Loftslag framtíðar

Það eru margar vangaveltur um hvernig loftslagið verður á þessari öld.

Verði ekki gripið til harkalegra aðgerða þá er framtíðarsýnin ekki góð - þá er t.d. líklegt að hnattrænn hiti hækki um allt að 4°C.  Það er ekki að ástæðulausu að þjóðir heims stefna að því að hitinn aukist ekki um 2°C. Sjá t.d. myndböndin í færslunni Nokkrar gráður. og grein í NewScientist frá því fyrr í vetur um hvað geti gerst ef hitinn hækkar um 4°C? 

Ef menn eru heimakærari, þá er til skýrsla um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb)


mbl.is Hætta á gríðarlegum náttúruhamförum eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hefur ekki alltaf verið vont veður í þessum heimi hingað til? það sem hefur breyst er ekki að fjöldi óveðra og náttúruhamfara hafi aukist. heldur er það að við erum bæði viðkvæmari fyrir þeim (t.d. þola rafmagnslínur ekki nema ákveðið mikið álag, þegar rafmagnið fer þá er nútíma samfélag nánast ósjálfbjarga) og að við fáum fréttir af óveðrum um allan heim, eitthvað sem við (fyrir nokkrum árum) eða forfeður okkar fengu ekki hérna í gamla daga.

Þessi frétt og aðrar tengdar henni eru dæmi um móðursýki sem grípur fólk þegar rætt er um loftslagsmál. Jörðin hefur áður ver eins heit og hún er í dag og meir að segja heitari.  hita stig jarðar í dag er tiltölulega lágt. við erum ennþá að komast út úr kuldatímabili ísaldar. jörðin er ekki enn orðin eins heit og hún var áður en tímabil síðustu skall á. Flóðhestar geta t.d. ekki lifað í Rín eins og þeir gerðu áður en ísöldin skall á. 

slakaðu á og vertu ekki svona íhaldssamur að ef eitthvað breytist þá muni himnanir hrynja ofan á höfuðið á þér. 

Fannar frá Rifi, 17.6.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fannar frá Rifi; þú ættir að kynna þér þessi mál betur. Ég get mælt með mörgu af því sem er skrifað á þessum síðum hér hjá Sápuboxinu. Það er raunveruleg ógn við okkur ef hitastig hækkar um t.d. 2-4 gráður, sjá vídeóin sem vitnað er í hér í færslunni að ofan.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.6.2009 kl. 10:30

3 identicon

fyrst var það Cr. Jacobsveikin í evropu. Síðan fuglaflensan, núna svínaflensa.    Þess ámilli alltof hátt hitastig á jörðinni.  Síðan alltof lítið vatnsmagn á jörðinni. (Þess má geta að víða er farið að vinna vatn úr sjó og margar verksmiðjur til þess.)  Allar fréttir þarna á milli er um náttúruhamfarir og spillingu ríkra og fátækra þjóða.  Ég spyr fréttamenn þessa lands:  hvað er það sem vond frétt hefur fram yfir góða frétt??????

J.þ.A (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Loftslag.is

Fannar: Já jörðin hefur áður verið svona heit - en þá var ekki hætta á að nokkrir milljarðar manna myndu farast. Hitastig jarðar er tiltölulega lágt ef þú vilt skoða hitastig jarðar miljónir ára aftur í tímann. Þú ferð rangt með varðandi hlý-og jökulskeið, ef þú skoðar 6-800 þúsund ár aftur í tíman þá er það bara með hæsta móti núna og stefnir hratt upp á við. Hvenær byrjaði siðmenningin og ertu viss um að hún þoli þessar miklu breytingar?  Ég er afar hlynntur breytingum og langt í frá íhaldssamur, en ekki hlynntur þeim breytingum sem gera illmögulegt fyrir afkomendur mína að lifa með góðu móti á þessari jörðu.

Loftslag.is, 17.6.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Loftslag.is

J.Þ.A: Kynntu þér málið aðeins betur, þetta er raunverulegt vandamál.

Loftslag.is, 17.6.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

dómsdagsspár og bölsýni. ef það hitnar þá gufar upp meira vatn úr heimshöfunum sem þýðir að það mun rigna meira. sem þýðir að meir vatn mun falla til jarðar.

"en þá var ekki hætta á að nokkrir milljarðar manna myndu farast"

það eru engin rök fyrir þessu bulli í þér. ímyndað heimsendaspár móðursjúkra athyglissjúklinga. 

fyrir 30 til 40 árum spáðu allir vísindamenn að milljarðar myndu farast þegar ísöld skylli á. sömu aðilar tala núna um að jörðin verði að einhverju helvíti útaf hita. útaf legu meginlandsskjaldana þá er verður jörðin einungis rakari við hækkað hitastig. ofan á það má benda á að stór hluti undirlendis á jörðinni er núna nær óbyggilegur vegna kulda. þetta er Rússland og Kanada. við hækkað hitastig þá verða þessi svæði gróskumikil og geta fætt milljarða manna. 

ég verð eiginlega að segja að þessi dómsdagstrú þín og fleiri á sér ekki stoð í raunveruleikanum. eitthvað myndband sem sanntrúaðir hafa gert er engin sönnun.  ef þú vilt raunverulega kynna þér breytingar á hitastigi jarðar þá áttu að kynna þér áhrif sólarinnar (sólin er forsenda lífs og helsti orkugjafa jarðar) og sólbletta (gosa) á sveiflur í hitastigi. við erum núna líklega á leið í kuldatímabil því að það eru engir sólblettir að einhverju marki á sólinni sem þýðir að orkan frá henni er minni en var t.d. síðastliðin 20 til 30 ár. þá var mikil virkni enda hitnaði jörðin mikið.

Fannar frá Rifi, 17.6.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já þetta er rétt hjá Hrannari, að sjálfsögðu veit hann betur en loftslagsvísindamenn... Að sjálfsögðu mun bara rigna meira ef það hitnar, segir sig sjálft... (skal lesið með meinhæðni í röddu)

Svo við tölum af alvöru, þá er þetta alvarlegt vandamál. En yfirstíganlegt með því að taka á málum af staðfestu og snúa vörn í sókn. Það þýðir að við þurfum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, það eru vísindamenn sammála um. 

PS. eftirfarandi setning er bull "fyrir 30 til 40 árum spáðu allir vísindamenn að milljarðar myndu farast þegar ísöld skylli á" Það eru engar heimildir fyrir því, reyndar þá eru til heimildir fyrir því að meirihluti vísindamanna fyrir 30 til 40 árum hafi verið farnir að tala um líklega hlýnun vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Eins og ég sagði áðan, kynntu þér málin Hrannar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.6.2009 kl. 11:51

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vinsamlega skiptið "Hrannar" út með "Fannar" í fyrri athugasemd.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.6.2009 kl. 12:01

9 Smámynd: Loftslag.is

Fannar: Þetta eru allt klassísk rök hjá þér - en þau halda ekki vatni, þau gufa bara upp.

Skoðaðu eftirtalda tengla:

 Ísöld spáð á áttunda áratugnum?

 Er það virkilega ekki sólin?

Loftslag.is, 17.6.2009 kl. 12:59

10 Smámynd: Loftslag.is

Mér þætti samt vænt um það Fannar ef þú myndir benda mér á greinar sem benda til þess að úrkoma muni aukast vegna hlýnunar jarðar - svona fyrst þú ert að minnast á það. Ég er búinn að vera að skoða þetta nokkuð síðustu vikur og þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta, það er alltaf talað um að eyðimerkursvæði heims stækki. Reyndar held ég að ég hafi lesið að úrkoma aukist staðbundið á einhverjum landsvæðum - mjög staðbundið, auk þess sem það verður meira um mikla úrkomu í skamman tíma (flóð) og svo þurrt mánuðum saman (þurrkar) víða um heim.

Skeptical Sciense tók saman kosti og galla hlýnunar: http://www.skepticalscience.com/global-warming-positives-negatives.htm

Loftslag.is, 17.6.2009 kl. 13:31

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég á enga afkomendur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2009 kl. 22:46

12 identicon

Áður en þið pissið á ykkur af hræðslu við "Gróðurhúsaáhrifin" þá skuluð þið lesa þessa grein Telegraph sem birt var í Nóvember 2008 um hina hrikalegu hlýnun jarðar af mannavöldum.

http://www.telegraph.co.uk/comment/columnists/christopherbooker/3563532/The-world-has-never-seen-such-freezing-heat.html

 Er staðreyndin ekki bara sú að það sem er af mannavöldum í þessu máli eru lygarnar?

Veit ekki betur en að sá sem græðir hvað mest á þessum hræðsluáróðri er sjálfur Messías hinna trúuðu Al Gore.

Svo er annað sem ég skil ekki en í fréttaflutningi af þessu máli er yfirleitt talað um að fremstu loftlagsfræðingar heims séu sammála um þetta. Hvað er það sem gerir þá sem eru sammála áróðursvélinni fremri en þá sem eru það ekki? Þetta eru jú vísindi og ef allir væru sammála þá væru þetta ekki vísindi heldur trúarbrögð eins og þetta virðist nú vera að breytast í þessa dagana.

Björn K. (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:26

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Björn:

Gróðurhúsaáhrifin eru raunveruleg, enda gætum við ekki lifað hér á jörðinni án þeirra. Án þeirra væri þó nokkuð kaldara en er. Loftslagsvísindamenn eru almennt sammála um að aukning gróðurhúsalofttegunda og ekki síst koldíoxíðs hækki hitastig á jörðinni og að þessi aukning sé vegna athafna mannsins. Það er einnig talið að hægt sé (að hluta) að minnka áhrif þessarar aukningar með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sjá t.d. hér. Þessi grein sem þú vitnar til er skoðun eins manns varðandi þessi mál og ekki er hann vísindamaður. Hann hefur einnig skrifað aðra grein þar sem hann líkir asbest við talkúm púður, ég ætla að það sé einnig skoðun hans á því máli.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 13:03

14 identicon

Ég datt hérna inn eiginlega alveg óvart, en þar sem þú virðis vera á kafi í loftslagfræðum,  þá staldraði ég aðeins við og leit í kring um mig, og fékk á tilfinninguna að þér sé ekkert sérlega vel það sem Svensmark hefur verið að setja fram, en mér virðist líka að þú hafir eiginlega enga hugmynd um hvað hann er raunverulega að segja eða gera , og sama virðist vera upp á teningnum í þeim greinum sem þú vísar til og eru að reyna að afsanna hann með tölfræðilegum galdraleikjum. Ég tók líka eftir því að þú varst að bera í bætifláka fyrir stórfalsarann M.Mann einhverstaðar þar sem þú fjallar um Hokkístangarþrasið, það er á hreinu að hann skáldaði og hagræddi gögnum, og er enn við það sama heygarðshorn, samanber ofangjöfina sem hann fékk í vetur eða vor jafnvel frá sumum venjulegum samherjum , eftir að hafa skáldað upp gögn fyrir Suðurskautið. Varaðu þig á þessum kór þarna Realclimate þeir eru trúarsöfnuður ekki vísindamenn.

Nú svo eru það þessi argument með Neijarana og olífélögin þau standast illa , það eru orkugeirinn, olíufélögin og tryggingarfélögin sem eru mestu lobbýistarnir fyrir " the man made CO2 is the only cause"- söngnum. 

Um IPPC er svo það að segja að sú stofnun  getur ekki fjallað um neinar aðrar orsakir á "hlýnun jarðar"  en  "man made Co2", það er skýrt tekið frá í stofnskrá hennar að hennar eina hlutverk sé að meta hve mikil áhrif  manngert CO2 hafi á loftslag jarðar. Þess vegn er svona einskonar  einnarkenningar-mónópólklúbbur sem situr á kjötkötlunum þar, og það má ekki hleypa neinu öðru að, og auðvitað ef það skyldi nú reynast að CO2 er ekki aðalorsökin þá detta nokkur þúsund  stórir bitlingar uppfyrir í nomenklatúrinni þarna í U.N. , því þá er tilvistargrundvöllur nefndarinnar brostinn.

 Hitt er svo annað mál það er til fullt af öðrum góðuum ástæðum sem mæla með því að við reynum að komast út úr þessari aflvélakreppu sem byggir á  olíu og kolabrennslu. Og ég vona að okkur takist það gera  á einhvern mannsæmandi hátt, ég held hinsvegar líka að meðan við erum með svona rörsýn á CO2 sem skúrkinn , þá verði farið út í einhvers konar aðgerðapólitík sem valdi meiri skaða en gagni. 

Bjössi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 09:41

15 Smámynd: Loftslag.is

Ég hef aldrei haldið því fram að ég viti allt um loftslagsfræðin, meira að segja er það tekið fram á þessari síðu. Það er oft verið að leiðrétta misfærslur hjá mér og ég þakka fyrir slíkt. Ef þú hefur eitthvað sérstakt sem þú vilt leiðrétta bentu mér á það, auk heimilda og ég skal taka skoða það.

Varðandi Mann, þá hef ég ekki beint verið að verja hann. Ég hef meira að segja bent á það að hann hefur verið gagnrýndur fyrir aðferðafræði frá jafningjum og öðrum. En ég benti líka á að hann er búinn að lagfæra aðferðafræðina við gerð hitastigsgrafsins sem kennt er við hokkístafinn. Það graf er nokkuð sannfærandi núna og örugglega skásta graf sem sýnir hitastig síðustu þúsund árin.

Loftslag.is, 21.6.2009 kl. 14:01

16 identicon

Það virðist vera fullnæging hjá "fræðingum" (ef þeir eru nú það?)  að gera auðtrúa manneskjur logandi hræddar við framtíðina.  Dugar ekki kreppan?   Er þá bara ekki allt í lagi þótt á Íslandi byrji að vaxa pálmar og möndlutré?  Það kannske gefur okkur séns á fleiri útflutningsvörum. 

Gróðurhúsalofttegundir.......????

J.þ.A (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:03

17 Smámynd: Loftslag.is

Ef svörtustu spár rætast, þá held ég að það verði nú lítill markaður fyrir útflutningi.

Loftslag.is, 21.6.2009 kl. 15:19

18 identicon

Hæ aftur

það er rétt að við hefðum líklega eitthvað annað fyrir stafni , EF bölsýnisspárnar eru réttar, en ég lifi nú samt i voninni um að þær gangi ekki eftir.

en erindið hjá mér núna var að leiðrétta sjáfan mig, þú varst vissulega ekki að  verja M.Mann , og það voru linkar í færslunni sem ég sá frá þér um nýja Hokkístick grafið (Mann 2008) í kritik á það  og svar við þeim frá Mann, en Kirkpatrik/Macintyre gengið var bara ekki búið að segja sitt seinasta orð um það, hér er er linkur í  greininguna  þessu nýja Hokkígrafi og einskonar andsvar við svari Mann-sins, þar sem farið er ofan í saumana á nýju útfærslunni

http://www.climateaudit.org/?cat=71

og ég fæ nú ekki séð það standist mikið betur skoðun en eldri útgáfan, svona eftir því sem tölfræðigeta mín leyfir ( ég kann soldið fyrir mér í henni, en er ekki neinn sérfræðingur á því sviði, mér finnst hún ekki nógu áhugavert viðfangsefni til að miklum tíma í  ). og ég hef ekki getað funðið nein andsvör við þeirri greiningu frá M.Mann.

svo  allavega í mínum haus verður verður niðurstaðan

Ný Hokkístöng (Mann&al 2008) = SOS(SameOldShit=MMHB98)

en ekki "besta nálgunin sem við höfum varðandi hitastig síðustu þúsund árin"

B.K.  "LIVE lONG AND PROSPER "  Bjössi.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 21:23

19 Smámynd: Loftslag.is

Bjössi:

Þú tekur semsagt orð Steve McIntyre fyrir því að hokkístafurinn sé rangur, hef reyndar rekist á þessa síðu hans áður (tölfræðigúrú með BS í stærðfræðum). Þú sem tekur ekki mark á RealClimate, þar sem raunverulegir vísindamenn útskýra loftslagsfræði á sannfærandi hátt.

En geturðu bent mér á einhverja góða grein úr viðurkenndu vísindariti þar sem búið er að hrekja nýja hokkístafinn? Næsta svar sem þú kemur með verður vonandi ekki um það að þeir sem séu andsnúnir kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum fái ekki birtar greinar í vísindaritum vegna samsæris gegn þeim

Loftslag.is, 21.6.2009 kl. 22:07

20 Smámynd: Loftslag.is

Þessi færsla er enn í gildi að mínu mati: Hokkístafurinn

Loftslag.is, 21.6.2009 kl. 22:11

21 identicon

Hæ aftur

Re: 

"Þú tekur semsagt orð Steve McIntyre fyrir því að hokkístafurinn sé rangur"

Nei ekki óskoðað, ég renndi augunum yfir greininguna á honum á CA og athugaði hvort hún virtitist vera OK ( það er þar  a.m.k. einn PhD tölfræðingur Jean S sem virðis vita hvað hún/hann er að fást við og  fær sömu niðurstöðu um og MacIntyre t.d. að Mann hafi snúið hluta gagnasettanna sinna "upside down").

Re: 

"En geturðu bent mér á einhverja góða grein úr viðurkenndu vísindariti þar sem búið er að hrekja nýja hokkístafinn?"

Nei reyndar ekki , vissi ekki einu sinni um tilvistina fyrr en ég sá þetta hérna hjá þér gær eða fyrradag, svo ég hef ekki leitað neitt eftir því sérstaklega  og veit ekki einu sinnihvort ég geri það nokkurn tímann. hinsvegar er ég búinn að koma mér upp prívat "peer-review" aðferðafræði til að meta það sem Mann setur nafnið sitt á hún byggir á eftirfarandi forsendu:

"Data compiled by Michal Mann " ==  Rauð dula fyrir Steve Macintyre.

Aðferð :

 Ef ritgerð frá Mann kemst ósködduð í gegnuim hakkavélina á CA, þá er sennilega Dr. Mann sennilega með eitthvað bitastætt í höndunum, ef ekki þá tek ég niðurstöðum hans af með hæfilegri varúð"

Re: 

" Næsta svar sem þú kemur með verður vonandi ekki um það að þeir sem séu andsnúnir kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum fái ekki birtar greinar í vísindaritum vegna samsæris gegn þeim"

Nei alls ekki mín meining , en veistu nú ertu farinn að haga þér pínulítið í ætt við sumt af realclimate genginu leggja mér orð í munn og ræna svoleiðis "besta  argumentinu mínu" .

En í alvöru af því þú fitjaðir upp á þessu, hefurðu nokkuð gluggað í bók sem heitir "The Deniers" eftir L.Solomon, sumt af því sem þar kemur fram er þess eðlis að maður gæti auðveldlega farið búa til samsæriskenningar í þeim dúr sem þú tiltekur.  Ég hef hinsvegar enga þörf fyrir svol. fyrirbæri , nema kannsi ef ég tæki upp á því að reyna skrifa metsölureyfara þá vantar mig auðvitað  gott "plott" , og skúrkurinn gæti þá alveg eins verið vondi olíbransamálaliðinn sem væri að steypa heiminum í glötun um alla framtíð með því að hrekkja alla góðu "Global Warming Researh" gæjanna með því að grafa undan öllu sem þeir halda fram um heimsendi allt vegna stundargróða eða einhverra enn annarlegri hvata. (He, He)

B.K.

Bjössi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 04:50

22 identicon

Svatli:

Þú hefðir kannski át að lesa greinina en ekki giska á hvað í henni stendur. En þarna kemur ekki fram skoðun eins eða neins heldur var það sannað að vísindamenn voru að falsa gögn.

Svo segir þú að loftlagsvísindamenn séu "almennt" sammála um að þetta sé af manna völdum. Þetta er bara ekki rétt eins og ég sagði hér að ofan. 

Björn K. (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 16:03

23 identicon

Björn K:

Það er fullsterkt til orða tekið í þessu tilfelli að hér hafi verið á ferðinni (vísvitandi?) gagnafölsun, þetta var einfaldlega "human error" sem er búið að gangast við og leiðrétta. Hitt er svo annað mál, að svona atvik gefur kannski GISS ástæðu til að endurskoða gagnaöflunarferlið hjá sér, ýmsir aðilar m.a Climate Audit liðið , hefur lengi verið að rella í þeim að gera það, en þeir borið við að ekki sé hægt að gera það nema taka fé frá meira aðkallandi verkum sem þeim sé skylt að sinna.

B.K.

Bjössi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:22

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Björn:

Ég las greinina og ákvað svo að lesa hana aftur núna og kíkja á alla tenglana (þar sem hugsanlegar sannanir gæti verið að finna) en fann ekkert sem sannar að vísindamenn hafi falsað gögn. Þannig að ég stend við mín orð um að þetta sé skoðun eins manns. Þú mátt gjarnan koma með tengil á þessar sannanir, svo ég geti skoðað þær betur, ef þú skildir finna þær.

Ég stend einnig við þessi orð mín.

"Loftslagsvísindamenn eru almennt sammála um að aukning gróðurhúsalofttegunda og ekki síst koldíoxíðs hækki hitastig á jörðinni og að þessi aukning sé vegna athafna mannsins."

Í eftirfarandi tenglum er grein Bookers hrakin:

http://scienceblogs.com/illconsidered/2008/11/october-2008-another-phony-record.php

http://ecoworldly.com/2008/11/17/the-bias-and-logical-fallacies-of-christopher-bookers-freezing-heat/

http://scienceblogs.com/deltoid/2008/11/mountains_out_of_molehills.php

http://www.realclimate.org/index.php/archives/2008/11/mountains-and-molehills/

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband