Færsluflokkur: Fréttir
9.8.2012 | 20:33
Miðaldahlýnunin - staðreyndir gegn tilbúningi
Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum efasemdamanna) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun (til að mynda spurningar um hvort eitthvað sérstakt sé í gangi?). Stundum hafa flökkusögur um hina meintu mjög svo hlýju miðaldahlýnun farið af stað í bloggheimum (meðal annars hér á landi) og stundum átt uppruna sinn í tilbúning sem finnst víða um veraldarnetið og er erfitt fyrir almenna lesendur að flokka frá staðreyndum. Stundum er skrifað um þessi mál með huga afneitunar á loftslagsvísindum og þá virðist auðvelt fyrir efasemdamenn að finna tilbúning sem passar við málatilbúnað þeirra (til að mynda heimildir sem notaðar eru hér) enda er nóg til af innihalds rýru efni á netinu (prófið bara að gúgla global warming hoax). Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir staðreyndir og tilbúning varðandi miðaldahlýnunina, enn ein fróðleg greining frá Potholer54 um loftslagsmál út frá vísindalegri nálgun.
Eftirfarandi lýsing á myndbandinu (sem sjá má á loftslag.is) er gerð af Potholer sjálfum (lausleg þýðing sjá má textann á ensku með því að skoða myndbandið á youtube.com):
Í eftirfarandi myndbandi eru skoðaðar vísindalegar rannsóknir til að finna svarið við þremur grundvallar spurningum: 1) Var miðaldarhlýnunin hnattræn? 2) Voru miðaldarhlýindin hlýrri en í dag? 3) Og hvað þýðir það hvort sem er? Ég kanna ýmsar upphrópanir af veraldarvefnum varðandi hokkíkylfuna ásamt ýmsum mýtum og mistúlkunum varðandi miðaldahlýnunina sem þrífast á veraldarvefnum. Heimildir mínar fyrir mýtunum og tilbúninginum eru blogg og myndbönd af veraldarvefnum; heimildir mínar fyrir staðreyndunum eru vísindalegar.
Sjón er sögu ríkari, verði ykkur að góðu - myndbandið má sjá á loftslag.is:
Tengt efni á loftslag.is:
- Miðaldaverkefnið - umfjöllun af loftslag.is um eina heimild efasemdamanna varðandi miðaldahlýnunina
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?
- Við erum á leið inn í litla ísöld!! Jahérna, getur það nú verið lítum á vísindin
- Enn fleiri myndbönd frá Potholer54
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2012 | 22:42
Rangfærslum haldið til haga
Mbl.is tekst að klúðra þýðingu á frétt BBC. Í frétt BBC er sagt frá rangfærslu varðandi bráðnun jökla í Himalaya og ártalið 2035, sem við á loftslag.is höfum meðal annars sagt frá áður, sjá tengla hér undir.
Það er í raun merkilegt að eftirfarandi orð á BBC;
The response of Himalayan glaciers to global warming has been a hot topic ever since the 2007 report of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), which contained the erroneous claim that ice from most of the region could disappear by 2035.
séu þýdd á þessa veru á mbl.is:
Rannsóknir sýna að jöklar í Himalaya eru að minnka og raunar benda rannsóknir til að þeir kunni að vera horfnir að mestu árið 2035.
Þetta er rangfærsla sem ekki þarf að halda á lofti og er dæmi um frekar sljóa fréttamennsku að gera ekki betri þýðingu en þetta á þessari annars merkilegu frétt af BBC, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
...though it is well known from studies in other parts of the world that climate change can cause extra precipitation into cold regions which, if they are cold enough, gets added to the existing mass of ice.
Hitt er svo annað mál að það segir ekki mikið varðandi hnattræna hlýnun þó sumir jökla Asíu stækki. Það þarf t.d. að taka tillit til afkomu jökla í heild, ef það á t.d. að skoða áhrif hnattrænnar hlýnunar, sem einhverjir vilja tengja þessa frétt við.
Tengt efni á loftslag.is:
- Eru jöklar að hopa eða stækka?
- Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
- Vangaveltur varðandi mistök IPCC
- Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
Sumir jöklar í Asíu að stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 22:39
Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
Mikil styrkaukning á CO2, þá aðallega úr úthöfum á Suðurhveli Jarðar, er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Nature. Þetta er enn ein staðfestingin á því hversu ráðandi styrkur CO2 er í hitabúskap jarðarinnar.
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
---
Tengt efni á loftslag.is
- Gögn sem sýna að meira CO2 veldur hlýnun
- Áhrif CO2 uppgötvað
- Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag
- Hvað segja rannsóknir á fornloftslagi okkur?
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2012 | 21:51
Sólvirkni
Ágúst Bjarnason birtir á bloggi sínu áhugaverða myndir meðal annars þessa:
http://sidc.oma.be/sunspot-index-graphics/sidc_graphics.php
Þar sem hvorugur ritstjóra loftslag.is fær lengur að tjá sig á bloggsíðu Ágústar (eftir vægar rökræður um hitagögn á heimasíðu Trausta fyrir mánuði síðan) þá viljum við koma með athugasemd hér.
Þessi mynd er frekar lýsandi fyrir sólvirkni undanfarna áratugi. Við á loftslag.is sýnum oft sambærilega mynd - þar sem teiknað hefur verið að auki inn hlýnun á sama tíma skv. NASA GISS. Sú mynd er svona:
Eins og sjá má þá hefur sólvirknin fallið nokkuð síðan fyrir um 50-60 árum. Á sama tíma hefur aftur á móti hlýnun haldið nokkuð stöðugt áfram.
Sama segja niðurstöður ýmissa rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum greinum undanfarinn áratug - sjá þessa mynd (smella á til að stækka):
Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 50-65 ár samkæmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökk blár), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár) og svo Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur). Smelltu á mynd til að stækka.
Eins og sjá má þá eru það mennirnir sem hafa hvað mest áhrif á loftslag á þessu tímabili eða samtals um eða yfir 100 % af mældri hlýnun.
Heimildir:
Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Tett o.fl. 2000
- Meehl o.fl. 2004
- Stone o.fl. 2007
- Lean og Rind 2008
- Stott o.fl. 2010
- Huber og Knutti 2011
- Gillett o.fl. 2012
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 08:47
Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
Föstudagur 9. mars kl. 13-16.30
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt vandamál verður í málstofunni fyrst og fremst fjallað um þær í íslensku samhengi. Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson ræða íslenska vefinn loftslag.is sem þeir ritstýra, en hann er helgaður umræðunni um loftslagsmál á Íslandi. Guðni Elísson fjallar um siðferðilegan og pólitískan vanda þess að dæla upp olíu úr íslenska landgrunninu, en Halldór Björnsson varpar fram spurningum um aðlögun Íslendinga í kjölfar loftslagsbreytinga og Þorvarður Árnason talar um loftslagsbreytingar sem nýja tegund af umhverfisvandamáli. Síðast en ekki síst fjallar Hrafnhildur Hannesdóttir um breytingar á jöklum síðustu alda og hvernig megi bera saman veðurgögn (hita og úrkomu) frá upphafi mælinga til þess að stilla af jöklalíkön og spá fyrir um framtíðina.
Fyrirlesarar:
- Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson, ritstjórar loftslag.is: Loftslag.is - Umræða um loftslagsmál í fortíð, nútíð og framtíð
- Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim
- Hrafnhildur Hannesdóttir, doktorsnemi í jarðfræði: Gildi sögulegra heimilda í rannsóknum á jöklabreytingum í Austur-Skaftafellssýslu
- Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði: Vekjum ekki sofandi dreka: Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
- Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði: Hnattrænar loftslagsbreytingar sem umhverfismál
Málstofustjóri: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Sjá nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2012 | 16:47
Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir
Á síðasta ári kom út ítarlegur leiðarvísir hér á loftslag.is. Hann var unninn í samvinnu við við hina stórgóðu heimasíðu Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.
Við ritstjórar á loftslag.is unnum að þýðingunni með dyggri aðstoð góðra manna, en Halldór Björnsson og Emil H Valgeirsson lásu yfir textann og bættu málfar og orðaval.
Við birtum hér aftur fyrsta kafla hans og vísum í næstu kafla í kjölfarið (sjá tengla í lok færslunnar).
Hvað er efahyggja?
Nánar má lesa um efahyggju og fleira úr leiðarvísinum á loftslag.is, sjá Efasemdir um hnattræna hlýnun Leiðarvísir
Næstu kaflar
Lesa má leiðarvísinn í heild hér: Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir, en þeir sem vilja skjótast í einstaka kafla hans og nálgast myndirnar á stafrænu formi er bent á eftirfarandi:
- Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag
- Styrkur CO2 eykst af mannavöldum
- Fingraför mannkyns #1, ummerki jarðefnaeldsneytis í loftinu og kórölum
- Gögn sem sýna að meira CO2 veldur hlýnun
- Fingraför mannkyns #2, breytingar á varmageislun út í geim
- Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg
- Fingraför mannkyns #3, hlýnun sjávar
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Fingraför mannkyns #4 Nætur hlýna meira en dagar
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Hvað segja rannsóknir á fornloftslagi okkur?
- Fingraför mannkyns #5, meiri varmi endurkastast niður að jörðu aftur
- Hversu viðkvæmt er loftslagið?
- Áhrif hnattrænnar hlýnunar
- Fingraför mannkyns #6, vetur hlýna hraðar
- Að skjóta sendiboðann
- Fingraför mannkyns #7, kólnun í efri hluta lofthjúpsins
- Samhljóða álit vísindamanna um hnattræna hlýnun
- Gögnin segja sömu sögu
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2012 | 10:39
Hitastig í desember og árið í heild á heimsvísu
Hitastig desember mánaðar 2011 og svo endanleg niðurstaða ársins samkvæmt NCDC hefur nú verið kunngjörð. Árið endaði sem það 11. hlýjasta samkvæmt tölum NCDC, sem er hlýjasta La Nina ár frá því farið var að halda utan um þess háttar gögn (samkvæmt gögnum NASA GISS, þá er árið það 9. hlýjasta). Í upphaf árs 2011 fórum við yfir horfur hitastigs árið 2011, Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011 það virðist vera sem þær vangaveltur hafi í stórum dráttum gengið eftir. Desember árið 2011 var 10. heitasti desember frá upphafi mælinga og árið endaði sem 11. heitasta samkvæmt gagnasafni NCDC.
...
Það má lesa nánar um þetta og skoða gröf, töflur og myndir á loftslag.is, Hitastig í desember og árið í heild á heimsvísu
Tengt efni á loftslag.is
- 2011 hið heita La Nina ár
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS
- Óvenjulegt veður árið 2010
- Hitahorfur fyrir árið 2010 upprifjun
- Tag Mánaðargögn
- Tag Hitastig
- Helstu sönnunargögn
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2012 | 18:50
Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
Téður James Balog hefur verið duglegur að taka myndir af jöklum í gegnum tíðina og má sjá fróðleg myndbönd í færslu á loftslag.is, þar sem verkefni á hans vegum er til umræðu. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hann hafi sýnt fram á að jökull hafi horfið á tiltölulega stuttum tíma, þar sem lang flestir jöklar hopa nú um stundir.
Í myndbandi frá TED, sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.
[...]
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
Tengt efni á Loftslag.is:
- Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja
- Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
- Samfélög trjáa á flakki
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
- Bráðnun jökulbreiðna Grænlands
Jökull hvarf á fjórum árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2012 | 11:38
Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil
Á nýju ári förum við á loftslag.is hægt af stað, en rétt er að hita upp með stórgóðu myndbandi frá Greenman (Peter Sinclair). Þar veltir hann fyrir sér algengri mýtu um yfirvofandi kuldatímabil, gefum honum orðið:
Einn af gullmolum þeirra sem afneita hnattrænni hlýnun, er mýtan um hina yfirvofandi Ísöld
Eins og venjulega, þá tekst afneitunarsinnum með sinni hávaðavél að snúa út úr því sem raunverulegur vísindamaður segir um rannsókn sína að í rannsókninni sé engin spá um ísöld hvort heldur hún yrði lítil eða stór.
---
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil
Tengt efni á loftslag.is
- Við minni virkni sólar
- Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
- Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar
- Mýtur
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2011 | 12:00
Jólakveðja
Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Það verður rólegt á loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Við minnum á að töluvert lesefni er að finna á loftslag.is, sjá t.d. Leiðakerfi síðunnar og tilvísanir í ýmsar mikilvægar síður hér.
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)