19.12.2011 | 12:00
Leysing Grænlandsjökuls árið 2011
Eins og flestir vita þá er Grænland hulið ís að mestu leiti. Á veturna hylur snjór Grænland, en á sumrin eftir leysingar koma í ljós jaðrar Grænlands - þar sem há fjöll og klettótt rísa upp úr jöklinum og jökulstraumar renna út í firðina. Undanfarinn áratug hefur þessi leysing aukist töluvert. Leysingavatn rennur í stríðum straumum um jöklana og niður í hann.
Samkvæmt skýrslu NOAA um leysingu Grænlands, þá sló leysingin 2011 ekki metið frá árinu 2010 - en hún var samt nokkuð yfir langtíma meðaltali. Kortið hér fyrir neðan sýnir glögglega hvar yfirborðsleysing var meiri (appelsínugult) og minni (blátt) en meðaltal (í dögum), samkvæmt gervihnöttum.
Það fer eftir hvaða nálgun er notuð í gagnavinnslunni hvort leysing árið 2011 var þriðja eða sjötta mesta frá því gervihnattamælingar byrjuðu árið 1979. Eins og sést á myndinni þá stóð leysing yfir sérstaklega lengi á suðvestanverðri bungunni. Sums staðar varði þessi leysing 30 dögum lengur en meðaltal. Í þriðja skiptið frá árinu 1979 var leysingin á meira en 30% af yfirborði Grænlandsjökuls. Bláu punktarnir við jaðrana sýna villu sem er vegna mikilla leysinga. Snjórin hverfur þar gjörsamlega og jökulísinn stendur ber eftir og gervihnettirnir ná ekki að gera greinarmun á vatni og jökli þar sem snjólaust er. Vísindamenn vita þrátt fyrir það, með því að mæla aðstæður á þessum svæðum, að þessi jaðarsvæði eru líka að bráðna.
Heimildir og ítarefni
Umfjöllun í Earth Observatory NASA: 2011 Greenland Melt Season: Image of the day NOAA skýrsla um Norðurskautið: Highlights of the 2011 Arctic Report Card Tengt efni á loftslag.is- Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Sláandi breytingar í jöklum Himalaya
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.