23.3.2012 | 09:17
Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT
Eins og margir vita, þá eru margar hitagagnaraðir í gangi sem mæla þróun hnattræns hitastigs (sjá t.d. GISTEMP, NCDC og Berkeley Earth). Fyrir stuttu kom út ný útgáfa á gagnasettinu frá bresku veðurstofunni (Met Office) og háskólanum í East Anglia svokölluð HadCRUT gagnaröð. Sú gagnaröð hefur verið mikið notuð og nær allt aftur til 1850, en hefur þótt takmörkuð vegna lélegrar útbreiðslu mælistöðva nálægt Norðurskautinu.
Nýjasta útgáfan sem kölluð er HadCRUT4 hefur aukið við fjölda mælistöðva sérstaklega á norðurskautinu (400 stöðvar við Norðurskautið, Síberíu og Kanada). Einnig er búið að lagfæra gögnin vegna breytinga sem urðu á mælingum sjávarhita, sérstaklega þær sem teknar voru eftir seinni heimstyrjöldina (munur var á hvort hent var út fata og hitinn mældur í henni eða hvort mælt var vatn sem tekið var beint inn í vélarúmið).
Lesa má nánar um þetta og skoða myndband á heimasíðu loftslag.is: Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT
Heimildir og ítarefni
Fréttatilkynning Met Office má lesa hér: Updates to hadCRUT global temperature dataset
CRUTEM4 gögnin má nálgast hér og hér, ásamt tenglum í hrá gögn og kóða við úrvinnsluna.
RealClimate er með ítarlega umfjöllun um nýja gagnasettið, sjá: Updating the CRU and HadCRUT temperature data.
Tengt efni á loftslag.is
- Að efast um BEST
- Athugasemd varðandi meintar falsanir NASA
- Árið 2011 skv NASA GISS og hnatthitaspámeistarinn
- Minnkandi endurskin Norðurskautsins, magnar upp hnattræna hlýnun
- Norðurskautsmögnunin
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.