Jökulstraumur þynnist

rannsókn á einum stærsta jökulstraumi heims (e. ice stream - þetta eru eins konar skriðjöklar, jökulstraumar úr jökulskjöldum) bendir til þess að bráðnunin á suðurskautinu sé dramatískari en áður hefur komið fram (sjá frétt).

Bambervelocity
Jökulstraumar Antartíku (blátt).

Um er að ræða gervihnattamælingar á Pine island jökli sem er á vestur Antartíku, sem sýna að yfirborð jökulsins er að lækka um allt að 16 m á ári. Frá 1994 hefur jökullinn þynnst um 90 m.

figure1
Aðstreymissvæði jökulstraumsins (grár). 

636px-Pigshelf
Jökulstraumurinn verður að íshellu þegar hann kemur út í sjó (sjá 
Íshellur Suðurskautsins).

Útreikningar á bráðnun jökulstraumsins sem gerðir voru fyrir 15 árum síðan bentu til þess að jökullinn myndi duga 600 ár í viðbót, en samkvæmt þessum nýju gögnum þá gæti hann verið horfinn eftir aðeins 100 ár. Bráðnunin er hröðust um miðbik straumsins, en það sem vekur mestar áhyggjur er ef það fer að hafa áhrif á jökulskjöldinn lengra inn á landi. 

Bráðnun jökulstraumsins sjálfs hefur ekki mikil áhrif á sjávarstöðubreytingar (sjá pælingar um Hækkun sjávarstöðu). Talið er að sú bráðnun skili sér í um 3ja sm hækkun sjávarstöðu. Jökulskjöldurinn sem liggur þar á bakvið gæti aftur á móti valdið 20-30 sm sjávarstöðuhækkun ef hann myndi einnig bráðna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Áhugavert og óhugnandi.

Hvar getur maður lesið meira um þessar rannsóknir ? 

Morten Lange, 14.8.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Loftslag.is

Mér skilst að þessi grein hafi birst í Geophysical Research Letters, hef ekki tékkað á því sjálfur.

Loftslag.is, 16.8.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Loftslag.is

Wingham, D.J., D.W. Wallis, and A. Shepherd (2009), Spatial and temporal evolution of Pine Island Glacier thinning, 1995-2006, Geophys. Res. Lett., doi:10.1029/2009GL039126, in press.

Loftslag.is, 18.8.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband