Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Loftslagsbreytingar með augum bænda

Undanfarna áratugi hafa bændur, í skógivöxnum hlíðum Darjeelings í Himalajafjöllum ,tekið eftir ýmsu undarlegu. Ár og lækir eru að þorna, uppskera minnkar og tré blómstra nokkru áður en vorar. Reynsla þeirra samræmist gervihnattagögnum samkvæmt nýrri grein eftir Chaudhary og Bawa (2011) sem bendir til þess að staðbundin þekking geti í raun hjálpað vísindamönnum að fylgjast með afleiðingum loftslagsbreytinga.

Höfundar tóku viðtöl við heimilisfólk 250 heimila í 18 þorpum í Himalajafjöllum sem öll eru staðsett í 2000-3ooo metra hæð. Til að skekkja ekki niðurstöðurnar þá var ekki spurt beint út um breytingar í veðrakerfum, heldur kannað hvort einhverjar breytingar hefðu orðið í lífsgæðum síðastliðin 20 ár og þaðan fylgt eftir með spurningum um t.d. þurrka og hitastig.

Sem dæmi þá sagði hópur kvenna frá þeirri reynslu sinni að þær þyrftu nú að þvo áhöld til geymslu matar oftar en fyrr, vegna þess að maturinn skemmdist fyrr sökum hærra hitastigs. Annað dæmi eru þorpsbúar sem bjuggu hæst, töluðu um óvenjuheit sumur og að það vori fyrr. Neðar í hlíðunum var síðan kvartað yfir auknum ágangi moskítóflugna og algengar plöntur finnast hærra í fjöllunum en áður á sama tíma og aðrar plöntur hafa horfið.

Breytileiki í landbúnaði er ekki eitthvað sem er óþekkt, en í viðtölunum kom fram að erfitt væri orðið að stunda ræktun vegna þess hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er að verða.

Heimildir og ítarefni

Greinin sem til umfjöllunar er, má lesa í Biology letters og er eftir  Chaudhary og Bawa 2011 (ágrip): Local perceptions of climate change validated by scientific evidence in the Himalayas

Umfjöllun um greinina má lesa á heimasíðu Science: Watching Climate Change Through a Farmer’s Eyes.

Tengt efni á loftslag.is


Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?

Röksemdir efasemdamanna…

Það koma alltaf öfgar í veðri eins og sjá má ef skoðaðar eru fréttir og annálar síðustu alda – þurrkar, úrhelli og stormar hafa alltaf haft áhrif á okkur mennina. Öfgar í veðri eru því náttúrulegir og hnattræn hlýnun hefur ekki áhrif á það.

Það sem vísindin segja…

Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri.

Oftast þegar fólk heyrir af öfgafullu veðri, til dæmis flóðum eða þurrkum, þá spyrja menn sig hvort sá atburður hafi orðið vegna hnattrænnar hlýnunar? Því miður þá er ekki til neitt einhlítt svar við þeirri spurningu. Veður er mjög breytilegt og öfgar verða reglulega víða um heim. Til að svara spurningunni þarf að reikna út leitni og það tekur tíma – sérstaklega þegar gögn eru fátækleg og jafnvel ófáanleg fyrir viss svæði.

Búist er við að öfgar í veðri aukist við hnattræna hlýnun jarðar, vegna þess að hækkandi hitastig hefur áhrif á veðrakerfin á margskonar hátt. Vart hefur verið við breytingar í tíðni öfgaveðurs samfara hnattrænni hlýnun og vísbendingar eru um að sumar þessara breytinga séu vegna áhrifa manna á loftslag.

[...]

Lesa færsluna í heild á loftslag.is

 ...

 

Ítarefni

Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science.

Tengt efni á loftslag.is


mbl.is Flóð í miðvesturríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni

Að meðaltali losum við mennirnir jafngildi heildarársframleiðslu allra eldfjalla og jarðhitakerfa jarðar af koldíoxíð (CO2) á einungis 3-5 dögum. Þetta er niðurstaða yfirlitsgreinar um losun CO2 af völdum manna og eldvirkni (Gerlach 2011).

Það virðist algengur misskilningur meðal almennings, en þó sérstaklega meðal efasemdamanna um hnattræna hlýnun af mannavöldum, að styrkur CO2 í andrúmsloftinu ráðist að mestu af eldvirkni. Svo er ekki. Á undanförnum áratugum hefur losun manna á CO2 aukist upp í að vera hundraðfalt meira en losun á CO2 vegna eldvirkni.

[...]

Nánar má lesa um þetta og m.a. skoða graf varðandi málið á loftslag.is, Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni

Tengt efni á loftslag.is


Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Það virðast rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna – heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar.

Þessi viðvörun er merkileg í ljósi þess að þeir sem vara við afleiðingum hlýnunar jarðar af mannavöldum, eru oft á tíðum kallaðir “Alarmistar” – í samhengi við það að margir efasemdamenn vara við yfirvofandi kólnun og meðfylgjandi erfiðu tíðarfari. En við skulum líta aðeins á hvað er til í því að kuldatímabil eða kuldaskeið sé í vændum.

Litla Ísöldin og núverandi hlýnun

Það er ekki langt síðan jörðin gekk í gegnum kuldatímabil sem kallað er Litla Ísöldin (sveiflur eru miklar frá mismunandi stöðum á jörðinni, en almennt er talið að hún hafi staðið frá sautjándu öld og fram til miðja nítjándu öld – sumir vilja meina að hún hafi byrjað mun fyrr jafnvel á þrettándu-fjórtándu öld). Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þá hafi verið töluverð hnattræn kólnun eða lítilsháttar og að einhverju leiti staðbundin kólnun – um það eru menn ekki sammála.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Tengdar efni af loftslag.is:

 


Vísindi í gapastokk

Endurbirting myndbands (á loftslag.is).

Í myndbandinu (sem sjá má á loftslag.is) ræðir Greenman3610 (Peter Sinclair), m.a. um hin marg umtöluðu tilfelli rangtúlkana sem fóru í gang varðandi orð Phil Jones, í viðtali við BBC á síðasta ári, um að hlýnunin síðan 1995 til 2009 væri ekki marktæk innan 95% örryggisstigsins (tölfræðileg skilgreining). Það var túlkað af einhverjum sem svo að ekki hefði hlýnað síðan 1995, sem er nett rangtúlkun.

Ný gögn þar sem árið 2010 er með í talnasafninu, og lengja því tímabilið um einungis eitt ár, sýna nú fram á að hlýnunin síðan 1995 er marktæk innan 95% öryggisstigsins, sjá nánari umfjöllun um það í eftirfarandi tengli, Global warming since 1995 ‘now significant’. Spurningin sem maður spyr sig nú, er hvort þeir sem héldu þessum rangtúlkunum á lofti muni nú sjá að sér og fjalla jafn mikið um þetta og hinar fyrri rangtúlkanir – ég myndi ekki veðja á það sjálfur… En hvort sem hlýnunin var innan 95% öryggisstigsins eða 90% öryggistigsins (sem var tilfellið) fyrir tímabilið 1995 – 2009, þá er nú langt frá því að hægt sé að túlka það sem að það hafi alls ekki verið hlýnun á tímabilinu. En það getur einmitt verið þörf á að skoða lengri tímabil til að fá fram niðurstöður sem eru marktækar á 95% öryggisstiginu, í þessu tilfelli vantaði aðeins eitt ár upp á þá niðurstöðu. En eftir þennan langa formála, skulum við nú snúa okkur að endurbirtingunni:

Í myndbandinu skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem reyndist ekki sannleikanum samkvæmt, en það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu setja vísindin á gapastokk, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:

Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjark þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.

Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?

Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.

Tengt efni á loftslag.is:

 


Tengsl milli loftslagsbreytinga og öfgaveðurs?

Á loftslag.is má nú sjá áhugavert og ögrandi myndband þar sem myndskreyttur er og lesinn texti eftir Bill McKibben, höfund og stofnanda 350.org.

Tengt efni á loftslag.is


Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Frá Alþjóðaorkustofnuninni (IEA) kom nýlega fram mat á hnattrænni losun á CO2 fyrir árið 2010 og eru þær tölur slæmar fréttir. Milli áranna 2003 og 2008 þá jókst losun CO2 hraðar en verstu spár IPCC höfðu gert ráð fyrir. Í kjölfar efnahagskreppunnar þá hægði umtalsvert á aukningunni og í raun var minni losun árið 2009 (29 gígatonn) heldur en á árinu 2008 (um 29,4 gígatonn).

Því er það ekki gott, að þrátt fyrir hægan bata í efnahagi þjóða þá var aukningin í losun CO2 frá jarðefnaeldsneeyhti árið 2010 sú mesta frá upphafi mælinga. Vöxturinn milli áranna 2009 og 2010 er um 1,6 gígatonn og var losunin því um 30,6 gígatonn árið 2010. Mesti vöxtur þar á undan var milli áranna 2003 og 2004 en þá jókst losunin um 1,2 gígatonn.

[...]

Nánar má lesa um þetta, ásamt því að skoða gröf og myndir varðandi losun og væntanlega hækkun hitastigs, á loftslag.is, Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Tengt efni á loftslag.is


Rannsóknaþing RannÍs

Viljum minna á Rannsóknaþing RannÍs.

Áskoranir á norðurslóðum – loftslagsbreytingar, umhverfi og hagræn áhrif

Miðvikudaginn 8. júní kl. 8:30-11:00 á Grand hótel Reykjavík.
Morgunverður í boði fyrir gesti Rannsóknaþings frá kl. 8:15.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á rannis@rannis.is

Rannsóknir á norðurslóðum skipta sífellt meira máli, ekki síst í tengslum við hnattrænar umhverfisbreytingar og áhrif þeirra á svæðinu.

Á Rannsóknarþingi 2011 eru loftslag, umhverfi og hagræn áhrif þessara þátta viðfangsefni og mikilvægi þess að rannsóknasamfélagið takist á við þá áskorun sem þessar breytingar kunna að hafa á íslenskt samfélag. Víða um heim eru mikilvægar áskoranir í rannsóknum (Grand Challenges) til umfjöllunar og mikilvægi þess að vísinda- og tækniþekkingu sé beitt við mat, og ekki síður við lausn mála sem upp kunna að koma. Ísland er engin undantekning, hér á landi er mikilvægt að rannsóknir sem snúa að norðurslóðum séu öflugar og ekki síður að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.

Dagskrá – drög

8:30   Setning Rannsóknaþings
Svandís Svavarsdóttir starfandi mennta- og menningarmálaráðherra

8:45   Veðurfarsbreytingar á norðurslóðum
Halldór Björnsson, verkefnastjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands

9:10   Hagræn áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum – áhrif á Íslandi
Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands

9:30   Áhrif loftslagsbreytinga á gróðurfar á norðurslóðum
Brynhildur Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins

9:50   Áhrif á fiskistofna í hafinu kringum Ísland
NN Hafrannsóknastofnun

10:10   Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Áslaug Helgadóttir rannsóknastjóri LBHÍ og formaður dómnefndar Hvatningarverðlaunanna kynnir val dómnefndar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin

Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs


Ritskoðun

Merkilegt nokk, þá höfum við nú upplifað mjög snögga lokun á báða ritstjóra loftslag.is hjá Hilmari Þór Hafsteinssyni. Færsla hans fjallaði um Eðlileg hamskipti - þar sem hann hélt því fram að 500 vísindamenn hafi gefið út gögn sem andmæla viðurkenndum vísindum um loftslagsfræðin. Við í ritstjórninni lögðum fram okkar gögn og heimildir og báðum um heimildir varðandi þessa 500 vísindamenn og greinar þeirra. Ekki bólaði nú á þeim heimildum, en það endaði með því að Hilmar Þór lokaði á okkur báða... Jæja, svona er þetta nú stundum þegar fólk kemst í rökþrot. Síðasta athugasemd Sveins (sem var blokkuð) er hér undir fyrir þá sem vilja lesa hana, annars vísum við bara í færsluna þar sem fram kemur geysilegt rökleysi þeirra sem afneita vísindum og mótsagnirnar eru ótrúlegar.

Athugasemdin sem var blokkuð:

---

Jæja, Hilmar, það er fróðlegt að sjá þig detta í algert rökþrot, enda hefurðu ekki getað stutt mál þitt með minnstu röksemdum eða heimildum sem standast skoðun. Þá er lang best fyrir þig (eins og marga á undan þér) að ráðast að okkur persónulega og búa til einhverjar skoðanir eða hugmyndir sem þú telur okkur hafa... Ég man nú ekki eftir að hafa boðað skatta eða heimsendi, en þú getur kannski fundið þá heimild...eða nei, þú skalt bara halda áfram að fullyrða út í loftið, þú virðist kunna það best...

En rannsóknir og mælingar gerðar með vísindalegum aðferðum hafa ekkert með einhver trúarbrögð eða fagnaðarerindi að gera. En staflausar staðhæfingar þínar, Hilmar, gætu flokkast í undir flokk hindurvitna eða fagnaðarboðskaps...enda stenst þessi málatilbúnaður þinn enga skoðun. Ég skrifaði líka ágæta grein - Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum. Þar er m.a. komið inn á muninn á trúarbrögðum og vísindalegum aðferðum (sem virðast vera þér hulin ráðgáta). Þar stendur m.a. eftirfarandi:

Trúarbrögð:trú á tiltekinn guð (tiltekna guði eða goðmögn), guðsdýrkun samkvæmt ákveðnu hugmyndakerfi (tekið úr veforðabók, íslensk orðabók, snara.is); önnur skilgreining er trú á yfirnáttúrulegar verur, guði eða dýrlinga ásamt siðfræði, venjum og jafnvel stofnunum tengdum trúnni.” (tekið af Wikipedia, íslenska útgáfan, sjá hér).

Vísindi: athuganir, rannsóknir gerðar á kerfisbundinn, óhlutdrægan, raunsæjan hátt til að afla þekkingar” (tekið úr veforðabók, íslensk orðabók, snara.is)

Vísindaleg aðferð: “aðferðafræði ber að leggja mikla áherslu á að athuganir séu hlutlægar og að aðrir vísindamenn geti sannreynt niðurstöðurnar, og að rannsóknir skuli miðast við að sannreyna afleiðingar sem hægt er að leiða út af kenningum.” (sjá wikipedia)

Kenning: “er sett fram af þeim sem framkvæmdi tilraunina og fer hún eftir niðurstöðunum úr henni. Hverjar sem niðurstöðurnar verða, þá er hægt að setja fram kenningu um það sem prófað var. Þegar kenning er mynduð þarf að fylgja lýsing á öllu ferlinu ásamt þeim rannsóknargögnum sem leiddu til niðurstöðunnar svo að aðrir geti staðfest eða afsannað kenningu. Í heimi vísindanna er ekkert sem telst algerlega sannað og byggist allt á því sem að menn vita best á hverjum tíma.” (sjá wikipedia)

Þú hefðir gott af því að skoða þetta, Hilmar, enda virðistu aðhyllast innihaldslausar fullyrðingar sem mest virðast eiga skylt með blinda trú, frekar en eitthvað sem hefur með vísindi að gera. Samt hefurðu gert þig breiðan á þeim forsendum að nóg sé til af vísindaefni (eftir hina 500 meintu vísindamenn), en getur þó ekki bent á eina heimild sem líkist aðferðafræði vísinda og styður mál þitt.


Sumarþing Veðurfræðifélagsins

Á morgun verður Sumarþing Veðurfræðifélagsins.

Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi mánudag 6. júní 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.

Að þessu sinni fjallar fyrri hluti erindanna um greiningar á veðurfari og aðferð til að auðvelda gerð reikninga á staðbundnu veðri. Seinni hluti erindanna snýr að eldgosunum í Grímsvötnum 2011 og Eyjafjallajökli 2010.

Dagskrá þingsins:
——————–
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Trausti Jónsson: Árið 2010: Hvar er það í myndinni?
* 13:20 – Guðrún Nína Petersen: Vindar á Grænlandssundi
* 13:35 – Ólafur Rögnvaldsson: WRFLES
* 13:50 – Trausti Jónsson: Þurrkarnir 2009 til 2010 í Reykjavík.
* 14:05 – Halldór Björnsson og Sindri Magnússon: Dýrasti vindsniðsmælir sögunnar – Vindsnið reiknuð með mekki Eyjafjallajökulgossins

* 14:20 – Kaffihlé

* 14:45 – Halldór Björnsson – Grímsvötn 2011: Frá veðurfræðilegu sjónarhorni
* 15:00 - Elín Björk Jónasdóttir – Grímsvatnagosið 2011: Á vaktinni
* 15:15 – Þórður Arason – Eldingar í Grímsvatnagosi 2011
* 15:30 – Sibylle von Löwen – Grímsvötn 2011: Öskumælingar
* 15:45 – Umræður
* 16:00 – Þingi slitið

Stutt ágrip hluta erindanna má finna hér.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband