Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
29.6.2010 | 09:14
Yfirvofandi ísöld og vísindaleg umræða
Síðustu vikuna höfum við birt 2 myndbönd á loftslag.is sem okkur langar til að nefna hér á blogginu:
Í fyrra myndbandinu eru skoðaðar sögusagnir um yfirvofandi ísöld vegna stöðvunar Golfstraumsins. Hvernig komu þessar sögusagnir til og hverju spáðu vísindamenn...sjá Fregnir af yfirvofandi ísöld hraktar.
Hitt myndbandið er endurbirting myndbands um þær grunn ályktanir sem vísindamenn hafa um, að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum valdi loftslagsbreytingum og hvernig vísindaleg umræða hefur verið um málið, m.a. þeirra sem eru efins um þá kenningu...sjá Vísindaleg umræða.
Tengt efni á loftslag.is:
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- 32.000 sérfræðingar
- Al Gore gegn Durkin
- Fleiri myndbönd Potholer54
- Myndbönd eftir Greenman3610
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 10:50
Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár
Undanfarin ár hafa nokkrir vísindamenn og áhugamenn um hafís Norðurskautsins gefið út spár um það hvernig útbreiðsla hafíss verður háttað í lok sumarbráðnunar. Þetta er meira til gamans gert en alvöru, en einnig er þetta nokkur keppni milli þeirra sem taka þátt til að sýna fram á að þeirra aðferð til að spá um hafísútbreiðslu sé best. Þess ber að geta að sá sem þetta skrifar hefur ekki mikla trú á slíkum spám því allt of mikið getur gerst sem hefur áhrif á útbreiðsluna en það er gaman að prófa og sjá spádómsgáfurnar.
Hér fyrir neðan er nýjasta spáin, sem gefin var út 22 júní síðastliðinn, en lesa má um spána hér September Sea Ice Outlook: June Report
Þess ber að geta að til að taka þátt í þessari spá, þá þurftu menn að senda inn tölur í lok maí, en síðan þá hefur margt gerst og bráðnun hafíssins komist á mikið skrið.
Flestir virðist spá því að útbreiðslan verði mitt á milli þess sem hún var árið 2008 (um 4,7 milljónir ferkílómetra*) og 2009 (5,4 milljónir ferkílómetra), en fyrir þá sem ekki vita þá var lægsta útbreiðsla sem mælst hefur árið 2007 (um 4,3 milljónir ferkílómetra).
Hér má sjá þróunina undanfarin ár:
Til að setja hámarksútbreiðsluna undanfarna áratugi í sögulegt samhengi þá er hér línurit sem sýnir útbreiðsluna undanfarna hálfa öld eða svo sumarútbreiðslan er neðsti hluti hverrar árstíðasveiflu á línuritinu:
Það er því greinilegt að það eru miklar sveiflur á milli ára og margt getur gerst á stuttum tíma.
Staðan þegar þetta er skrifað er sú að útbreiðslan í dag er minni en hún var metárið 2007, fyrir sömu dagsetningu:
Að auki er rúmmál hafíssins það lægsta sem hefur verið undanfarna áratugi, samkvæmt útreikningum Polar Science Center:
Hvað gerist í framhaldinu er óljóst, vindar og skýjahula spila mikla rullu auk hitastigs sjávar og lofts þar sem hafísinn er. Þykkt og dreifing ræður miklu og óteljandi þætti hægt að taka inn í spárnar.
Mín spá:
Ég ákvað lauslega áður en ég hóf að skrifa þessa færslu að líta eingöngu á eitt og miða mína spá út frá því þ.e. leitninni undanfarna þrjá áratugi. Ef ég hefði gert það þá hefði spá mín orðið sú að lágmarksútbreiðsla eftir sumarbráðnun yrði sirka svipuð og í fyrra (5,4 milljónir ferkílómetra) sem er svipað og margir af sérfræðingunum spá. Svo ákvað ég að taka inn í reikningin bráðnunina undanfarinn mánuð og þá staðreynd að útbreiðslan nú er minni en árið 2007 sem var metárið. Einnig tek ég með í reikninginn að rúmmal hafíssins hefur hreinlega hríðminnkað undanfarna mánuði og því ætti að vera ljóst að það ætti að þurfa minna til að bráðnun nái sér á strik enn frekar. Auk þess erum við stödd núna á ári sem verður mögulega það heitasta frá upphafi mælinga.
Því spái ég hér með að lágmarksútbreiðsla hafíss verði sambærileg við metárið 2007 þ.e. að það verði í kringum4,3 milljónir ferkílómetra í lok sumarbráðnunar.
Ég vil að lokum skora á sem flesta til að skrifa spá sína hér fyrir neðan og rökstuðning. Allt í gamni að sjálfsögðu.
*Hér er miðað við tölur frá NSIDC og má búast við lokatölum í október í haust. Bíðum spennt.
- - -
Við viljum gjarnan fá spár varðandi þetta í athugasemdir á loftslag.is og vísum því í athugasemdakerfið við færsluna þar, sjá Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár
25.6.2010 | 11:03
Er CO2 mengun?
Hér er endurbirt færsla af loftslag.is frá því í vetur (sjá Er CO2 mengun?)
Í umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög skynsamleg rök og satt best að segja þá finnst manni við fyrstu sýn að þetta sé gott og gilt.
Skilgreining
Hér er skilgreining á mengun:
mengun -ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið
Skoðum þessa skilgreiningu aðeins betur lið fyrir lið:
- Skaðlegar breytingar í umhverfinu: Nú er vitað að aukning á CO2 er að valda loftslagsbreytingum og súrnun sjávar
.
Í júlí árið 2008 kom út skýrsla fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og þar er eftirfarandi texti:
Margir ólíkir þættir geta valdið breytingum á náttúrulegum kerfum. Sumir eru af mannavöldum en þó ekki loftslagstengdir. Sem dæmi um slíka þætti má nefna hnignun landgæða, skógareyðingu, mengun og vöxt þéttbýlis. Áhrif slíkra þátta þarf að greina frá áhrifum loftslagsbreytinga. Þegar jörðin er skoðuð í heild sinni er líklegt að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi þegar haft merkjanleg áhrif á umhverfi og mörg vistkerfi
Höldum áfram:
- Vegna umsvifa mannsins: Einnig er vitað að aukningin á CO2 er af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og landnotkunar, þ.e. af mannavöldum
.
Höldum áfram:
- Hafa áhrif á heilsufar manna og lífríki: Vísindamenn sýna daglega fram á það með nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingar eða súrnun sjávar hafa áhrif á heilsufar manna og lífríkið
Hér eru nýlegar fréttir um áhrif á lífríki:
- Fewer Migratory Birds in Dutch Woods Due to Climate Change
- Fisheries and Aquaculture Face Multiple Risks from Climate Change
- Hypoxia Tends to Increase as Climate Warms
- Scientists Map Speed of Climate Change for Different Ecosystems
- Butterflies Reeling from Impacts of Climate and Development
Í fyrrnefndri skýrslu umhverfisráðuneytisins segir ennfremur um tengsl við heilsufar:
Einnig má merkja áhrif loftslagsbreytinga á þætti tengda heilsufari, svo sem á dauðsföll vegna sumarhita í Evrópu, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og smitleiðir farsótta á sumum svæðum
Niðurstaða
Það skiptir ekki máli, þegar verið er að skilgreina eitthvað efni sem mengandi, hvort það er til í náttúrunni eða ekki. Það að magn CO2 hefur aukist það mikið af völdum manna að það er farið að skaða umhverfið vistkerfin og þar með farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Í núverandi magni er CO2 nú þegar talið vera orðið mengandi efni og farið að hafa töluverð áhrif á samfélag manna og lífríkis.
Að lokum má benda á að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (Environmental Protection Agengy EPA) skilgreindi CO2 sem mengun í fyrsta skipti í fyrra.
Ítarefni:
Umhverfisstofnun Íslands: Hnattræn mengun
Skýrslan sem gefun var út fyrir Umhverfisráðuneytið: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Vísindavefurinn: Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA), um mengandi gróðurhúsalofttegundir: Endangerment and Cause or Contribute Findings for Greenhouse Gases under the Clean Air Act
Tengt efni af loftslag.is:
- Hvað er kolefnisfótspor?
- Þess vegna hækka gróðurhúsalofttegundir hitastig
- Orkusetur | Ný reiknivél
- Hagfræði og loftslagsbreytingar
- CO2 áhrifamesti stjórntakkinn
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2010 | 09:51
Samhljóða álit vísindamanna styrkist
Nýlega birtist grein í PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences) þar sem staðfest er samhljóða álit (e. consensus) loftslagsvísindamanna að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og séu af völdum manna (Anderegg o.fl. 2010).
Gerð var greining á ritrýndum skrifum 1372 loftslagsvísindamanna og kom í ljós að nánast allir vísindamenn sem eru virkir á sviði loftslagsvísinda telja að loftslagsbreytingar séu af völdum manna. Í ljós kom að um 2% af þeim 50 vísindamönnum sem teljast virkastir í loftslagsvísindum eru ekki sannfærðir um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Svipað er upp á teningnum þegar skoðaðir eru topp 100 virkustu vísindamennirnir, en þá eru 3% ekki sannfærðir og um 2,5% af topp 200 vísindamönnunum hafa efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá kom í ljós að því meira sem vísindamenn hafa skrifað í ritrýnd tímarit - því líklegri voru þeir til að vera sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Höfundar segja enn fremur (lauslega þýtt):
Þrátt fyrir að fjölmiðlar leitist við að sýna báðar hliðar rökræðunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem getur leitt til misskilnings meðal almennings um hvar sú rökræða stendur, þá eru ekki allir loftslagsvísindamenn jafnir hvað varðar vísindalegan trúverðugleika og sérfræðiþekkingu á loftslagskerfum.
Þá benda höfundar á að þessi umfangsmikla greining á þeim sem eru framarlega í loftslagsvísindum bendi til þess að umræða í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna, sem og almenn umræða, ætti að taka mið af þessu þegar verið er að fjalla um loftslagsmál.
Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir af svipuðu meiði, en Doran o.fl. (2009) komust að svipaðri niðurstöðu, sjá t.d. mýtuna Vísindamenn eru ekki sammála, en þar segir meðal annars:
Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna. Doran o.fl. 2009
Heimildir og ítarefni
Anderegg o.fl. 2010 - Expert credibility in climate change
Doran o.fl. 2009 - Examining the Scientific Consensus on Climate Change
Tengt efni af loftslag.is
23.6.2010 | 09:02
Kolefnisfótspor | Bjór
Kolefnisfótspor af hálfum lítra af bjór í koldíoxíð jafngildi, CO2e:
300g CO2e: Innlendur bjór af krana á hverfiskránni
500g CO2e: Innlendur átappaður bjór í Vínbúðinni, eða erlendur bjór af krana á kránni
900g CO2e: Átappaður erlendur bjór í Vínbúðinni, sem kemur langt að
- Athugið að útreikningar eru gerðir út frá breskum aðstæðum og ber því ekki að taka bókstaflega - en geta þó verið leiðbeinandi
Bjór er væntanlega ekki stærsti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda hjá meðal fjölskyldunni. Þó geta nokkrir bjórar af innfluttum bjór á dag valdið kolefnisfótspori sem samsvarar allt að einu tonni CO2e á ári.
Það eru nokkrir áhrifavaldar sem skipta máli þegar kolefnisfótsporið er skoðað. Þættir eins og innihald, pökkun, eldsneyti, rafmagn og flutningur skipta miklu máli. Einnig þarf að skoða hluti eins og ferðalög starfsmanna, kolefniskostnaðinn við að skipta út tækjabúnaði þegar þess þarf, ásamt notkun skrifstofuáhalda og búnaðar.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var á Keswick Brewing Company, sem er lítið brugghús á Bretlandi, þá er innihaldið rúmlega þriðjungur kolefnisfótsporsins, eldsneyti og rafmagn um fjórðungur og ferðalög starfsmanna um tíundi hluti. Gerjunarferillinn var um það bil tuttugasti hluti.
Nokkrum kílómetrum frá Keswick brugghúsinu, er stórt ölgerðarhús. Afhending vöru frá því til kráa í nágrenninu fer í gegnum dreifingarmiðstöð í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð. Þetta er algengt meðal stærri ölgerða erlendis. Það virðist því vera góð hugmynd að kaupa bjór sem er framleiddur í héraði eða innlendann. Hér á Íslandi kemur væntanlega til flutningur hráefnis en kolefnisfótspor sjálfrar framleiðslunnar er mögulega mun minna en framleiðslunnar erlendis, vegna vatnsorkunnar okkar. Einnig er minna kolefnisfótspor vegna flutninga hinnar fullunnu vöru, þegar flutningur er einungis innanlands. Þess má einnig geta að varðandi flutning bjórs um langan veg og kolefnisfótsporsins, þá er þyngdin mikilvæg og bjór í dós er léttari en flöskubjór, því má ætla að dósabjór sem kemur um langan veg sé með léttara kolefnisfótspor en flöskubjórinn.
Almennt má segja að þá gildi þumalfingursreglan, því lengra sem vörur koma að, þeim mun stærra er kolefnisfótsporið. Pakkningar og þyngd skipta einnig máli í öllum vöruflokkum ásamt flutningsmáta.
Heimild:
Tengt efni á loftslag.is:21.6.2010 | 22:24
Olíulekinn í samhengi
Olíulekinn í Mexíkóflóa er gríðarlegt umhverfisslys. Mér hefur persónulega fundist fréttaflutningur hér á landi (og víðar) vera út frá einhverjum undarlegum vinkli um það hvað BP er alveg að fara að gera... eða næstum búið að koma í veg fyrir... í sambandi við lekann. Það virðist þó að mínu mati hafa orðið einhver breyting á því nýlega, nú þegar umfang olíumengunarinnar er að verða öllum ljós. Það hafa verið misvísandi fréttir af því hversu mikil olía lekur í flóann á hverjum sólarhring. Í fyrstu var talað um "aðeins" 5.000 tunnur á sólarhring og þótti mörgum nóg um. Nýlegar fréttir benda þó til að lekinn úr borholunni á hverjum sólarhring sé um 40.000 tunnur, jafnvel meira. Hvort það hefur verið svo mikið magn allan tímann skal ósagt látið, fyrir utan svo að það hefur náðst einhver árangur við að draga úr lekanum. Þessi leki mun hugsanlega hafa mikil áhrif á vistkerfi Mexíkóflóa og ströndum sem liggja að honum og jafnvel víðar. Þetta mengunarslys er nú þegar orðið eitt það stærsta í sögunni og engin ástæða til að draga eitthvað úr þeirri staðreynd. Meintur árangur við að draga úr lekanum héðan í frá minnkar ekki þann skaða sem nú þegar er orðin vegna þessa. Vonandi munu aðgerðir þær sem nú eru í gangi bera skjótan árangur, svo hægt verði að koma í veg fyrir að umfang mengunarinnar verði enn meiri en komið er.
Það hafa ýmsir aðilar skoðað lekann í samhengi við aðra hluti. Til að mynda hafa sést ýmsir útreikningar á samanburðinum á losun CO2 á dag í heiminum og svo lekans í Mexíkóflóa á degi hverjum. Til að nálgast þetta má líta til tölunnar 40.000 tunnur á sólarhring. Hver tunna er u.þ.b. 138,8 kg af óunninni olíu, heimild. 40.000 tunnur * 138,8 kg / tunna = 5.552.000 kg af olíu á sólarhring, eða 5.552 tonn, sem verður að teljast nokkuð mikið...
Til samanburðar þá höfum við, með losun koldíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis, bætt 2 ppm af CO2 á ári í lofthjúpinn, sem eru um 15,6 Gt (milljarðar tonna) CO2 á ári. Þarna erum við að tala um magn CO2 í kg, til einföldunar skulum við bera þessa tölu saman við olíulekann. Útreikningur: 15.600.000.000 tonn / 365 dagar / 5552 tonnum af olíu / dag = 7.698 olíulekar á dag...
Til að draga þetta saman, þá þýðir í stuttu máli: Losun CO2 á degi hverjum svarar til u.þ.b. 7.700 olíulekum á degi hverjum...
Þessi útreikningur svarar til þess útreiknings sem er gerður hér. Á RealClimate nefna þeir töluna 5.000 í þessu sambandi, en þeir gáfu ekki upp útreikningana sérstaklega. Hvort sem er réttara, má sjá að losun CO2 er gríðarleg á degi hverjum.
Mannkynið losar mikið magn af CO2...það er nokkuð ljóst og það mun hafa afleiðingar, sérstaklega til lengri tíma litið. Umhverfisslysið í Mexíkóflóa verður þó ekki minna af því og það verður að taka á því máli af styrk til að koma í veg fyrir enn verri afleiðingar en fyrirsjánlegar eru miðað við núverandi olíumengun, það er hið mikilvæga verkefni dagsins...til lengri tíma verðum við svo að draga úr losun á CO2 í lofthjúpinn...við þurfum að átta okkur á því sem fyrst.
Heimildir:
Tengt efni á loftslag.is:- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns
- Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára
- Fjöldaútdauði lífvera
- Súrnun sjávar hinn illi tvíburi
Olíubætur berist fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 22.6.2010 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2010 | 16:35
Hafísútbreiðslan í maí
Fréttin hér undir er af loftslag.is, sjá Hafís | Maí 2010. Það er ekki úr vegi að rifja hana upp í sambandi við þessa frétt mbl.is.
...
Hafísútbreiðslan á norðuskautinu minnkaði verulega í maí eftir að hafa verið mikil í apríl. Hitastigið var yfir meðallagi sem hefur væntanlega haft áhrif á útkomuna. Undir lok mánaðarins var útbreiðslan orðin nærri því sem var í maí 2006, sem er það lægsta sem mælst hefur fyrir lok maí mánaðar. Greiningar sérfræðinga frá Háskólanum í Washington reikna með að ísrúmmálið hafi haldið áfram að minnka miðað við síðastliðin ár. Það er hins vegar of snemmt að segja til um það hvort að útbreiðsla hafíssins verði minni í september, en árið 2007, þegar það var minnst frá því mælingar hófust. Það fer mikið eftir aðstæðum í sumar, þ.e. veðurfari og vindi á næstu mánuðum.
Hafísútbreiðsla um mánaðarmótin maí-júní 2010. Miðgildið er merkt með bleikri línu. Hafísútbreiðslan er 500.000 ferkílómetrum undir meðaltalinu 1979-2000.
Þróun hafíss 2010, viðmiðun við meðaltal 1979-2000 og einnig 2006 og 2007.Samanburður á útbreiðslu hafís í maímánuði, eftir árum. Eins og sjá má er línuleg minnkun í þróun útbreiðslu hafíssins.Hitafrávik fyrir maí 2010. Hitastigið var víðast 2°-5°C yfir meðaltalinu í mánuðinum.
Frávik í rúmmáli hafíss síðan 1979. Í maímánuði var rúmmálið minnst fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust.
Heimildir:
- NSIDC.org - hafísinn maí 2010
- Allar myndirnar eru af heimasíðu NSIDC
- Helstu sönnunargögn
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Tag - Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
- Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli
Hafís þokast nær landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2010 | 08:09
Hitastig | Maí 2010
Helstu atriðið varðandi hitastig maímánaðar á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir maí 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,69°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (14,8°C).
- Fyrir tímabilið mars-maí 2010, er sameinað hitastig fyrir bæði land og haf það heitasta, með hitafrávik upp á 0,73°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar fyrir tímabilið (14,4°C).
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið janúar til maí 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,68°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar.
- Hitastig sjávar á heimsvísu var 0,55°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og er það næst heitasta fyrir maímánuð samkvæmt skráningum.
- Fyrir tímabilið mars-maí 2010 var hitastig sjávar á heimsvísu 0,55°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og er það heitasta skráning fyrir tímabilið.
- Hitastig á landi á heimsvísu fyrir bæði maí mánuð og tímabilið mars-maí er það heitasta samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 1,04°C og 1,22°C yfir meðaltali 20. aldar.
- Fyrir norðurhvelið er bæði meðalhitastig maímánaðar 2010 fyrir landsvæði og sameinað hitastig lands og sjávar það heitasta frá því mælingar hófust. Sjávarhitastigið var það næst heitasta fyrir maímánuð á norðuhvelinu. Fyrir tímabilið mars-maí var hitastig á norðurhvelinu það heitasta fyrir tímabilið.
- El Nino ástandið hætti í maí 2010.
Maí 2010
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar maí.
Sjá nánar á loftslag.is, Hitastig | Maí 2010
Heimildir og annað efni af loftslag.is:
- Hitastig apríl 2010 á heimsvísu
- Hitastig mars 2010 á heimsvísu
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- NOAA maí 2010
- Tag Hitastig
- Helstu sönnunargögn
17.6.2010 | 10:19
Sjávarstöðubreytingar
Hérna má sjá hvernig sjávarstaðan hefur breyst frá um 1870. Gögnin frá 1993 eru beint frá gervihnöttum. Það er að sjálfsögðu einhver óvissa í þessum mælingum sérstaklega fyrir 1993. En þarna sést að sjávarstöðubreytingar eru meiri nú en fyrir 1993. Núna hækkar sjávarstaðan um 3,32 mm á ári, en fyrir 1993 er talið að sjávarstaðan hafi hækkað um 1,7 mm á ári frá 1870.
Tengt efni á loftslag.is:
14.6.2010 | 20:19
Lausnir
Þetta gæti verið rétt hjá Obama að þetta umhverfisslys á Mexíkóflóa muni hugsanlega opna augu almennings fyrir öðrum lausnum til orkuöflunar. Það er svo sem hægt að nefna ýmsar lausnir, m.a. vindorku, sólarorku, kjarnorku og fleira. M.a. munu metan- og rafmagnsbílar hafa möguleika á að ná augum landsmanna í framtíðinni. Hvað sem verður, þá höfum við, á loftslag.is, skrifað sitthvað um ýmsa þá möguleika sem eru til umræðu, sjá nánar umfjöllun um nokkrar lausnir og tengt efni á loftslag.is:
- Rafmagnsbílar
- Myndband: Endurnýjanleg orka Lausn mánaðarins (Vindorka I. hluti)
- Myndband: Vindorka II. hluti
- Myndband: Endurnýjanleg orka Lausn mánaðarins
- Orkusetur | Ný reiknivél
- Hvað er kolefnisfótspor?
- Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
- Lausnir og mótvægisaðgerðir
Obama vill hreina orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)