Bráðnun íss og hækkandi hitastig

loftslagUmfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning á Grænlandi er byrjuð á Norður-Grænlandi, sjá fréttina "Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu". Nýlega kom skýrsla um loftslag Suðurskautsins, þar sem farið er m.a. yfir meintan þátt gatsins í ósonlaginu í loftslaginu þar, ásamt ýmsu öðru því tengt. Einar Sveinbjörnsson ræðir m.a. einn hluta þess máls á blogginu sínu. Árið 2007 kom síðasta stóra matsskýrslan um loftslagsmál út hjá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Sú skýrsla var fjórða í röðinni og von er á þeirri fimmtu árið 2014. En frá því skýrslan kom út 2007 hafa komið fram nýjar rannsóknir um ástand mála. Í raun þá þurfti efnið sem er í skýrslunni frá 2007 að vera tilbúið 2006 til að vera með í skýrslunni, enda um stórt verk að ræða sem ekki er haspað af á stuttum tíma. Í millitíðinni og í tilefni fundarins í Kaupmannahöfn, þá hefur ný skýrsla komið út, sem segir frá því sem komið hefur fram í ýmsum rannsóknum sem gerða hafa verið frá 2007.

Nýr gestapistill eftir Halldór Björnsson var birtur á Loftslag.is í dag og nefnist pistillinn "Að sannreyna staðhæfingar".


mbl.is Bráðnun dregur úr veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

æji hættu með þessi trúarbrögð.

það er búið að koma í ljós að þessir fræðingar hafa verið að svíkja og ljúga.

ofan á það hefur verið miklu heitar en nú er og stefnir í að verða og enn er jörðin á sama stað og mannfólkið til.

landnámsbæjir sem getið er um í Brennunjálssögu eru að koma undan jökli núna. sættu þig við það. síðasta öld og sú á undan henni og voru óeðlilega kaldar. þetta var kulda tímabil og núverandi hlýnun er rétting í átt til eðlilegs hita. 

Fannar frá Rifi, 3.12.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fannar: Það hefur ekki verið sýnt fram á svik eða lygi. Ég vil benda þér á góða greiningu á málinu á Nature.

Þú virðist einnig vera að rugla saman staðbundnum hita á miðöldum, sem var af náttúrulegum völdum og virðist halda því fram að sá hnattræni hiti sem er nú og af mannavöldum sé eitt og hið sama. Það var vissulega hlýtt á miðöldum á Íslandi (og Norður Evrópu) en ekki hnattrænn hiti eins og nú. Skoðaðu þennan tengil: Mýta:  Það var hlýrra á miðöldum.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.12.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hótanir, útlokanir frá per-perview og hvað eina.

já já. þú ert í einhverri trúarvitleysu með al gore. hér hefur verið heitar og allir sem beita smá hyggju viti sjá það og vita. í dag er að lýða undir lok kulda tímabil. ekkert óeðlilegt við það. það eina óeðlilega er stórmensku brjálæðið í þér sem heldur að við mennirnir höfum meiri áhrif á náttúruna en sólin og aðrir kraftar á jörðu niðri.

og allt til að koma á kolefniskvótum til að viðhalda fátækt í þróunarríkjum um aldur og ævi. 

það eru engar sannanir fyrir því að núverandi hlýnun sé af mannavöldum. annars væru félagar þínir ekki að hafa áhyggjur af hlýnunarleysi síðustu 10 ára. eða ertu enn af þeim sem neitar lekanum? 

hvar eru frumgögnin? er búið að eyða frumgögnum á öllum mælingunum? er þetta allt byggt á trú? trú er ekki vísindi.

Fannar frá Rifi, 3.12.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þegar þú ert að tala um leka, þá meinarðu væntanlega þegar brotist var inn í CRU eða hvað? Gefur það innbrotinu (hakkinu) meira gildi að kalla það leka?

Lestu greinina sem ég vísa í, þar er verið að takast á við þetta með rökum, en ekki þessum skrítnu fullyrðingum sem þú heldur hér fram.

Einnig hefur verið fjallað um málið og meðal annars eitthvað af ásökunum sem þú kemur hér fram með á loftslag.is, sjá Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp

Höskuldur Búi Jónsson, 3.12.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Fannar:  Ég pældi í gegnum stafla af þessum CRU póstum og ég verð að segja að ég fann ekkert þar til að hengja hatt minn á.  Menn bölsótast yfir því að vísindamenn hafi boðist til að "hagræða tölum"  eða setja einhver trikk inn.  Þessir aðilar gera sér akkúrat enga grein fyrir því sem þeir eru að tala um.  Ef bátasmiður hagræðir timbri, er hann þar með að blekkja þann sem kaupir bátinn?  Með þessum sömu röksemdafærslum mætti halda því fram að þeir sem hagræða í rekstri séu að svíkja eitthvað;) 

Mannskepnan hefur haft gífurleg áhrif á líf á jörðinni, þó við sleppum öllum tilvitnunum í loftslagsmál.  Að halda öðru fram er hrein vanþekking.  Hversvegna ættu milljarðar tonna af koltvísýringi framleiddum af okkur ekki að hafa áhrif eins og milljarðar tonna af koltvísýringi sem er framleiddur af öllum lifandi verum sem búa hér?  Að sjálfsögðu hefur þetta allt áhrif.  Áhrif koltvísýrings í andrúmslofti eru ótvíræð og um þau er ekki deilt.  Skoðaðu bara Venus ef þú ert í vafa;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.12.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég ráðlegg ykkur öllum, sem hér haf tjáð sig að lesa nýjustu grein mína um þessi mál, sem nefnist "Að flýta ísöldinni" og er nú komin á síðuna mína (vey.blog.is). Þar fer ég í margt af því sem þið eruð hér að segja. Því má bæta við sem þar er sagt, að brölt mannanna er afskaplega léttvægt og ómerkilegt í samanburði við náttúruna. Að sjálfsögðu er það sólin, sem mestu ræður. Hún hækkar hitann á jörðinni úr alkuli um yfir 300 gráður á hverjum degi án þess að nokkur taki eftir því. Hvort koldíoxíð eykst úr 0.028% af gufuhvolfinu í 0,038% er fáránlega lítill og ómerkilegur þáttur í öllu þessu ofurflókna dæmi. (þ.e. ef það var þá 0.028% fyrir iðnbyltingu, því öllum tölum sem nú er veifað á að taka með varúð). Því miður bendir flest til að ég og margir aðrir höfum rétt fyrir okkur og fljótlega fari aftur að kólna. Dálítil gróðurhúsaáhrif væru vissulega góð, en allar þessar kenningar um áhrif mannanna á hitastigið eru fyrst og fremst dæmi um "hubris", óraunsætt ofmat mannanna á eigin afrekum og áhrifum. Sólin ræður.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.12.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband