Hvað veldur?

Hvernig vitum við að það erum við mennirnir sem erum að valda þeirri hlýnun sem orðið hefur?

Einfalda svarið í þremur liðum, skoðið tenglana fyrir nánari útskýringar eða tilvísun í þær.

  • Aukningin í CO2 er vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, þetta vitum við út frá kolefnissamsætum í andrúmslofti (hlutfall C-14, C13 og C12 sjá t.d. útskýringu á Real Climate). Auk þess sem það er augljóst ef skoðuð eru gröf sem sýna aukninguna sem orðið hefur frá upphafi iðnbyltingarinnar - ekki hafið, ekki eldgos, ekkert annað útskýrir aukninguna.
  • Eðlisfræði CO2, metans og annarra gróðurhúsalofttegunda segir okkur að þau geisla frá sér hita, nokkuð sem hefur verið vitað í rúmlega öld.
  • Hitastig hefur aukist gríðarlega síðan fyrir iðnbyltingu, ekki nóg með það þá hefur það aukist meira undanfarna nokkra áratugi en þekkt er í nánustu fortíð hvort heldur með beinum mælingum eða óbeinum mælingum. Tengslin við aukningu CO2 vegna bruna eru augljós, þrátt fyrir sveiflur í hitastigi sem verða vegna náttúrulegra orsaka, t.d. breytinga í virkni sólar, El Nino eða eldfjalla. Þessar náttúrulegu sveiflur og aðrar útskýra á engan hátt þessa miklu uppsveiflu sem orðið hefur í hitastigi undanfarna áratugi.

Hafísinn 2000-2009

Rakst á vídeó með þróun útbreiðslu hafíss á Norðurslóðum undanfarin níu ár. Takið t.d. eftir lágmarksútbreiðslu hvers árs sem er oftast í september.


Loftslag framtíðar

Það eru margar vangaveltur um hvernig loftslagið verður á þessari öld.

Verði ekki gripið til harkalegra aðgerða þá er framtíðarsýnin ekki góð - þá er t.d. líklegt að hnattrænn hiti hækki um allt að 4°C.  Það er ekki að ástæðulausu að þjóðir heims stefna að því að hitinn aukist ekki um 2°C. Sjá t.d. myndböndin í færslunni Nokkrar gráður. og grein í NewScientist frá því fyrr í vetur um hvað geti gerst ef hitinn hækkar um 4°C? 

Ef menn eru heimakærari, þá er til skýrsla um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb)


mbl.is Hætta á gríðarlegum náttúruhamförum eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáaurar

Þetta eru smáaurar miðað við það sem þeir ættu að borga jarðarbúum fyrir þann skaða sem þeir hafa gert umræðunni um hlýnun jarðar af mannavöldum, sjá Denial Machine.
mbl.is Greiði tugi milljarða í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Global Governance.

Ég lét til leiðast að horfa á fyrsta hluta myndbands sem Jón Aðalsteinn benti mér á að horfa á. Fyrsta hlutann má sjá hér með aðstoð youtube: Hér er mitt álit á þessum 10-11 mínútum: Það er greinilegt að í þessari mynd eru samankomnir helstu forkólfar á...

Algjört svindl

Enn eru einhverjir sem halda fram rök svipuðum þeim sem koma fram í myndinni the Great Global Warming Swindle, mynd sem var svo sýnd á RÚV á sínum tíma - til óheilla fyrir loftslagsumræðuna hér á landi. Hér er stutt yfirlit yfir það helsta sem...

Mögulegt = nauðsynlegt.

Best að benda á að nánari umfjöllun um málið má sjá á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og hægt er að nálgast skýrsluna sjálfa hér (pdf-skjal 5,3 Mb - rúmlega 200 blaðsíður). Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna, en vil benda á að allar þjóðir heims verða...

Hitastig og CO2

Í nýjasta Nature er grein þar sem því er haldið fram að bein tengsl séu á milli losunar CO2 og hlýnunar jarðar. Það er viðtal við einn höfunda hér . Höfundar notuðu loftslagslíkön og loftslagsgögn aftur í tíman til að sýna fram á að það er einfalt...

Potholer: Gore vs. Durkin

Ég hafði ekki tekið eftir því að Potholer var kominn með nýtt myndband - en ég hef áður sett inn myndbönd eftir hann. Þetta fer yfir nokkra galla í mynd Gore Inconveniant truth og í mynd Durkin The Great global warming swindle...

Man Made Climate Change in 7 Minutes

Rakst á þetta myndband á YouTube:

Nokkrir tenglar

Ég eyði oft kvöldunum í að skoða ýmis erlend loftslagstengd blogg - en í kvöld þá er ég ekki með aðaltölvuna mína, svo tenglarnir eru fjarverandi - ég man þó alltaf bestu síðurnar en það eru http://www.realclimate.org og http://www.skepticalscience.com/...

El Nino/La Nina - tímabundnar sveiflur í hitastigi.

Mönnum verður oft tíðrætt um El Nino og La Nina í tengslum við loftslag, enda hafa þessi fyrirbæri töluverð áhrif á sveiflur í loftslagi. Það er til lítils að vera alltaf að tala um El Nino án þess að vita neitt um það, svo ég tók saman það helsta sem ég...

Breiðamerkurjökull

Ég vil benda á frétt á heimasíðu veðurstofunnar um Breiðamerkurjökul og lónið framan við hann, en það er nú fullt af jökulís. Líklega er um að ræða framhlaup í Breiðamerkurjökli (þó ég ætti nú ekki að fullyrða neitt fyrr en sérfræðingarnir tjá sig um...

Earth 2100

Datt í hug að benda á þátt/heimildamynd sem var víst í sjónvarpinu vestanhafs í gærkvöldi á sjónvarpstöðinni ABC. Þetta er þáttur sem hefði verið alveg við mitt hæfi, heimildamynd með vísindaívafi og töluverðu drama og heimsendapælingum. Myndin segir frá...

Ísland ætlar að draga úr losun CO2

Jákvæð yfirlýsing frá Umhverfisráðherra: Skýr skilaboð - Ísland ætlar að draga úr losun til 2020 Þar segir meðal annars: Ríkisstjórnin hefur tvö leiðarljós í loftslagsviðræðunum. Annars vegar að Ísland skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vilja ná...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband