Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Mýtur

Þetta er hluti undirsíðu af Loftslag.is.

Ýmsar mýtur eru í gangi varðandi ástæður loftslagsbreytinga og hvort loftslagsbreytingar eru yfir höfuð raunverulegar. Auðvitað er hollt að efast, en það getur verið leiðigjarnt til lengdar að hrekja sömu mýturnar, mýtur sem litlar sem engar vísindalegar staðreyndir eru fyrir. Því ákváðum við að taka saman lífseigustu mýturnar og skrifa um þær.

prometeus

Fyrst nokkrar sívinsælar mýtur í umræðunni hér á Íslandi

Mýtur sem notaðar eru hér á Íslandi eru að vísu svipaðar og í öðrum löndum, en þessar heyrast mikið.

Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar
Það er að kólna en ekki hlýna
Aðrar gróðurhúsalofttegundir, t.d. vatnsgufa eru mun áhrifameiri til hlýnunar
Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum
Vísindamenn spáðu ísöld á áttunda áratugnum – því hafa þeir rangt fyrir sér nú
Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (eldvirkni eða sjórinn)
Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
Það var hlýrra á miðöldum
Hokkíkylfan er röng

japanese_climate_skeptics


Mest lesið

loftslagFrá opnun Loftslag.is þann 19. september til loka október birtust 90 færslur, þ.e. fréttir, blogg, heit efni ásamt gestapistlum o.fl. En hvað er vinsælast? Hér verður birtur topp 10 listinn yfir mest lesnu færslurnar. Í þessum tölum eru ekki fastar síður, eins og þær sem eru undir "Vísindin á bak við fræðin" eða yfirlitssíður eins og "Um síðuna" og fleira í þeim dúr.

En hvað hefur verið vinsælast á þessum fyrstu vikum, kíkjum nánar á það:

  1. Er jörðin að hlýna? - Blogg þar sem reynt er að svara þessari spurningu - þessi færsla hefur jafnframt fengið flestar athugasemdir.
  2. Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum - Frétt, þar sem sagt er frá nýlegri grein sem birtist í Geophysical Research Letters sem m.a. segir, að frá árinu 2002-2008 hafi minni útgeislun í sólinni haft áhrif til kólnunar á móti hlýnun jarðar af mannavöldum.
  3. Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust - Frétt, þar sem farið er yfir helstu hitatölur ágústmánaðar út frá gögnum NOAA.
  4. Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árum síðan - Frétt um nýlega grein í Nature þar sem bráðnun Grænlandsjökuls á tímabilinu er skoðuð.
  5. Færri Bandaríkjamenn telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun - Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýnir fram á að færri en áður telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun.
  6. Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu - Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning er hafin.
  7. Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra - Fyrsti gestapistillinn, eftir Halldór Björnsson sérfræðing á Veðurstofunni.
  8. Fuglar og loftslagsbreytingar - Gestapistill eftir Tómas Grétar Gunnarsson.
  9. Bandarísk auglýsing vekur furðu - Myndband.
  10. Opnist allar gáttir - Blogg Höskuldar sem birtist þann 19. september við opnun síðunnar.

[Vinsamlega skoðið síðuna, Loftslag.is]


Er jörðin að kólna? - Í tilefni fréttar á Stöð 2 og Visir.is

Föstudaginn 20. október birtist frétt á Stöð 2 og á Visir.is, undir yfirskriftinni "Jörðin er að kólna". Okkur hér á ritstjórninni þótti þetta frekar undarleg frétt, þannig að við báðum um frekari upplýsingar frá fréttamanninum sem gerði fréttina. Við erum honum þakklátir fyrir, að hann var okkur innan handar og gaf okkur tengil á fréttina sem hann hafði unnið sína frétt eftir. En áður en við víkjum að því, þá viljum við koma betur inn á innihald fréttarinnar á Vísi og Stöð 2.

Fyrst og fremst þá virðist vera sem umræða um kólnun Jarðar sé byggð á mælingum sem ná yfir of stuttan tíma til að hægt sé að tala um kólnun. Það eru og verða alltaf sveiflur í hitastigi og þar af leiðandi er ekki marktækt að kíkja á hitastig frá t.d. 2005 og segja að leitni hitastigs sé að lækkandi. Við fjölluðum um þetta á Loftslag.is fyrir ekki svo löngu síðan, í frétt um að tölfræðilegar upplýsingar túlkaðar af tölfræðingum benda til að jörðin sé að hlýna. Vísindamenn hafa bent á að tímabundnar sveiflur í veðurfari til nokkurra ára séu ekki mælikvarði á sveiflur í loftslagi. Sjá t.d. mýtuna "Það er að kólna en ekki hlýna".

Í fréttinni er talað um að "Vísindamenn sem trúa því ekki að jörðin sé að hlýna af mannavöldum benda á þessar tölur máli sínu til stuðnings." Ekki er bent á tölur í fréttinni, þannig að erfitt er að sjá hvaða tímabil er verið að tala um. Fyrir utan fáa vísindamenn sem eru sumir hverjir sérfræðingar í öðru en loftslagsfræðum, þá er, samkvæmt könnun sem gerð var meðal vísindamanna, stór hluti af sérfræðingum í loftslagsmálum sammála um að  mannlegar athafnir sé stór þáttur í að breyta hnattrænum meðalhita jarðar.

[Sjá enn nánari umfjöllun um þessa frétt á Loftslag.is]

loftslag

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband