Ísbirnir

Úrdráttur úr tveimur færslum um ísbirni af loftslag.is.

Thumb_isbjorn-Ursus_maritimus_us_fish

Niðurstaða rannsókna, sem farið hafa fram við Beauforthaf við norðurströnd Alaska, hafa gefið beinar mælingar sem sýna fram á tengsl milli hnignandi hafíss og afkomu ísbjarna.

Í grein sem birtist í Ecological Applications þá könnuðu höfundar ýmis atriði sem tengjast afkomu ísbjarna við Beaufort haf, en hafís á þeim slóðum hefur hnignað töluvert á tímabilinu sem rannsóknin nær yfir, þ.e. frá 1982-2006.

Það sem gerði rannsóknina erfiða er sú staðreynd að þó að það sé fylgni milli breytinga í ísbjarnastofninum og hafíss, þá er það engin ávísun á að þar með hafi fundist orsök og afleiðing. Lykillinn að lausninni reyndist vera tengsl næringar og líkamstærðar. Vel þekkt tengsl eru til milli fæðuúrvals annars vegar og þyngdar sem og stærðar beinagrindar hins vegar, hjá björnum. Hvað varðar ísbirni, þá er hafísinn mikilvægur þáttur í fæðuöflun [...]

[...] Það er frekar ólíklegt að hægt sé að finna líffræðinga sem rannsaka ísbirni, sem myndu halda því fram að þeim hafi fjölgað síðustu áratugi – það er ekki heldur auðvelt að segja til um að þeim hafi fækkað – til þess eru rannsóknir á ísbjörnum of stutt á veg komnar.

Á sjöunda áratug síðustu aldar, var giskað á að ísbirnir væru á milli 5-20 þúsund og er seinni talan sú tala sem oftast er talað um núna. [...]

Samkvæmt mati IUCN sérfræðingahóps um ísbirni, þá eru 19 þekktir undirstofnar ísbjarna, fjöldi í einum þeirra er að aukast, þrír eru stöðugir og átta eru að hnigna (ekki eru til nægilega góð gögn til að meta hina undirstofnana). [...]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband