Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Vindorka | Ný tækni - Vindstilkar

Við þekkjum öll hefðbundnar vindmyllur. Þær hafa reynst ágætlega víða um heim til raforkuframleiðslu, en eitt vandamál hefur oft verið nefnt til sögu þegar rætt er um þær og það er að þær eru að margra mati ljótar ásýndar. Til að reyna að finna ráð við þessu, þá hefur hópur hönnuða gert nýja tegund vindorkuvera, þar sem þeir fengu lánaðar nokkrar hugmyndir frá sjálfri náttúrunni.

... 

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m..a eru myndir af hinum svokölluðu vindstilkum, sjá Vindorka | Ný tækni - Vindstilkar 

Tengdar færslur á loftslag.is:

 


Sjaldgæfur atburður

Í fréttum víða um heim komast menn ekki hjá því að - í minnsta lagi - velta því upp hvort hitabylgjan í Moskvu sé að einhverju leiti tengd hlýnun Jarðar.

Loftslagsvísindamenn eru almennt séð frekar varkárir í yfirlýsingum sínum, þó fjölmiðlar eigi það til að blása slíkt upp. Því heyrir maður oft hjá þeim, að ekki sé hægt að tengja einstaka atburði sem þessa við hnattræna hlýnun, þótt keyrslur loftslagslíkana hafi einmitt bent á að slíkir atburðir verði sterkari við aukið hnattrænt hitastig. Tölfræðilega hefur reynst erfitt að henda reiður á það hvort hér sé um að ræða beina afleiðingu hnattrænnar hlýnunar - til þess er náttúrulegur breytileiki of mikill.

Einn tölfræðingur skoðaði hitabylgjuna í Moskvu, þ.e. hitastig í júlí undanfarin 60 ár eða svo og fékk þessa mynd (sjá Red hot):

dailyhi

Það má ljóst vera að júlí 2010 var töluvert heitari en önnur ár á tímabilinu. Reyndar kom í ljós við þessa tilraun að hitastig fyrir daglegan hita í júlí 2010 er um 3,6 staðalfrávik frá meðaltalinu. Fyrir normaldreifð gildi, þá eru líkurnar á öfgunum í Moskvu um 0,0003 - eða um 1 á móti 3000.

Því má álykta sem svo að hér sé mögulega kominn atburður í safnið sem tölfræðilega má álykta að sé beintengdur hnattrænni hlýnun. Það má þó búast við því að loftslagsvísindamenn og tölfræðingar eigi eftir að rýna betur í gögn sumarsins þegar líður nær vetri, en margt bendir til þess að hlýnun Jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda, lítil virkni sólar (og þar með breytingar í vindakerfum) og ENSO Kyrrahafssveiflan hafi allt átt sinn þátt í þessum veðuröfgum.

Líklegt má telja að veðuröfgar þessa árs séu eitthvað sem búast má við að aukist á næstu áratugum og öldum (sjá tengla hér fyrir neðan).


mbl.is Hitinn lagði marga að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CO2 er fæða fyrir plöntur

Í nýju myndbandi sem sýnt er á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair), fyrir þá lífseigu mýtu um að aukning CO2 sé gott fyrir plöntur og þ.a.l. sé aukning þess í andrúmsloftinu bara jákvæð. Í hans eigin umsögn um myndbandið tekur hann eftirfarandi fram:

Plöntur nota CO2. Þess vegna er meira CO2 gott. Þetta eru einn af þessum harðgerðu fjölæringum loftslagsafneitunarinnar. Eins og svo margar alhæfingar, þá mun þessi fyrr eða seinna lenda í árekstri við hina raunverulegu veröld.

Svo mörg voru þau orð hjá honum. Mig langar að benda á að hann kemur sér fyrst að efninu (að mínu mati) u.þ.b. 1/3 inn í myndbandinu, gefið honum þvi smá stund :)

Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is -  CO2 er fæða fyrir plöntur

Tengt efni á loftslag.is:

 

 


Hitastig júlímánaðar á heimsvísu

Helstu atriði varðandi hitastig júlímánaðar á heimsvísu í myndum, sjá nánar á loftslag.is, Hitastig | Júlí 2010

 

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

 


Heitasta 12 mánaða tímabil síðan mælingar hófust

Hér undir má sjá tvær myndir sem sýna hitastig og breytingar á því. Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Heitustu 12 mánuðir síðan mælingar hófust.

Mynd 1: 12 mánaða vegið meðaltal - NASA

Mynd 2: Hitastig fyrstu 7 mánuði áranna 2010, 2005 og 1998 - NASA

Tengdar færslur á loftslag.is:


Er hnattræn hlýnun góð?

Kostir og gallar hnattrænnar hlýnunar (eða hnattrænna loftslagsbreytinga) er talin verða mjög breytileg milli svæða á hnettinum. Ef hlýnunin verður mild þá er erfitt að meta hvaða svæði muni dafna og hvaða svæði verða fyrir áföllum, en eitt er víst að því meiri sem loftslagsbreytingarnar verða, því alvarlegri verða afleiðingarnar. Áframhaldandi loftslagsbreytingar munu að öllum líkindum gera afkomu meirihluta mannkyns erfiðari – aðallega vegna þess að við höfum nú þegar byggt upp samfélag sem er aðlagað því loftslagi sem verið hefur undanfarnar aldir.

Sjá nánar um þetta á loftslag.is; Er hnattræn hlýnun góð?

Tengdar færslur á loftslag.is


Óræk sönnun ?

Til að byrja með er rétt að árétta að hér er verið að blogga við frétt þar sem stendur:

Vísindamenn segja að risastór borgarísjaki sem brotnaði af Grænlandsjökli nýlega, sé ekki óræk sönnun um hnattræna hlýnun.

Það er rétt að þetta er ekki óræk sönnun um hnattræna hlýnun, en að þessi borgarísjaki sé hluti af eðlilegri bráðnun er líklega full djúpt í árina tekið.

En það er þó rétt að vísindamenn geta ekkert fullyrt um að svona einstakir atburðir séu óræk sönnun hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn notast heldur ekki við orðalagið óræk sönnun, heldur eru lögð fram gögn sem benda til þess að hnattræn hlýnun eigi sér stað, eins og t.d. mælingar á hitastigi um allan heim. Sem dæmi er nýleg frétt sem við skrifuðum um á loftslag.is (10 vísar hnattrænnar hlýnunar) um nýlega skýrslu en þar má meðal annars lesa um greinilegar vísbendingar um hnattræna hlýnun:

Skýrslan er byggð á umfangsmiklum gögnum frá ýmsum áttum (gervihnettir, veðurbelgir, veðurstöðvum á landi, skip, baujur og staðbundnar rannsóknir) og skilgreina höfundar tíu mælanlega þætti sem vísa á hnattrænar breytingar í hitastigi. Hver þessara vísa hefur breyst í samræmi við hnattræna hlýnun. Sjö eru að aukast: lofthiti yfir landi, yfirborðshiti sjávar, lofthiti yfir sjó, sjávarstaða, hitainnihald sjávar, raki og hitistig í veðrahvolfinu. Þrír þeirra sína minnkun: hafís Norðurskautsins, jöklar og snjóhula að vori á Norðurhveli Jarðar.

Kvarðar sem sýna aukningu (smella á til að stækka) 

 

Kvarðar sem sýna aukningu til vinstri og sem sýna minnkun til hægri (smella til að stækka).

.

Hitt er annað að ef svona atburðir verða algengari en áður, þá væri hægt að fara að segja að þeir gætu stafað af hærra hitastigi, þó ekki væri það heldur óræk sönnun...heldur vísbending um áhrif hærra hitastigs.

Til gamans má geta þess að á sama degi og borgarísjakinn brotnaði frá jöklinum, þá varð Hnattræn hlýnun 35 ára, en það er vissulega ekki heldur óræk sönnun fyrir hlýnun Jarðar.

Tengdar færslur á loftslag.is


mbl.is Ísjakinn hluti af eðlilegri bráðnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun

Fyrr í vikunni fjölluðum við um skýrslu NOAA um stöðu loftslags 2009, sem er góð samantekt á hinum fjölmörgu vísbendingum um að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (sjá 10 vísar hnattrænnar hlýnunar). Þegar komið er á hreint að Jörðin sé að hlýna, þá leiðir það af sér mikilvæga spurningu: Hvað er að valda þessari hnattrænu hlýnun

Hér fyrir neðan er samantekt á mælanlegum vísbendingum sem svara þeirri spurningu. Margar mismunandi mælingar finna greinileg ummerki um þátt manna í loftslagsbreytingum: 

10 vísar um mannlegan þátt hnattrænnar hlýnunar (af Skeptical Science).

Nánar á loftslag.is; 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun

Tengdar færslur á loftslag.is

 


10 vísar hnattrænnar hlýnunar

Nú nýverið kom út skýrsla NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) um ástand loftslags fyrir árið 2009. Í henni koma meðal annars fram 10 greinileg ummerki þess að hitastig Jarðar sé að hækka. Yfir 300 vísindamenn, frá 160 rannsóknateymum í 48 löndum tóku þátt í gerð skýrslunnar – en þar er einnig staðfest að síðasti áratugur hafi verið sá heitasti frá upphafi mælinga.  

Skýrslan er byggð á umfangsmiklum gögnum frá ýmsum áttum (gervihnettir, veðurbelgir, veðurstöðvum á landi, skip, baujur og staðbundnar rannsóknir) og skilgreina höfundar tíu mælanlega þætti sem vísa á hnattrænar breytingar í hitastigi. Hver þessara vísa hefur breyst í samræmi við hnattræna hlýnun. Sjö eru að aukast: lofthiti yfir landi, yfirborðshiti sjávar, lofthiti yfir sjó, sjávarstaða, hitainnihald sjávar, raki og hitistig í veðrahvolfinu. Þrír þeirra sína minnkun: hafís Norðurskautsins, jöklar og snjóhula að vori á Norðurhveli Jarðar.  

Tíu vísar hnattrænnar hlýnunar (Mynd NOAA).

 Sjá nánar á loftslag.is; 10 vísar hnattrænnar hlýnunar

Tengdar færslur á loftslag.is  

 


Hafís og borgarísjaki

Útbreiðsla hafíss í júlímánuði var sú næst minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Í júlí hægði á bráðnun hafíss (miðað við júní og maí), en nú er eldri ísinn sem endaði í Beaufort hafinu fyrr í vetur byrjaður að bráðna.

Nánar um þetta á loftslag.is; Hafís | Júlí 2010 - Þar má einnig sjá fróðlega hreyfimynd af því þegar borgarísjakinn brotnaði frá Grænlandsjökli. 

Tengt efni á loftslag.is:

 


mbl.is Stærsti borgarísjaki í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband