22.5.2012 | 16:24
Ekki mjög svalt: Morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar
Í nýlegri upplýsinga herferð hinna hörðu loftslags afneitunarsamtaka Heartland Institute í Chicago var þeim sem aðhyllast það að jörðin sé að hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsaloftegundum líkt við ógnvaldinn Ted Kaczynski (einnig þekktur sem Unabomber). Heartland samtökin höfðu keypt auglýsingaskilti í Chicago þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram: Ég trúi enn á hnattræna hlýnun. En þú? og svo var höfð mynd af Ted Kaczynski með. Það virðist vera að Heartland Institute hafi þarna farið yfir strikið, þannig að meira að segja einhverjir af þeirra stuðningsmönnum hafi verið misboðið og hætt stuðningi við samtökin. Þess má geta að skýrslur og efni frá Heartland Institute (og ýmisa áhangenda Heartland) hefur meðal annars ratað inn í BS ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason sem er mikill efasemdamaður um hnattræna hlýnun og reyndar líka um aldur jarðar (4ja síðasta athugasemd). Stórmerkilegt að þær heimildir skuli hafa fengið að fljóta með í þá ritgerð og leitt til útskriftar í kjölfarið.
[...]
Sjá meira á loftslag.is Ekki mjög svalt: Morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar
---
Meira lesefni:
- Margaret Thatcher, Others: Neither Murderers, Tyrants, nor Madmen
- The Guardian - Heartland Institute facing uncertain future as staff depart and cash dries up
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslagsbreytingar þekkingin árið 1982
- Micheal Mann: Hokkíkylfan og orustan um loftslagið
- Vísindi í gapastokk
- TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
- Carl Sagan frá 1990 um hnattræna hlýnun
- Andlát loftslagsvísindamanns
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.