Færsluflokkur: Fréttir
23.8.2010 | 08:43
Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig
Ýmsir erlendir miðlar hafa birt fréttir af nýrri rannsókn, sem kom í tímaritinu Science, í síðustu viku. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur m.a. fram að gervihnattamælingar benda til breytinga í framleiðni gróðurs í heiminum á síðasta áratug, í samanburði við tvo síðust áratugi þar á undan.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem einnig má sjá stutt myndband frá NASAexplorer sem fjallar um þetta mál, sjá NASA | Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig
Tengt efni á loftslag.is:
- NASA | Hin óvenjulega pláneta
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- NASA | Stórtölvutækni og loftslagslíkön
- NASA | Augu Hnatt Hauksins fyrir Vísindin
- Tölvubúnaður NASA
- Að mæla hita jarðar
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2010 | 11:50
Sólarorka | Heliotrope húsið
Þýski arkitektinn Rolf Disch hefur hannað sólarorkuheimili, sem nýtir ekki bara orkuna mjög vel, heldur framleiðir líka meiri orku en það notar. Húsið hefur fengið nafnið Heliotrope og það snýst um sjálft sig í takt við gang sólar á himninum og nær þannig að virkja eins mikið af sólarorku og mögulegt er.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m.a. eru myndir af húsinu, sjá Sólarorka | Heliotrope húsið
Tengdar færslur á loftslag.is:
- Vindorka | Ný tækni Vindstilkar
- Stærsta sjávarfalla raforkuver heims
- Líftækniiðnaður gæti stuðlað að minni losun CO2
- Rafmagnsbílar
- Skógrækt á Norðurhjara
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2010 | 12:37
Stærsta sjávarfallatúrbína heims
Fyrirtækið Atlantis Auðlindir í Skotlandi hefur svipt hulunni af stærstu sjávarfallatúrbínu heims, 73 feta (22,25 m) há, 1.300 tonn og með blöð sem eru 60 fet (um 18 m). AK-1000, eins og smíðin er kölluð, er með tvo rafala sem eru hannaðir til að virkja bæði sjávarföll flóðs og fjöru. Raforkan sem verður til getur mögulega framleitt næga orku fyrir um 1.000 heimili.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m.a. er mynd af ferlíkinu, sjá Stærsta sjávarfallatúrbína heims.
Tengdar færslur á loftslag.is:
Fréttir | Breytt 22.8.2010 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2010 | 10:54
Vindorka | Ný tækni - Vindstilkar
Við þekkjum öll hefðbundnar vindmyllur. Þær hafa reynst ágætlega víða um heim til raforkuframleiðslu, en eitt vandamál hefur oft verið nefnt til sögu þegar rætt er um þær og það er að þær eru að margra mati ljótar ásýndar. Til að reyna að finna ráð við þessu, þá hefur hópur hönnuða gert nýja tegund vindorkuvera, þar sem þeir fengu lánaðar nokkrar hugmyndir frá sjálfri náttúrunni.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m..a eru myndir af hinum svokölluðu vindstilkum, sjá Vindorka | Ný tækni - Vindstilkar
Tengdar færslur á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2010 | 10:16
Hitastig júlímánaðar á heimsvísu
Helstu atriði varðandi hitastig júlímánaðar á heimsvísu í myndum, sjá nánar á loftslag.is, Hitastig | Júlí 2010
Heimildir og annað efni af loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.8.2010 | 11:10
Heitasta 12 mánaða tímabil síðan mælingar hófust
Hér undir má sjá tvær myndir sem sýna hitastig og breytingar á því. Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Heitustu 12 mánuðir síðan mælingar hófust.
Tengdar færslur á loftslag.is:
Fréttir | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2010 | 08:28
Er hnattræn hlýnun góð?
Kostir og gallar hnattrænnar hlýnunar (eða hnattrænna loftslagsbreytinga) er talin verða mjög breytileg milli svæða á hnettinum. Ef hlýnunin verður mild þá er erfitt að meta hvaða svæði muni dafna og hvaða svæði verða fyrir áföllum, en eitt er víst að því meiri sem loftslagsbreytingarnar verða, því alvarlegri verða afleiðingarnar. Áframhaldandi loftslagsbreytingar munu að öllum líkindum gera afkomu meirihluta mannkyns erfiðari aðallega vegna þess að við höfum nú þegar byggt upp samfélag sem er aðlagað því loftslagi sem verið hefur undanfarnar aldir.
Sjá nánar um þetta á loftslag.is; Er hnattræn hlýnun góð?
Tengdar færslur á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 15:05
Óræk sönnun ?
Til að byrja með er rétt að árétta að hér er verið að blogga við frétt þar sem stendur:
Vísindamenn segja að risastór borgarísjaki sem brotnaði af Grænlandsjökli nýlega, sé ekki óræk sönnun um hnattræna hlýnun.
Það er rétt að þetta er ekki óræk sönnun um hnattræna hlýnun, en að þessi borgarísjaki sé hluti af eðlilegri bráðnun er líklega full djúpt í árina tekið.
En það er þó rétt að vísindamenn geta ekkert fullyrt um að svona einstakir atburðir séu óræk sönnun hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn notast heldur ekki við orðalagið óræk sönnun, heldur eru lögð fram gögn sem benda til þess að hnattræn hlýnun eigi sér stað, eins og t.d. mælingar á hitastigi um allan heim. Sem dæmi er nýleg frétt sem við skrifuðum um á loftslag.is (10 vísar hnattrænnar hlýnunar) um nýlega skýrslu en þar má meðal annars lesa um greinilegar vísbendingar um hnattræna hlýnun:
Skýrslan er byggð á umfangsmiklum gögnum frá ýmsum áttum (gervihnettir, veðurbelgir, veðurstöðvum á landi, skip, baujur og staðbundnar rannsóknir) og skilgreina höfundar tíu mælanlega þætti sem vísa á hnattrænar breytingar í hitastigi. Hver þessara vísa hefur breyst í samræmi við hnattræna hlýnun. Sjö eru að aukast: lofthiti yfir landi, yfirborðshiti sjávar, lofthiti yfir sjó, sjávarstaða, hitainnihald sjávar, raki og hitistig í veðrahvolfinu. Þrír þeirra sína minnkun: hafís Norðurskautsins, jöklar og snjóhula að vori á Norðurhveli Jarðar.
Kvarðar sem sýna aukningu til vinstri og sem sýna minnkun til hægri (smella til að stækka).
.
Hitt er annað að ef svona atburðir verða algengari en áður, þá væri hægt að fara að segja að þeir gætu stafað af hærra hitastigi, þó ekki væri það heldur óræk sönnun...heldur vísbending um áhrif hærra hitastigs.
Til gamans má geta þess að á sama degi og borgarísjakinn brotnaði frá jöklinum, þá varð Hnattræn hlýnun 35 ára, en það er vissulega ekki heldur óræk sönnun fyrir hlýnun Jarðar.
Tengdar færslur á loftslag.is
- Yfirlýsing frá Vísindaráði Bandaríkjanna
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum
- Heitasti áratugurinn frá því mælingar hófust
- Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar
- Sameiginleg yfirlýsing þriggja breskra stofnana
![]() |
Ísjakinn hluti af eðlilegri bráðnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 08:53
10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun
Fyrr í vikunni fjölluðum við um skýrslu NOAA um stöðu loftslags 2009, sem er góð samantekt á hinum fjölmörgu vísbendingum um að hnattræn hlýnun sé raunveruleg (sjá 10 vísar hnattrænnar hlýnunar). Þegar komið er á hreint að Jörðin sé að hlýna, þá leiðir það af sér mikilvæga spurningu: Hvað er að valda þessari hnattrænu hlýnun?
Hér fyrir neðan er samantekt á mælanlegum vísbendingum sem svara þeirri spurningu. Margar mismunandi mælingar finna greinileg ummerki um þátt manna í loftslagsbreytingum:
Nánar á loftslag.is; 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun
Tengdar færslur á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 12:44
10 vísar hnattrænnar hlýnunar
Nú nýverið kom út skýrsla NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) um ástand loftslags fyrir árið 2009. Í henni koma meðal annars fram 10 greinileg ummerki þess að hitastig Jarðar sé að hækka. Yfir 300 vísindamenn, frá 160 rannsóknateymum í 48 löndum tóku þátt í gerð skýrslunnar en þar er einnig staðfest að síðasti áratugur hafi verið sá heitasti frá upphafi mælinga.
Skýrslan er byggð á umfangsmiklum gögnum frá ýmsum áttum (gervihnettir, veðurbelgir, veðurstöðvum á landi, skip, baujur og staðbundnar rannsóknir) og skilgreina höfundar tíu mælanlega þætti sem vísa á hnattrænar breytingar í hitastigi. Hver þessara vísa hefur breyst í samræmi við hnattræna hlýnun. Sjö eru að aukast: lofthiti yfir landi, yfirborðshiti sjávar, lofthiti yfir sjó, sjávarstaða, hitainnihald sjávar, raki og hitistig í veðrahvolfinu. Þrír þeirra sína minnkun: hafís Norðurskautsins, jöklar og snjóhula að vori á Norðurhveli Jarðar.
Sjá nánar á loftslag.is; 10 vísar hnattrænnar hlýnunar
Tengdar færslur á loftslag.is
Fréttir | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)