Stjórnmálaleiðtogar koma til Kaupmannahafnar

COP15Leiðtogar ýmissa landa streyma núna til Kaupmannahafnar. Í gærkvöldi var opinber athöfn þar sem lokaáfangi ráðstefnunar var formlega settur. Þetta er sá áfangi þar sem stjórnmálaleiðtogar landanna koma saman og reyna að ná saman um lokaatriði samninganna. Það eru ýmis óleyst mál og aðeins um 48 tímar til að leysa úr þeim. Mikið hefur mætt á Connie Hedegaard formanni ráðstefnunnar á síðustu dögum og ljóst þykir að næstu 2-3 sólarhringar munu einnig verða áskorun fyrir hana. Hún hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn. Viðræðurnar eru nú að fara yfir á hið pólitíska stig, þar sem endanlegar ákvarðanir verða teknar, ef samkomulag næst.

Nánar er farið yfir atriði gærdagsins (dagur 9) ásamt greiningu á aðalatriðum dagsins á Loftslag.is

Eldri yfirlit og ítarefni:


mbl.is Annan: Bandaríkin taki forystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Stjórnmálamennirnir ættu nú bara að vera heima. EKki voru þeir að semja. Niður með stjórnmálamennina - alla nema Hugo Chavez.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband