Fjórar gráður

Vísindamenn bresku Veðurstofunnar (UK Met office) hafa áður sýnt fram á möguleika þess að Jörðin geti hitnað um yfir 4°C á seinni hluta þessarar aldar, ef ekki verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú er nýútgefið  hefti Konunglegu Vísindaakademíunnar (A Philosophical Transactions of the Royal Society)þar sem birtar eru ítarlegar rannóknir á því hvernig búast má við að loftslag Jarðar verði við 4°C hækkun hitastigs og afleiðingar þess.

[...]

Nánar á loftslag.is, Fjórar gráður

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Af hverju í ósköpunum fara þessir menn ekki bara aftur í tímann skömmu fyrir daga Forn- Egypta, þegar hiti var í raun og veru um fjórum stigum hærri en nú. Ísland var jöklalaust og Sahara og aðrar eyðimerkur algrónar. Þetta eru staðreyndir, sem eru alveg gjörsamlega óumdeildar. Svona var það! 

Það á að gleyma tölvulíkönum og líta á raunverulegar sögulegar og náttúrufræðilgar staðreyndir og hananú!

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.12.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því má bæta við að samkvæmt gröfum sem þið sjálfir hafið sett fram var yfirborð sjávar beinlínis lægra, þótt hitastig væri svona hátt, kannski vegna þess hve miklu meira hefur snjóað á jökla.

Þessir „vísindamenn“ sem þið vitnið svo oft til virðast ekki vita þetta, þótt það hafi verið barnaskólalærdómur á minni tíð og er algerlega óumdeilt, sem fyrr sagði.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.12.2010 kl. 23:06

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur:

Það er engin að halda því fram um að hitastig hafi ekki verið hærra einhvern tíma áður, en hvaða gögn hefur þú varðandi að hnattrænt hitastig á dögum Forn-Egypta hafi verið 4 gráðum hærra en nú er... Í færslunni, Hver er þróun hitastigs frá síðustu ísöld?, á loftslag.is er graf yfir þróun hitastigs á heimsvísu frá ísöld og þar er hitastig ekki sýnt vera eins hátt eins og þú nefnir, reyndar langt frá því...

Síðasta færsla sem þú kvartaðir yfir hjá okkur, Vilhjálmur, fjallaði einmitt um það þegar vísindamenn skoða annað en tölvulíkön og hitamælingar í nútíma (heldur jarðfræðileg gögn), sjá Jarðfræðileg gögn staðfesta ógnina, en það þótti þér ekki nógu gott heldur. Reyndar eru vísindamenn mjög meðvitaðir um hitastig til forna og þekkja þær staðreyndir betur en þú, Vilhjálmur.

Vilhjálmur, þú ættir kannski að uppfæra þínar upplýsingar með tilliti til upplýsinga varðandi hitastig til forna, ég mæli með þessari frekar einföldu færslu á Wikipedia til að byrja með, Temperature record og svo einnig Hver er þróun hitastigs frá síðustu ísöld?.

PS. Hvaða graf ert þú að vitna til Vilhjálmur, tengillinn virkar ekki?

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 08:38

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er erfitt að svara þér Vilhjálmur án þess að virðast hrokafullur. Geturðu bent á gögn þínu máli til stuðnings fyrir það fyrsta?

Ég persónulega treysti því að hundruðir vísindamanna sem stundað hafa rannsóknir á loftslagi fornalda, núverandi loftslagi og í framtíð - viti betur en það sem þig minnir að þér hafi verið kennt í grunnskóla.

Hér fyrir neðan hefur verið tekið saman hitastig síðustu árþúsundi. Ég sé ekki hvernig þú ferð að því að sjá hita þar sem hnattrænn hiti er fjórum stigum hærri en hann er nú:

http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2010/06/Thumb_Holocene_Temperature_Variations.png

 Síðast þegar hnattrænn hiti gæti hafa verið um fjórum stigum hærri en nú - er fyrir 10-15 milljónum ára, löngu áður en menn fengu sína núverandi mynd og meira að segja nokkru áður en sameiginlegi forfaðir sjimpansa og manna stukku í skógum Afríku (sem var fyrir 5-7 milljónum ára).

Höskuldur Búi Jónsson, 2.12.2010 kl. 08:43

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég var ekki að tala um Forn- Egypta, heldur tímann ekki löngu fyrr, þ.e. heitasta eða „atlantíska“ hluta bórealska tímans fyrir ca. sex- sjö þúsund árum. Þá var sem fyrr sagði Ísland jöklalaust ef frá eru taldir snjóskaflar á hæstu tindum og Sahara og aðrar eyðmerkur að mestu eða öllu leyti grónar. Þetta er alveg óumdeilt, hefur verið vitað í meira en hundrað ár og hefur verið rækilega sannað. Fyrstu merki um Forn- Egypta byrja þegar fór að kólna nokkrum öldum síðar, en þá var Sahara að þorna smátt og smátt svo byggðin tók að færast í Nílardalinn og til strandar næstu aldir og árþúsundir. Samtímis voru jöklar hvarvetna að myndast og skríða fram. Þetta tók óratíma, því enn um Krists burð voru stórir hlutar Norður- Afríku grónir þar sem nú eru sandöldur einar.

Þið talið um 10-15 milljón, ekki þúsund ár. Þetta er tertíertími og þá var hiti trúlega vart minna en 10 gráðum hærri en nú. Gróður hér á Íslandi var þá svipaður og í Norður- Kalíforníu, eins og surtarbrandslög og steingervingar á Tjörnesi og víðar sanna. Raunar hefur slíkt hitastig verið ríkjandi mest alla jarðsöguna og stundum enn heitara. Þó hafa komið nokkrar stórar ísaldir eins og sú sem nú ríkir, þ.e. kvarteríminn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur:

Skoðaðu grafið sem er í athugasemd Höska, það nær yfir þennan tíma sem þú ert að ræða um.

Annars höfum við marg bent á gögn varðandi fornloftslag og vísindamenn eru mjög meðvitaðir um loftslag til forna ásamt þeim ástæðum sem liggja að baki loftslagsbreytingum fyrri tíma og þekkja það t.d. mun betur en barnaskólaþekking þín virðist ná yfir. Það er ekkert nýtt í því að loftslag hafi breyst, en það sem er mikilvægt í þessum pælingum er að mælingar og rannsóknir staðfesta að hitastig er og mun hækka vegna aukins styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og að núverandi aukning gróðurhúsalofttegunda er af mannavöldum.

Í eftirfarandi tengli má lesa um loftslagssögu Sahara, og lítillega um hvaða ástæður liggja að baki grænni Sahara fyrir um 8-10 þúsund árum, Shara - Climate history, ég mæli með að þú skoðir það Vilhjálmur. Alltaf gott að uppfæra barnaskólalærdóminn stöku sinnum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 14:59

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Tengillinn sem þú bendir á úr Wikipedíu er barnaleg steypa. Þar er til dæmis sagt að Sahara hafi farið að þorna vegna þess að ísaldarjöklarnir hafi lokisins bráðnað fyrir sex þúsund árum! Þessi maður veit ekki hvað hann talar um. Einnig eru þarna undarlegar pælingar um möndulhalla jarðar. En það var ekki bara Sahara sem var gróin. Mesópótamía, þar sem nú heitir Írak var algróið landbúnaðarsvæði, sömuleiðis hafa fundist borgir og þorp í eyðimörkum suðaustur- Írans, Sádí- Arabíu og víðar frá þessum tíma. Góbí og Taklamakan eyðimerkur Mið- Asíu voru líka grónar að hluta, sem þorp og aðrar mannvistarleifar þar sanna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2010 kl. 21:04

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur:

Þú virðist nú telja flest allt steypu sem ekki fellur að barnaskólafræðunum þínum... En þarna er m.a. tekið undir með þér að Sahara hafi verið gróin á u.þ.b. þeim tíma sem þú bendir á, sem er svo sem ekkert nýtt fyrir þeim sem hafa kynnt sér málin. Þarna stendur m.a. eftirfarandi:

The end of the glacial period brought more rain to the Sahara, from about 8000 BC to 6000 BC, perhaps due to low pressure areas over the collapsing ice sheets to the north. Once the ice sheets were gone, northern Sahara dried out.

En væntanlega er þín barnaskólafræði betri en þetta...að þínu mati.

En það er svo sem ekki það sem færslan fjallar um, Vilhjálmur. Færslan fjallar um hvað getur hugsanlega gerst við áframhaldandi óhefta losun gróðurhúsalofttegunda, þ.e. að hugsanlega gæti hitastig hækkað um 4 gráður celsius og þá hugsanlega hvaða afleiðingar það gæti haft. Rannsóknir og mælingar staðfesta að hitastig er að hækka og að aukning CO2 í andrúmsloftinu sé staðreynd og af mannavöldum og að auki að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig. Út af þessum einföldu ástæðum, er talið að hitastig geti mögulega hækkað um 4 gráður celsius yfir tiltölulega stuttan tíma (jarðfræðilega séð) og það getur haft slæm áhrif. Við skulum þó vona að þetta sé ekki sú framtíð sem að við förum á móti, þó framtíð með óheftri losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukið möguleikana á að hitastig hækki meira en góðu hófi gegnir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 21:19

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þegar Sahara fór að þorna upp höfðu ísaldarjökulskildirnir verið bráðnaðir að öllu leyti í fimm- sex þúsund ár, þótt Wikipediu- kjáninn virðist ekki vita það. Þornunin hófst hins vegar þegar aftur fór að kólna og jöklar fóru aftur að myndast hér á Íslandi og annars staðar. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2010 kl. 21:48

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar.

Hvernig líst ykkur á kuldabola:

http://www.bbc.co.uk/news/uk-scotland-11901718

Ég fékk líka sendar í morgun myndir af snæviþaktri Lundúnarborg.

Vonandi er þetta bara tilfallandi, en snjór er farinn að sjást furðu oft þarna á allra síðustu árum. Svona var líka snjórinn í fyrra, en nú er hann fyrr á ferðinni. Fyrir fáeinum árum höfðu Lundúnarbúar ekki séð snjó í áratugi, ef ég man rétt.

Frakki sem ég er að vinna með þessa dagana sagði fréttir í gær frá sínum heimaslóðum. Þar er líka snjór.

Hvað finnst ykkur um þetta?

Er einhver breyting í loftinu?

Með kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2010 kl. 22:10

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er kominn vetur Ágúst :)

Hitt er svo annað mál að það hefur verið óvenju hlýtt í ár á heimsvísu og þessi umræða um kuldabola einhversstaðar í heiminum kemur reglulega upp, sjá t.d. umfjöllun okkar, Mýta - Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun

Vilhjálmur: Prófaðu að lesa þér betur til um þessi mál áður en þú fullyrðir um getu þína til að vita allt betur en flestir vísindamenn, sjá t.d. grafið sem Höski bendir á hér að ofan. Það er mjög ólíklegt að ísaldarjökulskildirnir hafi getað verið bráðnaðir með öllu áður en ísöldinni lauk...eins og þú virðist halda fram í síðustu athugasemd þinni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 22:20

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Það kemur reglulega snjór í Lundúnum og það sama á við um kalda vetur í Evrópu. Persónulega var ég í Lundúnum 2002, þá var snjór í þar um tíma, þannig að fullyrðingar um engan snjó þar í áratugi eru byggðar á sandi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 22:23

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ísaldarjöklarnir bráðnuðu mjög hratt fyrir eitthvað um 11.500 árum, borkjarnar frá Grænlandi og víðar benda til alveg ótrúlega hraðrar bráðnunar, þannig að þeir hafi horfið á einum mannsaldri eða svo. Þessu hefur óhjákvæmilega fylgt gífurlegar rigningar sem áreiðanlega hafa staðið meira en fjörtíu nætur og fjörtíu daga, svo vitnað sé í Biblíuna. Hitamismunur hefur verið miklu meiri en nú á þessum tíma og því afar djúpar lægðir og gífurlegir stormar og flóð jafnframt því að yfirborð sjávar hækkaði jafnt og þétt. Það getur varla verið tilvilun að sagnir um „syndaflóð“ finnast ekki aðeins í Biblíunni og sögninni um Atlantis, heldur eru slíkar sagnir um 200 talsins frá öllum heimshlutum, líka frá Austur- Asíu og Suður- Ameríku. Minningin um sjálft flóðið hefur lifað en hefur síðan verið fært í stílinn og í búning sagna og ævintýra í ýmsum heimshlutum. Elsta flóðasögnin er Gilgamesh- kviða, sem er jafnfram eitthvað það elsta ritaða mál sem til er, var skrifuð fyrir fimm þúsund árum, þegar önnur fimm þúsund ár voru liðin frá flóðinu mikla.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2010 kl. 22:32

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta eru miklar afleiðingar sem þú getur þarna Vilhjálmur, telur þú ekki í þessu ljósi að hækkun hitastigs upp á ca. 4 gráður á stuttum tíma (t.d. næstu 100 árum) geti ekki haft mikil áhrif á vistkerfin og loftslagið?

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 22:37

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er staddur við vinnu í héraði (region) Frakklands. Hér hitastigið 27-30 gráður.  Enginn snjór.  Hvernig má það vera?

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2010 kl. 22:38

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hvað meinarðu Ágúst, er 27-30 gráðu hiti hjá þér og engin snjór...? Það hlýtur að vera alvanalegt að ekki sé snjór í þeim hita :) En það er ekki hægt að svara svona spurningu Ágúst...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 22:46

18 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ýmsar nýlendur Frakka í hitabeltinu teljast opinberlega til Frakklands. Ágúst hlýtur að vera staddur þar ef marka má blaða- og sjónvarpsfréttir af kuldunum og snjókomunni í Evrópu, sem teygir sig til Norður- Spánar. Jafnvel í Suður- Frakklandi getur hitinn ekki verið yfir 20 stig ef eitthvað er að marka fréttir, en raunar borgar sig illa að treysta neinu sem frá fjölmiðlamönnum kemur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2010 kl. 23:29

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, ætli það sé ekki rétt hjá þér Vilhjálmur, að hann sé staddur á einhverri nýlendunni... En það hefur náttúrulega ekkert með neitt að gera sem fallað er um hér...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 23:34

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt til getið Vilhjálmur. Ég tók innanlandsflugið frá Orly til Guadeloupe.  Opinberlega er ég enn í Frakklandi, nánast eins og að ég væri enn á Íslandi þó ég hefði flogið til Vestmannaeyja.

Auðvitað kemur þetta umræðuefninu ekkert við Svatli, en við efasemdarmennirnir alræmdu tökum lífið mátulega alvarlega, því við vitum að heimurinn er ekki að fara fjandans til þó svo einhverjar hitasveiflur séu, bæði upp og niður, og svo líka út og suður :-)

Ágúst H Bjarnason, 3.12.2010 kl. 13:51

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er nú gott og blessað að þú teljir þig búa yfir þeirri vitneskju Ágúst. Ég tel nú reyndar ekki heldur að heimurinn sé að fara til "fjandans", en tel þó ráðlegt að hlusta eftir því sem alvöru vísindamenn segja um málið. Það að það geti hugsanlega haft afleiðingar (misjafnar staðbundið) er ekki það sama og að heimurinn fari til "fjandans", heldur þýðir það ákveðnar breytingar, sem hafa einhverjar afleiðingar, sem geta haft áhrif á vistkerfi o.s.frv.

Ég tek mér það bessaleyfi að benda á þær hugsanlegu afleiðingar sem að vísindamenn benda á, vegna hækkandi hitastigs af völdum aukningar gróðurhúsalofttegunda. Einnig tek ég mér það bessaleyfi að benda á rangfærslur í málflutningi "efasemdarmanna", þær eru oft út og suður, upp og niður og jafnvel í mótsögn við gögn vísindamanna og það hefur oft á tíðum verið undarlegar röksemdir sem þar koma fram ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband