Loftslag.is - Hvað er það?

loftslagSíðan Loftslag.is fer formlega í loftið laugardaginn 19. september klukkan 18. En hvað er þetta Loftslag.is eiginlega og hverju viljum við ná fram með þessari síðu?

Það má kannski segja að aðal markmiðið sé að koma ýmsum upplýsingum á framfæri, ýmsum upplýsingum eins og t.d. óvissa varðandi loftslagbreytingarnar og hvaða ár eru þau heitustu í heiminum frá því mælingar hófust ásamt t.d. ýtarlegri upplýsingum um t.d. um loftslagbreytingar fyrri tíma.

Þá mun ritstjórnin leitast við það að fá gestapistla, þar sem gestir skrifa um mál sem tengjast loftslagsvísindunum og eru þeim hugleikinn. Ritstjórn hefur nú þegar fengið vilyrði tveggja gestahöfunda sem við hlökkum til að kynna til sögunnar á Loftslag.is. Blogg ritstjórnar verður fastur liður, ásamt reglulegum fréttum úr heimi loftslagsvísindanna. Heitur reitur þar sem ýmis málefni, tenglar og myndbönd fá sitt pláss, verður einnig einn af föstu liðunum á Loftslag.is.

Vefurinn verður lifandi, þ.e. hægt verður að gera athugasemdir við m.a. blogg og fréttir, sem gerir það að verkum að lesendur geta tekið þátt í umræðunni strax frá upphafi.

Við viljum einnig minna á Facebook síðu Loftslag.is fyrir Facebook notendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta má ekki verða einhver hallelújakór "rétttrúnaðarsinna".

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þarna verður einfaldlega rýnt í gögnin, hvað segja vísindin okkur? Það hefur ekkert með trú að gera, eins og sumir þeirra sem efast um vísindin vilja stundum halda uppi. Vísindi eru byggð á gögnum og rannsóknum, sem geta gefið okkur hugmynd um hvernig hlutirnir hanga saman.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En það hlýtur að mega gagnrýna vísindin og gögnin. Ein örlítil skekkja eða ónákvæmni í forsendum, getur breytt miklu á langri leið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, það er sjálfsagt mál Gunnar, enda eru vísindin í stöðugri þróun, m.a. vegna þess að vísindamenn o.fl. eru gagnrýnir á hlutina. En það getur þó verið að einhver niðurstaða þyki af vísindamönnum líklegri en önnur, einmitt byggt á fyrirliggjandi gögnum. Ef svo síðar koma fram gögn sem kollvarpa ákveðini hugmynd, þá er vel hægt að hugsa sér að sú hugmynd gæti komið fram vegna vísindanna og þeirra rannsókna sem eru stundaðar í nafni vísindanna og með vísindalegum aðferðum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Þú mætir bara og spáir í hlutina, kemur með athugasemdir og slíkt - opin skoðunarskipti að sjálfsögðu

Höskuldur Búi Jónsson, 15.9.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það. Ég á eftir að kíkja á ykkur. "I´l be watching you"

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband