Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

10 mýtur varðandi orkumál

Þessar mýtur um orkumál tilheyra ekki allar umræðunni á Íslandi.  Þessar mýtur eru til vitnis um hvernig umræðan erlendis er á mörgum sviðum er varða orkumál.

Mýta 1 – Sólarorka er of dýr til að vera nothæf í stórum stíl
Sólarpanelar sem helst eru í notkun í dag eru stórir og á tíðum klunnalegir og ná aðeins að nýta um 10% af sólarorkunni. En hröð þróun og nýbreytni, m.a. í Bandaríkjunum, hefur í för með sér að næsta kynslóð sólarpanela verður mun þynnri og mun nýta sólarorkuna betur og með minni kostnaði. First Solar, sem er stærsti framleiðandi af þunnum sólarpanelum, heldur því fram að vörur þeirra geti fyrir 2012 framleitt orku á sama verði og stór orkuver. Mörg önnur fyrirtæki eru að vinna við þróun á nýjum aðferðum við að beysla sólarorkuna.

Mýta 2 – Vindorka er ekki áreiðanleg
Árið 2008 voru tímabil þar sem vindorka framleiddi um 40% af raforku Spánar. Hluti Norður-Þýskalands framleiðir meiri raforku heldur en þörf er á þar. Í Norður-Skotlandi væri auðveldlega hægt að framleiða um 10-15% af allri raforkuþörf Breta á svipuðu verði og í orkuverum sem brenna kolefni.

.

Mýta 3 – Nýting orku sjávar er komin í blindgötur
Að byggja og hanna mannvirki og vélar sem þola þá miklu strauma sem eru í hafinu, hefur reynst mikil áskorun. Það hafa á síðustu áratugum orðið mikil vonbrigði með misheppnaðar tilraunir í þessa veru. Árið 2008 var firsta árangursríka tenging sjávarfallsvera við breska raforkukerfið. Einnig er verið að setja upp stórt ölduorkuver 5 km út af ströndum Portúgals.

Mýta 4 – Kjarnorkuver eru ódýrari en önnur raforkuver sem losa lítið af kolefni
Nýr hluti kjarnorkuvers sem er byggingu á eyjunni Olkiluoto í vesturhluta Finnlands er gott dæmi um hversu hár og óútreiknanlegur kostanður við byggingu kjarnorkuvera getur verið. Kostnaður við verið hefur líklega u.þ.b. tvöfaldast frá upprunalegu áætluninni. Nýtt kjarnorkuver í Normandy virðist eiga við svipuð vandamál að stríða. Sjá nánar á Wikipedia.

Mýta 5 – Rafmagnsbílar eru hægfara og ljótir
Þróun rafmagnsbíla er komin langt í dag. Stutt er í að afköst þeirra verði viðlíka venjulegum bílum. Sportrafmagnsbíllinn Tesla, sem er rafmagnsbíll, seldur í Bandaríkjunum, hefur komið fólki á óvart vegna góðrar hröðunar og hönnunar. Bíllinn er enn tiltölulega dýr, en sýnt hefur verið fram á að hægt er að gera bæði spennandi og eftirsóknarverðan rafmagnsbíl.

tesla

Mýta 6 – Bíóeldsneyti er alltaf skaðlegt umhverfinu
Framleiðsla bíóeldsneytis hefur í sumum tilfellum verið nánast hörmung. Framleiðslan hefur í sumum tilfellum valdið hungri og  meiri skógareyðingu, þar sem bændur hafa sótt í meira land til að rækta uppskeruna. Þrátt fyrir þessi mistök í fyrstu kynslóð bíóeldsneytis, þá er ekki hægt að útiloka notkun bíóeldsneytis um alla framtíð. Innan fárra ára verður væntanlega hægt að breyta úrgangi frá m.a. landbúnaði í eldsneyti, með því að breyta sellulósa í einföld efnasambönd vetnis og kolefnis.

Mýta 7 – Loftslagsbreytingar hafa í för með sér að við verðum að framleiða meiri lífrænan landbúnað
Flestar rannsóknir sýna fram á að uppskeran af lífrænt ræktuðum afurðum er minni en hægt er að ná með hefðbundnum aðferðum. Ef ekki verður hægt að auka uppskeruna þá er vísbendingin sú, að við getum ekki framleitt mat fyrir alla og staðið undir framleiðslu af sellulósa til eldsneytisframleiðslu, nema með hefðbundnum aðferðum.

organic

Mýta 8 – Heimili sem eru framleidd og byggð með það fyrir augum að losa ekki kolefni í andrúmsloftið er besta leiðin til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingum
Byggingar standa á bakvið hlutfallslega mikið af losun heimsins af gróðurhúsalofttegundum. Heimili eru þ.a.l. mikilvæg einstök uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda. Sú aðferð að gera byggingar algerlega lausar við losun kolefnis er mjög dýr og það að einblína aðeins á það eina prósent af heildarmagni húsa sem eru í nýbyggingu, hefur engin áhrif á hin 99 prósentin. Í Þýskalandi hefur blönduð aðferð, þar sem ódýr lán og hvatning hefur gefið góðan árangur, til að fá fólk til að gera upp eldri hús með að fyrir augum að laga losun frá heimilum og það á skynsömu verði.

Mýta 9 – Skilvirkustu raforkuverin eru stór
Ný tegund af litlum samsettum hita- og raforkuverum hafa með góðri skilvirkni náð miklum árangri í að nýta betur orkuna sem notuð er við rafmagnsframleiðslu og hafa möguleika á að ná nánast sömu skilvirkni og stór rafmagnsver. Þessi tækni er nú að verða nógu smá til að hægt sé að koma henni við, á almennum heimilum. Þar sem rafmagn er framleitt og hitinn sem myndast er notaður til upphitunar.

raforkuver

Mýta 10 – Allar áformaðar lausnir til að takast á við loftslagsbreytingar þurfa að vera hátæknilegar
Hagkerfi í framförum eru gagntekin af því að finna hátæknilegar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Margar þessara lausna eru dýrar og geta valdið öðrum vandamálum en þeim sem þau leysa. Kjarnorka er gott dæmi. Það getur jafnvel verið ódýrara og árangursríkara að leita eftir einföldum lausnum sem draga úr losun eða jafnvel aðferðum sem losa fyrirliggjandi kolefni úr andrúmsloftinu.

Tengdar færslur af Loftslag.is:


Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli

Nýr gestapistill hefur verið birtur á Lofstlag.is. Í honum fjallar Emil Hannes Valgeirsson um hafíshámarkið í ár. Byrjunina á pistlinum má lesa hér undir.

...

Tvisvar á ári sýna menn hafísnum á norðurslóðum meiri áhuga en venjulega. Annarvegar er það á haustin þegar hafísinn er í lágmarki eftir sumarbráðnunina og hinsvegar síðla vetrar þegar útbreiðslan nær sínu árlega hámarki – oftast snemma í marsmánuði. Þessir árlegu vendipunktar eru síðan notaðir sem mælikvarðar til að meta ástand og þróun hafíssbreiðunnar til lengri tíma.

...

Hægt er að lesa afganginn af pistlinum á Loftslag.is:

Við viljum vinsamlega beina athugasemdum á Loftslag.is og við höfum því ekki opið fyrir athugasemdir hér undir.

Visthæfar reikistjörnur eru sjaldgæfar

Hér fyrir neðan er þýðing á ágætum pistli eftir Dr Andrew Glick, sem að birtist áður á heimasíðunni Climate Shift. 

Losun á meira en 320 gígatonnum af kolefni úr jarðlögum mynduðum af fyrri lífhvolfum (þ.e. sem lífverur til forna mynduðu), hefur bætt við meira en helming af upprunalegu magni andrúmsloftsins (~590 gígatonn af kolefni) út í kerfi andrúmslofts og sjávar. Það hefur sett af stað ferli sem breytir efnasamsetningu andrúmsloftsins um sirka 2 ppm aukningu á styrk CO2 á ári, sem er aukning sem á sér ekki samanburð í sögu jarðar, ef frá eru taldir atburðir eins og árekstur loftssteina við jörðina. 

Nýlegar rannsóknir á fornloftslagi með mismunandi aðferðum (þ.e.  kolefni δ13C úr jarðvegi, hlutfalli borons/kalsíum og forn laufblöð), benda til þess að núverandi styrkur CO2 - sem er 388 ppm og jafngildisstyrkur CO2  upp á 460 ppm (jafngildisstyrkur reiknar þá einnig áhrif metans í andrúmsloftinu) – muni auka lofthita umfram það sem hann var fyrir iðnbyltinguna um 3-4°C í hitabeltinu og allt að 10°C á heimskautunum [1]. Það myndi þýða íslaus jörð. 

...

Hægt er að lesa afganginn af færslunni á Loftslag.is:

Tengt efni af Loftslag.is:

 


Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti

thumb_lord_moncktonÍ myndbandi Greenman3610, öðru nafni Peter Sinclair, skoðar hann á kaldhæðin hátt rökleysur Lord Monckton. Lord Monckton hefur verið iðinn við að leggja fram fullyrðingar um að vísindin á bak við loftslagsfræðin séu röng, að engin hlýnun eigi sér stað og ýmsu fleiru í þeim dúr. Að mati Greenman3610 á því hversu mikið "þvaður, markleysur, bull og vitleysa" kemur frá Lord Monckton varðandi fræðin, þá hefur hann boðað annan hluta í beinni útsendingu á ClimateTv þann 15. apríl. Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:

Hann dúkkar allsstaðar upp í umræðu afneitunarsinna loftslagsvísindanna.
Hann er ekki vísindamaður. Hann er með gráðu í blaðamennsku.
En hvernig hefur honum tekist að selja sig sem aðal talsmann þeirra sem afneita loftslagsvísindunum?
Í fyrsta lagi, eins og allir góðir sölumenn, þá þekkir Lord Monckton viðskiptavini sína.

Sjá myndbandið á loftslag.is: Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti


Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar

Í vísindum er aðeins eitt sem er betra en bein mæling, gerð í hinum raunverulega heimi, en það eru margar sjálfstæðar beinar mælingar sem allar vísa á sömu niðurstöðu. Það eru til mörg bein sönnunargögn sem öll benda til að fingrafar mannkyns hafi áhrif á hnattræna hlýnun:

Fingrafar mannkynsins á koldíoxíð í andrúmsloftinu

Sú staðreynd að styrkur koldíoxíðs stígur vegna áhrifa manna, verða augljós þegar styrkur CO2 er borin saman við losun CO2:

Mynd 1: Styrkur CO2 í andrúmsloftinu (græn lína – Law Dome, East Antarctica og blá lína – Mauna Loa, Hawaii) og uppsöfnuð losun CO2 í gígatonnum af CO2 (rauð lína – CDIAC).

Staðfesting þess að stígandi styrkur koldíoxíðs sé vegna athafna mannsins kemur frá rannsóknum á því hverskonar kolefni finnst í andrúmsloftinu. Kolefnisatómið hefur nokkrar tegundir samsæta (þ.e. – með mismunandi mörgum nifteindum). Kolefni 12 hefur 6 nifteindir, kolefni 13 hefur 7 nifteindir. Plöntur hafa lægra C13/C12 hlutfall en er í andrúmsloftinu. Ef aukinn styrku CO2 kemur frá jarðefna eldsneyti, þá ætti C13/C12 hlutfallið að fara lækkandi. Það er einmitt það sem er að gerast (Ghosh 2003) og sú leitni er í samræmi við leitni hnattrænar losunar koldíoxíðs.


Mynd 2: Árleg hnattræn losun CO2 frá bruna jarðefna eldsneytis og vegna sement framleiðslu í GTC á ári (svart), árleg meðaltal 13C/12C hlutfalls, mælt í andrúmsloftinu við Mauna Loa frá 1981 til 2002 (rauð) (IPCC AR4).

Frekari staðfesting kemur með því að mæla súrefnis styrk í andrúmsloftinu. Þegar jarðefnaeldsneyti er brennt þá bindist kolefnið í jarðefnaeldsneytinu við súrefni, og myndar koldíoxíð. Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu eykst, þá minnkar styrkur súrefnis. Athuganir sýna að styrkur súrefnis fellur í samræmi við bruna jarðefna eldsneytis.


Mynd 3: Styrkur CO2 á Mauna Loa, Havaí (svart) og Baring Head, Nýja Sjálandi (blátt). Niðri til hægri má sjá mælingar á súrefni (O2) frá Alert, Kanada (bleikt) og Cape Grim, Ástralíu (ljós blátt) (IPCC AR4 2.3.1 unnið úr Manning 2006).

Fingrafar mannkynsins vegna aukningar gróðurhúsaáhrifanna

Gervihnettir  eru notaðir til að mæla innrauða geislun sem sleppur út í geim. Samanburður gervihnattagagna frá 1970 til 1996 sýnir fram á, að minni orka sleppur út í geim á þeim bylgjulengdum sem gróðurhúsalofttegundir gleypa (Harries 2001). Í grein Harries kemur fram “beinar tilraunir sýna sönnunargögn um marktæka aukningu á gróðurhúsaáhrifum á Jörðinni (e. direct experimental evidence for a significant increase in the Earth’s greenhouse effect)” . Þessi niðurstaða hefur verið staðfest af nýrri gögnum frá fleiri gervihnöttum (Griggs 2004, Chen 2007).


Mynd 4: Breyting bylgjulengda frá 1970 til 1996 vegna snefil lofttegunda. “Birtu hitastig” (e. brightness temperature) gefur til kynna svartefni hitastig (Harries 2001).

Það er staðfest með mælingum á jörðu niðri, að minni hiti sleppur út úr lofthjúpnum, þar sem meiri innrauð geislun kemur aftur til jarðar. All nokkrar rannsóknir hafa komist að því að þetta sé vegne aukina gróðurhúsaáhrifa (Philipona 2004, Wang 2009). Greining gagna í háupplausnar orkurófsgreiningum gefa vísindamönnum tækifæri til að magngreina þátt aukningarinnar fyrir hverja gróðurhúsalofttegund (Evans 2006). Niðurstaðan leiðir höfunda greinarinnar til að álykta “þessi tilraunagögn ættu á skilvirkan hátt að enda röksemdafærslur efasemdarmanna um að það séu engin bein sönnunargögn fengin með tilraunum sem sýna fram á tenginguna á milli aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og hnattrænni hlýnun.”


Mynd 5: Orkuróf geislunar gróðurhúsalofttegunda mæld við yfirborð jarðar. Gróðurhúsaáhrif frá vatnsgufu eru síuð frá, til að sýna framlag hinna gróðurhúsalofttegundanna (Evans 2006).

Fingrafar mannkynsins á hitaleitnina

Hægt er að lesa afganginn af færslunni á Loftslag.is:

Tengt efni af Loftslag.is:

 


Súrnun sjávar - hinn illi tvíburi

Bloggfærsla af loftslag.is, þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar

Þótt athyglin beinist mest að afleiðingum hlýnandi loftslags, þá eru aðrar beinar afleiðingar af bruna jarðaefnaeldsneytis og skógareyðingu. Meira en 30% af CO2 sem mennirnir losa, leysist upp í úthöfunum og eykur sýrustig þess. Ove Hoegh-Guldberg, sérfræðingur í vistkerfum kóralla útskýrir hættuna af súrnun sjávar: “Vísbendingar sem verið er að safna víðsvegar um heim benda til þess að súrnun sjávar geti valdið jafnmiklum – ef ekki meiri hættu fyrir lífverur jarðar, en hlýnun jarðar”. Ný grein - Paleo-perspectives on ocean acidification (Pelejero o.fl 2010) brennimerkir súrnun sjávar sem hinn illa tvíbura hlýnunar Jarðar.

Lesa má afganginn af færslunni á loftslag.is:

Tengt efni af loftslag.is


CO2 - áhrifamesti stjórntakkinn

alleyÍ desember síðastliðinn hélt Dr. Richard Alley frá Penn State University fyrirlestur á ráðstefnu AGU (American Geophysical Union). Fyrirlesturinn vakti mikla lukku, enda er Alley einn af virtustu loftslagsvísindamaður heims og einstaklega skemmtilegur fyrirlesari. Við mælum með þessum fyrirlestri, en hann er um 45 mínútur – sérstaklega ef þú vilt skilja af hverju vísindamenn eru svo vissir um tengslin milli CO2 og loftslags jarðar.

Í fyrirlestrinum kennir ýmissa grasa, en Alley fer í gegnum jarðsöguna og fjallar um þá helstu áhrifaþætti sem hafa áhrif á loftslag – sólarorku, styrk gróðurhúsalofttegunda og örður og lofttegundir af völdum eldvirkni. Meginpunktur fyrirlesturins er sá að komin eru fram nokkuð góð sönnunargögn um að styrkur CO2 sé áhrifamesti stjórntakkinn í loftslagssögu jarðar. Hann nefnir auðvitað aðra áhrifaþætti, t.d. í sambandi við hlýskeið og kuldaskeið ísaldar og hvernig breytingar í sporbaug jarðar setja af stað breytingar sem breytir styrk CO2 – sem síðan magnar upp hitabreytingar jarðar (til kólnunar eða hlýnunar).

There’s no doubt that the ice ages are paced by the orbits… No way that the orbit knows to dial up CO2, and say ‘change’. So it shouldn’t be terribly surprising if the CO2 lags the temperature change. The temperature never goes very far without the CO2. The CO2 adds to the warming. How do we know that the CO2 adds to the warming? It’s physics!

En altént er þetta mjög skemmtilegur fyrirlestur, fyrir þá sem hafa áhuga á loftslagsbreytingum að fornu og nýju. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að sjá fyrirlesturinn:

Tengdar færslur

Styrkur CO2 hærri til forna
Ráðgátan um ísöldina á Ordovician leyst?
Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára


Eru loftslagsvísindin útkljáð?

Hér fyrir neðan er þýðing á mýtu, sem upprunalega var birt á Skeptical Science og mun færast yfir á mýtusíðu loftslag.is innan fárra daga frá birtingu.

Röksemdir efasemdamanna…

Margir halda að búið sé að útkljá vísindin um loftslagsbreytingar. Óvissan er mikil, of mikil til að hægt sé að fullyrða nokkuð um hvort mennirnir hafa einhver áhrif á loftslagsbreytingar.

Það sem vísindin segja…

Vísindin eru aldrei 100% útkljáð – vísindi snúast um að minnka óvissu. Mismunandi svið vísinda eru þekkt með mismunandi vissu. Sem dæmi, þá er þekkingin minni á því hvaða áhrif örður hafa á loftslagsbreytingar, heldur en hlýnunaráhrif CO2. Þeir þættir sem minna er vitað um breyta ekki þeirri staðreynd að loftslagsvísindin eru mjög vel ígrunduð.

Algengt er að heyra efasemdamenn segja að “loftslagsvísindin séu ekki útkljáð”, þar sem þeir meina í raun að óvissa innan loftslagsvísindanna sé of mikil til að réttlæta minnkandi losun á CO2. Þau rök sýna ákveðinn misskilning á því hvernig vísindin virka. Í fyrsta lagi þá gera þau rök ráð fyrir að vísindin séu á tvívíðu plani – þ.e. að vísindin séu ekki útkljáð fyrr en þau fara yfir ákveðna ímyndaða línu og þá séu þau útkljáð. Þvert á móti, þá eru vísindin aldrei 100% útkljáð. Í öðru lagi gera þessi rök ráð fyrir því að lítil þekking á einu sviði vísindanna útiloki góða þekkingu á öðru sviði vísindanna. Sú er ekki raunin. Til að svara spurningunni “eru loftslagsvísindin útkljáð”, þá þurfa menn að átta sig fyrst á því hvernig vísindin virka.

Lesa má afganginn af færslunni á loftslag.is - sjá Eru loftslagsvísindin útkljáð?


Magnandi svörun

Hér virðist vera um að ræða einhverskonar magnandi svörun við hlýnun loftslags. Hvort hún er næsta stóra ógn skal ósagt látið.

Magnandi svörun (e. positive feedback) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem afleiðingin magnar upp orsökina og veldur keðjuverkun með hugsanlega slæmum stigvaxandi áhrifum. Á hinn bóginn getur afleiðing myndað mótvægis svörun (e. negative feedback) á móti orsökinni og dregið úr henni.

Magnandi svörun

Við hlýnun jarðar eru ýmis ferli sem valda magnandi svörun.  Við hlýnun eykst t.d. raki eða vatnsgufa í andrúmsloftinu og þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund þá magnar það hlýnunina upp.

Annað þekkt ferli er hið svokallaða Ice-Albeido effect þ.e. þegar hafís bráðnar vegna hlýnunar jarðar þá endurspeglast minna sólarljós út úr lofthjúpnum og sjórinn gleypir meiri hita og því hitnar meira meiri hafís bráðnar.


mbl.is Er hláturgas næsta stóra ógnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafís

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun hafíssins á næstu mánuðum. Það virðist hafa orðið verulegur kippur í útbreiðslu hafíss í marsmánuði, en eins og segir í fréttinni, þá má gera ráð fyrir því að um þunnan ís sé að ræða, sem muni hugsanlega bráðna fljótt þegar sumar hefst á Norðurhveli jarðar.

Nánar er hægt að lesa um hafís í ýmsum færslum á Loftslag.is:


mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband