Eðlur á undanhaldi

NThumb_Sceloporus_sp4_Oaxý rannsókn bendir til að árið 2080, þá muni um 20% allra eðlutegunda verða útdauðar.

Þótt notaðar séu bjartsýnustu sviðsmyndir hvað varðar minnkandi losun á CO2 í framtíðinni, þá bendir greining alþjóðlegs teymis vísindamanna til þess að allt að 6% eðlutegunda muni deyja út fyrir árið 2050.

Nú þegar hafa loftslagsbreytingar orðið til þess að stofnstærð hinnar svokölluðu Sceloporus eðlu hefur minnkað um 12% frá árinu 1975.

Ef losun CO2 heldur áfram óheft, þá er því spáð að fyrir árið 2080 þá muni 39% af heildarfjölda eðla í heiminum hafa horfið - sem samsvarar að um 20% allra eðlutegunda deyji út. Grein um rannsóknina birtist í Science fyrir skömmu (sjá Sinervo o.fl. 2010).

Sinervo, einn aðalhöfunda ætlaði sér ekki að rannsaka útdauða eðlutegunda - upphaflega ætlaði hann að kanna hlutverk litabrigða í þróun eðla. Á nokkrum stöðum, í Evrópu og í Mexíkó - þar sem hann bjóst við að finna eðlur, þá hafði þeim fækkað það mikið að erfitt reyndist að finna þær. Hann safnaði því saman hóp vísindamanna til að rannsaka þetta frekar - hnattrænt. Niðurstaðan er sú að vandamálið er útbreitt.

Svæði voru könnuð á verndarsvæðum, til að útiloka áhrif á búsvæði af völdum breyttrar landnotkunar manna.

Eins og allar lífverur, þá verða eðlur að forðast það að ofhitna og halda líkamshita sínum innan vissra marka til að lifa af. Vandamálið virðist vera, samkvæmt rannsókninni, hærri hiti á vorin - frekar en hæsti hiti yfir hádaginn eða yfir sumartímann. Hærri hiti á vorin þýðir að dýrin eyða minni tíma yfir fengitíman til fæðuöflunar og meiri tíma í skugga. Á þessum tíma þurfa kvendýrin hámarksfæðu til að viðhalda orkuþörfinni og tímanum sem varið er í skugganum nýtist illa og vannærð kvendýrin eiga í erfiðleikum með að geta af sér afkvæmi.

Vistfræðilegar afleiðingar hugsanlegs útdauða eðlanna er óþekktur, en ef rétt reynist þá gætu þær orðið nokkrar - en aðalfæða eðla eru ýmis skordýr, auk þess sem þær sjálfar eru megin fæða ýmissa dýrategunda.

Heimildir og ítarefni

Grein Sinervo o.fl. 2010 sem birtist í Science (ágrip): Erosion of Lizard Diversity by Climate Change and Altered Thermal Niches

Þessi færsla er byggð á frétt í Nature News: Lizards succumb to global warming

Aðra góða umfjöllun má finna á heimasíðu NewScientist: Lost lizards validate grim extinction predictions

Tengdar færslur á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Langar bara að benda á að 99% allra eðlutegunda eru nú þegar útdauðar, jafnvel hærra hlutfall.

Og svo munu hitabreytingar væntanlega hafa svipuð áhrif á þær lífverur sem eðlurnar nærast á sem og þær lífverur sem nærast á eðlunum.  Svo vistfræðilega áhrif minnkandi eðlustofna er líklega minni en áhrif hlýnunarinnar sjálfrar (áhrif hlýnunar eru náttúrulega fyrst og fremst vistfræðileg).

Arnar, 9.6.2010 kl. 10:10

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú ert þá væntanlega að tala um 99% af öllum eðlutegundum sem til hafa verið séu útdauðar, ekki einungis núlifandi tegundir eða tegundir sem hafa dáið út nær okkur í tíma, er það ekki? 

Vistfræðin er náttúrulega flókið fyrirbæri og erfitt að negla niður nákvæmlega það sem hefur áhrif í hverju tilviki. Þessi rannókn er fróðleg og reynir að líta á ákveðin áhrif, en er í sjálfu sér ekki nein endanleg niðurstaða varðandi þetta mál.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það eru ekki langt síðan eðlur hrundu dauðar niður úr trjám í Flórída.

Það var þó vegna óvenju mikils kulda:

http://www.justnews.com/news/22152242/detail.html

HOLLYWOOD, Fla. -- Record lows across South Florida are literally freezing the invasive iguana in its tracks.

Kamikaze iguanas, plummeting from their treetop perches, have long been a Floridian urban legend. On Wednesday morning, Local 10 caught the free-falling lizard on tape.

Scientists said these seemingly suicidal lizards are a result of South Florida's record cold weather. Iguanas prefer temperatures in the 80s and 90s. With Wednesday morning's temperatures at around 35 degrees, a handful of lifeless lizards hung from branches and fell to the ground.... (meira...).


Florida cold snap threatens iguanas

 http://www.upi.com/Science_News/2010/01/05/Florida-cold-snap-threatens-iguanas/UPI-30901262706394/

Kannski er þetta bara eðligt að eðlurnar skuli bregðast svona við, enda eru þær víst með kalt blóð...

Ágúst H Bjarnason, 9.6.2010 kl. 11:15

4 Smámynd: Arnar

Þú ert þá væntanlega að tala um 99% af öllum eðlutegundum sem til hafa verið séu útdauðar, ekki einungis núlifandi tegundir eða tegundir sem hafa dáið út nær okkur í tíma, er það ekki?

Að sjálfsögðu, maður verður að horfa á heildar myndina :)

Það er sorgleg tilhugsun að dýrategund deyji út en hinsvegar lítilvæglegt í því samhengi að 99,9% (og vafnvel hærra) allra tegunda lífvera sem hafa einhvern tíman verið til eru útdauðar.

Mannkyn mætti nú samt reyna að takmarka áhrif sín á ótímabæra útrýmingu tegunda.. og sinnar eigin tegundar.

Arnar, 9.6.2010 kl. 11:53

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við sem erum hluti mannkyns erum nokkuð dugleg við að hafa áhrif í átt að útrýmingu tegunda, þannig að ég tek heilshugar undir með þér Arnar, við þurfum að takmarka eitthvað þessi neikvæðu áhrif okkar eins og kostur er.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband