Fjöldaútdauði lífvera

Við loftslagsbreytingar, þá er ein af stóru spurningunum sú hvort náttúran muni ná að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Svarið má finna með því að skoða jarðsöguna. Í jarðsögunni, þá hafa komið tímabil þar sem loftslag hefur breyst gríðarlega. Við þær breytingar urðu gjarnan fjöldaútdauðar, þar sem margar lífverur dóu út – og í kjölfarið kom hægfara bati lífríkisins. Saga kóralrifja gefur okkur innsýn í þessa atburði, þar sem kóralrif eru langlíf og saga þeirra í gegnum jarðsöguna tiltölulega vel þekkt (Veron 2008). Með því að skoða þau, þá sést að kóralrif hafa orðið fyrir áhrifum þessara fjöldaútdauða, sem tók þau milljónir ára að jafna sig af. Þau tímabil eru þekkt sem “reef gaps” (eða kóralrifjabil).

Mynd 1: Tímalína útdauða lífvera. Fimm tímabil eru merkt sérstaklega þegar mikill útdauði lífvera varð. Svartir kassar sýna tímabil þegar bil varð í vexti kóralrifja, múrsteinsmunstur sýnir tímabil töluverðar vaxtar kóralrifja(Veron 2008).

Það hafa orðið fimm tímabil fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar:

  1. Fyrsta fjöldaútdauða atburðurinn varð í lok Ordovisium, en steingervingagögn benda til þess að 60% af ættkvíslum lífvera í sjó og á landi hafi þurrkast út.
  2. Fyrir 360 milljónum ára, í lok Devon, þá umbreyttist lífvænlegt umhverfi fyrir kóralla, yfir í óhagstætt í 13 milljónir ára og fjöldaútdauði númer tvö varð á Jörðinni.
  3. Steingervingagögn í lok Perm benda til fjöldaútdauða lífvera eða allt að 80-95% útdauði sjávarlífvera. Kóralrif birtast ekki aftur fyrr en eftir um 10 milljón ár, lengsta eyða í myndun kóralrifja í jarðsögunni.
  4. Í lok Trías varð fjöldaútdauði um helmings hryggleysingja sjávar. Um 80% ferfætlinga á landi dóu út.´
  5. Fyrir 65 milljónum ára, við lok Krítar er frægasti útdauðinn, en þá þurrkuðust út risaeðlurnar. Nánast ekkert stórt landdýr lifði af. Plöntur urðu einnig fyrir barðinu á sama tíma og sjávarlífverum í hitabeltinu var útrýmt að mestu. Hnattrænn hiti Jarðar var 6-14°C hærri en hann er í dag og sjávarstaða yfir 300 m hærri en nú.  Á þessum tíma þá þöktu höfin allt að 40% af núverandi yfirborði meginlandanna.

En hvað olli þessum fjöldaútdauða lífvera? ...

[...]

Nánar á loftslag.is, Fjöldaútdauði lífvera

Tengdar færslur af loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ekki bara búast við að þetta leysist af sjálfu sér ef þetta sem menn eru að halda fram í þessu 2videoum að við séum komin að lokum  í ólíuframleiðslu?

Við hverja 6tunnur af olíu sem eru notaðar finnst1. Þeir segja að miðað við hvað við notum mikið þurfi að finna janfgildi Saudi arabíu á 4ára fresti!

 http://www.youtube.com/watch?v=gT0D45dzfXU&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=aSUqZtM6oLo&feature=rela

Albert (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hugsa, út frá því sem ég hef skoðað þetta, að við séum nú ekki við endilok olíonotkunar í náinni framtíð, þó svo að við séum hugsanlega að nálgast topp notkunarinnar (svokallað peak oil). Það er væntanlega slatti eftir af henni enn þá.

En hvorutveggja, "peak oil" og áhrif losun gróðurhúsalofttegunda á hitastig (og þar með loftslag) ætti að verða til þess við ættum að leggja meiri áherslu á að losa okkur úr fjötrum olíunotkunar, enda lítið vit í öðru til lengri tíma. Við þurfum bara að gera okkur grein fyrir að það mun taka tíma, en með ákvörðunum teknum í dag, getum við hugsanlega dregið úr losun fyrr en síðar - ef vilji er fyrir hendi...sem er kannski stóra spurningin...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.3.2011 kl. 17:36

3 identicon

Gas, kol og olía sem eftir eru í jörðinni eru miklu meira en nóg til að tvöfalda CO2-magn í lofthjúpnum jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að "peak-oil" sé náð og að "peak-gas" fylgi fljótt í kjölfarið. Kolaforðinn er það mikill. Auk þess má geta þess að það er farið að vinna olíu úr tjörusandi í stórum stíl. Slík olíuvinnsla er talsvert dýrari en dæling upp úr stórum olíulindum en mikið er til af tjörusandi.

Olía er einkum mikilvæg í flutningageiranum til að knýja bíla, skip og flugvélar en kol eru aðalorkugjafinn við raforkuframleiðslu heimsins og þessi kolaorkuver valda miklu meiri losun en flutningageirinn samanlagður.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband