Óvenjulegt veður árið 2010

Margir urðu varir við óvenjulegt veðurfar á síðasta ári og þótti það öfgafyllra en oft áður. Þótt ekki sé hægt að tengja einstaka veðuratburði við loftslagsbreytingar þá er þetta samt einmitt það sem búast má við af hlýnandi loftslagi – þ.e. að öfgar aukast. Á loftslag.is er myndband þar sem Heidi Cullen hjá Climate Central fjallar um fimm loftslagstengda atburði síðasta árs.

Til að sjá myndbandið smellið á Óvenjulegt veður árið 2010 

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er merkileg lógík.

Það er kaldara en venjulega.  Það snjóar í suðurríkjum USA.  Metkuldar í Skandinavíu.  Samt styður það kenninguna um hlýnun jarðar.

Jón Ásgeir Bjarnason, 11.1.2011 kl. 18:19

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sveiflur í staðbundnu veðri er ekki loftslag - meðan það heldur áfram að hlýna, þá er ekkert sem mælir gegn hlýnun.

Höskuldur Búi Jónsson, 11.1.2011 kl. 18:51

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón; kuldakast er nú bara kuldakast...það er jú vetur. Það verður að skoða leitnina í hitastiginu og hún segir okkur einhverja sögu og það þarf að skoða þær rannsóknir sem til eru um áhrif gróðurhúsalofttegunda, sem benda til þess að núverandi hlýnun sé af völdum aukningu gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Myndbandið er í sjálfu sér bara smá yfirlit yfir helstu öfga ársins í veðri, bæði kalt, heitt og úrkomu, en það er nokkuð sem getur hugsanlega verið vegna breytt loftslags (þó það sé alltaf erfitt að benda á ákveðna atburði varðandi það). Þú verður að athuga Jón að hitaleitnin er upp á við, hvað sem líður einstökum kuldahretum, til dæmis um það má nefna að 2010 gæti orðið eitt hlýjasta ár síðan mælingar hófust (jafnvel það heitasta samkvæmt einhverjum gagnaröðum), sjá t.d. Og árið verður..., þar sem einn helsti sérfræðingur landsins fer yfir möguleikann á því að 2010 verði kannski það hlýjasta síðan mælingar hófust.

Eitt atriði enn, svo ég undirstriki það nú, að við á ritstjórn loftslag.is, erum hvorki að nota einstök kuldahret né einstakar hitabylgjur sem atriði sem ein og sér styðja það að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig, þannig að þessi athugasemd þín er, Jón Ásgeir, er því ekki passandi í þessu samhengi sem þú nefnir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 18:53

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Náttúra kemur  oft á ári - á óvart og er algerlega miskunnarlaus. Náttúrunni myndi að öllum líkindum finnast setningin "náttúran á að njóta vafans"  fyndnasti brandari allra tíma - fyrra og síðar ef sjálf náttúran gæti hlegið.

Hvernig á svo sem að "njóta vafans" þegar engin vissa er um það hver "vafinn" er.

Þess vegna er þetta svo fyndin setning - að mati náttúrunnar - mætti hún mæla.

En þar sem náttúran getur ekki tjáð sig - mæli ég fyrir munn okkar beggja - svona í þetta sinn.

Kristinn Pétursson, 12.1.2011 kl. 01:15

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú setur þig aldeilis á háan hest með því að mæla fyrir munn náttúrunnar Kristinn - smá fyndið meira að segja, að þú persónulega teljir þig málpípu náttúrunnar ;) - Kannski náttúran sé að hlusta, þó svo hún mæli ekki nokkurt orð..?

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.1.2011 kl. 09:00

6 Smámynd: Ólafur Als

Gott innlegg hjá þér Kristinn - Sveinn er e.t.v ekki alveg að ná þessu. Hins vegar er ágætt innleggið hvað varðar að horfa til lengri tíma, tilhneiginga o.þ.h. Þó svo að sumum finnist merkilegt að kuldahretunum fjölgi þá verður vitanlega að horfa til lengri tíma, sbr. að vísindamenn ýmsir spáðu ísöld fyrir ekki margt löngu. Að sama skapi má benda sumum á að hlý sumur geti einnig verið það sem í orðunum felst; hlý sumur. Til hvers er þá færslan sett hér fram um óvenjulegt veður á árinu 2010, jafn óvísindaleg og þessi úttekt veðurkonunnar er? Sé horft til hlýnandi loftslags er eðlilegt að búast við frekari afbrigðum veðurfars? Eru hlý sumur staðfesting en kaldir vetur ekki? Er hraði breytinganna áhyggjuefni og hvernig lýsir það sér? Hverjir eru best í stakk búnir til þess að takast á við breyttar aðstæður og hvaða möguleikar eru í stöðunni, jákvæðir og neikvæðir? Höfum við þekkingalega náð utanum allar þær breytur sem ráða veðurfari? Ef ekki, á hvaða grunni teljum við okkur geta haft áhrif á veðurfarið? Getur verið að hlýnun á okkar dögum komi í veg fyrir ísöld, e.t.v hraðað henni? Vonandi munu menn áfram leita svara en jafnframt láta af hræðsluáróðrinum.

Ólafur Als, 14.1.2011 kl. 12:51

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ólafur, nokkur atriði:

1) Vísindamenn spáðu ekki ísöld "fyrir margt löngu", alla vega ekki yfirvofandi á næstunni, sjá t.d. mýtuna Ísöld spáð á áttunda áratugnum?

2) Hitamet hafa verið mun fleiri en kuldamet að undanförnu og hefur ekki breyst núna nýlega, það þarf að skoða leitnina og tilheiginguna eins og þú bendir á Ólafur...sjá t.d. Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum

3) Færslan hér er bara stutt yfirlit yfir þær öfgar sem voru á síðastliðnu ári og ekkert meira um það að segja, við erum per se ekki að draga sérstakar ályktanir af þessum einstöku viðburðum síðasta árs, bara að líta til baka á árið sem var að líða, enda árið nokkuð öfgakennt í sumum tilfellum, það hlýtur að mega nefna það.

4) Einstök hlý sumur eða kaldir vetur segja okkur lítið ein og sér, við þurfum að líta á leitnina, ekki síður en bara þær rannsóknir og mælingar sem sýna fram á að meðalhitastig Jarðar sé að hækka, sem er í samræmi við það sem aukning gróðurhúsalofttegunda er talið geta valdið, ef marka má mælingar, sjá t.d. 20 heitustu árin í heiminum frá 1880 - (2010 fer efst þarna þegar við uppfærum tölurnar fljótlega)

5) Við þurfum að skilja á milli veðurfars (sem er eitthvað sem gerist staðbundið og til skemmri tíma) og loftslags, sem er breyting til lengri tíma sem gerist hægt og rólega, t.d. við það að hitastig Jarðar hækkar hægt og rólega til lengri tíma, eins og mælingar sýna að er í gangi núna.

6) Það er ekki hræðsluáróður að vilja benda á það sem vísindamenn og rannsóknir þeirra og mælingar sýna okkur. Það er til vitnis um það að við lítum gagnrýnum augum á hlutina og viljum fræðast og hugsanlega finna lausnir þar sem þess er þörf. En annars langar mig bara að benda á eftirfarandi: Yfirlýsing ritstjórnar

7) Það eru margir þættir sem vísa í sömu átt, sjá t.d. 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun

Að lokum þá eru rannsóknir vísindamanna á loftslagi byggðar á vel studdum gögnum og mælingum, og í sjálfu sér ekkert nýtt í því að aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig, það hefur verið vitað í langan tíma, sjá m.a. Sagan og Áhrif CO2 uppgötvað.

Góðs helgi :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband