Fyrirlestur

Opinn fyrirlestur Dr. Robert Costanza 26. ágúst 2009 í Öskju


Robert_CostanzaDr.  Robert Costanza mun halda opinn fyrirlestur  í Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. ágúst nk. kl. 16.00-18.00, í Öskju sal 132. Titill fyrirlestrarins er "Using the global recession as an opportunity to create
a sustainable and desirable future."

Dr. Robert Costanza er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans innan umhverfisgeirans, einkum fyrir mat sitt á þeim fjárhagslegu verðmætum sem felast í þjónustu vistkerfa ("Ecosystem Services"). Grein hans um virði
náttúrunnar "The value of the world's ecosystem services and natural capital" sem birtist í Nature 1997, hefur vakið gríðarlega athygli og er ein þeirra greina sem hvað mest hefur verið vitnað í, í umhverfisfræði og vistfræði síðustu 10 árin. Í greininni var lagt mat á alheims-virði þjónustu náttúrunnar og bentu niðurstöður til að verðmæti þessarar þjónustu væri nær tvöfalt hærra en samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða, eins og hún er venjulega mæld. Þrátt fyrir að greinin væri ákaflega umdeild, olli hún straumhvörfum innan umhverfisfræði og umhverfishagfræði.


Dr. Costanza, sem er prófessor í visthagfræði (ecological economics) og forstjóri Gund Institute for Ecological Economics við Vermontháskóla, er aðalkennarinn við alþjóðlega sumarskólann Breaking the barriers, sem haldinn verður við Háskóla Íslands 24-25 ágúst 2009. Þess að auki er Dr. Costanza þáttakandi í íslensku rannsóknarverkefni þar sem lagt er mat á mikilvægi þjónustu náttúrunnar á Íslandi, og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin á þessu sviði.

Dr. Costanza hefur birt meira en 400 vísindagreinar og samið 20 bækur.
Vitnað hefur verið í verk hans í meira en 4500 vísindagreinum og er hann einn þeirra vísindamanna sem oftast hefur verið  vitnað til í vísindaheiminum (one of ISI's Highly Cited Researchers).  

Finna má frekari upplýsingar um Dr. Robert Costanza og Gund stofnunina á vefsíðunni www.uvm.edu/giee/

Sjá einnig frétt af vedur.is


Atlantshafsfellibylir í tíma og rúmi

Menn hafa beðið eftir að fellibyljatíminn myndi hefjast á Atlantshafi, en einhverjar tafir höfðu verið á því (sjá færslur Einars Sveinbjörnssonar: Reikningurinn opnaður ! og Fellibylurinn Bill).

Það er víst ekki óvenjulegt að fellibylir fari hægt af stað, en tímabilið er frá 1. júní til 30. nóvember. Aðaltímabilið er þó frá 1.ágúst og fram í miðjan september. Hægt er að vera á fellibyljavaktinni hér.

Eitt af því sem haldið hefur verið fram í sambandi við afleiðingar hlýnunar jarðar er sá möguleiki að tíðni fellibylja hafi aukist og muni aukast en um það hafa menn deilt.

Það sem hefur hvað mesta áhrif á fellibyli er vatnsgufa í lofthjúpnum, hitastig sjávar og háloftavindar. Ef hin tvö fyrrnefndu eru há, þá er talið líklegra að þeir geti myndast. Aftur á móti þýða sterkir háloftavindar að minni líkur séu á að þeir geti myndast.

Vatnsgufa

Nýleg rannsókn bendir til að loftslagslíkön séu að spá rétt fyrir að vatnsgufa sé að aukast í lofthjúpnum vegna hlýnunar (sjá fréttatilkynningu). Eitt er því talið víst og það er að fellibylir framtíðar verða blautari í framtíðinni, með tilheyrandi flóð.

Þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund, þá er hætt við að enn ein magnandi svörunin (e. positive feedback)  sé að koma fram  (við hlýnun aukist vatnsgufa í andrúmsloftinu, sem veldur svo aftur meiri hlýnun og svo koll af kolli).  Á móti mun snjósöfnun á kaldari og hálendari svæðum heims aukast (t.d. Suðurskautinu)

090811091832

Heildarmagn vatnsgufu í lofthjúpnum 4. júlí 2009.

Sjávarhiti 

Sjávarhiti er stór þáttur í myndun fellibylja en sjávarhiti í júlí síðastliðnum var sá hæsti frá upphafi mælinga í júlí (sjá frétt NOAA). Ef sjávarhiti er lægri en 27°C þá er ólíklegt að fellibylir geti myndast og því þýðir aukinn sjávarhiti aukna tíðni í fellibyljum.

Háloftavindar

El Nino er talin hafa haft töluverð áhrif á þessa seinkun, en í júlí var tilkynnt að hann væri byrjaður:

surfacetemp_lastweek_300
Sjávarhiti í kyrrahafinu 1. júlí 2009 við miðbaug, er að minnsta kosti einni gráðu hærri en að meðaltali - sem er vísbending um El Nino (appelsínugula svæðið við miðbaug noaanews.noaa.gov).

Af völdum El Nino þá eykst vindstyrkur í háloftunum yfir Atlantshafi, sem fækkar myndun fellibylja á því svæði. Líklegt er að vindstyrkur aukist við hlýnun jarðar og því er spurning hvort það nái að vinna á móti aukinni vatnsgufu og auknum sjávarhita.

Því er allt eins líklegt að tíðni fellibylja verði eins í framtíðinni eins og hún hefur verið undanfarið (en mun blautari vegna aukinnar vatnsgufu í andrúmsloftinu). 

Nýlega birtist grein í Nature um tíðni fellibylja fortíðar. Hægt að skoða greinina hér en hún er eftir Micheal Mann og fleiri (Mann er t.d. aðalhöfundurinn að Hokkístafnum umdeilda). 

Greinarhöfundar notuðu jarðvegs og setlagakjarna á fjölmörgum stöðum til að áætla fyrri fellibyli:

2psepg1
Fellibyljatíðni síðastliðin 1500 ár samkvæmt Mann o.fl.

Eins og sést þá hefur tíðni fellibylja sveiflast nokkuð og talið er að það sveiflist mikið í tengslum við sjávarhita - einnig má sjá áhrif La Nina en talið er að það veðurfyrirbæri hafi verið frekar virkt í Kyrrahafinu í kringum árið 1000 (fyrirbæri sem er með öfugt formerki á við El Nino).

Horft fram á veginn

Hvort hlýnun jarðar af mannavöldum muni auka fellibyli í framtíðinni er ennþá umdeilanlegt, en útlit er fyrir að svo verði raunin samkvæmt greininni hér fyrir ofan (Mann o.fl).

Þótt fellibyljum fjölgi ekki, þá er ljóst að eyðingarafl þeirra verður meira, þar sem þeir verða blautari á sama tíma og sjávarstaða hækkar

____________________

P.S. Sá sem þetta skrifar er áhugamaður um loftslag og veðurfræði og vill endilega fá leiðréttingar ef ekki er rétt farið með staðreyndir.


mbl.is Bill stefnir upp með austurströnd Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metanstrókar - hlýnun og súrnun sjávar

Ég hef áður lýst hér áhyggjum vísindamanna af því hvað gæti gerst ef metan færi að losna í miklu magni úr frosnum sjávarsetlögum á landgrunninu norður af Síberíu (sjá færsluna Sofandi risi?), en metangas er gríðarlega öflug gróðurhúsalofttegund (um 25 sinnum öflugri en koldíoxíð).

Nú hafa breskir og þýskir vísindamenn kortlagt metanstróka (mín þýðing, mætti einnig vera metanleki e. methan seeps) sem koma upp úr sjávarbotninum við Svalbarða (sjá grein).

Methanstrókar
Sjóarar kannast við myndir sem þessar (þetta eru þó ekki fiskitorfur), en með nákvæmum sónartækjum hafa menn fundið metanstróka koma úr landgrunninu við Svalbarða við bráðnun úr áður frosnum sjávarsetlögum (mynd úr grein vísindamannanna, smella á myndinni tvisvar til að stækka).

Þetta er talin vísbending um að spár varðandi magnandi svörun (e. positive feedback) séu að rætast hvað varðar metangas (við hlýnun losni metangas, sem veldur svo aftur meiri hlýnun og svo koll af kolli).  

Við hækkun sjávarhita þá bráðna frosnir metanmettaðir vatnskristallar úr setlögunum og metanið losnar (t.d. var sjávarhiti í júlí sá hæsti frá upphafi mælinga sjá frétt NOAA).

Vísindamennirnir fundu meira en 250 metanstróka á svæði sem þeir kortlögðu við Svalbarða. Þeir notuðu samskonar sónara (dýptarmæla) og notaðir eru um borð í fiskiskipum til að finna fiskitorfur (sjálfsagt eitthvað nákvæmari græjur þó). Tekin voru sýni til að staðfesta að um metan var að ræða. Þessir metanstrókar komu úr setlögum sem voru á 150-400 m dýpi.

Metanvatnskristallarnir (e. methane hydrate) eru stöðugir við mikinn þrýsting og lítið hitastig og eru þeir nú stöðugir á meira dýpi en 400 m við Svalbarða. Fyrir 30 árum voru þeir stöðugir á 360 m dýpi svo ljóst er að óstöðugleikinn nær dýpra nú - á sama tíma hefur hitastig sjávar á þessum slóðum hækkað um 1°C.  Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að tengja óyggjandi saman hlýnun sjávar og losnun metans, en norðurskautið hefur verið að hlýna óvenju hratt undanfarna áratugi (sjá grein frá því í mars - Hafís á norðurslóðum - Hver er staðan?).

 27011501
Eins og sést á neðri myndinni sem sýnir frávik frá meðalhita fyrir árið 2008, þá hlýnar norðurheimsskautið óvenju hratt. Efri myndin sýnir aukningu metans í lofthjúpnum (mynd af www.NewScientist.com).

Það merkilegasta við þessa rannsókn er að metangas er að losna af meira dýpi en áður hefur verið staðfest við norðurheimsskautið. Mikill hluti metangassins nær enn sem komið er ekki yfirborði og leysist upp í sjónum, en talið er að stærstu strókarnir nái upp á yfirborðið þegar þeir eru hvað virkastir.

Þótt mikill meirihluti strókanna nái ekki yfirborði sjávar þá er talið að þeir hjálpi til við að ýta undir annað vandamál, sem er súrnun sjávar (sjá nýlega færslu Súrnun sjávar - heimildarmyndir.).

Graham Westbrook einn höfunda segir ennfremur:

"If this process becomes widespread along Arctic continental margins, tens of megatonnes of methane a year - equivalent to 5-10% of the total amount released globally by natural sources, could be released into the ocean."

Lauslega þýtt: "Ef þetta ferli breiðist út á landgrunni Norðurheimskautsins, tugir megatonna af metani á ári - jafngildi 5-10% af hnattrænni náttúrulegri heildarlosun, mun losna út í sjóinn."

Þessu tengt þá sýnir ný rannsókn að sjórinn undan ströndum Alaska er að sýna aukið sýrustig (sjá frétt).


Uppskera

Hérna er ágætt myndband sem sýnir áhrif hlýnunar jarðar á uppskeru ýmissa matjurta.


Jökulstraumur þynnist

Ný rannsókn á einum stærsta jökulstraumi heims ( e. ice stream - þetta eru eins konar skriðjöklar, jökulstraumar úr jökulskjöldum ) bendir til þess að bráðnunin á suðurskautinu sé dramatískari en áður hefur komið fram (sjá frétt ). Jökulstraumar...

Loftslagsumræða á Íslandi

Sjálfhverfni er hluti af mannlegu eðli, menn hugsa hlutina oftast nær út frá eigin hagsmunum. Svona orðaði kunningi minn hlutina þegar við vorum að ræða Evrópumálin fyrir nokkrum vikum síðan. Þessi orð fengu mig til að hugsa um loftslagsumræðu á Íslandi....

Framhlaupin og lónið.

Það má finna nýlegan fróðleik um Breiðamerkurjökul á heimasíðu Veðurstofunnar (sjá Framhlaupin og lónið ). Þar er ekki verið að fullyrða að þetta séu afleiðingar loftslagsbreytinga (þó breytingar í loftslagi geti haft áhrif á einhvern hátt): [Myndin]...

Súrnun sjávar - heimildarmyndir.

Heimildarmyndin A Sea Change Í næsta mánuði (þann 26. september) verður sýnd heimildamyndin A Sea Change , sem er um súrnun sjávar ( e. ocean acidification ). Hún er sýnd á sjónvarpstöðinni Planet Green Network , en sú stöð skylst mér að sé hluti af...

Raunverulegt vandamál

Þeir sem eru orðnir vissir í sinni sök um að ástæður hlýnunar jarðar séu af mannavöldum verða oft hissa á viðbrögðum þeirra sem eru í afneitun eða efast um málið. Umræðan gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er nefnilega á því stigi að allir...

Smá loftslagshúmor

Já, svei mér þá. Það er greinilega að kólna (smella tvisvar til að stækka). Kólnunin er nú þegar farin að hafa áhrif.

Sól sól skín á mig...

Hvort þetta er raunhæft er erfitt að segja til um. Mér skilst að það sé vafi hvort ský valdi kólnun eða hlýnun (og þá hvort þetta hafi einhver áhrif - jákvæð eða neikvæð). Að auki hefur þetta engin áhrif sem mótvægi við súrnun sjávar (sjá CO2 - vágestur...

Að breyta loftslagi

Það er vitað mál núorðið að mennirnir eru að breyta loftslagi jarðar ( Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Kenningin ). En þótt mennirnir geti breytt loftslagi jarðar, þá munu þeir seint geta stjórnað loftslagi. En þeir geta reynt að hafa áhrif á...

Jöklar heims bráðna

Mér datt í hug að gera óformlega könnun á fréttum um bráðnun jökla í heiminum, vísa í tengla hingað og þangað (meðal annars í sjálfan mig). Í Sviss hefur rúmmál jökla minnkað um 12% síðan 1999. Rhone jökullinn í svissnesku Ölpunum. Á Kerguelen eyju sem...

Jöklar hitabeltisins

Ég rakst á áhugavert myndband sem fjallar um rannsóknir vísindamanna á jöklum hitabeltisins og þá sérstaklega í Perú. Aðal áhugi vísindamannanna er að skrásetja jöklasöguna og taka ískjarna sem meðal annars má nota til ýmiss konar túlkana, t.d. á...

Hækkun sjávarstöðu

Í júní birti ég færslu um sjávarstöðubreytingar þar sem farið var í helstu spár vísindamanna um hækkun sjávarstöðu fram til ársins 2100. IPCC gerir ráð fyrir 18 - 76 sm hækkun sjávarstöðu til 2100 (ef allt er tekið inn í dæmið), en nýlegar spár hafa...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband