Áhugavert viðtal

Rakst á áhugavert viðtal við Helga Björnsson okkar fremsta jöklafræðing, á YouTube.

Drangajökull stækkar

Ég heyrði í dag umfjöllum og viðtal við Odd Sigurðsson á Rás 2 um Drangajökul og það að hann er að stækka en ekki að minnka eins og flestir aðrir jöklar. Heyra má umfjöllunina hér (þegar liðnar eru 36:15 mínútur).

Drangajökull hefur haldið í horfinu eða stækkað frá því hann var mældur fyrst árið 2005 (athugið hvað er stutt síðan hann var mældur almennilega fyrst). Þar sem hitinn hefur verið að aukast, þá er líklegasta skýringin að úrkoman sé að aukast. Það má sjá smá umfjöllun um Drangajökul á vísindavefnum.

Drangajökull
Drangajökull. Jökulskerin Hrolleifsborg, Reyðarbunga og Hljóðabunga sjást vel - lágskýjað á bakvið jökulinn. Reyðarbunga sást fyrst upp úr 1930 og tala sjómenn um að hún hafi orðið sýnilegri undanfarna áratugi (mynd tekin í júlí 2004).


Climate Denial Crock - Er aukið CO2 jákvætt fyrir gróður?

Í þessu myndbandi er meðal annars farið yfir möguleg áhrif aukins CO2 á gróður.


Heimkynni

Þá er það ljóst, næsta föstudagskvöld er maður skyldaður til þess að horfa á nýja mynd sem frumsýnd verður um allan heim - meðal annars á RÚV, tekið af vefnum ruv.is

 

Heimkynni

Home

Heimkynni (Home) er tveggja klukkustunda mynd eftir ljósmyndarann kunna Yann Arthus-Bertrand, þann sem gerði Jörðina úr lofti, rómaða loftmyndaseríu sem var sýnd um allan heim, meðal annars á Austurvelli fyrir örfáuum sumrum, og samnefnda kvikmynd sem Sjónvarpið sýndi.

Og Yann Arthus-Bertrand á talsvert brýnt erindi við fólk með þessari nýju mynd sinni. Loftið hitnar, auðlindir þverra, tegundir eru í útrýmingarhættu og mannkynið stofnar lífsskilyrðum sínum í voða. Í aldarlok verða nær allar náttúruauðlindir jarðar uppurnar vegna taumlausrar neyslu mannfólksins.

Myndin er í senn óður til Jarðarinnar og ákall til mannanna. Það er of seint að vera svartsýnn. Allir verða að leggja sitt af mörkum eigi Jörðin að haldast í byggð. Við höfum aðeins tíu ár til að átta okkur á gegndarlausri rányrkju okkar á gjöfum jarðar - og snúa við blaðinu.

Myndin verður frumsýnd um allan heim 5. júní, í kvikmyndahúsum og sjónvarpi, og einnig gefin út á mynddiski.

Sýning: föstudagur 5. júní 2009 kl. 21.10.

 

 

 

 

Hægt er að sjá smá sýnishorn með því að skoða þetta youtube myndband:

Gott ef þetta eru ekki Lakagígar þarna á 12-15 sekúndu myndbandsins.

Eitt er víst að ég býst við stórkostlegum myndum og hlakka gríðarlega til.


Data Currantly Unavailable

Ansans, nú er ekki lengur hægt að skoða hafísútbreiðslu á heimasíðu NSIDC , nú birtist bara eftirfarandi mynd: Svo virðist sem söfnun gagna hafi farið hrakandi og að ekki væri lengur hægt að treysta á þau gögn sem síðan miðaði línurit sitt við. Síðasta...

Að hlusta á hlýnun jarðar!

Rakst á áhugaverða frétt á heimasíðu National Geographic um nýja rannsókn. Hún fjallar um það hvernig jarðskjálftafræðingar hafa í gegnum tíðina síað út bylgjusuð sem jarðskjálftamælar nema þegar úthafsalda kemur af fullum krafti að landi - vegna...

CO2 og áhrif á loftslagsbreytingar. Nokkur mótrök.

Ég skrifaði langa og nokkuð ítarlega færslu fyrir stuttu sem heitir Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Kenningin. Hún hefði getað orðið mun ítarlegri ef ég hefði haft tíma (og ef ég hefði viljað að enginn myndi lesa hana sökum lengdar :) Ég var...

Fyrirlestur

Ég má til með að benda á fyrirlestur sem haldinn verður á föstudaginn næsta Í VRII byggingunni í Háskóla Íslands. Dr Goldberg um loftslagsmál. Vitað mál er að hann hefur ekki sömu skoðanir og meirihluti vísindamanna varðandi ástæður hlýnunar loftslags,...

Rækjan

Áhugavert, ég rakst einmitt á grein um daginn þar sem fjallað var um rækjuna í Science. Þar segir frá því að egg rækjunnar klekist út rétt fyrir þörungablóma vorsins, sem er megin fæða lirfunnar. Rækjan er aðlöguð að hitastigi sjávar á sínum heimaslóðum...

Tvær góðar fréttir

Vil bara benda á tvær nýjar rannsóknir sem eru í jákvæðari kantinum. Sú fyrri sýnir að kórallar eiga auðveldar með að aðlaga sig að breyttu hitastig en áður hefur verið talið. Snilldin við þetta er að þeir geta uppfært yfir í hitakærari þörunga sem...

Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Kenningin.

Í síðustu færslu fjallaði ég um söguna og þróun kenningunnar um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar, í stuttu máli má segja að sagan sé svona: Fyrir rúmum 100 árum sýndi Svíinn Svante Arrhenius fram á að aukinn styrkur koldíoxíðs gæti valdið hlýnun...

Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Sagan.

Það eru ýmis villandi mótrök í gangi varðandi CO2 (koldíoxíð) og áhrif þess á loftslag. Í ljósi þess þá ætla ég að fara yfir sögu kenningarinnar í stuttu máli, síðan fræðin á bak við kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum og að lokum ætla ég að fara...

Vatnslásinn.

Segjum að það vanti vatnslás í vask í baðherberginu þínu, þú getur ekki skrúfað fyrir vatnið þannig að yfirvofandi er mikið vatnstjón ef þú bregst ekki við, vatn flæðir á gólfið og það hefur myndast pollur í baðherberginu. Þú hefur í fórum þínum vatnslás...

Climate Denial Crock - CO2

Það vill svo skemmtilega til að ég hef í bígerð smá umfjöllun um áhrif CO2 og nokkur mótrök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af völdum útblásturs CO2. Þá kom inn nýtt myndband frá Greenman um CO2 sem er ágætis

Geimgeislar

Ég ákvað að skoða hvað er til um geimgeisla og áhrif þeirra á loftslag í kjölfar athugasemdar við færslu mína um sólina . Þar hafði ég tekið saman það sem menn vita um áhrif sólarinnar á hlýnun jarðar undanfarna áratugi. Í stuttu máli þá var niðurstaðan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband