Færsluflokkur: Fréttir

Hitastig | Júní 2010

Helstu atriðið varðandi hitastig júnímánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir júní 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,68°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (15,5°C). Fyrra met fyrir júnímánuð var sett árið 2005.
  • Júní 2010 var fjórði mánuðurinn í röð sem náði því að vera heitastur samkvæmt skráningum (marsapríl ogmaí 2010 voru það einnig). Þetta var 304. mánuðurinn í röð sem nær hitastigi yfir meðalhitastig 20. aldar. Síðast þegar hitastig mánaðar var undir meðalhitastiginu var í febrúar 1985.
  • Hitastig á landi á heimsvísu fyrir júnímánuð 2010 var það heitasta samkvæmt skáningum, með hitafrávik upp á 1,07°C yfir meðaltali 20. aldar.
  • Fyrir 3. mánaða tímabilið apríl-júní 2010, var sameinað hitastig fyrir land og haf og einungis landhitastigið það heitasta fyrir tímabilið. 3. mánaða tímabilið (apr.-jún) var einnig það næst heitasta þegar hitastig hafsins er einungis tekið, á eftir sama tímabili 1998.
  • Þetta var heitasti júní og tímabilið apríl-júní fyrir Norðurhvelið í heild og fyrir landssvæði á Norðurhvelinu samkvæmt skráningu.
  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið janúar til júní 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum. Hitastigið fyrir janúar til júní fyrir landssvæðin var það næst heitasta, á eftir 2007. Hitastig hafsins var það næst heitasta fyrir tímabilið, á eftir 1998.
  • Hitafrávik yfirborðs sjávar (SST – sea surface temperature) í Kyrrahafi hélt áfram að lækka í júní 2010. El Nino ástandið hætti í maí 2010 og samkvæmt Loftslags spámiðstöð NOAA er líklegt að La Nina ástand taki við á Norðurhvelinu sumarið 2010.

Júní 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn júní og tímabilið janúar – júní.

 Til að sjá fleiri myndir og gröf tengda færslunni sjá; Hitastig | Júní 2010

Heimildir og annað efni af loftslag.is:


Loftslagsbreytingar og áhrif manna

Hér undir má lesa færslu af loftslag.is frá því í mars.

met_office_logo

Nýleg yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga. Langtíma breytingar í loftslagskerfum hafa fundist um allan hnöttinn, frá færslu í úrkomumunstri og í minnkandi hafís Norðurskautsins. Breytingarnar fylgja munstri sem búist var við af loftslagsbreytingum af mannavöldum – sem styrkir enn frekar að athafnir manna séu að hafa áhrif á loftslag.

Í yfirlitsgreininni var farið yfir stöðu og framgang loftslagsvísinda frá síðustu IPCC skýrslu (AR4) sem gefin var úr árið 2007.  Háþróuðum mælingar- og eiginleikaaðferðum (e. detection and attribution’ methods) voru notaðar til að bera kennsl á langtíma breytingar í loftslagi og síðan athugað:

Hvort þessar breytingar væru vegna náttúrulegs breytileika – t.d. vegna breytinga í orku frá Sólinni, vegna eldvirkni eða vegna náttúrulegra hringrása eins og El Nino? Ef ekki, hvort það væru vísbendingar fyrir því að athafnir manna væri orsökin? 

Niðurstöðurnar sýna að loftslagskerfið er að breytast á margan hátt og fylgir því munstri sem spáð hefur verið með loftslagslíkönum. Eina sennilega útskýringin er sú að breytingarnar séu vegna athafna manna, þar á meðal vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.

Peter Stott, hjá Bresku Veðurstofunni segir: “Nýlegar framfarir í mæligögnum og hvernig þau hafa verið greind, gefa okkur betri yfirsýn yfir loftslagskerfin en nokkurn tíma áður. Það hefur gefið okkur tækifæri til að bera kennsl á breytingum í loftslaginu og að greiða flækju náttúrulegs breytileika frá heildarmyndinni. Vísindin sýna samkvæma mynd af hnattrænum breytingum sem hafa greinileg fingraför losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Einnig sýna gögnin að loftslagsbreytingar eru komin fram úr breytingum í hitastigi – þær breytingar eru nú sýnileg um allt loftslagskerfið og í öllum krókum og kimum Jarðarinnar. Loftslagið er að breytast og það er mjög líklegt að athafnir manna séu orsökin.”

Það eru einnig vísbendingar um að breytingar í úrkomu séu að gerast hraðar en búist var við. Þetta þarf að skoða betur, til að skilja ástæður þess og hvort þetta bendi til að breytingar í framtíðinni gætu orðið meiri en loftslagslíkön spá fyrir.

Nokkrar breytingar

  • Hiastig eykst – hnattrænt hitastig jarðar hefur aukist um 0,75 °C á síðustu 100 árum og áratugurinn 2000-2009 var sá heitasti í sögu mælinga. Áhrif manna finnst á öllum meginlöndunum.
  • Breytingar í úrkomumunstri – á blautari svæðum Jarðar (þ.e. á svæðum á mið og háum breiddargráðum Norðuhvels og hitabeltinu) er úrkoma almennt að aukast á meðan þurrari svæði fá minni úrkomu.
  • Raki – yfirborðs- og gervihnattamælingar sýna að raki í lofthjúpnum hefur aukist síðastliðin 20-30 ár. Þessi aukning eykur vatnsmagn sem getur fallið við úrhellisrigningar, sem skapar flóðahættu.
  •  Hiti sjávar – mæld hefur verið aukning í hitastigi sjávar síðast liðin 50 ár í Altantshafinu, Kyrrahafin og Indlandshafi. Þessi aukning er ekki hægt að tengja við breytingar í sólvirkni, eldvirkni eða breytingum í sjávarstraumum, líkt og El Nino.
  • Selta – Atlantshafið er saltara á heittempruðum breiddargáðum. Það er vegna aukinnar uppgufunar úr hafinu vegna aukins hita. Til langs tíma þá er búist við að hafssvæði á hærri breiddargráðum verði minna sölt vegna bráðnuna jökla og jökulbreiða og meiri úrkomu.
  • Hafís – útbreiðsla hafíss við sumarlágmark á Norðurskautinu er að minnka um 600 þúsund ferkílómetra á áratug, sem er svæði svipað að flatarmáli og Madagaskar [6 sinnum flatarmál Íslands]. Þó það sé breytileiki frá ári til árs, þá er langtímaleitnin í þá átt að ekki er hægt að útskýra það án athafna manna.
  • Suðurskautið – það hefur orðið smávægileg aukning í hafís Suðurskautsins frá því gervihnattamælingar hófust árið 1978. Þessi breyting er í samræmi við sameiginleg áhrif af aukningu í gróðurhúsalofttegundum og minnkandi ósonlags. Þau áhrif valda því að hafís eykst á sumum svæðum, t.d. Rosshafi og minnkar á öðrum svæðum, t.d. Amundsen-Bellingshausenhafi.

Heimildir og ítarefni

Greinina má finna í tímaritinu Wiley Interdisciplinary Reviews: Climate Change (áskrift): Detection and attribution of climate change: a regional perspective

Fréttatilkynning Bresku Veðurstofunnar – Met Office, má finna hér: Climate change and human influence


mbl.is Heitasti júní frá upphafi mælinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum prófessor John Abraham

Prófessor John Abraham, sá er hrakti málflutning Lord Monckton varðandi loftslagsmál í glærusýningu hefur nú lent í stormi Monckton o.fl. aðila. Abraham tók fullyrðingar Lord Monckton varðandi loftslagsmál og skoðaði þær í kjölin, með það fyrir augum að sjá hvort gögnin sem hann vitnaði í væru rétt og hvort eitthvað væri til í því sem Monckton heldur fram um loftslagsmál. Við mælum með glærusýningu Abraham – sem er virkilega afhjúpandi hvað varðar rökleysur Moncktons, (sjá nánar Abraham á móti Monckton). Í kjölfarið hefur Monckton svarað fyrir sig, bæði í einhverskonar skýrslu sem hann gaf út og á heimasíðu Anthony Watts (sem er þekktur “efasemdarmaður”). Hann virðist ekki ætla að fara þá leið að vera málefnalegur, heldur ræðst hann að manninum og stofnun þeirri sem hann vinnur við, Háskólann í St Thomas, Minnesota. Í pistli á heimasíðu Watts, gefur hann upp netfang Dennis J. Dease sem er yfirmaður við háskólann í St. Thomas og biður lesendur um að þrýsta á að kynning Abraham verði fjarlægð. Þessi aðferðafræði með að gefa upp netfang til þúsunda lesenda og þannig reyna að hafa áhrif á yfirvöld skólans þykir mörgum ekki mjög heiðarleg og hefur því verið gerð einhverskonar undirskriftarsöfnun til styrktar John Abraham. Á heimasíðu Hot-Topic er hægt að lesa nánar um þetta og skrifa undir í athugasemdir, síðan í gær hafa yfir 700 skrifað undir, sjá nánar Support John Abraham. Einnig hefur Facebook verið virkjuð til hins sama, sjáPrawngate: Support John Abraham against Monckton’s bullying. Sá er þetta skrifar hefur tekið þátt á báðum stöðum og langar að hvetja lesendur hér til hins sama.

Tengdar færslur á loftslag.is


Góðar fréttir

Það eru góðar fréttir ef stefnt verður að meiri samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni. Vonandi verður eitthvað úr  þessum háleitu markmiðum. 

Koldíoxíð er aðal gróðurhúsalofttegundin sem losuð er vegna athafna mannsins. Hlutfall koldíoxíðs í andrúmsloftinu er mælt í hlutum á hverja milljón (ppm, parts per million). Hlutfallið var 280 ppm fyrir iðnbyltinguna en er nú komið í u.þ.b. 390 ppm. Þegar búið er að bæta áhrifum annarra gróðurhúsalofttegunda eins og t.d. metans, þá er hægt að reikna sig fram að svokölluðum jafngildings áhrifum, sem eru sambærileg við koldíoxíðsáhrifinn (allir þættir lagðir saman), þá eru áhrifin á við um 440 ppm af koldíoxíði í lofthjúpnum.

Sjá nánar, Aðal gróðurhúsalofttegundin

Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,  svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina. 

Sjá nánar,  Lausnir og mótvægisaðgerðir

Tengt efni á loftslag.is:

 


mbl.is Hvetja til meiri samdráttar í losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurdæling CO2 í jarðlög - til framtíðar?

Þegar menn hugsa um afleiðingar losunar CO2 út í andrúmsloftið, þá er sjaldnast hugsað lengra fram í tíman en nokkrar aldir og flestir hugsa í raun aðeins um afleiðingar sem það hefur á þessari öld. Það sama á við þegar verið er að meta kosti og galla þess að dæla CO2 niður í jarðlög til að koma í veg fyrir frekari losun og þeim möguleika að minnka styrk CO2 í andrúmsloftinu með þeim hætti.

[...] 

Það má lesa nánar um þetta efni á loftslag.is, Niðurdæling CO2 í jarðlög – til framtíðar?

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna

Skýrsla gerð undir forystu Sir Muir Russell um hið svokallaðaClimategate mál kom út miðvikudaginn 7. júlí 2010. Þetta er þriðja og síðasta skýrslan á vegum vísindanefndar breska þingsins varðandi þetta mál. Lesa má um fyrstu tvær skýrslurnar á loftslag.is, Sakir bornar af Phil Jones og Loftslagsvísindin traust. Hér undir má lesa nokkur atriði úr skýrslunni, sem lesa má í heild sinni hér (PDF 160 bls.).

Í kafla 1.3 í samantektarkaflanum, koma fram helstu niðurstöður vísindanefndarinnar. Í byrjun þess kafla segir:

On the specific allegations made against the behaviour of CRU scientists, we find that their rigour and honesty as scientists are not in doubt.

Varðandi ákveðnar áskanir varðandi hegðun vísindamanna CRU, þá er niðurstaðan að ekki er efi um nákvæmni þeirra og heiðarleika sem vísindamenn.

Aðrar helstu niðurstöður skýrslunnar má lesa um á loftslag.is; Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hafísútbreiðsla í júní 2010

Útbreiðsla hafíss í júní mánuði var sú minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Hitastigið á Norðurskautinu var yfir meðallagi og hafísinn hörfaði frekar hratt í mánuðinum. Í júní byrjaði ástand sem nefnist tvípóla frávik (dipole anomaly), sem er loftþrýstingskerfi í lofthjúpnum sem m.a. var að hluta til meðvirkandi árið 2007, þegar hafísútbreiðslan var sú minnsta samkvæmt mælingum við lok sumarsins.

- - - 

Sjá má nokkrar skýringarmyndir og gröf í fréttinni á loftslag.is, sjá - Hafís | Júní 2010

Tengt efni á loftslag.is:

 


Fræðslumyndband um súrnun sjávar

Eins og kemur fram í fræðslumyndbandi um súrnun sjávar, frá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), þá er súrnun sjávar hnattræn breyting á efnafræði sjávar – sem er að gerast nú, sem bein afleiðing af auknum styrk CO2 í andrúmsloftinu. Áhrif þess á lífríki sjávar eru fyrst nú að verða kunn. Til að læra meir um Súrnun sjávar þá mælum við með myndbandinu sem sjá má í færslunni; Fræðsla um súrnun sjávar.

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Tvö alvarleg mál

Sjávarstöðubreytingar eru með verri afleiðingum loftslagsbreytinga og þó að óvissan sé nokkur um hvaða afleiðingar verða af þeim – hvar og hversu miklar, þá þykir nokkuð ljóst að þær munu hafa áhrif víða. Talið er að þær muni hafa hvað verstar afleiðingar á þéttbýlustu svæðum heims og þar sem nú þegar eru vandamál af völdum landsigs vegna landnotkunar og þar sem grunnvatn er víða að eyðileggjast vegna saltsblöndunar frá sjó. Einnig verða ýmis strandsvæði í aukinni hættu af völdum sjávarstöðubreytinga vegna sterkari fellibylja framtíðar.  

Sjá nánar í færslunni; Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Súrunun sjávar verður þegar CO2 leysist upp í úthöfunum, sem veldur það falli í pH gildi sjávar. Þessi breyting á efnafræði sjávar hefur áhrif á lífverur sjávar og vistkerfi á ýmsan hátt, sérstaklega á lífverur eins og kórallar og skeldýr, en skeljar þeirra eru úr kalsíum karbónati. Nú þegar hefur sýrustig yfirborðssjávar lækkað um 0,1 pH frá því sem það var fyrir iðnbyltinguna og nú þegar eru áhrif þessara breytinga farið að gæta í dýpri lögum sjávar.

Sjá nánar í færslunni;  Súrnun sjávar – hinn illi tvíburi

Tengt efni á loftslag.is: 


mbl.is Yfirborð hafsins hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum


thumb_michael_mannEinn vísindamannanna sem lentu hvað harðast í hinu svokallaða Climategatefjaðrafoki, Michael Mann, var nýlega sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum. Nefnd á vegum Penn State háskólans fjallaði um mál hans og komst að þessari niðurstöðu. Þetta er því enn einsýknun vísindamanns í kjölfar þessa máls. Í Climategate-málinu var tölvupóstum loftslagsvísindamanna stolið og efni þeirra tekið úr samhengi og það notað til að sverta mannorð vísindamannanna og þannig var reynt að draga athygli frá sjálfum vísindunum og rannsóknum þeim sem vísindin byggja á. Á heimsíðu Penn State má lesa um þetta og sjá alla skýrsluna, þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Prófessor Michael Mann hjá Penn State hefur verið hreinsaður af misgjörðum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt var í dag (1. júlí). Rannsóknin á Mann fór fram eftir að fram komu staðhæfingar um óviðeigandi rannsóknarniðurstöður. Málið kom upp á yfirborðið eftir að þúsundum tölvupósta var stolið og þeir birtir á internetinu. Tölvupóstunum var náð úr tölvukerfi CRU við háskólann í East Anglia á Englandi, sem er einn helsti geymslustaður gagna varðandi loftslagsbreytingar.

Nefnd fræðimanna frá fjölmörgum rannsóknarsviðum, allir fastráðnir við Penn State, byrjuðu þann 4. mars vinnuna við rannsókn á því hvort að Mann hefði “tekið þátt í, beint eða óbeint, einhverjum athöfnum sem brugðu alvarlega út af viðurkenndum aðferðum innan vísindasamfélagsins…”. Mann er einn af leiðandi vísindamönnum varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum.

Einnig má lesa fréttatilkynningu um skýrsluna hér. Í myndbandi á loftslag.is má sjá stutt viðtal sem tekið var við prófessor Michael Mann eftir að niðurstaða nefndarinnar var birt. Hann kemur m.a. inná hvaða áhrif þetta mál hefur haft á vinnu hans og annara vísindamanna. Sjá má myndbandið í færslunni á loftslag.is: - Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum

Tengt efni á loftslag.is:

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband