Færsluflokkur: Fréttir
23.12.2011 | 10:38
3D Sólarorka
Nú um daga er vinsælt að skella sér í 3D bíó. En 3D (alla vega hugtakið 3D) er einnig komið á kort vísindamanna varðandi sólarorku. Vísindamenn við MIT (Massachusetts Institute of Technology) telja að með því að skipta út flötum sólarpanilum fyrir þrívíða uppbyggingu panilanna, þá sé hægt að ná allt að 20 sinnum meiri skilvirkni í sólarsellunum.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, 3D Sólarorka
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 10:44
Um niðurstöðuna í Durban
Árni Finnsson skrifaði gestapistil á loftslag.is um niðurstöðuna í Durban eins og hann upplifir hana. Þökkum við í ritstjórn loftslag.is honum fyrir áhugaverðan pistil.
Hann kemur inn á nokkur atriði varðandi niðurstöðuna í Durban, m.a. eftirfarandi:
Mjög jákvætt er að í Durban varð samkomulag um að þau ríki sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum hefji á ný samningaviðræður um lagalega bindandi sáttmála.
[...]
Að óbreyttu stefnir í að hitastig andrúmsloftsins muni hækka um og yfir 3 gráður á Celcíus miðað við fyrir iðnbyltingu. Í Kaupmannahöfn náðist samkomulag um að halda skyldi meðalhitnun andrúmslofts jarðar innan við 2°C.
Það má kannski orða það sem svo að niðurstaðan hafi verið umfram þær væntingar sem gerðar voru til ráðstefnunnar í Durban fyrirfram, en þó virðist vera nokkuð gap í að ná langtímamarkmiðum sem áður hafa verið gerð.
Nánar má lesa pistil Árna á loftslag.is, Um niðurstöðuna í Durban
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 09:50
Durban og COP17 – Í stuttu máli
Við höfum lítið sem ekkert rætt um loftslagsráðstefnuna COP17, sem haldin er í Durban um þessar mundir, hér á loftslag.is. Kannski er það vegna lítilla væntinga til fundarins eða kannski erum við bara önnum kafnir og látum það mæta afgangi. En hvað sem veldur, þá viðurkenni ég fúslega að áhugi minn er dempaður og ég hef lítið fylgst með hingað til. Reyndar byrjuðu efasemdamenn með pompi og prakt þegar þeir þyrluðu hinu vanalega ryki í augu fólks rétt fyrir fundinn, sjá Climategate 2.0 Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu? - það virðist þó hafa verið frekar þróttlítið hjá þeim í þetta skiptið enda vill fólk almennt ekki láta plata sig oft með sömu útúrsnúningunum.
Það má m.a. finna yfirlit yfir það sem gerist í Durban á vef Guardian, Global climate talks og einnig myndir og stutt yfirlit frá degi til dags hér. Ein af nýjustu fyrirsögnunum á vef Guardian er á þessa leið Durban talks unlikely to result in climate change deal sem segir kannski sitthvað um árangurinn. Það má þó halda í þá von að það verði lagður einhver grunnur að samningi í náinni framtíð, þó skrefin verði hugsanlega smá fyrst um sinn. Það er í raun ekki ásættanlegt að draga þessi mál á langin. Þjóðir heims verða að taka sig saman og finna lausnir í sameiningu og leggja sérhagsmuni til hliðar fyrir heildina.
Talandi um hænuskref (vonandi í rétta átt), þá má taka þátt í undirskriftasöfnun á netinu til bjargar Jörðinni (hvorki meira né minna), sjá 48 hours to save our dying planet! undirritaður hefur þegar ritað nafn sitt þar í þeirri von að margt smátt geri eitt stórt og hvet ég áhugasama til að taka þátt enda mikilvæg málefni.
Á loftslag.is má sjá myndband þar sem gerð er tilraun til að útskýra hvernig svona ráðstefnur fara fram, tekur aðeins 3 mínútur.
Myndbandið má sjá hér, Durban og COP17 Í stuttu máli
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 09:02
Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
Nákvæm gögn eru söfnuð um útbreiðslu hafíss síðastliðin rúm 30 ár byggð á gervihnattagögnum, en auk þess eru nothæfar upplýsingar til um útbreiðslu hafíss síðustu öld, byggt á upplýsingum frá skipum og flugvélum. Gögnin sýna greinilega að bráðnunin undanfarna áratugi er mun meiri en öldina þar á undan. Nýleg greining á þeirri þekkingu sem til er um hafís Norðurskautsins (Polyak o.fl. 2010), bendir til þess að bráðnun hafíss nú sé meiri en verið hefur síðastliðin nokkur þúsund ár og ekki hægt að útskýra með náttúrulegum breytileika.
[...]
Nánar er hægt að lesa um þetta á loftslag.is - Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 12:42
2011 – hið heita La Nina ár
Hnattrænn hiti fyrir árið 2011 mun að öllum líkindum verða í tíunda sæti frá því mælingar hófust, samkvæmt bráðabirgðamati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Árið er að vísu ekki búið, en ef áfram heldur sem horfir þegar tölur fyrir nóvember og desember verða komnar í höfn, þá þýðir það að þrettán heitustu árin frá því mælingar hófust hafa orðið síðustu 15 árin.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, 2011 hið heita La Nina ár
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 10:25
Climategate mark 2 – Sölumenn vafans snúa aftur
Í myndbandi, sem sjá má á loftslag.is, má sjá fróðlega greiningu frá Potholer54 um hið nýja plathneyksli sem efasemdamenn eru að reyna að spinna upp nú um stundir og hafa kallað climategate 2,0 (frumlegheitin eru í hávegum höfð á þeim vígstöðvum). Það virðist vera sem þeir hafi fundið fleiri stolna tölvupósta til að birta reyndar er eitthvað af því það sama og kom fram fyrir 2 árum og varla nokkuð nýtt í því, en nýtninni er þó fyrir að fara, ekki má taka það frá efasemdamönnum í þetta skiptið. En venju samkvæmt taka efasemdamenn hlutina úr samhengi og mistúlka af stakri snild ekkert nýtt í því í sjálfu sér sama aðferðafræðin er notuð aftur nú 2 árum seinna og núna er það rétt fyrir loftslagsráðstefnuna í Durban. Hvers vegna ættu efasemdamenn að henda góðu plotti fyrir róða, enda gekk það vonum framar síðast? Spyr sá sem ekki veit
En, það má segja að það sé góð flétta hjá Potholer54 í myndbandinu, krydduð með léttri kaldhæðni og nettu líkingamáli. Sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:
Tengt efni á loftslag.is:
- Climategate 2.0 Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu?
- Kaupmenn vafans
- Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?
- Við erum á leið inn í litla ísöld!! Jahérna, getur það nú verið lítum á vísindin
- Hefur Jörðin kólnað?
- Viðauki Hefur Jörðin kólnað?
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- Monckton á móti Monckton
- Enn fleiri myndbönd frá Potholer54
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2011 | 16:57
Climategate 2.0 – Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu?
Hér undir er færsla sem var skrifuð fyrir ári síðan, eftir að það var orðið öllum ljóst (sem það vildu vita) að hið svokallaða climategatemál (hið fyrsta) var bara stormur í vatnsglasi. Nú er komið upp nýtt mál sem afneitunarsinnar kalla climategate 2,0 og því ekki úr vegi að rifja upp niðurstöðu síðasta máls, sjá hér undir. Reyndar má einnig geta þess að ekki hefur borið mikið á þessari umræðu um hið "nýja" Climategatemáli í fjölmiðlum almennt, enda lítið sem ekkert kjöt á þessu, eins og reyndar var líka í fyrra skiptið. Það má lesa um þetta á einhverjum stöðum, sjá t.d. Climategate 2.0: Denialists Serve Up Two-Year-Old Turkey og Two Year Old Turkey ásamt grein í Guardian. Eitthvað virðist þetta mál vera endurtekning á gömlu góðu útúrsnúningunum sem gerðir voru í nafni efasemdamanna (afneitunarsinna) þegar climategate hið fyrra kom upp. En rifjum nú upp gamla málið áður en lengra er haldið:
Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?
Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
.. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.
En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.
Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.
Næst ber að nefna skýrslu vísindanefndar undir stjórn Lord Oxburgh, sem er fyrrum stjórnarformaður Shell í Bretlandi, sem komst að því að vísindin séu traust og að ekkert bendi til þess að vísindamenn hafi falsað niðurstöður.
Í enn einni rannsókninni, nú undir stjórn Sir Muir Russell, kom fram að vísindamenn og störf þeirra eru gerð af nákvæmni og samviskusemi og að ekki lægi fyrir vafi um störf þeirra.
Í Bandaríkjunum, voru gerðar tvær rannsóknir á vegum Penn State háskólans, varðandi störf prófessor Michael Mann þar sem hann var sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum.
Að lokum má nefna að fyrir nokkrum vikum þá kom fram, frá breskum stjórnvöldum, að upplýsingarnar sem komu fram í hinum illa fengnu tölvupóstum létu ekki í té nein sönnunargögn sem skapaði vantraust varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Þannig að í þessari upptalningu er ekki bara eitt tilfelli, heldur ein sex tilfelli þar sem vísindamenn eru hreinsaðir af þeim tilhæfulausu ásökunum sem upp komu í þessu máli. Þetta kemur reyndar ekki á óvart, þar sem að þeir sem afneita loftslagsvísindum virðast fá mikla áheyrn fjölmiðla (sérstaklega í BNA) og vaða uppi með tilhæfulausar staðhæfingar ef það hentar málsstað þeirra.
En hvað um hin ýmsu alltmöguleg-gate sem hafa verið sett upp sem dæmi um vanhæfni IPCC? Þess ber að geta að við skrifuðum ekki um öll þessi svokölluð hliðamál enda frekar óspennandi og alls ekki uppbyggjandi í vísindalegu samhengi.
Það sem m.a. hefur gerst hingað til í hinum ýmsu alltmöguleg-gate-málum er t.d. eftirfarandi.
Sunday Times hefur beðist afsökunar á og dregið til baka fréttir um hið svokallað Amazongate-mál. Það er s.s. ekkert Amazongate-mál og regnskógum Amazon stendur því miður enn ógn af breytingum vistkerfa vegna loftslagsbreytinga.
Hollensk stjórnvöld hafa tekið ábyrgð á því að hafa gefið IPCC rangar upplýsingar varðandi það að 55% af Hollandi sé undir sjávarmál, þegar staðreyndin er sú að aðeins 26% er í hættu vegna flóða, þar sem svæði eru undir sjávarmáli, á meðan önnur svæði, 29% eru í hættu vegna flóða frá ám og fljótum.
BBC hefur einnig beðið CRU afsökunar á því að hafa farið villandi orðum í sinni umfjöllun um climategate fals-hneykslið.
Það sem er eftir af þessum svokölluðu alltmöguleg-gate er því aðeins hin neyðarlega villa (já aðeins ein) og hin klaufalega afsökunarbeiðni IPCC í kjölfarið á því, varðandi bráðnun jökla Himalaya, þar sem ártalið 2035 kom fram í stað ártalsins sem talið er líklegra 2350. Sú villa varð öllum ljós, ekki vegna þess að blaðamenn hefðu fundið hana með rannsóknarblaðamennskuna að vopni eða að eitthvert efasemdarbloggið uppljóstraði um það, heldur vegna þess að einn af vísindamönnunum og meðhöfundum IPCC skýrslunnar sagði frá villunni (þannig virka alvöru vísindi).
Það sem eftir stendur, ári eftir climategate er ein stafsetningarvilla og 6 hreinsanir vísindamanna af ásökunum og lítið annað. Í kjölfarið á þessu má setja fram hinar raunverulegu spurningar sem fjölmiðlar og aðrir ættu að spyrja sjálfa sig núna:
Af hverju?
Hverjir?
Eða sagt á annan veg:
Hverjir há þessa baráttu gegn loftslagsvísindamönnum og af hverju?
Ítarefni:
- THE HOTTEST YEAR (PDF) Grein Nature
- Climategate a year later
- The Real Story of Climategate (mjög góð grein)
Tengt efni á loftslag.is:
- Tag um Climategate
- Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
- Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts
- Vísindahliðið
- Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum
- Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna
- Loftslagsvísindin traust
- Sakir bornar af Phil Jones
- Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2011 | 11:00
Hraðir flutningar, hærra og lengra
Það eru að verða breytingar í vistkerfum, bæði hjá farfuglum og öðrum lífverum við hækkandi hitastig. Þær breytingar eru þegar hafnar, eins og kemur fram í fréttinni á mbl.is. Hér undir er frétt af loftslag.is varðandi flutning lífvera vegna hlýnandi loftslags.
Í Science birtist nýlega grein um rannsókn, þar sem sýnt er fram á tengsl milli hinnar hnattrænu hlýnunar og flutning plantna og dýra til hærri breiddargráða og upp í meiri hæð yfir sjávarmál. Að auki kom í ljós að lífverur flytjast um set, um tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en áður var talið.
Vistfræðingar sem fylgdust með fiðrildum, tóku eftir því fyrir um tíu árum síðan að þau voru að flytjast um set. Það hefur síðan komið meir og meir í ljós að stór hluti af mismunandi plöntum og dýrum eru að færa sig að hærri breiddargráðum eða upp hlíðar fjalla. Augljósa svarið hefur verið að lífverur séu að flýja aukinn hita af völdum hnattrænnar hlýnunar, en það er ekki fyrr en með þessari grein sem talið er að vafanum þar um hafi verið eytt.
Rannsóknarteymið hefur sýnt fram á að hinir ýmsu flokkar dýra - liðdýr, fuglar, fiskar, spendýr, skeldýr, plöntur og skriðdýr eru að færa sig fjær svæðum þar sem hlýnunin hefur verið mest.
Vistfræðingar óttast að miklir flutningar lífvera á hnattræna vísu, eigi eftir að hafa slæm áhrif á líffræðilega fjörlbreytni og hafa truflandi áhrif á jafnvægi vistkerfa, auk þess að hraða á útdauða lífvera. Þar sem þetta er að gerast hraðar en talið var, þýðir að minni tími mun gefast til að bregðast við.
Heimildir og ítarefni
Greinin birtist í Science og er eftir Chen o.fl. 2011 (ágrip): Rapid Range Shifts of Species Associated with High Levels of Climate Warming
Umfjöllun um greinina má lesa á Science Now: In Warming World, Critters Run to the Hills
Einnig er umfjöllun um greinina á heimasíðu Háskólans af York: Further, faster, higher: wildlife responds increasingly rapidly to climate change
Tengt efni á loftslag.is
Farfuglar seinka ferðum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2011 | 09:16
Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar
Ein af rökum efasemdamanna um þátt manna í hinni hnattrænu hlýnun er að loftslagsbreytingar hafi alltaf orðið og að hitasveiflur eins og nú eru, séu tíðar þegar skoðuð eru gögn um fornloftslag.
Ný rannsókn sem loftslagsfræðingur í háskólanum í Lundi Svante Björck birti fyrir skömmu, bendir til þess að miklar hitasveiflur gerist yfirleitt ekki á sama tíma á norður- og suðurhveli jarðar. Þettta á við um síðastliðin 20 þúsund ár, en það er eins langt aftur og nægilega nákvæm loftslagsgögn beggja hvela jarðar ná aftur. Þessi greining Svante nær því um 14 þúsund árum lengur aftur í tíman en fyrri sambærilegar greiningar.
Margskonar gögn eru notuð sem vísar að fornloftslagi t.d. kjarnar úr botnseti úthafa og stöðuvatna, úr jöklum og fleira. Í þeim gögnum má lesa hvernig breytingar verða í hitastigi, úrkomu og samsetningu lofthjúpsins.
Höfundur telur að sú hitaaukning sem nú er að gerast, sé harla óvenjuleg í jarðfræðilegu tilliti.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsun ár, á norður- og suðurhveli jarðar
Tengt efni af loftslag.is
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2011 | 09:13
Að efast um BEST
Nú nýverið sendi rannsóknateymi the Berkeley Earth Surface Temperature (BEST) frá sér bráðabirgðaniðurstöðu rannsókna á hnattrænum hita jarðar. BEST verkefnið byrjaði á síðasta ári og þar var ætlunin að kanna hvort gögn um yfirborðshita sýni raunverulega hlýnun eða hvort eitthvað sé til í því sem efasemdamenn hafa haldið fram, að í þessum gögnum komi fram kerfisbundin bjögun, í mælingum og leiðréttingum sem myndi falska hlýnun. Verkefnið gekk út á að greina mun stærra gagnasafn yfir hitastig en aðrir höfðu gert og athuga t.d. hvort skekkja væri vegna þéttbýlismyndunar við þær veðurstöðvar sem notaðar eru.
Vonir og væntingar
Í forsvari fyrir teyminu er Richard Muller en hann hefur stundum verið hávær í loftslagsumræðunni. Segja má að þar hafi verið komið eins konar óskabarn efasemdamanna þar sem hann skaut sérstaklega föstum skotum í átt til vísindamanna sem hafa unnið að því að setja saman hitaraðir með hnattrænan hita. Eftir að í ljós kom að olíumilljarðamæringarnir Charles og David Koch styrktu teymið að hluta og að þekktir efasemdamenn (t.d. Judith Curry) voru að vinna í nánu samstarfi við Muller og félaga, þá má segja að vonir sumra efasemdamanna hafi vaknað, um að hér kæmi hagstæð niðurstaða fyrir þá. Sem dæmi sagði forsvarsmaður efasemda heimasíðunnar Watts Up With That eftirfarandi í mars 2011:
And, Im prepared to accept whatever result they produce, even if it proves my premise wrong. Im taking this bold step because the method has promise. So lets not pay attention to the little yippers who want to tear it down before they even see the results.
Hann var semsagt tilbúinn að bíta á jaxlinn og sætta sig við þá niðurstöðu sem kæmi út úr BEST verkefninu. Annað hljóð kom í strokkinn þegar ljóst var hver bráðabirgðaniðurstaðan varð, sjá orð Watts frá því í október 2011.
This is sad, because I had very high hopes for this project as the methodology is looked very promising to get a better handle on station discontinuity issues with their scalpel method. Now it looks just like another rush to judgement, peer review be damned.
Vonir efasemdamannsins voru brostnar.
Margt hefur verið skrifað um þessar niðurstöður í erlendum veftímaritum, bloggum og víða og hefur það að hluta til bergmálast yfir í umræðuna hér á landi. Nýlegar ásakanir Judith Curry um að teymi Mullers, sem hún var hluti af hafi stundað hálfgerðar falsanir hefur verið fjallað um á heimasíðu Ágústar Bjarnasonar (Einn höfunda BEST skýrsunnar í loftslagsmálum ásakar aðalhöfundinn um að villa um fyrir fólki ). Þar segir Ágúst meðal annars í athugasemdum:
Öllu sæmilega sómakæru fólki hlýtur að blöskra hvernig Richard A. Muller kynnti niðurstöðurnar fyrir skömmu og hvernig fjölmiðlar gleyptu það gagnrýnislaust. Hvað gekk prófessor Muller eiginlega til? Þetta er auðvitað verst hans sjáfs vegna.
Einum meðhöfunda hans, Dr Judith Curry, var greinilega einnig misboðið, enda er hún mjög sómakær vísindamaður.
Curry sagði meðal annars að teymið sem hún var partur af hefði reynt að fela niðursveiflu í hitastigi (e. hide the decline).
This is hide the decline stuff. Our data show the pause, just as the other sets of data do. Muller is hiding the decline.
Áður hafði Richard Muller sagt í viðtali við BBC að ekki væri hægt að sjá í gögnunum að hin hnattræna hlýnun hefði hægt á sér eins og efasemdarmenn vilja stundum meina:
We see no evidence of it [global warming] having slowed down
Spurningin er því hvort hefur rétt fyrir sér, Muller eða Curry?
[...]
Nánar má lesa um þetta mál á loftslag.is, Að efast um BEST
Tengt efni á loftslag.is
- Bráðabirgðaniðurstöður vekja athygli
- Hide the decline útskýrt að hætti Greenman3610
- Vont, verra BEST
- Gögn sem sýna að hnattræn hlýnun er raunveruleg
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)