Mögulegar leiðir?

Síðasti dagur viðræðnanna í Kaupmannahöfn er í dag. Nú er rætt um þrjár mögulegar leiðir varðandi loftslagssamning, hérundir skoðum við muninn á þessum 3 leiðum:

  • Lögformlegur og skuldbindandi samningur: Svipar til og er bindandi eins og Kyoto samningurinn frá 1997 en þó með nákvæmari markmið varðandi takmarkanir losunar á heimsvísu og loforð um fjárhagslegan stuðning til þróunarríkjanna. Svona samning þurfa einstök lönd að samþykkja og hann þyrfti að innihalda viðurlög ef þjóðirnar standa ekki við losunarmarkmið sín.
  • Pólitískt samkomulag: Rammasamningur, sem inniheldur pólitísk markmið, en engar fastar skuldbindingar. Svoleiðis samkomulag þyrfti svo að ræða nánar á næstu mánuðum til að ganga frá smáatriðum þess. Samkomulagið myndi svo enda sem lögfræðilega bindandi alþjóðlegur samningur sem löndin þyrftu svo að staðfesta.
  • Lokayfirlýsing: Óskuldbindandi yfirlýsing um áætlanir þjóða og yfirlýst loforð. Öll óleyst mál yrðu geymd þar til á næstu loftslagsráðstefnum, þ.e. í Bonn og Mexíkó, sem verða í haldnir í byrjun júní og í nóvember 2010. Svona yfirlýsing myndi verða túlkuð sem misheppnuð útkoma.
Þetta ásamt fleiru er tekið fyrir í yfirlistfærslu gærdagsins (dagur 11) frá Kaupmannahöfn á Loftslag.is - Möguleg leið, spil og ferli

Eldri yfirlit og ítarefni:


mbl.is Ísland minnki losun um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband