Færsluflokkur: Vísindi og fræði
19.1.2011 | 21:35
Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun
Á loftslag.is er endurbirting færslu frá því fyrir ári síðan (18. janúar 2010), þar sem farið var yfir hitahorfur ársins sem var framundan þá og skoðaðir þeir þættir sem talið var að myndu hafa áhrif á hitastigsþróun ársins 2010. Það má segja að þessar vangaveltur hafi gengið merkilega vel eftir, þar sem hitastig ársins 2010 endaði sem eitt það heitasta síðan mælingar hófust, sjá t.d. Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS.
En gjörið svo vel, fróðleg upprifjun, Hitahorfur fyrir árið 2010 upprifjun
Tengdar færslur á loftslag.is:
19.1.2011 | 08:13
Gagnrýnin hugsun og rangfærðar hugmyndir
Sjá myndböndin á loftslag.is: Gagnrýnin hugsun og rangfærðar hugmyndir
Bæði myndböndin eru úr smiðju YouTube notandans QualiaSoup.
Tengt efni á loftslag.is:
- Ljóshraði, Einstein og skammtafræði Föstudagsfróðleikur
- NASA | Hin óvenjulega pláneta
- NASA | Stórtölvutækni og loftslagslíkön
- NASA | Augu Hnatt Hauksins fyrir Vísindin
- Tölvubúnaður NASA
- Stephen Hawking og Carl Sagan um gróðurhúsaáhrifin
17.1.2011 | 14:27
Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!
Enn eitt fróðlegt myndband frá Potholer54. Núna tekur hann fyrir tvær staðhæfingar sem hafa heyrst í umræðunni. Þetta eru staðhæfingarnar um; 1) að olíulekin í Mexíkóflóa muni breyta hafstraumum og svo fullyrðingunni; 2) að kaldir vetur og snjór eigi að heyra fortíðinni til vegna hlýnunar Jarðar Er þetta eitthvað sem rannsóknir vísindamanna styðja og/eða kemur þetta fram í rituðum heimildum vísindamanna..?
Jæja, sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá á loftslag.is, Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu eða hvað!
Tengt efni á loftslag.is:
15.1.2011 | 18:29
Eru jöklar að hopa eða stækka?
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.
Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.
[...]
Nánari lesning ásamt myndum, gröfum og heimildum á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka?
Tengt efni á loftslag.is
14.1.2011 | 11:22
Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum
Myndband, sem er hægt að nálgast á loftslag.is (sjá tengil hér undir), sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í sögulegu samhengi. Fyrsti hlutinn er frá janúar 1979 til janúar 2009, þar sem við fylgjumst með þróuninni á því tímabili. Síðar er svo farið í ferð afturábak 800 þúsund ár aftur í tímann og þróunin skoðuð í samhengi við nútímann. Til að sjá textann og full gæði er góð hugmynd að stækka myndbandið yfir allan skjáinn og stilla á hæstu upplausn.
Til að nálgast sjálft myndbandið, smellið á Styrkur CO2 í sögulegu samhengi 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum
Tengt efni á loftslag.is
12.1.2011 | 19:30
Bráðnun smárra jökla og jökulhetta
Ef spár ganga eftir þá munu smáir jöklar (e. mountain glacier) og jökulhettur (e. ice cap) missa á bilinu 15 til 27% af rúmmáli sínu fyrir árið 2100.
Þetta kom fram í nýlegri grein sem birtist í Nature Geoscience. Þótt almennt séð verði bráðnunin á bilinu 15 til 27% þá munu sumir jöklar missa allt að 75% af rúmmáli sínu og mögulega hafa áhrif á vatnsforða aðliggjandi svæða.
Reynt er að meta hversu mikil áhrif smærri jöklar og jökulhettur hafa á sjávarstöðuhækkun fram til ársins 2100, en til þessa hefur minna verið vitað um þá, þrátt fyrir að talið sé að bráðnun þeirra jafngildi um 40% af þeirri sjávarstöðuhækkun sem við höfum verið vitni að síðustu áratugi. Aðrir þættir eru t.d. þennsla vegna hlýnunar sjávar, auk jökulbreiðanna á Grænlandsjökli og Suðurskautinu.
Tengt efni á loftslag.is
11.1.2011 | 08:08
Óvenjulegt veður árið 2010
Margir urðu varir við óvenjulegt veðurfar á síðasta ári og þótti það öfgafyllra en oft áður. Þótt ekki sé hægt að tengja einstaka veðuratburði við loftslagsbreytingar þá er þetta samt einmitt það sem búast má við af hlýnandi loftslagi þ.e. að öfgar aukast. Á loftslag.is er myndband þar sem Heidi Cullen hjá Climate Central fjallar um fimm loftslagstengda atburði síðasta árs.
Til að sjá myndbandið smellið á Óvenjulegt veður árið 2010
Tengt efni á loftslag.is
9.1.2011 | 17:28
Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
Hafísútbreiðslan á Norðuskautinu í desembermánuði 2010 var sú minnsta fyrir desembermánuð síðan gervihnattamælingar hófust. Þessi litla útbreiðsla hafíssins er talin hafa haft áhrif á myndun hins sterka neikvæða fasa í hinni svokölluðu Norðuratlantshafssveiflu (NAO), svipað og gerðist veturinn 2009-2010 nánar má lesa um NAO o.fl. því tengt hjá Einari Sveinbjörnssyni: Samtíningur um sérkennilegt tíðarfarið
Hér má sjá að desember 2010 var með minnstu útbreiðslu hafíss fyrir mánuðinn frá því gervihnattamælingar hófust.
Fleiri gröf og myndir, ásamt fróðlegu myndbandi um hitastig í desembermánuði á, Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
Heimildir:
- NSIDC.org hafísinn desember 2010
- Myndirnar eru af heimasíðu NSIDC
- Samtíningur um sérkennilegt tíðarfarið
- Global Warming. Winter Weirding.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafísinn í nóvember næst minnsta útbreiðsla fyrir mánuðinn
- NOAA ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
7.1.2011 | 19:09
Öflugasta gróðurhúsalofttegundin
Endurbirting mýtu sem upprunalega birtist á skeptical science og var þýdd yfir á loftslag.is síðasta vetur.
Röksemdir efasemdamanna
Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Hún veldur um 90 % allra gróðurhúsaáhrifanna. Þar sem vatnsgufan er miklu mikilvægari gróðurhúsalofttegund en t.d. CO2 er þá ekki rökrétt að segja að hún sé mengun og óæskileg?
Það sem vísindin segja
Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Vatnsgufa er einnig ráðandi við svokallaða magnandi svörun í loftslaginu og magnar upp þá hlýnun sem að breyting í styrk CO2 í andrúmsloftinu veldur. Út af þessari magnandi svörun, þá er loftslag mjög viðkvæmt fyrir hlýnun af völdum CO2.
Vatnsgufa er ráðandi gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsaáhrif (eða geislunarálag) fyrir vatn er um 75 W/m2 á meðan CO2 veldur um 32 W/m2 (Kiehl 1997). Þessi hlutföll hafa verið staðfest með mælingum á innrauðum geislum sem endurvarpast niður til jarðar (Evans 2006). Vatnsgufa er einnig ráðandi í magnandi svörun í loftslagskerfi jarðar og aðal ástæðan fyrir því hvers vegna hitastig er svo viðkvæmt fyrir breytingum í CO2.
Ólíkt utanaðkomandi geislunarálagi líkt og CO2 sem hægt er að bæta við í andrúmsloftið, þá er magn vatnsgufu í andrúmsloftinu fall af hitastigi. Vatnsgufa kemur í andrúmsloftið með uppgufun og ræðst magn hennar af hitastigi sjávar og andrúmsloftsins, sem aftur ræðst af svokölluðu Clausius-Clapeyron sambandi. Ef meira vatn bætist við andrúmsloftið, þá þéttist það og fellur sem regn eða snjór á næstu einni eða tveimur vikum. Á sama hátt ef á einhvern óskiljanlegan hátt öll vatnsgufan yrði tekin skyndilega úr andrúmsloftinu, þá myndi uppgufun jafna það út og raki andrúmsloftsins ná fyrri styrk á stuttum tíma.
Vatnsgufa sem magnandi svörun
Eins og útskýrt var hér fyrir ofan, þá hefur vatnsgufa bein tengsl við hitastig, en hún er einnig partur af magnandi svörun loftslags og í raun stærsti þátturinn í magnandi svörun loftslagsins (Soden 2005). Þegar hiti eykst, þá eykst uppgufun og meiri vatnsgufa safnast fyrir í andrúmsloftinu. Sem gróðurhúsalofttegund, þá tekur vatnið til sín meiri hita og hitar andrúmsloftið meir og leiðir af sér meiri uppgufun. Þegar styrkur CO2 eykst í andrúmsloftinu, þá hefur það sem gróðurhúsalofttegund þau áhrif að það hlýnar. Það veldur því að meiri uppgufun verður og lofthiti eykst upp í nýtt stöðugt gildi. Þannig að við hlýnun af völdum CO2 þá magnast upp hlýnunin.
En hveru mikið magnar vatngsgufa upp hlýnun af völdum CO2? Án magnandi svörunar, þá veldur tvöföldun á styrk CO2, hnattræna aukningu í hita í kringum 1°C. Magnandi svörun af völdum vatnsgufu, tvöfaldar hlýnunina af völdum CO2. Þegar aðrir þættir magnandi svörunar eru teknir með (t.d. minna endurkast vegna bráðnunar hafíss), þá er heildarhlýnun af völdum tvöföldunar á styrk CO2 í andrúmsloftinu um það bil 3°C (Held 2000).
Beinar mælingar á magnandi svörun vatnsgufu og jafnvægissvörun loftslags
Magnandi svörun vatnsgufu hefur verið mæld miðað við þá hnattrænu kólnun sem varð eftir eldgosið í Mount Pinatubo (Soden 2001). Kólnunin varð til þess að andrúmsloftið varð þurrara, sem um leið magnaði upp hnattræna kólnunina. Jafnvægissvörun loftslags upp á sirka 3°C hefur verið staðfest með ýmsum greiningum á beinum mælingum þar sem kannað hefur verið hvernig loftslag hefur brugðist við mismunandi geislunarálagi fortíðar (Knutti & Hegerl 2008).
Gervihnettir hafa mælt aukningu í vatnsgufu loftshjúpsins upp á sirka 0,41 kg/m² á áratug, frá 1988. Mælingar- og eiginleikarannsókn, einnig þekkt sem fingraförun var notuð til að auðkenna ástæður aukningar í styrk vatnsgufu (Santer 2007). Fingraförun er mjög ítarleg tölfræðileg könnun á mismunandi skýringum á breytingum í loftslagskerfum Jarðar. Niðurstaða úr 22 mismunandi loftslagslíkönum (nánast öll loftslagslíkön Jarðarinnar) voru tekin saman og útkoman var að nýleg aukning í rakainnihaldi yfir yfirborði sjávar er ekki vegna geislunarálags frá sólu, né vegna þess að lofthjúpurinn hefur verið að jafna sig eftir eldgosið í Mount Pinatubo. Aðalástæða þess að styrkur vatnsgufu er að aukast, er vegna aukningar á CO2 vegna bruna jarðefnaeldsneytis.
Kenningar, mælingar og loftslagslíkön sýna öll að aukning í vatnsgufu er um 6-7,5% á hverja °C hlýnun andrúmsloftsins. Mældar breytingar á hita, raka og vindakerfum passa saman innbyrðis og á eðlisfræðilega samræmdan hátt. Þegar efasemdamenn benda á að vatnsgufa er áhrifaríkasta gróðurhúsalofttegundin, þá eru þeir í raun að benda á þá magnandi svörun sem gerir loftslag okkar svo viðkvæmt fyrir aukningu á styrk CO2 í lofthjúpnum og um leið benda þeir á enn eina vísbendinguna fyrir hlýnun jarðar af mannavöldum.
Tengt efni á loftslag.is
5.1.2011 | 09:19
Súrnun sjávar og lífríki hafsins
Á loftslag.is fáum við reglulega vísindamenn og áhugafólk um loftslagsbreytingar og málefnum þeim tengdum til að skrifa um það sem þeim er helst hugleikið tengt loftslagi.
Í þessari viku skrifar Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi við Hafrannsóknarstofnun og Háskóla Íslands um súrnun sjávar, en það er talið ekki síðra vandamál tengt losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið en sjálfar loftslagsbreytingarnar. Hér fyrir neðan er byrjunun á áhugaverðum pistli hennar, sjá nánar á loftslag.is, Súrnun sjávar og lífríki hafsins
Hröð aukning CO2 og aukin súrnun sjávar
Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar. Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar. Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar.
Fyrir iðnvæðingu var hlutþrýstingur CO2 í andrúmsloftinu 280 ppm og nú, 250 árum síðar, er hann orðinn 391 ppm og gæti náð yfir 700 ppm fyrir næstu aldamót (ppm = part per million). Loftslagsbreytingar væru vafalítið fyrirfinnanlegri í dag ef ekki væri fyrir upptöku sjávar og grænna landssvæða á helmingi þess koltvíoxíðs sem menn hafa blásið út í andrúmsloftið frá iðnvæðingu. Af þessum helmingi hefur sjórinn tekið til sín um 30% og græn landsvæði um 20% (Feely o.fl. 2004).
Vegna upptöku á CO2 hefur sýrustig sjávarins þegar fallið um 0,1 pH gildi (30% aukning á H+) frá iðnvæðingu og gæti fallið um 0,3-0,4 pH gildi fyrir árið 2100 (~150% aukning á H+). Sýrustig er mælt á pH skala sem er byggður á neikvæðu veldisfalli á styrk vetnisjóna (H+) en sýrustig lækkar eftir því sem styrkur vetnisjóna vex. Þetta þýðir að fyrir hverja heila tölu sem sýrustig (pH) fellur, þá súrnar sjórinn tífalt.
[..]
Pistillinn í heild er á loftslag.is og þar er einnig hægt að koma með athugasemdir við hann.
Sjá Súrnun sjávar og lífríki hafsins