Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns

Tög: Fornloftslag, Vistkerfi

2624Vísindamenn sem rannsakað hafa Tanganyika vatn, sem er eitt af elstu vötnum Jarðar og annað dýpsta og er staðsett í Austur Afríku sigdældinni, hafa fundið út að hlýnunin undanfarna áratugi eigi sér ekki fordæmi síðastliðin 1500 ár. Þeir segja að áframhaldandi hlýnun eigi eftir að hafa slæm áhrif á fiskistofna vatnsins, sem milljónir manna í kringum vatnið reiða sig á. Niðurstöður rannsóknanna birtist í nýjasta tímariti Nature Geoscience.

Höfundar tóku borkjarnasýni úr botnsetlögum vatnsins og endursköpuðu sögu yfirborðshita úr setlögunum. Gögnin sýna að yfirborðshiti sem mældur var árið 2003, um 26°C hafi verið sá hæsti síðastliðin 1500 ár. Auk þess er mesta hitabreytingin sem sjá má úr setlögunum, sú sem varð á síðustu öld og telja höfundar að sú hlýnun sé valdur að meiri hluta þeirrar hnignunar sem orðið hefur á vistkerfi vatnsins á sama tíma. Það telja þeir vera vegna minnkandi hringstreymis næringarefna úr neðri lögum vatnsins við hærri yfirborðshita.

Niðurstaðan er fengin út frá tveimur leiðöngrum sem farnir voru árið 2001 og 2004, en þá voru kjarnarnir teknir.

...

Lesa má restina af færslunni á loftslag.is, Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns

 

Tengdar færslur á loftslag.is


Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar og einnig á loftslag.is, Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?

Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama skapi þá myndi Vestur Suðurskautið valda um 6 m sjávarstöðuhækkun. Austur Suðurskautið myndi síðan valda um 70 m hækkun sjávarstöðu, en sú jökulbreiða er ólíklegust til að verða fyrir mikilli bráðnun. Því er mikilvægt að rannsaka viðbrögð þessara jökulbreiða við hlýnun jarðar.

Nýlega kom út grein (Stone 2010), en höfundar hennar áætla að styrkur CO2 í andrúmsloftinu, sem yrði til þess að bráðnun Grænlandsjökuls færi á fullt, sé á bilinu 400-560 ppm. Við núverandi losun CO2 út í andrúmsloftið þá verður styrkur þess orðið 400 ppm innan 10 ára.

Þó það sé ákveðin óvissa um eðli jökulbreiðanna, þá eru ýmsar vísbendingar um það hvernig jökulbreiður hegði sér við hlýnun jarðar. Ef við skoðum Grænlandsjökul nánar, hvað segja mælingar okkur þá að sé að gerast á Grænlandi? Þyngdarmælingar frá gervihnöttum sem mæla massajafnvægi hafa sýnt að Grænlandsjökull er að missa massa hraðar og hraðar (Velicogna 2009).


Mynd 1: Breytingar í jökulmassa Grænlandsjökuls áætlað út frá þyngdarmælingum úr gervihnettinum GRACE.Ósíuð gögn eru með bláa krossa og rauðir krossar þegar búið er að sía frá árstíðabundinn breytileika. Besta annars stigs leitnilína er sýnd sem græn lína (Velicogna 2009).

En hvernig vitum við hvernig Grænlandsjökull muni bregðast við hlýnun til lengri tíma litið? Hægt er að skoða hvernig jökullinn hefur brugðist við á fyrri tímabilum jarðsögunnar. Ein af bjartsýnni spám IPCC hljóðar upp á hnattræna hlýnun upp á 1-2°C við lok þessarar aldar. Síðast þegar það gerðist var fyrir um 125 þúsund árum. Á þeim tíma var sjávarstaða um 6 m hærri en hún er í dag (Kopp 2009). Það segir okkur að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru mjög viðkvæmar fyrir stöðugu hærra hitastigi en nú er og að búast megi við því að á næstu öldum hækki sjávarstaða um metra frekar en sentimetra.

Eins og minnst er á hér ofar í formála, þá er komin út grein um stöðugleika Grænlandsjökuls og heitir hún The effect of more realistic forcings and boundary conditions on the modelled geometry and sensitivity of the Greenland ice-sheet (Stone 2010). Við rannsóknina voru notuð gögn sem sýna undirliggjandi landslag á Grænlandi og þykkt jökulsins og þau notuð til að smíða nákvæmt líkan af hreyfingum Grænlandsjökuls. Við gerð líkansins var líkt eftir hegðun jökulsins ef styrkur CO2 í andrúmsloftinu væri stöðugur við 400, 560 og 1120 ppm. Líkanið var síðan keyrt sem samsvarar 400 ár við það ástand.

Niðurstaðan við þær keyrslur er að þótt jökulbreiðan bráðni ekki að fullu við 400 ppm þá missir Grænlandsjökull töluverðan massa eða á milli 20-41%. Hafa ber það í huga að þetta gerist ekki á augnabliki við að styrkur fer yfir 400 ppm – heldur tekur það nokkrar aldir. Við styrkaukningu upp í 560 ppm, missir Grænlandsjökull á milli 52-87% af massa sínum. Ef CO2 fer upp í 1120 ppm, þá verður lítið eftir af jökulbreiðunni eða rýrnun um 85-92%. Mikilvægasta niðurstaða greinarinnar er sú að Grænlandsjökull verður mjög óstöðugur við styrk CO2 í andrúmsloftinu á bilinu 400-560 ppm.

Þetta er töluverð óvissa og líklegt að á næstu árum þá muni menn reyna að festa það betur niður hvar mörkin eru. Þetta bil á milli 400 og 560 ppm er þó hægt að setja í samhengi við spár IPCC um losun CO2 út öldina. Ef ekkert er gert til að draga úr losun á CO2, þá er búist við að styrkur CO2 fari upp í 1000 ppm árið 2100. Jákvæðustu spárnar gera ráð fyrir að styrkur CO2 fari yfir 500 ppm árið 2100.


Mynd 3: Styrkur CO2 mældur á Mauna Loa frá 1958-2008 (svört brotalína) og mismunandi sviðsmyndir IPCC (litaðar línur) (IPCC Data Distribution Centre).

Mynd 3 sýnir vissulega bara spár. En hvernig ætli þetta sé búið að vera að þróast undanfarna áratugi? Losun á CO2 síðustu ár hefur í raun og veru fylgt nokkurn vegin verstu sviðsmyndinni.


Mynd 4: Losun CO2 við bruna jarðefnaeldsneytis og framleiðslu sements, borið saman við IPCC spár um losun.Litaða svæðið sýnir sviðsmyndir IPCC (Copenhagen Diagnosis).

Gervihnattamælingar, gögn um fornloftslag og líkön sem líkja eftir jökulbreiðum sýna öll sambærilega mynd. Hlýnun jarðar hefur gert Grænlandsjökulinn óstöðugan, en sýnt hefur verið fram á að hann er viðkvæmur fyrir stöðugu og hærra hitastigi en nú er. Með áframhaldandi losun CO2 þá er líklegt að á næstu öldum muni Grænlandsjökull valda sjávarstöðuhækkun um nokkra metra. Þá er jökulbreiðan á Suðurskautinu ekki tekin með í myndina, en Suðurskautið er einnig að missa massa á auknum hraða.


mbl.is Landris vegna bráðnunar jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitasti apríl og tímabilið janúar - apríl

Helstu atriðið varðandi hitastig aprílmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir apríl 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,76°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. aprílmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltali 20. aldarinnar.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu var 0,57°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var það heitasta í apríl samkvæmt skráningum. Hitastigið var mest áberandi á hafsvæðum við miðbaug, sérstaklega í Atlantshafinu.
  • Hitastig á landi á heimsvísu var það 3. heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 1,29°C yfir 20. aldar meðaltalið.
  • Fyrir tímabilið janúar – apríl var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,69°C yfir meðaltalið það heitasta fyrir tímabilið síðan mælingar hófust.

Apríl 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar – apríl.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir aprílmánuð 2010.

tafla_april_2010_moggablogg.png

 Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – apríl 2010.

Eins og sést þá hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum. Samkvæmt NASA, þá eru síðustu 12 mánuðir einnig þeir heitustu frá því mælingar hófust.

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

 


mbl.is Heitasti aprílmánuður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskistofnar fylgja sínu kjörhitastigi

Þessi frétt minnir okkur á þær breytingar sem eru að verða í sjónum, samfara hlýnun Jarðar. Hér fyrir neðan er frétt um nýlega grein þar sem einmitt er fjallað um það - birt fyrst á loftslag.is: Fiskistofnar fylgja sínu kjörhitastigi

Nýleg grein sem birtist í Marine Ecology Progress Series sýnir áhugaverðar breytingar sem eru að verða á landgrunninu við Norðausturströnd Bandaríkjanna. Síðastliðna fjóra áratugi hefur helmingur fiskistofna þeirra sem rannsóknin náði yfir, færst norður á bóginn. Þessi færsla er talin tengjast breytingum í sjávarhita.

Kort sem sýnir færslu nokkurra fiskistofan við Norðausturströnd Bandaríkjanna

Kort sem sýnir áætlaða færslu nokkurra fiskistofna við Norðausturströnd Bandaríkjanna við hlýnun sjávar.

Skoðuð voru árleg könnunargögn frá 1968-2007 á stofnum ýmissa sjávarnytjategunda, allt frá þoski og ýsu og yfir í kola og síld, ásamt öðrum tegundum. Sjávarhitagögn og langtímaferlar líkt og Norður-Atlantshafssveiflan voru einnig greind, til að sjá samhengi hitastigsgagnanna.

thorskurSamkvæmt niðurstöðu þessarar rannsóknar hafa margir fiskistofnar færst norður á bóginn, til kaldari sjávar eða verið á sama svæði og fært sig dýpra en þeir finnast venjulega. Þessir fiskistofnar virðast því vera að aðlagast sínu kjörhitastigi.

Valdar voru 36 tegundir, sem voru almennt mikið veiddar við könnun á stofnstærð þeirra (togararallí) en einnig eru þetta mikilvægar nytjategundir sem og vistfræðilega mikilvægar. Þá voru þær ólíkar innbyrðis. Skoðað var hvar fiskurinn var veiddur og ástand hans fyrir hvert ár. Fyrir hvern stofn var áætlað hvar hann sótti í að vera, meðaldýpi, stærð svæðisins og meðalsjávarhiti.

Einnig var tekið inn í reikninginn ásókn í fiskinn fyrir hvern tíma ásamt náttúrulegum sveiflum í sjávarhita.

Sjávarhiti hefur aukist frá sjöunda áratugnum og var færsla 24 af þeim 36 stofnum sem rannsakaðir voru í samræmi við þær breytingar í hitastigi. Tíu stofnar höfðu meiri útbreiðslu en áður, en tólf stofnar höfðu dregist saman í umfangi. Þrátt fyrir miklar breytingar sem hægt var að tengja ásókn í fiskistofnana, þá var eitt sem var alltaf stöðugt og það var hitastigið sem að þeir sóttu í að vera í, hvort heldur það var færsla til norðurs eða niður á meira dýpi.

Það fer því eftir mikið eftir hæfni tegundanna til að færa sig um set, að sýnu kjörhitastigi, hvort stofnarnir aukast eða minnka. Þróunin virðist almennt vera á þá leið að fyrir hvert svæði, þá séu að koma inn meira af hlýsjávartegundum á kostnað kaldsjávartegunda sem þá færa sig norðar eða niður á meira dýpi.

Höfundar segja að búast megi við sömu þróun í hafsvæðunum í kring og jafnvel víðar, því skoðaðir voru stofnar mjög ólíkra fiskitegunda.

Heimildir

Hægt er að lesa ágrip af greininni hér: Nye o.fl. 2009 – Changing spatial distribution of fish stocks in relation to climate and population size on the Northeast United States continental shelf

Umfjöllun um greinina má sjá á ScienceDaily.com

Tengdar færslur á loftslag.is


mbl.is Sandhverfa veiðist í Húnaflóanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnsbílar

Á næstu árum munu, ef áform ganga eftir, rafmagnsbílar (og einnig bílar með aðra orkugjafa) hefja innreið sína á bílamarkaðinn. Það er þó ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi. Það má kannski komast þannig að orði, að það þurfi að verða breyting á hugarfari varðandi notkun og áfyllingu orku á bílana.

Við vitum flest hvernig þeir bílar sem er núna á markaðnum virka (í grófum dráttum). Við erum nánast fædd með upplýsingar um það hvernig bensínstöðvar virka og hvar þær eru staðsettar. Í gegnum árin hefur þróunin einnig verið á þann veg að við sjáum að miklu leiti um að dæla á bílinn sjálf og við lærum að það þarf þrennt til að bíllinn gangi, þ.e. súrefni, neisti og eldsneyti. En hv ernig ætli rafmagnsbílar virki…? Ja, ekki er beint hugmyndin að svara því hérna, en skoða aðeins hvaða áskoranir þarf að skoða við umbyltingu á bílaflota, eins og væntanleg innleiðing rafbíla getur orðið. Það virðist t.d. vera ákveðin hræðsla við að hleðslan klárist í miðjum bíltúrnum. Þannig að staðsetning orkustöðva og hversu langan tíma hleðsla tekur er mikilvæg svo og hversu langt bílarnir komast á hleðslu. Það mun væntanlega taka lengri tíma að hlaða bíla, en að fylla bensín á tankinn, þar af leiðandi er mikilvægt að finna neyslumynstrið, svo innleiðingin verði auðveldari.

Nissan Leaf

Í nýrri rannsókn sem gerð verður í Bandaríkjunum og byrjar núna í sumar, á að fylgjast með 4.700 notendum rafmagnsbíla í 11 borgum staðsettum í 5 ríkjum. Bílarnir eru allir af gerðinni Nissan Leaf. Notendur bílanna hafa samþykkt að gefa upplýsingar um notkun á bílunum, hvernig hleðslu á bílunum er háttað og hvar, svo og aðrar upplýsingar tengda notkun bílanna. Þáttakendum er skipt í hópa og fá mismunandi upplýsingar, sumir fá ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig best sé að hlaða og á hvaða tímum, aðrir fá litlar upplýsingar. Svo er skoðað hver munurinn er á milli hópanna. Og reynt verður m.a. að fá svar við því, hvort það verði einhver marktækur munur á því hvernig hóparnir haga notkun sinni?

Það er t.d. munur á því hvort að bílarnir eru hlaðnir á nóttu eða degi. Ef flestir velja að hlaða bílana á daginn, þá þyrfti að koma til aukin fjárfesting og bygging fleiri raforkuvera, til að anna eftirspurninni, en ef flestir hlaða á nóttunni, þá eru meiri möguleikar á því að raforkunetið anni eftirspurninni án fleiri raforkuvera og þar með minni losun CO2 en ella. Þetta er eitt af því sem vonast er til að hægt verði að kortleggja í rannsókninni og einnig hvort hægt er að hvetja notendur til að nýta frekar næturnar t.d. með upplýsingagjöf og/eða mismunandi á verði. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari rannsókn og hvernig þróunin verður í framtíðinni, en gera má ráð fyrir því að þróunin verði í áttina að bílum og samgöngutækjum sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Rafbílaleiga í HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið

Tög: Hitastig, Lofthiti, NASA, Sjávarhiti

ÞrátThumb_2010vs2005_1998t fyrir tal um kulda í vetur, sérstaklega í Norður-Evrópu og hluta Bandaríkjanna, þá er síðasta 12 mánaða tímabil það heitasta frá því mælingar hófust samkvæmt NASA. Þetta sést þegar rýnt er í hitagögn frá NASA. Einnig kemur í ljós að apríl mánuður er sá heitasti frá því mælingar hófust og einnig  að tímabilið janúar til apríl í ár það hlýjasta fyrir það tímabil. Við höfum hér á loftslag.is einnig skoðað horfur fyrir árið 2010 í færslunni; Hitahorfur fyrir árið 2010, þar segir m.a.:

Horfur með hitastig 2010

Eins og sést ef skoðaðar eru helstu náttúrulegar sveiflur og spár um þær, þá bendir margt til þess að árið 2010 verði heitara en árið 2009 og jafnvel talið líklegt að það geti orðið heitasta árið frá því mælingar hófust. Ástæðan fyrir því er þá helst talin vera áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og líkur á áframhaldandi meðalsterkum El Nino – ef aftur á móti það verða snöggar breytingar í El Nino og nægilega mikil eldvirkni til að valda kólnun, þá eru minni líkur á því að árið 2010 verði það heitasta frá upphafi mælinga.

Hvort þessi spá rætist skal ósagt látið, en árið er hlýtt hingað til þrátt fyrir lágdeyðu í sólinni. Þess ber þó að geta að meðalstór El Nino er í gangi og hefur áhrif á hitastigið. Það eru fleiri en NASA sem skrá hitastig á heimsvísu, við höfum verið með reglulegar fréttir af hitastiginu frá NOAA. Tölurnar frá þeim ættu að koma fljótlega eftir helgi og verður fróðlegt að sjá hvernig þróunin er samkvæmt þeirra tölum. Það getur munað einhverju smávægilegu frá tölum NASA, þ.a.l. er spurning hvort að það falli einhver met samkvæmt þeirra tölum.

Tengt efni á loftslag.is:


Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?

Tags: Mýtur, Skeptical Science

Hér fyrir neðan er þýðing á mýtu, sem upprunalega var birt á Skeptical Science og mun færast yfir á mýtusíðu loftslag.is innan fárra daga frá birtingu. Einnig er hægt að lesa færsluna á loftslag.is, Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?

Röksemdir efasemdamanna…

Tveir amerískir rannsóknaraðilar staðhæfa að vísindamenn bandarískra stjórnvalda hafi skekkt leitni hitastigs á heimsvísu með því að hunsa mælingar frá þúsunum veðurstöðva um allan heim, sérstaklega þá á stöðum hærra yfir sjávarmáli og á hærri breiddargráðum, eins og t.d. í Norður Kanada. (Vancouver Sun)

Það sem vísindin segja…

Samanburður á gögnum er varða leitni hitastigs frá þeim stöðvum sem voru teknar út og frá þeim stöðvum sem haldið var inni í gagnaröðinni sýnir að stöðvarnar sem voru teknar út eru með örlítið lægri hitaleitnilínu. Fækkun veðurstöðva (þar sem færri stöðvar eru tiltækar) hefur raunverulega orðið til þess að leitni hitastigs er aðeins minni en ella, en munurinn er hverfandi síðan 1970.

Stofnanirnar NOAA og NASA fá hitastigsgögn frá Global Historical Climatology Network (GHCN). Snemma á 10. áratugnum, fækkaði veðurstöðvum á lista GHCN nokkuð. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé meðvituð herferð til að fjarlægja kaldari veðurstöðvar til að hækka hitaleitnina. Þessi hugmynd hefur verið drifinn áfram af Joseph D’Aleo og Anthony Watts í skýrslu sem hægt er að nálgast á vefnum, Surface Temperature Records: Policy Driven Deception. Upphaflega stóð í skýrslunni, “Það hefur orðið alvarleg kerfisbundin villa við það að fjarlægja stöðvar hátt yfir sjávarmáli, á hærri breiddargráðum og í dreifbýli, sem leiðir til alvarlegs ofmats á leitni hitastigs.” Þessi texti hefur verið fjarlægður úr síðustu útgáfum skýrslu þeirra. Samt sem áður þá er hugmyndinni um að stöðvar sem voru fjarlægðar hafi valdið falskri hitaleitni áfram haldið á lofti í bloggheimum (t.d. oft í athugasemdum á Skeptical Science).

Hvers vegna eru núna færri stöðvar í hitastigsmælingum? Fjöldi áþreifanlegra veðurstöðva sem skila hitastigsgögnum hefur fækkað, sumar af eldri stöðvunum eru ekki lengur aðgengilegar í rauntíma (NOAA). Í raun er hið skynjaða “drop-off” gert verra, því í raun hefur NOAA verið að bæta sögulegum gögnum inn í GCHN gagnabankann, frá eldri veðurstöðvum sem ekki eru lengur með, í viðleitni til að afla enn víðtækari gagna um fortíðina.

Aðalatriðið varðandi þetta mál, er hvort að fækkun veðurstöðva hafi haft áhrif á hitaskráninguna. Skýrsla D’Aleo gerir enga slíka greiningu. Þrátt fyrir það, þá hafa verið gerðar nokkrar óháðar greiningar, þar sem reynt er að nálgast einmitt þá spurningu. Fyrsta greiningin var gerð af Tamino frá Open Mind sem greindi hitastigsgögn frá veðurstöðvunum sem höfðu verið teknar út úr GHCN skráningunni (merkt pre-cutoff). Hann bar þær stöðvar svo saman við þær stöðvar sem var haldið í röðinni (merkt post-cutoff).


Mynd 1: Hitastigsgögn fyrir stöðvar sem duttu út (blá lína) samanborið við þær stöðvar sem urðu eftir (rauð lína)
(Open Mind).

Það sem er athyglisvert við þetta graf, er ekki aðeins það að það er tiltölulega lítill munur á ferlunum tveimur, heldur einnig það að veðurstöðvarnar sem voru teknar út sýna hærri hitaleitni en þær sem héldust inni. Þetta er ekki neitt sem kemur á óvart, þegar tekið er tillit til þess að margar af stöðvunum sem duttu út, koma frá stöðum á hærri breiddargráðum. Þrátt fyrir að stöðvar á þeim svæðum hafi kaldari raun hita, þá sýna þær hærri hitaleitni. Þetta er m.a. vegna svokallaðrar pólar-mögnunar, þar sem hlýnun við miðbaug er minni en hlýnun við pólana, sem er vegna ýmissa áhrifa, m.a. magnandi svörunar vegna breytingar í endurvarpi frá ís og snjó.

Óháð greining var einnig gerð af Clear Climate Code, sem bar einnig saman hitastigsgögn fyrir stöðvarnar sem duttu út og þær sem haldið var inni. Hann setti einnig inn ferla til að bera saman langtíma hlýnun fyrir bæði tilfellin af stöðvum.


Mynd 2: Hitagögn “fyrir 1992 / eftir 1992 stöðarnar” frá
“The 1990s station dropout does not have a warming effect” (Clear Climate Code)

Svipað og í niðurstöðum Tamino, þá fann Clear Climate Code út að á stöðvarnar sem duttu út höfðu hærri hitaleitnin en þær stöðvar sem haldið var inni. Munurinn virðist að stóru leiti vera vegna fráviks í eldri gögnum frá 19. öld. Samt sem áður, þá gerðu þeir einnig ferla fyrir leitni síðustu 30 ára fyrir báða ferlana. Hitaleitnin fyrir 1962 til 1992 fyrir stöðvunum sem duttu út er nánast eins og hitaleitnin fyrir 1979 til 2009 fyrir stöðvarnar sem héldust inni.

Svona til  að hafa góðan samanburð, þá er hér önnur óháð greining sem var gerð var af Zeke Hausfather á The Blackboard (það eru fleiri sem hafa fengið sömu niðurstöðu, en ég vil ekki að þessi færsla verði of einhæf):


Mynd 3: Samanburður á skráningum á stöðvum sem voru með og duttu út árið 1992
(The Blackboard).

Ástæðan fyrir veðurstöðvunum sem “duttu” út, er einfaldlega sú að þær stöðvar voru ekki lengur virkar í söfnun hitastigsgagna. Það sem er aftur á móti mikilvægast í þessu sambandi er að stöðvarnar sem duttu út valda ekki falskri hækkaðri hitastigsleitni.  Í raun þá er hið gagnstæða raunin, þar sem brottnám stöðva frá hærri breiddargráðum hefur í för með sér örlitla kólnunarleitni (miðað við öll gögnin) síðan 1880. Munurinn á hitastigsleitninni eftir 1970 er hverfandi.

Tengt efni af loftslag.is:


Er hlýnunin af völdum innri breytileika?

Tags: Mýtur, Skeptical Science

Hér fyrir neðan er þýðing á mýtu, sem upprunalega var birt á Skeptical Science og mun færast yfir á mýtusíðu loftslag.is innan fárra daga frá birtingu, færsluna er einnig hægt að lesa á loftslag.is, Er hlýnunin af völdum innri breytileika?

Röksemdir efasemdamanna…

Fyrir litlar breytingar í loftslagi, þ.e. tíundu hlutar úr gráðu, þá er engin þörf að leita að ytri ástæðum. Loftslag Jarðar er aldrei í jafnvægi. Straumar úthafanna valda því að hiti færist milli dýpri laga sjávar og yfirborðs á nokkrum árum og upp í áratugi. Nýleg grein (Tsonis o.fl. 2007) bendir til þess að þessi innri breytileiki sé nægur til að vera ráðandi fyrir loftslagsbreytingar á tuttugustu öldinni.

Það sem vísindin segja…

Með því að lesa grein Tsonis o.fl. þá sést að innri breytileiki í loftslagssveiflum veldur því að hlýnunina hægir á sér og eykur hraðann tímabundið. Þegar þessi innri breytileiki er tekin í burtu þá er einsleit og aukin hlýnun einkennandi fyrir 20. öldina.

Oft er vísað í rannsókn Tsonis og Swanson sem rök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum. Rannsóknir þeirra benda til að í loftslagi verði ákveðin umskipti - á ákveðnu augnabliki þá skipti loftslag frá hlýjum og yfir í köld tímabil – eða öfugt. Þeir fullyrða að þess konar umskipti hafi orðið í kringum árin 1910, 1940, 1976 og 2001. Sumir hafa túlkað verk þeirra þannig að umskipti í loftslagi geti útskýrt hlýnun Jarðar síðustu áratugi. Richard Lindzen telur að ‘þessi breytileiki sé nægur til að útskýra allar loftslagsbreytingar frá nítjándu öld’. Er það í samræmi við rannsóknir Tsonis og Swanson? Þeir sem best eru fallnir til að svara þeirri spurningu eru höfundar sjálfir en þeir ræða þann möguleika í ritrýndri grein.

Í upprunalegu greininni, eftir Tsonis, Swanson og Krawtsov, leggja þeir til að loftslag stjórnist að hluta til af fyrirbæri sem kalla mætti samstillta óreiðu (e. synchronised chaos) (Tsonis o.fl. 2007). Þegar skoðaðar eru ýmsar hringrásir sjávar, líkt og El Nino sveiflan (El Nino Southern Oscillation – ENSO) og Norður-Atlantshafssveiflan (North Atlantic Oscillation – NAO), þá kemur í ljós að þessar sveiflur virðast samstillast á ákveðnum tímapunktum og að þá verði ákveðin umskipti í loftslagi. Eftir samstillinguna sem varð árið 1910 þá fylgdu nokkrir áratugir hlýnunar. Önnur samstilling varð árið 1940 og þá kom í kjölfarið kaldara tímabil, frá 1940-1970. Á áttunda áratugnum byrjaði síðan aftur að hlýna.


Mynd 1: Hnattrænt hitafrávik HadCRUT3 á tuttugustu öldinni, þar sem teiknað er inn tímabil samstillingar til kólnunar og hlýnunar (Swanson & Tsonis 2009).

Hefðbundinn skilningur á því hvaða breytingar urðu til hlýnunar á áttunda áratugnum er að hlýnun af völdum CO2 hafi náð að yfirgnæfa þá kólnun sem varð vegna minnkandi geislunarálags frá örðum. Tsonis og Swanson koma því með °’aðra tilgátu, að umskipti hefðu orðið eftir áttunda áratuginn í átt til hlýrra loftslags, sem hefði bæst við leitnilínu hlýnunar af mannavöldum’. Það er síðan tilgátan um að hér sé um að ráða viðbót við hlýnun af mannavöldum sem að Swanson og Tsonis rannsökuðu síðan áfram.

Árið 2009 héldu þeir áfram að rannsaka þessa samtillingu í hringrásum sjávar og vöruðu við því að ’þessi umskipti sem hér er lýst eru að öllum líkindum að bætast við langtímaleitni hlýnunar af völdum aukins geislunarálags af mannavöldum’(Swanson & Tsonis 2009). Þeir héldu síðan greiningum sínum áfram í grein þar sem notast var við loftslagslíkön til að aðskilja breytileika af völdum manna og náttúrulegs breytileika (Swanson o.fl.l 2009). Þegar búið er að aðskilja innri breytileika úr hitafráviki (þykk svört lína), þá sýnir hreinsað merki (brotalína) nær einsleita hlýnun út alla tuttugustu öldina. Í raun sýnir þessi aðskilnaður aukna hlýnun á seinni hluta aldarinnar:

Mynd 2: GISS hitafrávik með 21 ára hlaupandi meðaltali (þykk lína) ásamt hitastigi þar sem búið er taka í burtu innri breytileika (brotalína) (Swanson 2009).

Ef umskipti í loftslagi eru raunveruleg, þá sýna rannsóknir Tsonis og Swanson að þau eru ekki valdur að hlýnuninni á 20. öldinni. Þess í stað þá bætast þau ofan á langtímaleitni hlýnunarinnar – sem er að aukast. Þetta er í samræmi við mælingar sem sýna að Jörðin er búin að taka til sín hita frá 1950 (Murphy 2009). Þessi umskipti í loftslagi hafa ekki stöðvað orkuójafnvægi Jarðar. Þau valda frekar því að hlýnunin hægir á sér tímabundið og eykst síðan hraðar þess á milli.

Þrátt fyrir það, þá er kenningin um þessi loftslagsumskipti ekki að öllu leyti útskýranleg. Eitt af lykilatriðunum í rannsókn Tsonis og Swanson er að umskipti hafi orðið yfir í kaldara tímabil í kringum 2001-2002. Þessi breyting er meira áberandi í HadCRUT hitaröðinni, sem sýna ekki að fullu hnattrænan hita. Þegar Norðurskautið er tekið með, þá er hlýnunin meiri undanfarin ár og þar með eru umskiptin árið 2001-2002 ekki eins fastmótuð. Þar með byggir kenningin á ófullnægjandi gögnum.

Í Swanson 2009 er enn eitt atriði rætt, en það er að ef loftslag er viðkvæmara fyrir innri breytileika en áður var haldið, þá myndi það einnig þýða að loftslag væri viðkvæmara fyrir breytingum í geislunarálagi. Þar með væru breytingar í geislunarálagi frá sólinni, kólnun vegna aukinna súlfatarða og aukið geislunarálag vegna aukningar í CO2 í andrúmsloftinu. Af því leiðir mikilvæg spurning, sem höfundar setja fram en svara ekki. Hinn venjubundni skilningur er að virkari sól og minnkandi eldvirkni hafi valdið miklu af lýnuninni í upphafi 20. aldar. Að sama skapi er talið að kólnun hafi orðið vegna aukinna súlfatarða um miðja síðustu öld. Þótt höfundar haldi því fram að umskipti í loftslagi vegna innri breytileika sé orsökin, þá benda þeir ekki á neinar eðlisfræðilegar skýringar á því - hvers vegna virkari sól og kælandi örður hafi ekki haft þau áhrif sem búist er við?

Þar fyrir utan, ef þessi atriði verða leyst og kenning Tsonis og Swanson verður úrskurðuð sem líkleg, þá er klárt að umskipti loftslags vegna innri breytileika draga ekki úr trúverðugleika þess að jörðin sé að hlýna af mannavöldum. Þvert á móti, þá hafa þeir sýnt að undir þessum innri breytileika er langtíma hlýnun. Greining Tsonis og Swanson bendir því til þess að einsleit og aukin hlýnun hafi verið í gangi alla 20. öldina.

Tengt efni af loftslag.is:


Endurnýjanleg orka - Lausn mánaðarins

Tags: Greenman3610, Lausnir, Vindorka

thumb_vindorkaÞað eru komin 2 ný myndbönd frá góðkunningja okkar, Greenman3610 sem fjallar jafnt um mýtur efasemdamanna sem og lausnir til að draga úr losun CO2 út í lofthjúpinn. Hér kemur lausn mánaðarins um endurnýjanlega orkugjafa – að þessu sinni fjallar hann um Vindorku. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessum nýju myndböndum er eitthvað á þessa leið:

Myndband 1:

Að það sé orka í vindinum er ekki ný uppgötvun, maðurinn hefur verið að nota hana í þúsundir ára. Það sem fólk veit þó almennt ekki, er hversu mikið hefur verið að gerast undanfarin 100 ár í rannsóknum á henni.

Það er enginn skortur á orku… [Eftirfarandi tenglar fylgja myndbandinu til frekari upplýsinga]

20% af vindorku árið 2030 -|- Að skipta yfir í endurnýjanlega orku árið 2030 | og hér -|- Kína tekur forskot í virkjun vindorku -|- Hreyfimynd af olíuslysi -|-  Saga beislunar vindorku – hluti 1 -|-  Saga beislunar vindorku – hluti 2  -|-  National Academy – fuglar -|- Orkugeymslustöðvar í Bandaríkjunum -|- Lækkandi orkuverð með hjálp vinds -|- Vindþurrð -|- Af hverju vindþurrð í Texas veldur ekki áhyggjum -|- Rannsókn ERCOT á vindþurrð Danmörk: toppsæti fjárfestinga 2 ár í röð -|- Hafsjór ónýttrar orku -|- Neikvætt verð  -|- Danmörk: Hamingjusamasta fólk veraldar

Myndband 2:

Ég gat aðeins komið hluta þess efnis sem ég klippti saman í fyrsta myndbandið, mörg af ónotuðu klippunum gefa svör við þeim spurningum sem hafa komið fram í kjölfarið.

Myndböndin sjálf má sjá á Loftslag.is:

Þess má geta að fyrir stuttu síðan kom ákall frá Greenman um að kjósa sig í netkosningu, en hann á kost á að fá styrk frá Brighterplanet. Hægt er að kjósa þrisvar og hvetjum við alla sem hafa gaman að myndböndunum hans að kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig inn til þess og er það tiltölulega einfalt ferli. Hægt er að skoða myndband með ákalli Greenman, hér. Það kemur í ljós á morgun 15. maí, hvaða verkefni fær styrkinn.

Hvað er rangt við þetta graf?

Tags: Afneitun, Gögn, Heit málefni, Hitastig

Við fréttum af þessu grafi hér undir sem kemur úr þessu PDF-skjali og er afurð m.a. tveggja vel þekktra efasemdarmanna um hlýnun jarðar af völdum aukningar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, þeim Willie Soon (sem er stjarneðlisfræðingur) og Lord Monkton (sem er ekki Lord), sjá heimasíðu SPPI. Í lok skjalsins segir meðal annars í aðdraganda þess að grafið er sett fram:

Clearly, it is now time for us all to use the grey matter between our ears and to think for ourselves!

Ætli það sé ekki ráð að nota gráu sellurnar og grannskoða þetta graf. Gröf þessu líkt hafa einmitt sést á ýmsum blogg og heimasíðum og eiga að gefa til kynna vöntun í fylgni hitastigs og aukins styrks CO2. En hvað er rangt við þetta graf?

Það vill svo vel til að Michael Tobis hefur gert greiningu á svipuðu grafi og fundið þrjár blekkingar í því sem mætti kalla tæknileg atriði gagnanna og meðhöndlun þeirra í grafinu.

  1. Sitthvor aðferðin við vinnslu gagnanna er notuð. Hitastigið er sett fram sem mánaðar meðaltal, en styrkur CO2 virðist vera án árstíðabundina sveiflna. Þetta gerir það að verkum að á meðan styrkur CO2 eykst jafnt og þétt, þá lítur út fyrir miklar sveiflur í hitastiginu, sem ekki eru í takti hvort við annað.
  2. Val á skölum á lóðrétta ásunum ýkir áhrifamikið breytinguna í styrk CO2. Á síðustu hundrað árum hefur styrkur CO2 hækkað um u.þ.b. 100 ppm, en hitastig um 0,8°C. En á grafinu eru 0,8°C settar á lóðrétta ásinn á móti aðeins 35 ppm á CO2 skalanum, sem þýðir að styrkur CO2 er ýktur sem nemur þreföldun á móti hitastigskvarðanum.
  3. Mjög stuttur tímarammi fjarlægir 90% af mælingum og skilur okkur eftir með allt of lítið af hitastigsgögnum til að ákvarða marktæka leitni. Loftslag er oft skilgreint sem 30 ára tölfræði veðurlags, þannig að ekki ætti að setja fram leitni með notkun á gögnum sem ná aðeins yfir 15 ár.

Michael Tobis hefur gert endurbætt graf, sem ekki inniheldur þessar villur.

40 ár af gögnum ætti að duga til að ná fram marktækum samanburði á gögnunum. Lóðrétti skalinn er þarna samanburðarhæfur fyrir bæði gagnasettin og þetta eru hvorutveggja gögn sem eru unnin út frá mánuðum, með þeim sveiflum sem því tilheyra á báðum tilfellum.

Efra grafið er enn eitt dæmið um þær blekkingar sem stundum sjást úr röðum þeirra sem telja ekki að vísindin geti veitt svör við spurningum varðandi hlýnun jarðar við aukningu gróðurhúsalofttegunda.

Heimildir:

Tengt efni af Loftslag.is:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband