklið í kommúnismahugsjóninni og að hatrið gagnvart eigendum framleiðslutækjanna, birtist í umhverfishugsjóninni. ....Að kommúnisminn, eða anarkisminn, ef því er að skipta sé að berja frá sér í síðasta sinn. 

Anarkismi og Kommúnismi eru gjörólík fyrirbæri og í raun algjörlega andstæðar pólitískar stefnur. Samt sem áður virðast helstu talsmenn og forystumenn anarkista og sósaíalista fallast í faðma þegar kemur að loftslagsmálum. Allah hefur ákveðið braut þína en til eru efasemdarmen Annar ágreiningur virðist settur til hliðar í þeirri bjánalegu von að loftslagsmálim sameini alla vinstrimenn. Að loftslagsmálim

Umhverfishugsjónin hefur orðið  birtingarmynd hins nýja grasrótarandófs gegn ríkjandi þjóðfélagsgerð. Ef tekst að koma þeim skilningi í almenning að framleiðsla með mengandi orkugjafa sé af hinu illa, þá er hálfur sigur unninn fyrir anarkistana.

Kommúnistar, ásamt krötum, sem hafa einhverskonar "skattafetish"

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.5.2010 kl. 03:35

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ætli gróðurhúsabændur séu að menga afurð sína þegar þeir losa CO2 inn í gróðurhús sín til að örva vöxt t.d. tómatanna?

Þeir halda styrk CO2 í húsunum um það bil tvöfalt til þrefalt á við það sem er utanhúss.  Utanhúss er styrkurinn um 380 ppm, en um það bil 1000 ppm inni í gróðurhúsunum. Nokkuð er mismunandi hvaða styrk menn velja, en til að halda honum því sem næst stöðugum er notaður sérstakur mæli- og reglunarbúnaður (sjá t.d. hér).

Hægt er að losa CO2 úr tönkum eins og sést á myndinni sem tekin var fyrir utan íslenskt gróðurhús, eða framleiða CO2 með því að brenna steinolíu eða gas inni í gróðurhúsunum.

 http://geiragustsson.blog.is/img/tncache/250x250/d7/geiragustsson/img/greenhouse-2.jpg

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2010 kl. 09:01

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já Gunnar, það kemur mér svosem ekki á óvart að þú hefur skoðun á "okkur". Reyndar gengur þetta nokkuð í berhögg við okkar efnistök, þar sem við höfum t.d. ekki reynt að koma að okkar skoðunum og lítið sem ekkert rætt um skatta eða hvaða leiðir eru farnar í nálgun þess að draga úr losun CO2.

Við höfum fyrst og fremst komið að því hvað vísindin segja um áhrif þess að losa CO2 (og aðrar gróðurhúsalofttegundir) óheft út í andrúmsloftið og að miklu leiti er það gert í sambandi við loftslagsmál. Einnig höfum við tekið fyrir ýmsar rökleysur sem fram koma í umræðunni og reynum alltaf að rökstyðja mál okkar við það.

Fyrir utan svo að mér þykir það helst til undarlegt að skipta þessu mikilvæga máli í vinstri og hægri menn út frá einhverskonar pólitískum trúnnaði. Þó svo það séu hugsanlega hlutfallslega fleiri á hægri væng stjórnmálanna sem telja þetta vandamál ekki vera til staðar, þá er það langt frá því að gilda alla hægri menn (örugglega finnast líka vinstri menn í þeim hópi). Ég myndi áætla að við séum að tala um mikinn minnihluta hægri manna sem ekki telja að losun gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig og þar með loftslag. Enda yfirleitt um að ræða ósköp venjulegt fólk með einhverskonar pólitíska nálgun á ýmsum málum, en ekki endilega fólk sem afneitar vísindum sérstaklega.

Við höfum í sjálfu sér enga sérstaka pólitíska nálgun með þessari síðu og þ.a.l. skil ég ekki hvernig þú færð út einhverja sérstaka pólitík í þessu hjá okkur, hvort sem er vinstri eða hægri. Ég veit ekki einu sinni hvað ég myndi kjósa við alþingiskosningar í dag, hvað þá Höski. Ég tel þó að minnkandi losun og áframhaldandi framleiðsla hverskonar geti vel farið saman, enda mun væntanlega koma til hugarfarsbreyting ásamt betri tækni á komandi árum (einhver verður að einnig að sjá um framleiðsluna) sem verður hluti lausnarinnar við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.5.2010 kl. 09:06

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Ég reikna með að aukinn styrkur CO2 í gróðurhúsum sé ekki líklegur til að skaða umhverfi né vistkerfi og hefur væntanlega ekki áhrif á heilsu manna og dýra - því er samlíkingin hjá þér undarleg.

Hitt er annað að aukinn styrkur þess í náttúrunni er mengun, eins og sést af færslunni hér fyrir ofan. Ég vil einnig benda þér á að í náttúrunni þá eru jákvæðu áhrif aukins CO2 í andrúmsloftinu á gróður, frekar takmörkuð - meðal annars vegna þess að aðrir þættir fara að hafa meiri áhrif á vöxt gróðurs eftir nokkurn tíma (t.d. skortur á vatni og öðrum næringarefnum). Sjá mýtuna Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.5.2010 kl. 09:20

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Væntanlega er það samspil aukins magns CO2 í andrúmsloftinu og hærra hitastigs að jörðin er ótvírætt að verða grænni. Um það má lesa víða. Samantekt á nokkrum greinum má finna á vefsíðu Boston University:


 http://cybele.bu.edu/greeningearth/ge.html

Þetta er vissulega mjög áhugavert og hefur jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu jarðarbúa.

Það væri mjög fróðlegt ef þið félagarnir fjölluðu einnig um jákvæð áhrif hækkaðs hitastigs aog aukins magns CO2 í lofthjúpnum.

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2010 kl. 09:44

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir ábendinguna Ágúst. Það er væntanlega hægt að finna staðbundin jákvæð áhrif af loftslagsbreytingum, en eins og Höski nefnir þá eru jákvæðu áhrif aukins CO2 í andrúmsloftinu á gróður, frekar takmörkuð - meðal annars vegna þess að aðrir þættir fara að hafa meiri áhrif á vöxt gróðurs eftir nokkurn tíma.

Annars langar mig að spyrja þig Ágúst, hvers vegna þú bendir okkur á úrelda síðu frá Boston University, Climate and Vegetation research group? Síðustu greinar virðast vera frá 2003 ásamt nokkrum eldri (síðan virðist ekki hafa verið uppfærð síðan 17. júni 2003), í stað þess að benda á núverandi síðu Climate and Vegetation research group, þar sem ýmsar nýrri rannsóknir koma fram:

http://amser.org/index.php?P=AMSER--ResourceFrame&resourceId=5229

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.5.2010 kl. 10:28

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Neikvæðu áhrif hnattrænnar hlýnunar á landbúnað, heilsu, efnahag og umhverfi - gjörsamlega kaffæra hin fáu jákvæðu áhrif.

Við gætum vissulega skrifað um þær fáu jákvæðu fréttir áhrif hækkaðs hitastigs, en tímaleysi veldur því að við verðum að velja og hafna.

Ég get nefnt sem dæmi um fréttir sem ég persónulega vildi hafa tíma til að skrifa um:

Jákvætt:

Ekki víst að Malaría muni aukast við hlýnun jarðar, vegna annarra mótvægisaðgerða

Neikvætt:

Loftslagsbreytingar ógna laxa-og silungastofninum

Leiðandi vísindamenn kalla á aðgerðir til að minnka súrnun sjávar

Hlýrri nætur ógna hrísgrjónarækt á Indlandi

Eðlur að deyja út við hækkandi hita

Vísbendingar um aukna bráðnun sífrera

Mörk árstíða að hverfa

Þetta eru bara dæmi um hvað er í bókamerkjum hjá mér í tölvunni nú. Á hverjum tímapunkti í vetur hafa verið sambærilegar rannsóknir og maður hefur orðið að velja og hafna. Mér finnst t.d. af þessum fréttum hér fyrir ofan, fréttin um að eðlutegundir séu að deyja út merkilegust og því verður hún líklega fyrir valinu ef ég kemst í það að skrifa frétt á næstunni (nema einhver stærri frétt komi). En ef einhver annar væri að velja frétt til að skrifa um, þá yrði valið líklega annað.

Hitt er annað að við erum í þessu í sjálfboðavinnu og dundum okkur að mestu við þetta á kvöldin og um helgar og því eðlilegt að við birtum ekki tæmandi lista yfir það sem markvert er í loftslagsmálum.

Hitt er svo enn annað - ef þú finnur jákvæðar fréttir um afleiðingar hlýnunar jarðar, þá er ég viss um að þú munir skrifa um þær.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.5.2010 kl. 10:55

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það að segja að slatti af  CO2 sé til góðs fyrir vöxt sumra plantna - á að sanna hvað ?  Skil þetta ekki alveg. 

Að aukning á CO2 sé bara hið besta mál því plönturnar muni éta þetta allt eða ?

Auk þess er slæm hugsanavilla þarna á ferðinni í grunninn.

Að setja = merki milli gróðurhúss og vistkerfi jarðar.

Það er svona svipað og setja samasemmerki milli fiskabúrs og heimshafanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2010 kl. 12:33

13 identicon

Vitaskuld er raunveruleiki loftslagsvísindanna ekki háður pólitískri trú, en pólitíska trúin virðist móta afstöðu einstaklinganna til rannsóknarniðurstaðnanna og við verðum að viðurkenna þá staðreynd.

Ástæðan fyrir því að stór hópur hægri sinnaðra harðlínumanna er vantrúaður á gróðurhúsaáhrifin er líklegast sú að hlutverk ríkisins í samfélaginu mun að öllum líkindum vaxa ef bregðast þarf við svo hnattrænum vanda sem hlýnun jarðar af mannavöldum hlýtur að teljast. Á þetta hafa þeir Jón Steinsson hagfræðingur og Jón Ólafsson heimspekingur báðir bent. Í pistlinum „Hægrimenn og gróðurhúsaáhrif“ segir Jón Steinsson þessa vitneskju lita: „afstöðu hægri- og vinstrimanna til vísindanna sem þeir lesa. Hægrimenn gefa niðurstöðum þeirra sem efast um gróðurhúsaáhrifin meira vægi en þau eiga skilið á meðan vinstrimenn gera hið gagnstæða. Þetta er vitaskuld afskaplega bagalegt fyrir vitræna umræðu um jafn mikilvæga spurningu.“ Jón Ólafsson tekur í sama streng í viðtali sem birtist í Lesbókar-greininni „Er hægt að vera hægri og grænn?“: „Umhverfispólitík felur alltaf í sér einhverskonar afskipti ríkisins af athöfnum einstaklinga og það samræmist ekki þessari hreinu eða klassísku frjálshyggju sem oft er talað um. Samruni vinstristjórnmála við umhverfisstjórnmál er mun auðveldari þar sem flestir vinstrimenn hafa hreinlega meira þol fyrir ríkisafskiptum en þeir sem standa til hægri.“ Pólitískar skoðanir lita þannig afstöðu einstaklinganna til vísindanna, þó að tengsl stjórnmálatrúar og gagnrýnnar sýnar á ráðandi loftslagsvísindi séu afdráttarlausari meðal þeirra sem lengst standa til hægri, en hjá þeim hópi sem tekur mark á varnaðarorðum vísindamanna, þar sem hann er mun stærri og ekki eins einsleitur.

Hér er eitt konkret dæmi. Í skoðanakönnun sem gerð var á vegum National Journal á fulltrúaþinginu í Washington og birt var í febrúar 2007 kom í ljós að 84% repúblíkana trúa því ekki að færð hafi verið fyrir því óyggjandi rök að hlýnun jarðar megi rekja til athafna mannsins, á meðan 13% eru sannfærðir um að svo sé og 3% telja manninn aðeins hluta vandans. Meðal demókrata er skiptingin með allt öðrum hætti. Þar trúa aðeins 2% því að ekki hafi verið færð fyrir því óyggjandi rök að hlýnun jarðar megi rekja til athafna mannsins, á meðan 95% eru sannfærðir um að svo sé. Til viðbótar þessum 95% segja svo 2% demókrata að þetta sé ráðandi skoðun í vísindasamfélaginu.

Þessi staðreynd segir svo ekkert um þá vinnu sem Höski og Svatli hafa lagt í að vinna þessa síðu. Þar tala vísindin og það er rangt hjá Gunnari að þeir stundi einhverja pólitíska prédikun – og hann getur ekki neitað því að sú ásökun búi að baki orðum hans.

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 10:36

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þessa athugsemd Guðni.

Ég vona þó að íslenskir pólitískir armar séu ekki algerir skoðanabræður pólitískra arma í BNA (sérlega þess hægri). En það hljómar allavega rökrétt í mínum huga að þeir sem fyrirfram aðhyllast ríkisafskipti, finnist "auðveldara" að samsama sér þeirri hugsun að loftslagsbreytingar eigi sér stað og að það þurfi að grípa til einhverskonar aðgerða. Það sem er einnig athyglisvert er hversu hátt heyrist í þeim "fáu" sem ekki hafa neina trú á því sem loftslagsvísindin hafa um málið að segja, eins og sjá má á fjölda heimasíðna sem haldið er út, t.d. í BNA. Þessi háværi hópur virðist þó hafa áhrif á almenningsálitið.

Annars má nefna að ein af þeim aðferðum sem Gunnar og sumir af skoðanabræðrum hans nota í athugasemdum til okkar, er að gaspra um að við séum að "prédika um heimsendi" o.fl. í þeim dúr. Það virðist ekki vera sem hann lesi það sem er skrifað á síðum loftslag.is og yfirleitt finnst honum hann ekki þurfa að vitna í neinar sérstakar heimildir máli sínu til stuðnings. Þetta er væntanlega hans eina ráð, þ.e. að koma með smjörklípur á okkur, þar sem hann hefur ekki getað sýnt fram á efnisleg rök máli sínu til stuðnings, þrátt fyrir óskir okkar þar um.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband