Færsluflokkur: Afleiðingar

Frétt - Loftslag.is

Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning á Grænlandi er byrjuð á Norður-Grænlandi og hefur dreifst um allt Suðurskautið. Þynningin er að aukast inn á land á báðum jökulbreiðunum (e. Ice Sheet), samkvæmt nýrri grein í Nature. Í greininni kemur fram að þynningin hefur haldið áfram í áratugi eftir uppbrotnun íshellna/jökulþylja (e. Ice Shelf) og segir þar að ástæða þess sé hlýrri sumur, en þó ennfremur hlýrri hafstraumar.

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is.

 


mbl.is Pólísinn þynnist hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarstöðubreytingar og jökulísinn á Grænlandi og Suðurskautinu

loftslagÍ dag hafa birst 2 nýjar færslur á Loftslag.is sem fjalla um, annars vegar sjávarstöðubreytingar og hins vegar um jökulísinn á Grænlandi og Suðurskautinu. Fyrst er um að ræða myndband, þar sem m.a. er tekið fyrir hækkun sjávarstöðu og spárnar um það. Hvað segja spárnar um hækkun sjávarstöðu, hvað er með í þeim spám og hvað ekki? Myndbandið er frá Greenman3610, sem er YouTube notandi og hefur gert nokkur myndbönd um loftslagsbreytingar. Það má segja að hann hafi persónulegan stíl við gerð sinna myndbanda, þar sem hann getur verið nokkuð meinhæðinn. Hin færslan er frétt um þynningu jökla á Grænlandi og Suðurskautinu. Þar er sagt frá nýjum rannsóknum er varða þynningu jökla á þessum svæðum.

Tenglar:
Myndband: Sjávarstöðubreytingar
Frétt: Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu


Hafís Norðurskautsins - staðan við sumarlágmark

Þann 12 september er talið að hafíslágmarkinu hafi verið náð, en ólíklegt er að bráðnun nái sér aftur á strik í haust. Lágmarkið í hafísútbreiðslu í ár var það þriðja lægsta frá upphafi mælinga (um 5,1 milljónir ferkílómetra), en þó um 23% hærra en árið 2007 sem var óvenjulegt ár. Þrátt fyrir það þá er hafíslágmarkið í ár 24% minna en meðaltalið 1979-2000:

20090917_Figure2

Línuritið sýnir stöðuna á hafísútbreiðslu fyrir 15. september 2009. Bláa línan sýnir útbreiðslu frá júní-september 2009, dökkbláa línan 2008 og græna brotalínan 2007. Til samanburðar er sýnd fjórða lægsta útbreiðslan sem varð árið 2005 (ljósgræna línan) og meðaltalið 1979-2000 sem grá lína. Gráa svæðið utan um meðaltalið sýnir staðalfrávik meðaltalsins (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Vísindamenn líta á það sem svo að ísinn sé ekki að sækja í sig veðrið. Hann er enn töluvert fyrir neðan meðaltal og einnig fyrir neðan þá línu sem sýnir langtímaþróun hafíss frá 1979. Hafísinn er enn þunnur og viðkvæmur fyrir bráðnun og því telja þeir að langtímaniðursveifla hafíss haldi áfram næstu ár.

Sjá meira á loftslag.is en þar er einnig fjallað um lágmarkið árið 2008 og sú síða verður uppfærð í október þegar endanlegar tölur eru komnar.


mbl.is Dregur úr bráðnun hafíssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrnun sjávar - Loftslag.is

Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað "hitt CO2-vandamálið" (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

---

Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.

Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.

loftslag


55.000 dagar og opnun vefsíðunnar Loftslag.is

Eftir viku eða þann 19. september mun vefsíðan Loftslag.is opna með formlegum hætti. Hún er ætluð sem upplýsingaveita um loftslagsbreytingar, orsakir og afleiðingar þeirra, ásamt hugsanlegum lausnum. Hér verða fréttir úr vísindaheiminum er varða loftslagsmál. Bloggfærslur ritstjórnar verða fastir liðir ásamt gestapistlum. Við munum leitast við að fá gestapistla um efni tengt loftslagsmálum á síðuna. Sagt verður frá ýmsum málefnum er varða þetta efni, ásamt myndböndum og ýmiskonar tenglum sem fjalla um málefnið. Farið verður yfir helstu vísindalegu hugmyndir á bakvið fræðin, þar sem farið er í kenninguna, afleiðingarnar, lausnirnar ásamt ýmsum spurningum og svörum og síðast en ekki síst verða mýtur í loftslagsmálum skoðaðar. Þessar síður eru í vinnslu en hægt er að kíkja á hluta síðunar fram að formlegri opnun. Eftir opnunina þann 19. september verður opnað fyrir athugasemdakerfið í fréttunum og blogginu og miðillinn verður lifandi með virkri þátttöku lesenda. Þanngað til er þó opið Spjallborð sem finna má á hliðarstikunni. Opnunin verður formlega þann 19. september klukkan 18.

 

Svante Arrhenius, þriðji frá vinstri í efri röð
Svante Arrhenius, þriðji frá vinstri í efri röð

19. september var valin vegna þess að þá eru liðnir 55.000 dagar frá fæðingu Svante Arrhenius. Hann var einn af þeim fyrstu sem gerði tilraun til að reikna út hugsanleg áhrif á aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Hann fæddist þann 19. febrúar árið 1859 og dó 2. október 1927.

Arrhenius áætlaði að við tvöföldun koldíoxíðs í andrúmsloftinu myndi hitastig hækka um 5-6°C, síðar lækkaði hann þetta mat sitt. Samsvarandi tala hjá IPCC er á bilinu 2-4,5°C. Það má því kannski segja að hann sé einn af frumkvöðlum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin. Arrhenius verður því einskonar verndari síðunnar.

Endilega skoðið síðuna strax í dag á Loftslag.is, einnig geta Facebook notendur verið með á Facebook-síðunni Loftslag.is


Atlantshafsfellibylir í tíma og rúmi

Menn hafa beðið eftir að fellibyljatíminn myndi hefjast á Atlantshafi, en einhverjar tafir höfðu verið á því (sjá færslur Einars Sveinbjörnssonar: Reikningurinn opnaður ! og Fellibylurinn Bill).

Það er víst ekki óvenjulegt að fellibylir fari hægt af stað, en tímabilið er frá 1. júní til 30. nóvember. Aðaltímabilið er þó frá 1.ágúst og fram í miðjan september. Hægt er að vera á fellibyljavaktinni hér.

Eitt af því sem haldið hefur verið fram í sambandi við afleiðingar hlýnunar jarðar er sá möguleiki að tíðni fellibylja hafi aukist og muni aukast en um það hafa menn deilt.

Það sem hefur hvað mesta áhrif á fellibyli er vatnsgufa í lofthjúpnum, hitastig sjávar og háloftavindar. Ef hin tvö fyrrnefndu eru há, þá er talið líklegra að þeir geti myndast. Aftur á móti þýða sterkir háloftavindar að minni líkur séu á að þeir geti myndast.

Vatnsgufa

Nýleg rannsókn bendir til að loftslagslíkön séu að spá rétt fyrir að vatnsgufa sé að aukast í lofthjúpnum vegna hlýnunar (sjá fréttatilkynningu). Eitt er því talið víst og það er að fellibylir framtíðar verða blautari í framtíðinni, með tilheyrandi flóð.

Þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund, þá er hætt við að enn ein magnandi svörunin (e. positive feedback)  sé að koma fram  (við hlýnun aukist vatnsgufa í andrúmsloftinu, sem veldur svo aftur meiri hlýnun og svo koll af kolli).  Á móti mun snjósöfnun á kaldari og hálendari svæðum heims aukast (t.d. Suðurskautinu)

090811091832

Heildarmagn vatnsgufu í lofthjúpnum 4. júlí 2009.

Sjávarhiti 

Sjávarhiti er stór þáttur í myndun fellibylja en sjávarhiti í júlí síðastliðnum var sá hæsti frá upphafi mælinga í júlí (sjá frétt NOAA). Ef sjávarhiti er lægri en 27°C þá er ólíklegt að fellibylir geti myndast og því þýðir aukinn sjávarhiti aukna tíðni í fellibyljum.

Háloftavindar

El Nino er talin hafa haft töluverð áhrif á þessa seinkun, en í júlí var tilkynnt að hann væri byrjaður:

surfacetemp_lastweek_300
Sjávarhiti í kyrrahafinu 1. júlí 2009 við miðbaug, er að minnsta kosti einni gráðu hærri en að meðaltali - sem er vísbending um El Nino (appelsínugula svæðið við miðbaug noaanews.noaa.gov).

Af völdum El Nino þá eykst vindstyrkur í háloftunum yfir Atlantshafi, sem fækkar myndun fellibylja á því svæði. Líklegt er að vindstyrkur aukist við hlýnun jarðar og því er spurning hvort það nái að vinna á móti aukinni vatnsgufu og auknum sjávarhita.

Því er allt eins líklegt að tíðni fellibylja verði eins í framtíðinni eins og hún hefur verið undanfarið (en mun blautari vegna aukinnar vatnsgufu í andrúmsloftinu). 

Nýlega birtist grein í Nature um tíðni fellibylja fortíðar. Hægt að skoða greinina hér en hún er eftir Micheal Mann og fleiri (Mann er t.d. aðalhöfundurinn að Hokkístafnum umdeilda). 

Greinarhöfundar notuðu jarðvegs og setlagakjarna á fjölmörgum stöðum til að áætla fyrri fellibyli:

2psepg1
Fellibyljatíðni síðastliðin 1500 ár samkvæmt Mann o.fl.

Eins og sést þá hefur tíðni fellibylja sveiflast nokkuð og talið er að það sveiflist mikið í tengslum við sjávarhita - einnig má sjá áhrif La Nina en talið er að það veðurfyrirbæri hafi verið frekar virkt í Kyrrahafinu í kringum árið 1000 (fyrirbæri sem er með öfugt formerki á við El Nino).

Horft fram á veginn

Hvort hlýnun jarðar af mannavöldum muni auka fellibyli í framtíðinni er ennþá umdeilanlegt, en útlit er fyrir að svo verði raunin samkvæmt greininni hér fyrir ofan (Mann o.fl).

Þótt fellibyljum fjölgi ekki, þá er ljóst að eyðingarafl þeirra verður meira, þar sem þeir verða blautari á sama tíma og sjávarstaða hækkar

____________________

P.S. Sá sem þetta skrifar er áhugamaður um loftslag og veðurfræði og vill endilega fá leiðréttingar ef ekki er rétt farið með staðreyndir.


mbl.is Bill stefnir upp með austurströnd Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metanstrókar - hlýnun og súrnun sjávar

Ég hef áður lýst hér áhyggjum vísindamanna af því hvað gæti gerst ef metan færi að losna í miklu magni úr frosnum sjávarsetlögum á landgrunninu norður af Síberíu (sjá færsluna Sofandi risi?), en metangas er gríðarlega öflug gróðurhúsalofttegund (um 25 sinnum öflugri en koldíoxíð).

Nú hafa breskir og þýskir vísindamenn kortlagt metanstróka (mín þýðing, mætti einnig vera metanleki e. methan seeps) sem koma upp úr sjávarbotninum við Svalbarða (sjá grein).

Methanstrókar
Sjóarar kannast við myndir sem þessar (þetta eru þó ekki fiskitorfur), en með nákvæmum sónartækjum hafa menn fundið metanstróka koma úr landgrunninu við Svalbarða við bráðnun úr áður frosnum sjávarsetlögum (mynd úr grein vísindamannanna, smella á myndinni tvisvar til að stækka).

Þetta er talin vísbending um að spár varðandi magnandi svörun (e. positive feedback) séu að rætast hvað varðar metangas (við hlýnun losni metangas, sem veldur svo aftur meiri hlýnun og svo koll af kolli).  

Við hækkun sjávarhita þá bráðna frosnir metanmettaðir vatnskristallar úr setlögunum og metanið losnar (t.d. var sjávarhiti í júlí sá hæsti frá upphafi mælinga sjá frétt NOAA).

Vísindamennirnir fundu meira en 250 metanstróka á svæði sem þeir kortlögðu við Svalbarða. Þeir notuðu samskonar sónara (dýptarmæla) og notaðir eru um borð í fiskiskipum til að finna fiskitorfur (sjálfsagt eitthvað nákvæmari græjur þó). Tekin voru sýni til að staðfesta að um metan var að ræða. Þessir metanstrókar komu úr setlögum sem voru á 150-400 m dýpi.

Metanvatnskristallarnir (e. methane hydrate) eru stöðugir við mikinn þrýsting og lítið hitastig og eru þeir nú stöðugir á meira dýpi en 400 m við Svalbarða. Fyrir 30 árum voru þeir stöðugir á 360 m dýpi svo ljóst er að óstöðugleikinn nær dýpra nú - á sama tíma hefur hitastig sjávar á þessum slóðum hækkað um 1°C.  Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að tengja óyggjandi saman hlýnun sjávar og losnun metans, en norðurskautið hefur verið að hlýna óvenju hratt undanfarna áratugi (sjá grein frá því í mars - Hafís á norðurslóðum - Hver er staðan?).

 27011501
Eins og sést á neðri myndinni sem sýnir frávik frá meðalhita fyrir árið 2008, þá hlýnar norðurheimsskautið óvenju hratt. Efri myndin sýnir aukningu metans í lofthjúpnum (mynd af www.NewScientist.com).

Það merkilegasta við þessa rannsókn er að metangas er að losna af meira dýpi en áður hefur verið staðfest við norðurheimsskautið. Mikill hluti metangassins nær enn sem komið er ekki yfirborði og leysist upp í sjónum, en talið er að stærstu strókarnir nái upp á yfirborðið þegar þeir eru hvað virkastir.

Þótt mikill meirihluti strókanna nái ekki yfirborði sjávar þá er talið að þeir hjálpi til við að ýta undir annað vandamál, sem er súrnun sjávar (sjá nýlega færslu Súrnun sjávar - heimildarmyndir.).

Graham Westbrook einn höfunda segir ennfremur:

"If this process becomes widespread along Arctic continental margins, tens of megatonnes of methane a year - equivalent to 5-10% of the total amount released globally by natural sources, could be released into the ocean."

Lauslega þýtt: "Ef þetta ferli breiðist út á landgrunni Norðurheimskautsins, tugir megatonna af metani á ári - jafngildi 5-10% af hnattrænni náttúrulegri heildarlosun, mun losna út í sjóinn."

Þessu tengt þá sýnir ný rannsókn að sjórinn undan ströndum Alaska er að sýna aukið sýrustig (sjá frétt).


Uppskera

Hérna er ágætt myndband sem sýnir áhrif hlýnunar jarðar á uppskeru ýmissa matjurta.


Jökulstraumur þynnist

rannsókn á einum stærsta jökulstraumi heims (e. ice stream - þetta eru eins konar skriðjöklar, jökulstraumar úr jökulskjöldum) bendir til þess að bráðnunin á suðurskautinu sé dramatískari en áður hefur komið fram (sjá frétt).

Bambervelocity
Jökulstraumar Antartíku (blátt).

Um er að ræða gervihnattamælingar á Pine island jökli sem er á vestur Antartíku, sem sýna að yfirborð jökulsins er að lækka um allt að 16 m á ári. Frá 1994 hefur jökullinn þynnst um 90 m.

figure1
Aðstreymissvæði jökulstraumsins (grár). 

636px-Pigshelf
Jökulstraumurinn verður að íshellu þegar hann kemur út í sjó (sjá 
Íshellur Suðurskautsins).

Útreikningar á bráðnun jökulstraumsins sem gerðir voru fyrir 15 árum síðan bentu til þess að jökullinn myndi duga 600 ár í viðbót, en samkvæmt þessum nýju gögnum þá gæti hann verið horfinn eftir aðeins 100 ár. Bráðnunin er hröðust um miðbik straumsins, en það sem vekur mestar áhyggjur er ef það fer að hafa áhrif á jökulskjöldinn lengra inn á landi. 

Bráðnun jökulstraumsins sjálfs hefur ekki mikil áhrif á sjávarstöðubreytingar (sjá pælingar um Hækkun sjávarstöðu). Talið er að sú bráðnun skili sér í um 3ja sm hækkun sjávarstöðu. Jökulskjöldurinn sem liggur þar á bakvið gæti aftur á móti valdið 20-30 sm sjávarstöðuhækkun ef hann myndi einnig bráðna.


Framhlaupin og lónið.

Það má finna nýlegan fróðleik um Breiðamerkurjökul á heimasíðu Veðurstofunnar (sjá Framhlaupin og lónið). Þar er ekki verið að fullyrða að þetta séu afleiðingar loftslagsbreytinga (þó breytingar í loftslagi geti haft áhrif á einhvern hátt):

[Myndin] sýnir að mikill jökulíshroði hefur safnast á yfirborð Jökulsárlóns þannig að bátar komast þar trauðlega á flot. Mögulegt er að framhlaup valdi þessu og jökulísinn brotni í smátt þegar út í lónið er komið.

Á heimasíðu Veðurstofunnar má einnig lesa eftirfarandi:

...framhlaupsjöklar [eru þeir jöklar kallaðir], sem styttast stöðugt um langt árabil en hlaupa svo skyndilega fram án þess að loftslag gefi sérstakt tilefni til.

Þessi hegðun sumra jökla hefur ekki verið skýrð svo fullnægjandi sé, en þó er ljóst að á milli framhlaupa skríða þeir einhverra hluta vegna ekki nógu hratt til að skila niður á leysingarsvæðið þeirri ákomu, sem bætist á jökulinn ofan snælínu. Framhlaupsjöklar verða því smám saman brattari uns þolmörkum brattans er náð.



Ég er enginn jöklafræðingur, en ég útiloka þó ekki að í þessu tilfelli sé þetta hluti af náttúrulegum ferlum í jöklinum, þrátt fyrir að meirihluta jökla í heiminum sé að hopa vegna hlýnunar jarðar (sjá Jöklar heims bráðna).


mbl.is Myndröð af bráðnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband